1
00:00:12,220 --> 00:00:16,683
Þegar líða fór að lokum
fyrstu aldar Targaryen-veldisins
2
00:00:16,766 --> 00:00:20,895
fór heilsu Gamla konungs, Jaehaerys
sífellt hrakandi.
3
00:00:23,857 --> 00:00:28,319
Í þá daga stóð veldi
Targaryen-ættarinnar sem hæst.
4
00:00:28,403 --> 00:00:31,197
Með tíu fullvaxna dreka
í sínum ranni
5
00:00:32,198 --> 00:00:34,743
fékk enginn máttur í veröldinni
staðið gegn henni.
6
00:00:36,161 --> 00:00:40,665
Í 60 ár hafði Jaehaerys konungur
ríkt af friðsemd og hagsæld
7
00:00:40,749 --> 00:00:44,043
en hafði misst
báða syni sína
8
00:00:44,127 --> 00:00:45,879
svo óvissa ríkti
um ríkisarfann.
9
00:00:46,671 --> 00:00:53,219
Árið 101 setti konungur Æðsta ráðið saman
til að velja erfingja.
10
00:00:55,138 --> 00:00:58,057
Á annað þúsund lávarða
reið til Harrenhallar.
11
00:00:59,434 --> 00:01:05,356
Fjórtán tilköll voru rædd
en aðeins tvö komu sannarlega til greina.
12
00:01:06,941 --> 00:01:10,528
Rhaenys Targaryen prinsessa,
elsti afkomandi konungs
13
00:01:10,612 --> 00:01:14,365
og yngri frændi hennar,
Viserys Targaryen prins,
14
00:01:14,449 --> 00:01:16,910
elsti karlkynsættingi konungs.
15
00:01:23,666 --> 00:01:27,045
Hér með tilkynna allir yfirdrottnarar
16
00:01:28,755 --> 00:01:31,841
og allir lénsherrar Konungsríkjanna Sjö
17
00:01:33,092 --> 00:01:39,015
að Viserys Targaryen prins
verði prinsinn af Drekasteini
18
00:01:40,058 --> 00:01:44,854
Rhaenys, kvenmaður,
myndi ekki erfa Járnveldisstólinn.
19
00:01:47,941 --> 00:01:49,984
Þess í stað völdu lávarðarnir Viserys.
20
00:01:51,736 --> 00:01:52,779
Föður minn.
21
00:01:56,616 --> 00:01:58,409
Jaehaerys skóp Æðstaráðið
22
00:01:58,493 --> 00:02:01,746
til að koma í veg fyrir að stríð yrði háð
um erfðaröðina.
23
00:02:02,330 --> 00:02:04,415
Því hann þekki kaldan sannleikann.
24
00:02:04,499 --> 00:02:10,380
Það eina sem gæti fellt Ætt Drekans
væri hún sjálf.
25
00:02:30,483 --> 00:02:34,362
ÞAÐ ER NÍUNDA RÍKISÁR
VISERYS TARGARIENS KONUNGS.
26
00:02:34,445 --> 00:02:38,700
172 ÁRUM FYRIR DAUÐA
ÓÐA KONUNGSIN AERYS
27
00:02:38,783 --> 00:02:43,580
OG FÆÐINGU DÓTTUR HANS,
DAENERYS TARGARIEN PRINSESSU.
28
00:04:24,681 --> 00:04:27,976
Velkomin aftur, prinsessa.
Vonandi var reiðtúrinn góður.
29
00:04:28,059 --> 00:04:29,435
Reyndu að sýna minni létti, Ser.
30
00:04:30,103 --> 00:04:31,312
Mér er létt.
31
00:04:31,396 --> 00:04:34,649
Í hvert sinn sem þessi gullna skepna
skilar þér aftur óskaddaðri
32
00:04:34,732 --> 00:04:36,025
held ég enn höfðinu.
33
00:04:38,111 --> 00:04:41,698
Syrax vex hratt. Hún verður brátt
jafnstór og Caraxes.
34
00:04:41,781 --> 00:04:43,783
Næstum nógu stór
til að bera tvo.
35
00:04:43,866 --> 00:04:46,452
Ég er alveg sátt
sem áhorfandi, takk fyrir.
36
00:06:22,381 --> 00:06:23,466
Rhaenyra.
37
00:06:26,010 --> 00:06:28,971
Þú veist að ég vil ekki að þú fljúgir
þegar svona er ástatt um mig.
38
00:06:29,055 --> 00:06:31,474
Þú vilt ekki að ég fljúgi
sama hvert ástandið er.
39
00:06:33,226 --> 00:06:36,020
Yðar tign.
-Góðan dag, Alicent.
40
00:06:36,771 --> 00:06:38,856
Svafstu?
-Ég svaf.
41
00:06:38,940 --> 00:06:39,857
Hve lengi?
42
00:06:41,192 --> 00:06:43,402
Ég þarf ekki umönnun, Rhaenyra.
