1 00:00:15,280 --> 00:00:17,560 [kvenrödd] Skýrslan sem Trausti Einarsson gaf, 2 00:00:17,640 --> 00:00:21,840 staðfestir framburð Ívars Kristjánssonar varðandi það sem gerðist 3 00:00:21,920 --> 00:00:24,040 í yfirheyrslunni yfir honum. 4 00:00:24,120 --> 00:00:26,400 Þín aðkoma að málinu verður ekki meiri 5 00:00:26,480 --> 00:00:31,200 og beiting óhóflegs valds mun fara á skrána þína. 6 00:00:31,280 --> 00:00:34,080 Þér verður vikið frá lögreglunni í Reykjavík, 7 00:00:34,160 --> 00:00:40,160 en lögreglustjórinn hefur mælt með þér í laust starf á Siglufirði. 8 00:00:41,840 --> 00:00:44,440 Svo lengi sem þú stenst sálfræðimatið. 9 00:01:55,000 --> 00:01:56,640 [andvarpar] 10 00:01:56,720 --> 00:01:59,360 [Trausti] Þú lætur mig bara vita ef þú vilt að ég taki við. 11 00:01:59,440 --> 00:02:01,240 Það er allt í góðu. 12 00:02:01,960 --> 00:02:03,360 [sími hringir] 13 00:02:07,320 --> 00:02:09,480 Blessaður, Ísak. Þú ert á speaker. 14 00:02:09,560 --> 00:02:12,960 Já, blessaður. Heyrðu, ég er að reyna að ná í hann Trausta. 15 00:02:13,039 --> 00:02:15,440 Já, ég er hérna. Blessaður. 16 00:02:15,520 --> 00:02:18,800 Heyrðu, við erum búin að rekja símann hans Kristjáns. 17 00:02:18,880 --> 00:02:21,280 Og hann virðist hafa verið uppi á … augnablik. 18 00:02:21,360 --> 00:02:23,400 -Góðan daginn. -Góðan daginn. 19 00:02:24,440 --> 00:02:26,640 Hann virðist hafa verið uppi á Höfða 20 00:02:26,720 --> 00:02:30,080 í einhvern smátíma og svo allt í einu er bara slökkt á símanum hans. 21 00:02:30,160 --> 00:02:31,840 Hversu lengi er slökkt á honum? 22 00:02:31,920 --> 00:02:34,000 Sirka tólf tíma. 23 00:02:34,080 --> 00:02:37,400 Og svo kviknar á honum klukkan tíu daginn eftir. 24 00:02:37,480 --> 00:02:39,800 Og þá er hann staddur í Garðabæ. 25 00:02:39,880 --> 00:02:41,840 Þá er hann kominn aftur heim. 26 00:02:42,480 --> 00:02:44,480 Takk fyrir þetta, Ísak. Heyrumst. 27 00:02:44,560 --> 00:02:46,080 Já, segjum það. 28 00:02:46,160 --> 00:02:47,160 [skellir á] 29 00:02:47,240 --> 00:02:49,320 Hann hefði getað náð þessu á þessum tíma. 30 00:02:50,480 --> 00:02:52,840 Hann hefði getað keyrt norður og aftur til baka. 31 00:02:54,320 --> 00:02:55,280 [andvarpar] 32 00:02:55,360 --> 00:02:57,920 Aldrei grunaði mann að þetta væri hann. 33 00:02:59,200 --> 00:03:00,480 Nei. 34 00:03:03,120 --> 00:03:05,600 Hafði hann einhverja ástæðu til að myrða son sinn? 35 00:03:05,680 --> 00:03:07,760 Þeir töluðust ekki við. Eitthvað hefur komið upp á. 36 00:03:07,840 --> 00:03:09,920 Ég meina, hann hefur augljóslega eitthvað að fela. 37 00:03:10,000 --> 00:03:14,040 Þau eru komin norður. Ég sá Kristján og Magdalenu á hótelinu í morgun. 38 00:03:14,120 --> 00:03:15,360 Förum og tölum við hann. 39 00:03:15,440 --> 00:03:17,880 Ekki gleyma því að þið hafið verið settir til hliðar. 40 00:03:17,960 --> 00:03:20,160 Þið megið ekki koma nálægt þessari rannsókn. 41 00:03:20,240 --> 00:03:22,360 En veit hann eitthvað af því? 42 00:03:22,440 --> 00:03:25,000 Nei, ég veit ekki til þess að honum hafi verið tilkynnt það. 43 00:03:25,080 --> 00:03:27,160 Hinrika. Þú spyrð spurninganna. 44 00:03:27,240 --> 00:03:31,360 Við bara fylgjumst með. Þá erum við ekki að brjóta neinar reglur. 45 00:03:31,440 --> 00:03:33,360 Ekki jafn augljóslega allavega. 46 00:03:34,160 --> 00:03:36,920 Ókei, ég spyr spurninganna og þið haldið ykkur til hlés. 47 00:03:37,000 --> 00:03:40,400 Haraldur. Getur þú klárað pappírsvinnuna fyrir Hopper? 48 00:03:40,480 --> 00:03:41,800 Já. 49 00:03:54,520 --> 00:03:55,680 Sæll. 50 00:03:55,760 --> 00:03:56,760 Sæl. 51 00:03:56,840 --> 00:03:58,000 Ertu einn? 52 00:03:58,080 --> 00:04:03,280 Já, stelpurnar skruppu í apótekið. Hva… Hvað get ég gert fyrir ykkur? 53 00:04:03,360 --> 00:04:05,640 Getum við talað aðeins saman? 54 00:04:05,720 --> 00:04:09,720 Já, já. Já. Gerið þið svo vel, ég þarf bara að fara í eitthvað. 55 00:04:13,720 --> 00:04:16,480 Ég veit að þetta lítur ekki vel út. 56 00:04:16,560 --> 00:04:18,720 Nei, það gerir það ekki. 57 00:04:18,800 --> 00:04:22,880 Það er alveg út í hött að þið haldið það að ég hafi gert syni mínum eitthvað. 58 00:04:27,720 --> 00:04:28,720 [ræskir sig] 59 00:04:30,400 --> 00:04:33,600 [Hinrika] Hvar varstu kvöldið sem sonur þinn var drepinn? 