43
00:06:43,486 --> 00:06:48,074
Hér ertu umkringd þjónustuliði
sem hugsar um barnið.
44
00:06:48,157 --> 00:06:49,700
Einhver þarf að annast þig.
45
00:06:51,702 --> 00:06:55,706
Þú munt liggja hér
fyrr en síðar, Rhaenyra.
46
00:06:55,790 --> 00:06:59,252
Með þessum þrautum þjónum við ríkinu.
47
00:06:59,335 --> 00:07:02,630
Ég vildi heldur þjóna sem riddari
og ríða til orrustu með sóma.
48
00:07:05,550 --> 00:07:07,635
Við höfum konunglega móðurkviði,
þú og ég.
49
00:07:09,762 --> 00:07:11,639
Barnssængin er okkar vígvöllur.
50
00:07:13,766 --> 00:07:15,768
Við verðum að læra
að mæta henni af festu.
51
00:07:18,187 --> 00:07:21,524
Baðaðu þig nú,
þú angar af drekum.
52
00:07:24,360 --> 00:07:27,572
Svo ég sagði: „Ég held að þú sért
að góna upp rangan enda.“
53
00:07:31,576 --> 00:07:33,077
Herrar mínir.
54
00:07:33,161 --> 00:07:37,331
Vaxandi samstaða hinna Frjálsu borga
er farin að kalla sig Þríveldið.
55
00:07:38,249 --> 00:07:40,251
Þau hafa safnast saman að Blóðsteini
56
00:07:40,334 --> 00:07:43,629
og uppræta nú sjóræningjapest
Þrepanna.
57
00:07:43,713 --> 00:07:46,424
Það eru grunsamlega góðar fréttir,
Corlys lávarður.
58
00:07:46,507 --> 00:07:48,885
Maður að nafni Craghas Drahar
59
00:07:48,968 --> 00:07:51,470
titlar sig nú sem krónaðmírál
þessa Þríveldis.
60
00:07:52,805 --> 00:07:54,056
Hann er kallaður
Krabbafóðrarinn
61
00:07:55,266 --> 00:07:58,102
vegna hugvitsamlegra aðferða
við refsingar á óvinum sínum.
62
00:07:58,186 --> 00:08:00,313
Og eigum við að syrgja dauða sjóræningja?
63
00:08:01,397 --> 00:08:03,441
Nei, yðar tign...
-Þú ert sein, Rhaenyra.
64
00:08:04,150 --> 00:08:07,195
Skenkjari konungs má ekki vera seinn.
Það leiðir til þorsta fólks.
65
00:08:07,278 --> 00:08:08,529
Ég heimsótti mömmu.
66
00:08:11,240 --> 00:08:12,158
Á drekabaki?
67
00:08:13,075 --> 00:08:18,164
Yðar tign, að áeggjan Daemons prins
höfum við lagt töluverðar fjárhæðir
68
00:08:18,247 --> 00:08:21,626
í endurþjálfun og búnað
fyrir Borgarvaktina hans.
69
00:08:21,709 --> 00:08:25,963
Þér mættuð kannski hvetja bróður yðar
til að mæta á ráðsfundi
70
00:08:26,047 --> 00:08:30,968
og gefa skýrslu um árangur hans
sem foringja Vaktarinnar.
71
00:08:31,052 --> 00:08:33,596
Heldurðu Daemon sé annars hugar
við verk sín
72
00:08:33,679 --> 00:08:35,932
og að orku hans og huga
sé betur varið við annað?
73
00:08:36,015 --> 00:08:39,310
Vonandi ekki miðað við
samanlagðan kostnað.
74
00:08:39,393 --> 00:08:42,480
Þá skulum við ákvarða gulli þínu
vel varið, Beesbury lávarður.
75
00:08:42,563 --> 00:08:44,857
Ég myndi ráðleggja þér að leyfa
þessu Þríveldi
76
00:08:44,941 --> 00:08:47,068
ekki mikinn uppgang
þarna í Þrepunum, yðar tign.
77
00:08:47,860 --> 00:08:50,988
Lokist þessar siglingaleiðir
gerir það hafnir okkar gagnslausar.
78
00:08:51,072 --> 00:08:53,824
Krúnan hefur veitt þér áheyrn,
Corlys lávarður,
79
00:08:53,908 --> 00:08:55,660
og mun taka hana til umhugsunar.
80
00:09:01,290 --> 00:09:04,168
Eigum við að ræða Erfingjaleikana,
yðar tign?
81
00:09:05,253 --> 00:09:06,796
Með ánægju.
82
00:09:07,546 --> 00:09:09,757
Mun nafnadagsspádómur
meistarans rætast, Mellos?
83
00:09:09,840 --> 00:09:13,344
Gætið þess að þetta eru aðeins
vangaveltur, yðar tign,
84
00:09:13,427 --> 00:09:17,139
en við höfum legið yfir
mánakortunum
85
00:09:17,223 --> 00:09:20,685
og teljum spá okkar eins áreiðanlega
og hugsast getur.
86
00:09:20,768 --> 00:09:23,604
Kostnaðurinn við leikana
er ekki smávægilegur.
87
00:09:23,688 --> 00:09:28,150
Kannski við ættum að fresta þeim
þar til barnið er fætt.
88
00:09:28,234 --> 00:09:31,028
Flestir lávarðanna og riddaranna
eru þegar á leið til Kóngsvalla.
89
00:09:31,112 --> 00:09:34,282
Að snúa þeim við nú...
-Leikarnir taka um viku tíma.
90
00:09:34,365 --> 00:09:37,243
Áður en þeim verður lokið
mun sonur minn hafa fæðst.
91
00:09:37,326 --> 00:09:38,869
Og allt konungsríkið mun fagna.
92
00:09:38,953 --> 00:09:41,998
Það er engin leið að spá fyrir
um kyn barnsins.
93
00:09:42,081 --> 00:09:43,124
Vissulega.
94
00:09:43,207 --> 00:09:46,377
Það er enginn meistari fær um að gefa álit
án forsenda, er það?
95
00:09:47,586 --> 00:09:51,215
Drottningin gengur með dreng,
það eitt veit ég.
96
00:09:53,301 --> 00:09:56,929
Og erfingi minn mun brátt binda enda
á þessa bölvuðu handanúninga sjálfur.
97
00:10:00,182 --> 00:10:02,476
Hann gekk inn um hlið Rauðaturns
í dagrenningu.
98
00:10:02,560 --> 00:10:04,061
Veit faðir minn að hann er hér?
99
00:10:04,645 --> 00:10:05,896
Nei.
-Gott.
100
00:10:14,155 --> 00:10:15,489
Guðunum sé náð.
101
00:10:16,240 --> 00:10:17,366
Það er allt í lagi, Ser.
102
00:10:26,500 --> 00:10:28,669
Hvað þykistu vera að gera, frændi?
103
00:10:28,753 --> 00:10:33,341
Sitja, þetta gæti vel orðið
mitt sæti einn daginn.
104
00:10:33,424 --> 00:10:35,593
Ekki ef þú verður líflátinn
fyrir landráð.
105
00:10:36,969 --> 00:10:39,555
Þú hefur ekki sést við hirðina
í heila eilífð.
106
00:10:39,639 --> 00:10:41,057
Rétt.
107
00:10:41,140 --> 00:10:43,768
Hirðin er svo skelfilega leiðinleg.
108
00:10:44,518 --> 00:10:46,937
Hvers vegna þá að snúa aftur
yfir höfuð?
109
00:10:47,021 --> 00:10:50,775
Ég frétti að faðir þinn ætli að halda
leika mér til heiðurs.
110
00:10:51,150 --> 00:10:52,985
Leikarnir eru til heiður erfingja hans.
111
00:10:54,737 --> 00:10:56,572
Eins og ég sagði.
112
00:10:57,823 --> 00:10:59,575
Nýjum erfingja hans.
113
00:11:00,910 --> 00:11:04,455
Uns móðir þín ber honum son
114
00:11:04,538 --> 00:11:06,540
sitjið þið öll uppi með mig.
115
00:11:06,624 --> 00:11:08,834
Þá vonast ég eftir bróður.
116
00:11:11,253 --> 00:11:12,296
Ég færi þér svolítið.
117
00:11:18,260 --> 00:11:19,303
Veistu hvað þetta er?
118
00:11:20,971 --> 00:11:22,139
Þetta er Valyríustál.
119
00:11:23,808 --> 00:11:24,892
Eins og Dökka Systir.
120
00:11:29,230 --> 00:11:30,147
Snúðu þér við.
121
00:11:45,246 --> 00:11:46,163
Núna...
122
00:11:47,623 --> 00:11:50,459
eigum við bæði ögn
af ætterni okkar.
123
00:11:58,259 --> 00:12:00,761
Gullfallegt.
124
00:12:01,637 --> 00:12:03,597
Lastu það?
-Auðvitað las ég það.
125
00:12:04,223 --> 00:12:08,477
Hverjum giftist Nymeria prinsessa
þegar hún kom til Dorn?
126
00:12:08,561 --> 00:12:10,896
Manni.
-Hvað hét hann?
127
00:12:11,605 --> 00:12:12,565
Eitthvað lávarður.
128
00:12:13,816 --> 00:12:16,610
Ef svarið verður „Eitthvað lávarður“
verður Systir Marlow öskuill.
129
00:12:16,694 --> 00:12:18,446
Hún er fyndin þegar hún er öskuill.
130
00:12:22,032 --> 00:12:23,826
Þú ert alltaf svona
þegar þú ert áhyggjufull.
131
00:12:24,577 --> 00:12:25,953
Hvernig?
132
00:12:26,036 --> 00:12:27,246
Fráhrindandi.
133
00:12:31,750 --> 00:12:34,587
Þú óttast að falla í skugga
sonar föður þíns.