60 00:04:33,680 --> 00:04:35,240 -Í vinnunni. -Í vinnunni? 61 00:04:35,320 --> 00:04:38,720 Já, ég er með skrifstofu uppi á Tangarhöfða. Þið getið flett því upp. 62 00:04:38,800 --> 00:04:39,840 KG verktakar. 63 00:04:39,920 --> 00:04:41,680 Hvað varstu að gera í vinnunni á þessum tíma? 64 00:04:41,760 --> 00:04:45,240 Ég var að klára kostnaðaráætlun. Við gerðum tilboð í stórt verk. 65 00:04:45,320 --> 00:04:47,200 Af hverju slökktirðu á símanum þínum? 66 00:04:47,280 --> 00:04:48,320 Símanum mínum? 67 00:04:48,400 --> 00:04:50,360 Þú fórst upp á Höfða og slökktir á símanum þínum. 68 00:04:50,440 --> 00:04:52,840 Eruð þið búin að vera að rekja símann minn? 69 00:04:56,640 --> 00:04:58,240 Hann varð batteríslaus. 70 00:04:59,440 --> 00:05:02,320 Ef þú varst í vinnunni og hefur ekkert að fela … 71 00:05:02,440 --> 00:05:05,640 af hverju sagðirðu þá lögreglunni að þú hefðir verið heima þetta kvöld? 72 00:05:05,720 --> 00:05:08,240 Ég ruglaðist á dögum. Það er mikið að gera hjá mér. 73 00:05:08,320 --> 00:05:10,920 Maður hefði nú haldið að það væri erfitt að gleyma þessum degi. 74 00:05:11,000 --> 00:05:14,080 Eins og ég sagði, þá … var ég að klára kostnaðaráætlun. 75 00:05:14,160 --> 00:05:18,560 Ég var langt fram á nótt. Stelpurnar voru sofandi þegar ég kom heim. 76 00:05:18,640 --> 00:05:23,240 Er einhver sem getur staðfest þetta? Eru öryggismyndavélar á staðnum? 77 00:05:24,920 --> 00:05:26,720 Nei, ekkert svoleiðis. 78 00:05:31,840 --> 00:05:33,560 Takk fyrir að nenna að koma að sækja mig. 79 00:05:33,640 --> 00:05:36,960 Ég hefði aldrei ratað þetta ein frá flugvellinum. 80 00:05:37,960 --> 00:05:39,240 Já, ekkert mál. 81 00:05:45,800 --> 00:05:49,160 Hefurðu komið þarna áður? Þarna … hvað heitir þetta þarna …? 82 00:05:49,240 --> 00:05:50,480 -Ásar. -Já. 83 00:05:50,560 --> 00:05:51,600 Nei. 84 00:06:10,520 --> 00:06:12,160 Hæ. 85 00:06:12,240 --> 00:06:13,840 Blessaður. 86 00:06:15,320 --> 00:06:17,800 Getum við aðeins talað saman? 87 00:06:17,880 --> 00:06:20,120 -Hérna? -Já. 88 00:06:20,200 --> 00:06:23,640 Já. Eigum við ekki bara að tylla okkur hér? 89 00:06:33,000 --> 00:06:35,200 Gott að þú komst. 90 00:06:36,640 --> 00:06:38,680 Ég samhryggist þér. 91 00:06:39,760 --> 00:06:42,320 Hefurðu eitthvað heyrt í frænda þínum? 92 00:06:42,400 --> 00:06:44,200 Nei, sem betur fer ekki. 93 00:06:45,840 --> 00:06:47,600 Hann drap Sverri. 94 00:06:49,720 --> 00:06:52,120 -Ég veit. -Hva, tókst þú þátt í því? 95 00:06:52,200 --> 00:06:54,520 Nei. Auðvitað ekki. 96 00:06:56,920 --> 00:06:59,200 Hann sveik okkur öll. 97 00:06:59,280 --> 00:07:01,840 Lét handtaka mig. 98 00:07:01,920 --> 00:07:04,720 Ég var í yfirheyrslu þegar þetta gerðist. 99 00:07:08,200 --> 00:07:11,120 Við hefðum aldrei átt að taka þátt í þessu með honum. 100 00:07:16,960 --> 00:07:19,640 [rödd brestur] Það var ég sem sendi Sverri norður. 101 00:07:22,560 --> 00:07:24,560 [snöktir] 102 00:07:29,960 --> 00:07:33,400 Heyrðu, ég ætla að fara að drífa mig upp í Ása. Mæta tímanlega. 103 00:07:33,480 --> 00:07:36,000 Við Trausti erum ekkert að fara að mæta þangað. 104 00:07:37,520 --> 00:07:38,560 Nei, alls ekki. 105 00:07:38,640 --> 00:07:41,520 Hvað, eigum við bara að sitja hérna á rassgatinu og gera ekki neitt? 106 00:07:41,600 --> 00:07:44,120 Ég læt ykkur vita ef það kemur fram eitthvað nýtt. Haraldur? 107 00:07:44,200 --> 00:07:45,440 -Mm-hmm. -Sé ég þig ekki uppfrá? 108 00:07:45,520 --> 00:07:47,280 Jú, ég er að klára. Ég fer að koma. 109 00:07:47,360 --> 00:07:49,040 -[Andri] Gangi þér vel. -Takk. 110 00:07:51,120 --> 00:07:52,120 [hurð lokast] 111 00:08:10,600 --> 00:08:12,360 -Sæll. -Sæl. 112 00:08:15,280 --> 00:08:19,000 Blessuð. Það eru engar smá kræsingar. 113 00:08:19,080 --> 00:08:22,840 Já, fyrir erfidrykkjuna. Við erum á leið í jarðarför. 114 00:08:22,920 --> 00:08:26,680 Já, einmitt. Ég heiti Hinrika, ég fer fyrir rannsókninni núna. 115 00:08:26,760 --> 00:08:28,280 Ég samhryggist ykkur innilega. 116 00:08:28,360 --> 00:08:30,200 -Takk. -Þakka þér fyrir. 117 00:08:31,880 --> 00:08:33,480 -Hæ. -Hæ … 118 00:08:33,560 --> 00:08:35,880 E… ertu að koma í jarðarförina? 119 00:08:35,960 --> 00:08:37,880 Já, ég var að hugsa um að koma í jarðarförina 120 00:08:37,960 --> 00:08:40,200 ef að það er í lagi ykkar vegna. 121 00:08:40,280 --> 00:08:41,720 Já, ætli það ekki. 122 00:08:41,799 --> 00:08:43,600 Eva, inn í bíl, elskan. 123 00:08:48,640 --> 00:08:53,360 Magdalena, ég var að hugsa hvort að við gætum rætt saman einslega. 124 00:08:55,040 --> 00:08:56,320 Núna? 125 00:08:56,400 --> 00:09:00,120 Já, við getum … verið samferða upp að Ásum. 126 00:09:00,200 --> 00:09:02,480 Spjallað saman í bílnum á leiðinni. 127 00:09:05,520 --> 00:09:06,960 -Já. -Flott. 128 00:09:11,880 --> 00:09:13,280 Sjáumst á eftir. 129 00:09:36,160 --> 00:09:38,760 Heyrðu. Ég ætla aðeins að skreppa. 130 00:09:52,680 --> 00:09:55,920 Heyrðu, ég fór að ráði þínu og heimsótti mömmu. 131 00:09:56,000 --> 00:10:00,960 Sko þig. Var hún ekki … fegin að sjá þig? 132 00:10:02,440 --> 00:10:04,440 Jú, ég held það. 133 00:10:04,520 --> 00:10:06,720 Gott að heyra. 134 00:10:06,800 --> 00:10:09,800 Það … er ekki sjálfgefið að … 135 00:10:09,880 --> 00:10:13,440 maður hafi þá hjá sér sem manni þykir vænt um. 136 00:10:14,480 --> 00:10:15,800 Nei. 137 00:10:15,880 --> 00:10:18,280 Hvernig var það … 138 00:10:18,360 --> 00:10:23,760 var ekki búið að leysa þig frá þessari morðrannsókn? 139 00:10:23,840 --> 00:10:26,840 Varla ertu kominn alla þessa leið hingað 140 00:10:26,920 --> 00:10:30,760 til þess eins að drekka kaffi með gömlum kalli. 141 00:10:33,920 --> 00:10:35,400 Nei. 142 00:10:37,120 --> 00:10:40,320 Pabbi stráksins sem var myrtur laug til um fjarvistarsönnun sína. 143 00:10:40,400 --> 00:10:44,400 Sagðist hafa verið heima allt kvöldið en það reyndist ekki vera rétt. 144 00:10:44,480 --> 00:10:46,560 Ég var að vona að þú gætir hjálpað okkur. 145 00:10:46,640 --> 00:10:49,320 Hvernig get ég hjálpað þér? 146 00:10:49,400 --> 00:10:51,200 Það rifjaðist upp fyrir mér að 147 00:10:51,280 --> 00:10:54,320 þú hefðir verið með tengilið hjá Securitas 148 00:10:54,400 --> 00:10:57,880 sem hefði hjálpað þér að leysa úr einhverjum gömlum tryggingasvindlum. 149 00:10:57,960 --> 00:10:59,480 Ja, já… ööö… 150 00:11:00,880 --> 00:11:02,840 Go… Goði … heitir hann. 151 00:11:02,920 --> 00:11:05,680 Já. Ja, pabbi stráksins semsagt … 152 00:11:05,760 --> 00:11:09,240 hann er með skrifstofu uppi á Grafarholti. Hann segist hafa verið þar. 153 00:11:09,320 --> 00:11:10,320 Já. 154 00:11:10,400 --> 00:11:14,600 En það eru engin vitni og það eru engar myndavélar. 155 00:11:14,680 --> 00:11:18,320 En hinum megin við götuna, beint á móti, er bílasala. 156 00:11:18,400 --> 00:11:22,680 Og ég sé ekki betur en að þeir séu með myndavélar frá Securitas. 157 00:11:23,880 --> 00:11:27,920 Og ég var svona að vona að þær myndu kannski ná yfir götuna. 158 00:11:30,200 --> 00:11:33,560 Ég hef nú ekki talað við hann lengi en … 159 00:11:33,640 --> 00:11:36,360 ég get athugað hvort hann sé þarna ennþá. 160 00:11:52,800 --> 00:11:56,240 Þið Kristján, eruð þið búin að vera saman lengi? 161 00:11:56,320 --> 00:12:02,000 Hmm. Ja, við … eigum þrjátíu ára brúðkaupsafmæli núna í … sumar. 162 00:12:03,760 --> 00:12:06,080 Þrjátíu ár. Það er langur tími. 163 00:12:06,880 --> 00:12:11,120 Við eigum börn … heimili … fyrirtæki. 164 00:12:13,960 --> 00:12:16,640 Sumir skilja þegar börnin fara að heiman. 165 00:12:21,120 --> 00:12:22,480 [Hinrika] Mm-hmm. 166 00:12:23,400 --> 00:12:26,240 Var eitthvað sérstakt sem þú vildir ræða við mig? 167 00:12:27,160 --> 00:12:30,760 Mig langaði að vita hvers vegna þú sagðir ekki satt um ferðir Kristjáns, 168 00:12:30,840 --> 00:12:33,480 kvöldið sem að sonur ykkar var myrtur. 169 00:12:38,240 --> 00:12:40,560 Við vitum að hann var ekki heima allt kvöldið. 170 00:12:40,680 --> 00:12:43,280 Hann náðist á hraðamyndavél. 171 00:12:43,360 --> 00:12:45,840 Mögulega á leiðinni út úr bænum. 172 00:12:47,600 --> 00:12:49,280 Hvert var hann að fara? 173 00:12:50,840 --> 00:12:55,080 Ja, hann … Hann þurfti að skreppa á … skrifstofuna. 174 00:12:55,160 --> 00:12:56,920 Hann gleymdi einhverju. 175 00:12:57,000 --> 00:13:00,320 Og … þegar hann var spurður, þá gleymdi hann sér og … 176 00:13:00,400 --> 00:13:02,280 sagðist hafa verið heima. 177 00:13:03,760 --> 00:13:05,680 Og hvers vegna leiðréttirðu hann ekki? 178 00:13:05,760 --> 00:13:09,560 Nú, ég … Ég bara fraus. 