134
00:12:35,379 --> 00:12:36,922
Ég óttast bara um mömmu.
135
00:12:38,424 --> 00:12:40,217
Ég vona að faðir minn eignist son.
136
00:12:41,510 --> 00:12:43,888
Hann hefur þráð það
svo lengi sem ég man.
137
00:12:45,055 --> 00:12:46,432
Viltu að hann eignist son?
138
00:12:46,515 --> 00:12:49,018
Mig langar að fljúga með þér
á baki dreka,
139
00:12:49,101 --> 00:12:52,021
sjá hin miklu undur handan Mjóahafs
og borða einungis kökur.
140
00:12:52,104 --> 00:12:54,064
Mér er alvara.
-Ég gantast aldrei með kökur.
141
00:12:54,690 --> 00:12:56,817
Óttastu ekki um stöðu þína?
142
00:12:56,901 --> 00:12:59,111
Ég kann að meta þessa stöðu.
Hún er nokkuð þægileg.
143
00:13:03,407 --> 00:13:06,744
Hvert ertu að fara?
-Heim. Það er orðið framorðið.
144
00:13:07,953 --> 00:13:12,124
Nymeria prinsessa leiddi Rhoynar-flokk
yfir Mjóahaf á tíu þúsund skipum
145
00:13:12,208 --> 00:13:14,251
á flótta undan eftirför Valyríumanna.
146
00:13:14,335 --> 00:13:17,296
Hún tók sér Mors Martell,
lávarð af Dorn, sem eiginmann
147
00:13:17,379 --> 00:13:19,507
og brenndi eigin flotta
úti við Sunnuvigur
148
00:13:19,590 --> 00:13:21,926
til að sýna fólki sínu
að flóttanum væri lokið.
149
00:13:23,802 --> 00:13:25,429
Hvað ertu að gera?
-Svo þú manst.
150
00:13:27,014 --> 00:13:29,350
Ef Systirin sér bókina.
-Fari hún til fjandans.
151
00:13:30,017 --> 00:13:31,227
Rhaenyra!
152
00:13:44,323 --> 00:13:45,699
Grær það?
153
00:13:45,783 --> 00:13:48,077
Það hefur vaxið ögn, yðar tign.
154
00:13:50,663 --> 00:13:52,164
Geturðu sagt til um hvað þetta er?
155
00:13:53,040 --> 00:13:55,167
Við sendum fyrirspurn
til Borgríkisins.
156
00:13:55,251 --> 00:13:57,378
Þeir leita í ritunum
að svipuðu tilfellum.
157
00:13:57,461 --> 00:14:00,714
Þetta er smá fleiða eftir hásætið.
Þetta er ekki neitt.
158
00:14:01,882 --> 00:14:05,553
Konungurinn hefur verið undir miklu álagi
við undirbúning fæðingarinnar.
159
00:14:06,595 --> 00:14:10,349
Þungt hugarástand getur haft
slæm áhrif á líkamann.
160
00:14:11,308 --> 00:14:14,144
Hvað sem það er má það ekki fréttast.
161
00:14:17,982 --> 00:14:19,525
Við ættum að reyna fleiri iglur.
162
00:14:19,608 --> 00:14:22,027
Þetta er sár sem neitar að gróa,
Stórmeistari.
163
00:14:23,529 --> 00:14:25,322
Mætti ég leggja til að brenna fyrir það?
164
00:14:25,406 --> 00:14:28,951
Það gæti reynst árangursríkt, yðar tign.
165
00:14:29,577 --> 00:14:30,995
Það verður sárt.
-Gott og vel.
166
00:14:33,080 --> 00:14:33,998
Gott og vel.
167
00:14:47,052 --> 00:14:49,513
Þú verð meiri tíma í baðkarinu
en á hásætinu.
168
00:14:50,681 --> 00:14:53,809
Þetta er eini staðurinn
sem veitir mér hvíld þessa dagana.
169
00:14:56,437 --> 00:14:57,521
Þetta er hlandvolgt.
170
00:14:58,147 --> 00:15:00,608
Eins heitt og meistararnir leyfa.
171
00:15:00,691 --> 00:15:02,443
Vita þeir ekki að drekar kjósa hita?
172
00:15:04,278 --> 00:15:06,280
Eftir þessa voluðu meðgöngu
173
00:15:07,239 --> 00:15:10,618
kæmi mér ekki á óvart
þótt ég ungaði út dreka.
174
00:15:10,701 --> 00:15:13,078
Og hann yrði elskaður og dáður.
175
00:15:14,163 --> 00:15:17,124
Rhaenyra hefur þegar sagt
að hún muni eignast systur.
176
00:15:17,207 --> 00:15:18,667
Er það?
177
00:15:18,751 --> 00:15:19,960
Hún hefur þegar nefnt hana.
178
00:15:20,711 --> 00:15:21,629
Þori ég að spyrja?