179 00:13:09,640 --> 00:13:15,000 Ég … ég … Ég var brennd af þessu sem hafði gengið á með Ívar. 180 00:13:15,080 --> 00:13:18,080 Búinn að vera í gæsluvarðhaldi í marga daga. 181 00:13:18,160 --> 00:13:20,920 Ertu að tala um þegar Ívar var sakaður um að drepa Línu? 182 00:13:21,000 --> 00:13:22,240 [Magdalena] Já. 183 00:13:24,360 --> 00:13:25,560 [Hinrika] Hmm. 184 00:13:28,040 --> 00:13:31,960 Hún Lína var nú ekki þessi engill sem allir vilja vera láta. 185 00:13:32,040 --> 00:13:33,760 Nú, hvað áttu við? 186 00:13:35,280 --> 00:13:37,600 Hún átti sínar dökku hliðar. 187 00:13:41,640 --> 00:13:43,320 Henni var ekki sjálfrátt. 188 00:13:48,040 --> 00:13:49,640 [Eiríkur] Hmm. 189 00:13:49,720 --> 00:13:55,520 Já. Já, bíddu, hann er hérna. Hann vill tala við þig. 190 00:13:55,600 --> 00:13:58,960 Sæll. Heyrðu, sést þarna yfir? 191 00:13:59,040 --> 00:14:01,040 Já, eitthvað. 192 00:14:01,760 --> 00:14:04,440 Það var einhver traffík þarna á föstudagskvöldinu. 193 00:14:04,520 --> 00:14:06,720 Einhverjir að koma og fara. 194 00:14:06,800 --> 00:14:08,680 Ókei, geturðu sent mér myndbrotið? 195 00:14:08,760 --> 00:14:09,880 Já, já. 196 00:14:09,960 --> 00:14:12,920 Endilega sendu mér þetta. Andriolafs@gmail. 197 00:14:14,000 --> 00:14:16,000 Þetta verður komið til þín innan skamms. 198 00:14:16,080 --> 00:14:18,240 Ókei, frábært. Þakka þér kærlega fyrir. 199 00:14:18,320 --> 00:14:19,640 Bless. 200 00:14:21,120 --> 00:14:22,840 Hann ætlar að redda því. 201 00:14:59,160 --> 00:15:02,720 Já, sjáðu. Þarna mætir Kristján. Spólaðu aðeins áfram. 202 00:15:05,040 --> 00:15:07,240 -[Trausti] Hér kemur annar bíll. -Já. 203 00:15:07,320 --> 00:15:08,640 [Trausti] Er þetta Bergur? 204 00:15:08,720 --> 00:15:11,840 [Andri] Það lítur út fyrir það. Þetta er allavega bíllinn hans. 205 00:15:13,800 --> 00:15:15,840 [Trausti] Svo fara þeir inn. 206 00:15:22,640 --> 00:15:24,360 Hvað er hann að gera? 207 00:15:26,400 --> 00:15:28,040 Bíddu, hann rústar símanum hans. 208 00:15:28,120 --> 00:15:30,040 Það er ástæðan fyrir því að hann hefur dottið út. 209 00:15:30,120 --> 00:15:31,360 [Andri] Mm-hmm. 210 00:15:39,160 --> 00:15:45,920 ♪ Ár var alda, það er ekki … ekki var. ♪ 211 00:15:46,320 --> 00:15:52,840 ♪ Var-a sandur né sær … ♪ 212 00:15:52,920 --> 00:15:59,920 ♪ né svalar … svalar unnir. ♪ 213 00:16:00,680 --> 00:16:07,240 ♪ Jörð fannst æva né upphiminn. ♪ 214 00:16:07,960 --> 00:16:13,480 ♪ Gap var Ginnunga … ♪ 215 00:16:14,520 --> 00:16:19,600 ♪ En gras hvergi … ♪ 216 00:16:20,560 --> 00:16:23,280 ♪ hvergi. ♪ 217 00:16:23,920 --> 00:16:25,480 [kliður] 218 00:16:29,800 --> 00:16:31,760 Er ekki allt í lagi? 219 00:16:31,840 --> 00:16:33,320 Já. 220 00:16:34,240 --> 00:16:36,120 Hvernig þekktir þú Ívar? 221 00:16:37,200 --> 00:16:39,040 Hann var kærastinn minn. 222 00:16:48,720 --> 00:16:52,560 Ívar … var mér sem sonur. 223 00:16:52,640 --> 00:16:54,960 Og syni mínum var hann sem bróðir. 224 00:16:55,040 --> 00:16:58,440 Ég verð ævinlega þakklátur honum Gunnari mínum fyrir að hafa kynnt mig … 225 00:16:58,520 --> 00:17:01,280 fyrir hinum óþreytanlega lífskrafti … 226 00:17:01,360 --> 00:17:04,200 sem Ívar bar með sér. 227 00:17:04,280 --> 00:17:07,360 Og þó ég viti að við deilum ekki öll sömu skoðunum … 228 00:17:07,440 --> 00:17:08,760 [Hinrika] Hvað er í gangi? 229 00:17:08,840 --> 00:17:11,319 … má ekki segja að þetta sé til marks um það … 230 00:17:11,400 --> 00:17:15,599 Við erum með myndband sem sýnir Kristján 231 00:17:15,680 --> 00:17:20,079 og að öllum líkindum Berg rífast uppi á Höfða. 232 00:17:20,160 --> 00:17:22,359 Hvað var hann að gera þar? 233 00:17:22,440 --> 00:17:25,160 Sagði ekki stelpan á barnum að hann hefði verið þar allt kvöldið? 234 00:17:25,240 --> 00:17:26,640 Jú. 235 00:17:34,520 --> 00:17:36,880 Fáum þetta staðfest frá Kristjáni. Ég sæki hann. 236 00:17:36,960 --> 00:17:38,560 [Oddur] Komið þið með mér: 237 00:17:38,640 --> 00:17:41,840 [öll] Deyr fé … deyja frændur … 238 00:17:41,920 --> 00:17:44,600 deyr sjálfur ið sama … 239 00:17:44,680 --> 00:17:48,000 en orðstír deyr aldregi … 240 00:17:48,080 --> 00:17:51,000 hveim … er sér góðan getur. 241 00:17:51,080 --> 00:17:54,240 Kristján, ætlarðu að koma aðeins með okkur? 242 00:17:54,320 --> 00:17:55,920 -Núna? -Mm-hmm. 243 00:17:56,000 --> 00:17:58,840 Bíddu, má ég biðja ykkur um að sýna þeim látna virðingu … 244 00:17:58,920 --> 00:18:02,800 og bíða með svona nokkuð … þangað til erfidrykkjunni er lokið. 