179
00:15:22,504 --> 00:15:23,422
Visenya.
180
00:15:24,340 --> 00:15:27,843
Hún valdi drekaegg sem vöggu
sem hún sagði minna sig á Vhagar.
181
00:15:27,926 --> 00:15:29,470
Guðirnir séu oss náðugir.
182
00:15:29,553 --> 00:15:31,472
Fjölskyldan á þegar sína Visenyu.
183
00:15:33,891 --> 00:15:36,560
Hefur eitthvað heyrst
frá bróður þínum?
184
00:15:36,644 --> 00:15:39,021
Ekki síðan ég tilnefndi hann
foringja Borgarvaktarinnar.
185
00:15:40,189 --> 00:15:42,316
Hann lætur vafalaust sjá sig
á leikunum.
186
00:15:43,400 --> 00:15:45,152
Hann getur aldrei staðist
burtreiðarvellina.
187
00:15:45,903 --> 00:15:47,196
Leikar?
188
00:15:47,279 --> 00:15:50,324
Til heiðurs fyrsta syni þínum
sem þú hefur enn ekki eignast?
189
00:15:51,825 --> 00:15:53,369
Þú skilur vonandi
190
00:15:53,452 --> 00:15:57,206
að barninu mun ekki vaxa skaufi
ef það fæðist ekki með slíkan.
191
00:15:57,956 --> 00:15:59,333
Þetta er drengur, Aemma.
192
00:15:59,416 --> 00:16:01,585
Jæja?
-Ég er handviss um það.
193
00:16:02,795 --> 00:16:04,588
Ég hef sjaldan verið jafn viss um nokkuð.
194
00:16:08,592 --> 00:16:12,763
Draumurinn...
Skýrari en nokkur minning.
195
00:16:15,516 --> 00:16:17,976
Sonur okkar fæddur
berandi járnkrúnu Aegons.
196
00:16:20,187 --> 00:16:23,607
Ég heyrði dynjandi hófatök,
197
00:16:23,691 --> 00:16:26,026
skildi klofna og sverð klingja.
198
00:16:26,985 --> 00:16:29,697
Og ég lagði son okkar
á Járnveldisstólinn
199
00:16:31,156 --> 00:16:35,494
og allar bjöllur Stórahofs glumdu
og allir drekarnir öskruðu sem einn.
200
00:16:39,456 --> 00:16:40,791
Fæddur með kórónu á höfði.
201
00:16:41,750 --> 00:16:45,754
Guðirnir forði mér.
Fæðing er nógu andstyggileg fyrir.
202
00:16:54,930 --> 00:16:58,350
Er þetta síðasta skiptið, Viserys?
203
00:17:01,311 --> 00:17:04,106
Ég hef þegar misst eitt í vöggu,
fætt tvö andvana
204
00:17:04,189 --> 00:17:06,942
og tveimur meðgöngum
lauk ótímabært.
205
00:17:10,195 --> 00:17:12,740
Það eru fimm.
Á tvöfalt fleiri árum.
206
00:17:14,533 --> 00:17:17,369
Ég veit að mér ber skylda
að bera þér erfingja.
207
00:17:17,453 --> 00:17:21,081
Mér þykir leitt að hafa brugðist þér.
208
00:17:21,165 --> 00:17:22,082
Nei.
209
00:17:24,918 --> 00:17:27,254
En ég get ekki syrgt fleiri dáin börn.
210
00:17:48,776 --> 00:17:50,444
Foringi viðstaddur!
211
00:17:57,618 --> 00:18:00,954
Þegar ég tók við Vaktinni
voruð þið flækingsræflar.
212
00:18:02,831 --> 00:18:04,958
Soltnir og óagaðir.
213
00:18:06,543 --> 00:18:13,217
Nú eruð þið flokkur hunda,
mettir og tilbúnir til veiða.
214
00:18:17,137 --> 00:18:19,765
Borg bróður míns er í niðurníðslu.
215
00:18:21,266 --> 00:18:24,436
Glæpir af öllu tagi
hafa fengið að þrífast.
216
00:18:26,563 --> 00:18:27,481
En ekki lengur.
217
00:18:28,315 --> 00:18:32,236
Frá og með þessu kvöldi skulu Kóngsvellir
læra að óttast gulllitinn.
218
00:19:18,699 --> 00:19:19,908
Á fætur!
219
00:19:33,297 --> 00:19:36,216
Nei, ekki! Nei, nei!
220
00:19:39,928 --> 00:19:40,846
Nauðgari!
221
00:19:44,099 --> 00:19:46,226
Nei! Nei!
222
00:19:54,026 --> 00:19:54,943
Þjófur!
223
00:19:55,819 --> 00:19:56,737
Nei!
224
00:20:03,201 --> 00:20:04,202
Morðingi!
225
00:20:21,011 --> 00:20:24,097
Þetta var fordæmalaus smölun
glæpamanna af öllu tagi.
226
00:20:24,181 --> 00:20:29,144
Bróðir þinn fór ekki leynt með það
og útdeildi eigin dómum.
227
00:20:29,227 --> 00:20:30,854
Mér er sagt
að þurft hafi tvíeykisvagn
228
00:20:32,481 --> 00:20:35,275
til að flytja burt líkamspartana
þegar öllu var aflokið.
229
00:20:36,485 --> 00:20:37,402
Guðirnir veri með oss.
230
00:20:38,403 --> 00:20:42,574
Það má ekki leyfa prinsinum
að hegða sér svona í algjöru refsileysi.
231
00:20:45,452 --> 00:20:47,037
Bróðir.
-Daemon.
232
00:20:49,164 --> 00:20:51,541
Haldið áfram, þið voruð að ræða
refsileysi mitt.
233
00:20:54,670 --> 00:20:58,006
Þú þarft að gera grein
fyrir verkum þínum með Vaktinni.
234
00:21:00,509 --> 00:21:03,804
Nýju Gullskikkjurnar þínar vöktu
mikla athygli í gærkvöldi.
235
00:21:03,887 --> 00:21:04,972
Er það?
236
00:21:05,055 --> 00:21:08,266
Borgarvaktin er ekki sverð
sem þú bregður að vild.
237
00:21:08,350 --> 00:21:10,227
Þeir eru framlenging á krúnunni.
238
00:21:10,310 --> 00:21:14,106
Vaktin framfylgdi lögum krúnunnar.
Sammála, Strong lávarður?
239
00:21:15,440 --> 00:21:18,318
Hágöfgi, ég er ekki...
-Opinber valdbeiting
240
00:21:18,402 --> 00:21:21,363
af grimmilegustu gerð
telst tæplega innan laga okkar.
241
00:21:21,446 --> 00:21:23,782
Göfugmenni frá öllum hornum ríkisins
242
00:21:23,865 --> 00:21:26,660
eru nú á leið til Kóngsvalla
á leika bróður míns.
243
00:21:26,743 --> 00:21:29,037
Viltu að þau verði rænd?
Þeim nauðgað? Þau myrt?
244
00:21:29,121 --> 00:21:32,040
Þú kynnist því kannski ekki
nema að yfirgefa Rauðaturn
245
00:21:32,124 --> 00:21:37,254
en almúginn telur Kóngsvelli
ógnvekjandi og löglausa.
246
00:21:39,756 --> 00:21:41,925
Borgin okkar á að vera örugg
fyrir alla íbúa hennar.
247
00:21:42,926 --> 00:21:43,844
Ég er sammála.
248
00:21:44,469 --> 00:21:48,598
Ég vona bara að þú þurfir ekki að limlesta
hálfa borgina til að ná þessu fram.
249
00:21:48,682 --> 00:21:49,975
Tíminn leiðir það í ljós.
250
00:21:52,853 --> 00:21:56,356
Við skipuðum Daemon foringja Vaktarinnar
til að viðhalda lögum og reglu.
251
00:21:57,190 --> 00:21:59,234
Glæpamenn ættu að óttast Borgarvaktina.
252
00:21:59,317 --> 00:22:01,069
Ég þakka stuðninginn, Corlys lávarður.
253
00:22:01,153 --> 00:22:03,989
Ef prinsinn gæti aðeins sýnt
ektakvinnu sinni sömu eljusemi
254
00:22:04,072 --> 00:22:05,949
og hann gerir störfum sínum, hágöfgi.
255
00:22:06,033 --> 00:22:09,661
Þú hefur ekki sést í Dalnum
eða að Rúnasteini í langa tíð.
256
00:22:09,745 --> 00:22:11,955
Ég held að bronstíkin mín uni
fjarveru minni betur.
257
00:22:12,039 --> 00:22:16,126
Lafði Rhea er eiginkona þín
og heiðvirð lafði Dalsins.
258
00:22:16,209 --> 00:22:19,046
Menn eru sagði ríða sauðfé
í stað kvenna í Dalnum.
259
00:22:19,129 --> 00:22:21,673
Ég get fullvissað þig um
að sauðféð er fallegra.
260
00:22:21,757 --> 00:22:22,799
Almáttugir.
261
00:22:22,883 --> 00:22:25,761
Þú sórst eið frammi fyrir hinum Sjö
að heiðra konu þína í hjúskap.
262
00:22:25,844 --> 00:22:28,221
Ég skal glaður gefa þér lafði Rheu,
Hightower lávarður,
263
00:22:28,305 --> 00:22:31,224
vanti þig kvenmann til að verma ból þitt.
264
00:22:31,308 --> 00:22:33,477
Eiginkona þín er nýlátin.
265
00:22:35,812 --> 00:22:36,938
Ekki satt?
266
00:22:37,856 --> 00:22:38,774
Otto.
267
00:22:42,319 --> 00:22:44,571
Kannski ertu ekki reiðubúinn
að halda fram veginn?