245 00:18:02,880 --> 00:18:04,520 Er það hægt? 246 00:18:04,600 --> 00:18:07,720 Þetta er allt í lagi. Þið haldið bara áfram. 247 00:18:18,000 --> 00:18:19,360 [kliður] 248 00:18:25,800 --> 00:18:28,320 Getum við gert þetta einhvers staðar annars staðar? 249 00:18:32,000 --> 00:18:34,120 Já. Komum hérna afsíðis. 250 00:18:37,440 --> 00:18:39,160 Förum hérna inn. 251 00:18:39,240 --> 00:18:41,840 Við getum verið í herberginu hans Ívars. 252 00:18:50,200 --> 00:18:52,480 [Hinrika] Hver er þetta með þér þarna? 253 00:18:52,560 --> 00:18:54,600 Þetta er Bergur, er það ekki? 254 00:18:58,160 --> 00:18:59,480 Jú. 255 00:19:02,000 --> 00:19:04,320 Af hverju brýtur hann símann þinn? 256 00:19:04,400 --> 00:19:06,800 Viltu ekki bara … spyrja hann að því? 257 00:19:06,880 --> 00:19:09,360 Kristján, ég er að spyrja þig að því. 258 00:19:09,440 --> 00:19:11,640 Af hverju braut hann símann þinn? 259 00:19:14,240 --> 00:19:17,000 Þið klárið þetta, við þurfum að finna Berg. 260 00:19:20,240 --> 00:19:22,640 Farð þú í samkomusalinn og athugaðu hvort þú sjáir Berg. 261 00:19:22,720 --> 00:19:24,800 -Ég ætla að athuga í hellana. -Ókei. 262 00:19:24,880 --> 00:19:27,160 Ég átti ekki frumkvæðið að þessu. 263 00:19:29,320 --> 00:19:31,120 Frumkvæðið að hverju? 264 00:19:33,160 --> 00:19:35,240 Við vorum saman eina nótt. 265 00:19:35,320 --> 00:19:37,400 Þú og hver? 266 00:19:37,480 --> 00:19:38,600 Ég og Lína. 267 00:19:38,680 --> 00:19:43,640 Lína? Svafst þú hjá Línu? Kærustu sonar þíns? 268 00:19:54,720 --> 00:19:57,200 [Kristján] Þau höfðu verið að … djamma. 269 00:19:58,000 --> 00:20:01,920 Ívar var blindfullur eins og hann var vanalega og sofnaði. 270 00:20:02,000 --> 00:20:03,440 Hvar var þetta? 271 00:20:03,520 --> 00:20:04,960 [Kristján] Heima hjá okkur. 272 00:20:05,040 --> 00:20:07,280 Ég var drukkinn þegar þau komu heim. 273 00:20:07,360 --> 00:20:08,960 Við … 274 00:20:09,040 --> 00:20:11,400 vorum að spjalla og … 275 00:20:11,480 --> 00:20:14,040 fengum okkur meira rauðvín og svo … 276 00:20:15,920 --> 00:20:18,520 Ég veit ekki hvað gerðist, hvernig mér datt þetta í hug, ég … 277 00:20:18,600 --> 00:20:21,000 -Myrtir þú hana? -Nei. 278 00:20:21,080 --> 00:20:24,440 Nei, ég sá hana … aldrei eftir þetta. 279 00:20:29,120 --> 00:20:31,080 Vissi Ívar af þessu? 280 00:20:31,960 --> 00:20:33,200 Nei, hann vissi ekkert. 281 00:20:33,280 --> 00:20:36,440 En Bergur? Vissi hann þetta? 282 00:20:36,520 --> 00:20:39,120 Já, hún hafði sagt honum þetta. 283 00:21:07,760 --> 00:21:09,200 [snöktir] 284 00:21:10,960 --> 00:21:12,680 [Hinrika] Sóley? 285 00:21:13,600 --> 00:21:17,000 Þú ert Sóley, er það ekki? Komstu hingað með Bergi? 286 00:21:17,080 --> 00:21:18,520 Já. 287 00:21:20,280 --> 00:21:22,280 Hvar er hann? 288 00:21:22,360 --> 00:21:25,600 Ég veit það ekki. Ég sá hann síðast uppi í helli. 289 00:21:25,680 --> 00:21:29,000 Af hverju laugstu að okkur hvar Bergur var kvöldið sem Ívar var myrtur? 290 00:21:29,080 --> 00:21:33,360 Þú veist að þú getur farið í fangelsi fyrir að gefa falskan vitnisburð. 291 00:21:33,440 --> 00:21:35,120 Hvar var hann? 292 00:21:35,880 --> 00:21:40,040 Ö… Hann var að sinna einhverjum mikilvægum viðskiptum. 293 00:21:40,720 --> 00:21:42,920 Hvernig viðskiptum? 294 00:21:43,000 --> 00:21:44,720 Þú veist alveg að hann er díler. 295 00:21:44,800 --> 00:21:47,120 Og hvað, laugstu bara fyrir hann sisvona? 296 00:21:47,200 --> 00:21:49,240 Hann borgaði mér fyrir það. 297 00:21:49,800 --> 00:21:51,240 [Andri] Og hvað? 298 00:21:52,440 --> 00:21:54,560 Sagði hann einhverjum frá? 299 00:21:54,640 --> 00:21:56,320 Við gerðum samning. 300 00:21:58,920 --> 00:22:03,160 Ég hef borgað honum þrjár til fjórar milljónir á hverju ári fyrir að þegja. 301 00:22:03,240 --> 00:22:06,040 En hvað gerðist á milli ykkar uppi á Höfða? 302 00:22:06,960 --> 00:22:09,400 Bergur var í einhverju braski. 303 00:22:09,480 --> 00:22:12,680 -[Trausti] Hvað, í eiturlyfjabraski? -Það veit ég ekkert um. 304 00:22:12,760 --> 00:22:14,240 [Andri] Hann vantaði meiri pening. 305 00:22:14,320 --> 00:22:19,160 Miklu meira. 20 milljónir á einu bretti. 306 00:22:19,240 --> 00:22:20,560 Þú áttir það ekki til. 307 00:22:20,640 --> 00:22:23,480 20 milljónir, fyrirvaralaust? 308 00:22:23,560 --> 00:22:27,240 Ég … Ég hefði ekki getað það þó ég hefði viljað það. Hann … 309 00:22:28,680 --> 00:22:31,160 Hann sagðist ætla að eyðileggja líf mitt. 310 00:22:31,240 --> 00:22:33,400 En eftir þetta? Veistu hvert hann fór? 311 00:22:33,480 --> 00:22:34,840 Nei. 312 00:22:36,440 --> 00:22:38,800 Það næsta sem ég frétti var að … 313 00:22:41,320 --> 00:22:43,120 Ívar væri dáinn. 314 00:22:44,680 --> 00:22:47,320 Og þig grunaði ekki að hann hefði farið norður og drepið hann? 315 00:22:47,400 --> 00:22:49,920 Hvernig átti mér að detta það í hug? 316 00:22:50,000 --> 00:22:51,600 [Trausti] Eina sem að skipti þig máli 317 00:22:51,680 --> 00:22:54,640 var að það myndi ekki fréttast að þú hefðir sofið hjá henni. 318 00:23:04,880 --> 00:23:07,640 [sýgur upp í nefið] Magdalena, fyrirgefðu. 319 00:23:08,840 --> 00:23:10,680 [snöktir, grætur] 320 00:23:13,640 --> 00:23:15,920 [Sóley] Hvað ertu að reyna að segja með þessu? 321 00:23:16,000 --> 00:23:18,600 Hefur hann eitthvað með morðið á Ívari að gera? 322 00:23:23,160 --> 00:23:24,480 [hurð lokast] 323 00:23:26,320 --> 00:23:28,040 Bíddu hérna. 324 00:23:37,400 --> 00:23:38,920 Bergur? 325 00:23:58,680 --> 00:24:00,080 Bergur? 326 00:24:45,680 --> 00:24:46,720 [öskrar] 327 00:24:48,120 --> 00:24:49,280 [Hinrika] Ah! 328 00:24:54,120 --> 00:24:55,960 [tekur andköf, andar ört] 329 00:25:19,200 --> 00:25:21,760 -Hvar er Hinrika? -Hún fór upp í helli. 330 00:25:28,440 --> 00:25:32,760 Bergur! Hvert ertu að fara? Bergur, bíddu! 331 00:25:32,840 --> 00:25:35,600 Bergur, bíddu aðeins, ég þarf að tala við þig. 332 00:25:35,680 --> 00:25:38,040 -[Hinrika] [másandi] Haraldur. -Halló? Hinrika? 333 00:25:38,600 --> 00:25:40,720 Ef þú sérð Berg … náðu honum. 334 00:25:40,800 --> 00:25:43,360 -[Sóley] Hvert ertu að fara? -Fokk! 335 00:25:45,760 --> 00:25:49,480 [Sóley] Bergur! Bíddu, Bergur! 336 00:25:52,960 --> 00:25:54,760 Hafðir þú eitthvað með morðið á Ívari að gera? 337 00:25:54,840 --> 00:25:56,480 -Drullaðu þér út. -Varstu fyrir norðan? 338 00:25:56,560 --> 00:25:58,640 -Drapstu Ívar? -Drullaðu þér út úr fokking bílnum! 339 00:25:58,720 --> 00:26:01,880 -Bergur! Bergur! -[Sóley] Hjálp! 340 00:26:01,960 --> 00:26:03,160 Hei! 341 00:26:04,600 --> 00:26:06,760 Hann er vopnaður! 342 00:26:18,400 --> 00:26:19,960 [lögreglusírenur] 343 00:26:21,280 --> 00:26:22,440 Við verðum að fá aðstoð. 344 00:26:22,520 --> 00:26:24,680 Hann er vopnaður og hann er með Sóleyju í bílnum. 345 00:26:24,760 --> 00:26:27,280 Ég er búinn að biðja um að það verði settir upp vegartálmar. 346 00:26:27,360 --> 00:26:29,880 Þau komast vonandi fyrir hann áður en hann kemst yfir brúna. 347 00:26:29,960 --> 00:26:32,280 Við búum á eyju, hann er ekki að fara að sleppa frá okkur. 348 00:26:32,360 --> 00:26:33,600 Hann er í annarlegu ástandi 349 00:26:33,680 --> 00:26:36,960 og við verðum að stoppa hann áður en hann gerir henni eitthvað. 350 00:26:41,680 --> 00:26:43,080 Stoppaðu bílinn, plís. 351 00:26:43,160 --> 00:26:44,640 [bílflauta] 352 00:26:44,720 --> 00:26:47,600 Gerðu það. Ég bið þig að stoppa bílinn. 353 00:26:47,680 --> 00:26:51,280 Hleyptu mér út. Núna. Stoppaðu bílinn. Stoppaðu bílinn. 354 00:26:51,360 --> 00:26:52,640 -Haltu kjafti. -Stoppaðu bílinn. 355 00:26:52,720 --> 00:26:54,680 -Haltu kjafti! -Hleyptu mér út úr bílnum! 356 00:26:54,760 --> 00:26:58,600 Haltu fokking kjafti eða ég fokking skýt þig, í alvörunni. Í alvörunni! 357 00:27:03,360 --> 00:27:06,240 Fokk, fokk, fokk, fokk. Nei. Fokk. 358 00:27:06,320 --> 00:27:08,080 [Sóley] Hleyptu mér út. 359 00:27:10,440 --> 00:27:11,720 -Nei, heyrðu! -[öskrar] 360 00:27:11,800 --> 00:27:13,160 Þú ferð ekki fokking neitt. 361 00:27:20,720 --> 00:27:22,240 [andar djúpt og ört] 362 00:27:23,720 --> 00:27:24,800 [gefur í] 363 00:27:28,440 --> 00:27:29,480 [Andri rymur] 364 00:27:32,480 --> 00:27:33,520 [Sóley] Ó! 365 00:27:35,840 --> 00:27:37,920 [rymur, másar] 366 00:27:44,080 --> 00:27:45,360 [lögreglusírena] 367 00:27:49,920 --> 00:27:53,160 [Hinrika] Andri! Hvað ertu að gera? Andri! 368 00:27:54,360 --> 00:27:55,880 [Andri] Hei! Hei! 369 00:27:57,000 --> 00:27:59,440 Ekki koma nær! Annars skýt ég hana. 370 00:27:59,520 --> 00:28:01,520 Bergur! Bergur. 