268
00:22:45,655 --> 00:22:50,160
Bróðir minn hefur unun af því að ögra þér.
Láttu það ekki eftir honum.
269
00:22:54,539 --> 00:22:56,333
Ég biðst forláts, hágöfgi.
270
00:22:56,416 --> 00:22:59,669
Þetta ráð hefur með miklum tilkostnaði
271
00:22:59,753 --> 00:23:02,380
bætt Borgarvaktina eftir þínu höfði.
272
00:23:02,464 --> 00:23:05,217
Framfylgdu lögum mínum
en hafðu hugfast
273
00:23:05,926 --> 00:23:09,346
að frekari aðgerðir eins og í gærkvöldi
muni hafa afleiðingar.
274
00:23:13,391 --> 00:23:14,518
Skilið, yðar tign.
275
00:23:28,657 --> 00:23:31,243
Kóngsvellir hafa farið hnignandi
síðan amma mín féll frá.
276
00:23:32,285 --> 00:23:33,203
Þegar upp er staðið
277
00:23:34,371 --> 00:23:37,332
gæti þessi nýja Borgarvakt
reynst okkur vel.
278
00:24:23,879 --> 00:24:25,589
Hvað angrar þig, prinsinn minn?
279
00:24:32,262 --> 00:24:33,680
Ég gæti sótt aðra?
280
00:24:34,806 --> 00:24:35,849
Kannski jómfrú?
281
00:24:37,559 --> 00:24:38,768
Kannski nokkrar?
282
00:24:40,812 --> 00:24:42,981
Ég get jafnvel fundið eina silfurhærða.
283
00:24:49,988 --> 00:24:51,740
Þú ert Daemon Targaryen,
284
00:24:52,824 --> 00:24:55,577
knapi Caraxes,
handhafi Dökku Systur.
285
00:24:56,703 --> 00:24:58,538
Konungurinn getur ekki leyst þig af hólmi.
286
00:25:11,760 --> 00:25:12,719
Velkomin!
287
00:25:14,221 --> 00:25:18,266
Mörg ykkar hafa ferðast langa leið
til að vera við þessa leika
288
00:25:19,184 --> 00:25:22,270
en ég lofa ykkur því
að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
289
00:25:23,813 --> 00:25:26,233
Þegar ég lít þessa miklu riddara
hér á völlunum
290
00:25:26,983 --> 00:25:30,320
sé ég hóp sem á engan sinn líkan
í sögum okkar.
291
00:25:31,988 --> 00:25:33,531
Og þessi góði dagur
292
00:25:34,407 --> 00:25:40,538
er orðinn enn heillavænlegri
vegna frétta sem ég skal glaður deila.
293
00:25:41,873 --> 00:25:44,376
Aemma drottning hefur tekið léttasóttina!
294
00:25:48,338 --> 00:25:51,633
Megi gæfa hinna Sjö
vera með öllum keppendum.
295
00:26:25,542 --> 00:26:26,710
Dularfullur riddari?
296
00:26:26,793 --> 00:26:28,920
Nei, Cole-liði frá Stormlöndunum.
297
00:26:29,004 --> 00:26:32,549
Ég hef aldrei heyrt um Cole-ættina.
-Rhaenys Targaryen prinsessa.
298
00:26:33,341 --> 00:26:37,262
Má ég auðmjúklega biðja um tryggðapant
drottningarinnar sem aldrei varð?
299
00:26:43,893 --> 00:26:45,353
Gæfan fylgi þér, frændi.
300
00:26:45,437 --> 00:26:47,731
Ég þæði hana glaður
teldi ég mig þurfa þess.
301
00:26:54,404 --> 00:26:56,614
Þú gætir svipt Baratheon
tungunni fyrir þetta.
302
00:26:57,490 --> 00:27:00,827
Tungur breyta ekki erfðaröðinni.
Leyfum þeim að dingla.
303
00:27:07,834 --> 00:27:11,212
Dóttir Stokeworths lávarðar er lofuð
unga Tarly skjaldsveininum.
304
00:27:11,296 --> 00:27:13,423
Syni Masseys lávarðar?
-Þau eiga að giftast.
305
00:27:13,506 --> 00:27:15,216
Um leið og hann verður
sleginn til riddara.
306
00:27:15,842 --> 00:27:16,760
Best að drífa það af.
307
00:27:18,303 --> 00:27:21,723
Ég heyrði að lafði Elinor hylji
stækkandi maga undir kjólnum.
308
00:27:23,767 --> 00:27:26,394
Áfram nú!
309
00:27:44,704 --> 00:27:47,165
Hvað veist þú um Ser Criston Cole,
Ser Harrold?
310
00:27:47,248 --> 00:27:50,794
Mér skilst að Ser Criston sé almúgaborinn,
sonur ráðsmanns Dondarrions lávarðs.
311
00:27:50,877 --> 00:27:53,755
Fyrir utan það, og þá staðreynd
að hann hafi sigrað
312
00:27:53,838 --> 00:27:57,133
báða Baratheon drengina
get ég lítið annað sagt.