371 00:28:02,680 --> 00:28:05,560 Talaðu við mig. Bergur. Bergur! 372 00:28:05,640 --> 00:28:09,440 Slepptu henni og við leyfum þér að fara, ha! 373 00:28:13,520 --> 00:28:15,200 Hann átti það skilið. 374 00:28:15,280 --> 00:28:17,240 Hver átti hvað skilið? 375 00:28:17,320 --> 00:28:19,640 Kristján var að ríða systur minni. 376 00:28:20,480 --> 00:28:24,920 Við vorum búin að þekkja hann frá því við vorum lítil. Djöfulsins fokking … ógeð. 377 00:28:25,840 --> 00:28:28,680 Fórst þú norður eftir að þú talaðir við hann uppi á Höfða … 378 00:28:28,760 --> 00:28:30,200 til að segja Ívari frá þessu? 379 00:28:30,280 --> 00:28:34,680 Kristján rústaði lífi systur minnar … og ég ætlaði að rústa hans lífi. 380 00:28:42,720 --> 00:28:43,720 [kyssir] 381 00:28:56,920 --> 00:28:58,720 Hvað ertu að gera hérna? 382 00:29:01,680 --> 00:29:05,800 -Bergur, hvað ertu að fokking gera hérna? -Ókei, ég verð bara að segja þér þetta. 383 00:29:07,360 --> 00:29:10,800 Lína og pabbi þinn … þau voru saman. 384 00:29:10,880 --> 00:29:13,160 Af hverju heldurðu að við höfum hætt saman? 385 00:29:13,240 --> 00:29:14,440 Vissirðu þetta? 386 00:29:14,520 --> 00:29:16,360 Manst þú ekki neitt, eða? 387 00:29:16,440 --> 00:29:20,040 Hún viðurkenndi það kvöldið sem þú keyrðir á barnið og stakkst síðan af. 388 00:29:20,120 --> 00:29:22,240 Síðan kem ég til þín til að reyna að hjálpa þér … 389 00:29:22,320 --> 00:29:24,840 og þar er hún … og hún heldur áfram að tala um þetta, 390 00:29:24,920 --> 00:29:27,800 að hún hafi verið full og pabbi hafi reynt við hana … 391 00:29:27,880 --> 00:29:32,200 og þú … grenjandi eins og einhver fokking aumingi, maður. Í blakkáti. 392 00:29:32,280 --> 00:29:35,240 Ívar, ertu að segja mér að þú hafir drepið hana? 393 00:29:35,320 --> 00:29:38,080 Hún átti það fokking skilið. 394 00:29:39,160 --> 00:29:41,400 Hún var fokking drusla. 395 00:29:52,920 --> 00:29:55,800 [Andri] Af hverju sagðirðu ekki lögreglunni frá þessu? 396 00:29:55,880 --> 00:29:58,240 Það hefði ekki skipt neinu máli. Hún væri alveg jafndauð. 397 00:29:58,320 --> 00:30:00,000 Ívar hefði allavega setið inni. 398 00:30:00,080 --> 00:30:05,560 Er það? Hefðir þú ekki bara fokkað öllu upp aftur, þarna? 399 00:30:05,640 --> 00:30:09,080 Það er þér að kenna að hann komst upp með að drepa systur mína. 400 00:30:09,160 --> 00:30:13,800 Og það er þér að kenna að Sverrir er dáinn. 401 00:30:13,880 --> 00:30:17,880 Hefðir þú ekki fokkað upp, þá hefði ekkert af þessu gerst. 402 00:30:17,960 --> 00:30:20,120 Lína er dáin. 403 00:30:20,200 --> 00:30:21,560 [grætur] 404 00:30:21,640 --> 00:30:23,320 Sverrir er dáinn. 405 00:30:24,960 --> 00:30:27,240 Ég hef ekkert að lifa fyrir lengur. 406 00:30:27,320 --> 00:30:29,120 Ókei … Bergur … 407 00:30:29,200 --> 00:30:32,000 Skjóttu mig. Annars drep ég hana. 408 00:30:32,080 --> 00:30:35,560 Bergur! Hún hefur ekki gert neinum neitt! 409 00:30:35,640 --> 00:30:37,280 -Bergur, kommon, -Skjóttu mig. 410 00:30:37,360 --> 00:30:39,440 -þú ert ekki að fara að skjóta neinn. -Skjóttu mig. 411 00:30:39,520 --> 00:30:41,000 -Bergur! -Skjóttu mig! 412 00:30:41,080 --> 00:30:42,320 -Kommon! -Skjóttu mig! 413 00:30:42,400 --> 00:30:43,400 Bergur! 414 00:30:43,480 --> 00:30:44,480 [byssa smellur] 415 00:30:44,560 --> 00:30:46,400 Nei! Bergur! 416 00:30:55,440 --> 00:30:57,360 [grætur] 417 00:30:57,440 --> 00:31:02,720 Er í lagi með þig? Allt í lagi. Allt í lagi. Allt í lagi. 418 00:31:12,400 --> 00:31:13,680 [grætur] 419 00:31:30,080 --> 00:31:31,120 [andar djúpt] 420 00:31:40,840 --> 00:31:41,840 EINUM MÁNUÐI SÍÐAR 421 00:31:41,920 --> 00:31:48,720 Dómþing héraðsdóms Reykjavíkur er sett og fyrir er tekið mál númer S-1090/2021. 422 00:31:48,800 --> 00:31:52,720 Ákæruvaldið gegn Andra Ólafssyni. 423 00:31:52,800 --> 00:31:54,440 Ákærða er gefið að sök að hafa 424 00:31:54,520 --> 00:31:58,160 brotið lög samkvæmt 23. kafla almennra hegningarlaga 425 00:31:58,240 --> 00:32:01,120 er varðar manndráp og líkamsmeiðingar. 426 00:32:01,200 --> 00:32:04,240 Þrátt fyrir að ákærði sé starfsmaður lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, 427 00:32:04,320 --> 00:32:06,760 þá var ákærði ekki við skyldustörf 428 00:32:06,840 --> 00:32:10,280 umrætt kvöld enda hafði honum verið vísað frá … 429 00:32:10,360 --> 00:32:13,280 rannsókn þess máls sem um ræðir. 430 00:32:13,360 --> 00:32:19,000 Því er ekki hægt að verja brot ákærða með lögreglulögum … á nokkurn hátt. 431 00:32:19,080 --> 00:32:24,000 Þá skal litið til sögu ákærða, en ákærði gerðist brotlegur í starfi árið 2013 432 00:32:24,080 --> 00:32:27,320 þegar hann var fundinn sekur um að hafa beitt óhóflegu valdi 433 00:32:27,400 --> 00:32:30,880 í yfirheyrslu í máli sem tengist þessu máli, en … 434 00:32:30,960 --> 00:32:34,320 fórnarlambið þá … var nákominn hinum látna. 435 00:32:41,320 --> 00:32:44,520 [dómari] Og þið komuð á eftir ákærða á vettvang. 436 00:32:44,600 --> 00:32:46,040 Já. 437 00:32:46,120 --> 00:32:50,520 Og hvað gerðist þarna á brúnni á milli ákærða og hins látna? 438 00:32:56,840 --> 00:32:59,560 Andri neyddist til þess að skjóta hann. 439 00:33:01,560 --> 00:33:03,840 Bergur hefði drepið hana. 440 00:33:04,920 --> 00:33:07,400 [Hinrika] Hann bjargaði lífi þessarar stúlku. 441 00:33:10,440 --> 00:33:15,040 Þú vitnaðir í málinu gegn Andra fyrir átta árum. 442 00:33:15,120 --> 00:33:16,640 Já. 443 00:33:16,720 --> 00:33:19,680 Hefur hann gerst sekur um óhóflega valdbeitingu einhvern tíma 444 00:33:19,760 --> 00:33:21,400 eftir það svo þú hafir orðið vitni að? 445 00:33:21,480 --> 00:33:22,880 Nei. 446 00:33:23,680 --> 00:33:25,760 Ekki einu sinni þarna á brúnni? 447 00:33:26,920 --> 00:33:28,160 Nei. 448 00:33:28,240 --> 00:33:32,960 Svo það er þitt mat að það hafi verið nauðsynlegt að skjóta manninn? 449 00:33:33,040 --> 00:33:35,080 [Trausti] Já, það var nauðsynlegt. 450 00:33:38,200 --> 00:33:40,040 Ég vil nota tækifærið og … 451 00:33:40,120 --> 00:33:44,200 biðja Andra afsökunar á því að hafa vitnað gegn honum þarna um árið. 452 00:33:45,200 --> 00:33:47,960 Hann hafði rétt fyrir sér. 453 00:33:48,040 --> 00:33:49,680 Ekki ég. 454 00:33:51,200 --> 00:33:53,160 Það var Ívar sem drap Línu. 455 00:34:14,040 --> 00:34:19,560 Fyrir átta árum síðan gerði ég stór mistök í starfi mínu sem lögreglumaður. 456 00:34:19,639 --> 00:34:22,320 Og nú eru þrír ungir menn látnir. 457 00:34:24,199 --> 00:34:27,440 Ég hef brugðist í þessu máli. 458 00:34:27,520 --> 00:34:30,560 Mér finnst ég ekki eiga mér neinar málsbætur. 459 00:34:31,880 --> 00:34:35,280 Ég er reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða minna. 460 00:34:38,080 --> 00:34:40,920 [dómari] Samkvæmt þeim vitnisburðum sem við höfum heyrt hér í dag, 461 00:34:41,000 --> 00:34:43,320 þá virðist vera ljóst að ákærði hefur bjargað 462 00:34:43,400 --> 00:34:46,719 lífi ungrar konu sem var ógnað með skotvopni. 463 00:34:46,800 --> 00:34:49,920 En dómurinn getur samt ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að 464 00:34:50,000 --> 00:34:53,719 það voru aðrir lögreglumenn á staðnum sem hefðu getað gripið inn í. 465 00:34:53,800 --> 00:34:56,520 Og það má heldur ekki gera lítið úr því að á þessum tíma 466 00:34:56,600 --> 00:34:59,199 var ákærði ekki með heimild til að bera skotvopn. 467 00:34:59,280 --> 00:35:02,960 Það er því niðurstaða dómsins að um manndráp sé að ræða 468 00:35:03,040 --> 00:35:05,480 Allir persónulegir munir hérna í körfuna. 469 00:35:06,400 --> 00:35:07,760 Já. 470 00:35:20,200 --> 00:35:23,040 Mætti ég hringja eitt stutt símtal? 471 00:35:36,440 --> 00:35:38,320 -Hæ. -Hæ, Andri. 472 00:35:38,400 --> 00:35:41,000 Mig langaði bara aðeins að heyra í þér. 473 00:35:41,080 --> 00:35:42,800 Gott að heyra í þér. 474 00:35:42,880 --> 00:35:45,120 Ég var búinn að lofa … 475 00:35:45,200 --> 00:35:47,160 lofa að hringja oftar. 476 00:35:49,280 --> 00:35:54,040 Heyrðu … ég er á leiðinni í smá frí. 477 00:35:54,120 --> 00:35:57,800 Já, ég … las eitthvað um það í blaðinu. 478 00:35:57,880 --> 00:35:59,480 Tvö ár. 479 00:36:00,000 --> 00:36:01,920 Er eitthvað sem ég get gert fyrir þig? 480 00:36:02,000 --> 00:36:04,280 Já, nei nei, ekki, ekki hafa áhyggjur af því. 481 00:36:04,360 --> 00:36:05,840 -Andri? -Já. 482 00:36:09,640 --> 00:36:11,280 Ég er stolt af þér. 483 00:36:12,160 --> 00:36:13,960 Takk, mamma. 484 00:36:15,360 --> 00:36:17,960 Það er gott að heyra það frá þér. 485 00:36:18,040 --> 00:36:20,080 Reyndu nú að hvíla þig. 486 00:36:20,160 --> 00:36:22,880 Ókei. Bless.