313
00:28:16,111 --> 00:28:19,489
Daemon prins af Targaryen-ættinni,
314
00:28:19,572 --> 00:28:24,828
Prinsinn af Borginni,
mun nú velja sér fyrsta andstæðing!
315
00:29:02,073 --> 00:29:04,701
Prins Daemon Targaryen
316
00:29:04,784 --> 00:29:10,457
skorar fyrstan á hólm
Ser Gwayne Hightower frá Gömluborg,
317
00:29:10,540 --> 00:29:13,042
elsta son Handar konungs.
318
00:29:25,889 --> 00:29:27,849
Fimm dreka á Daemon.
319
00:30:41,422 --> 00:30:44,050
Vel gert, frændi.
-Þakka þér fyrir, prinsessa.
320
00:30:45,718 --> 00:30:49,430
Ég er nokkuð viss um að ég geti
sigrað þessa leika, lafði Alicent.
321
00:30:49,514 --> 00:30:52,433
Tryggðapant þitt myndi
gulltryggja það.
322
00:31:06,990 --> 00:31:08,241
Gæfan fylgi þér, prinsinn minn.
323
00:31:29,762 --> 00:31:31,723
Ýttu. Svona nú, ýttu!
324
00:31:36,644 --> 00:31:37,687
Hvað er að gerast?
325
00:31:37,770 --> 00:31:41,441
Barnið fæðist sitjandi, hágöfgi.
Það hefur ekkert gengið að snúa því.
326
00:31:41,524 --> 00:31:42,817
Ýttu!
327
00:31:42,900 --> 00:31:45,194
Ýttu!
-Gerið eitthvað fyrir hana!
328
00:31:45,278 --> 00:31:48,990
Ég hef gefið henni eins mikla valmúamjólk
og óhætt er án þess að skaða barnið.
329
00:31:49,073 --> 00:31:52,285
Drottning yðar er sterk kona,
hún berst af öllum mætti
330
00:31:52,368 --> 00:31:54,245
en það nægir máski ekki.
331
00:31:54,329 --> 00:31:56,539
Nei!
-Aemma.
332
00:31:58,666 --> 00:32:02,629
Aemma, ég er kominn. Ég er hér.
-Hjálpaðu mér.
333
00:32:02,712 --> 00:32:06,841
Ég bið þig. Ég vil þetta ekki.
-Ég er hér. Það er allt í lagi.
334
00:32:06,924 --> 00:32:10,553
Svona. Það verður allt í lagi.
Það verður allt í lagi með þig.
335
00:32:11,888 --> 00:32:12,805
Haltu í höndina á mér.
336
00:32:36,371 --> 00:32:39,791
Dreptu hann!
-Og þá syrtir í álinn.
337
00:32:43,419 --> 00:32:47,548
Er þetta rétta leiðin til að fagna
verðandi konungi okkar?
338
00:32:48,216 --> 00:32:49,801
Með tilefnislausu ofbeldi?
339
00:32:49,884 --> 00:32:52,178
Það eru 70 ár síðan
Maegor konungur féll frá.
340
00:32:52,261 --> 00:32:54,263
Þessir riddarar eru jafn grænir
og sumarengi.
341
00:32:54,347 --> 00:32:55,807
Enginn þeirra þekkir alvöru stríð.
342
00:32:56,849 --> 00:32:58,685
Herrar þeirra sendu þá í burtreiðarnar
343
00:32:58,768 --> 00:33:01,562
með hnefa fylla af járni,
hreðjar fullar af sæði,
344
00:33:01,646 --> 00:33:03,606
og við ætlumst til að þeir sýni
sóma og heiður.
345
00:33:04,399 --> 00:33:06,776
Furða að stríð hafi ekki brotist út
við fyrsta blóðdropa.
346
00:33:22,792 --> 00:33:23,960
Engin önnur leið.
347
00:33:25,128 --> 00:33:27,422
Það verður að skera barnið
úr kviði hennar.
348
00:33:28,798 --> 00:33:31,008
Þér standið...
-Mellos?
349
00:33:32,135 --> 00:33:33,052
Yðar tign.
350
00:33:34,929 --> 00:33:35,847
Ef þér mynduð...
351
00:33:46,149 --> 00:33:51,821
Við erfiða fæðingu
verður faðirinn stundum
352
00:33:53,030 --> 00:33:54,741
að taka ómögulega ákvörðun.
353
00:33:56,284 --> 00:33:57,201
Lát heyra.
354
00:33:58,161 --> 00:34:02,331
Að fórna öðru eða missa bæði.
355
00:34:03,958 --> 00:34:06,961
Það er möguleiki að bjarga barninu.
356
00:34:07,044 --> 00:34:09,088
Aðferð kennd í Borgríkinu
357
00:34:09,172 --> 00:34:13,176
þar sem rist er á kviðinn
til að ná barninu út.
358
00:34:13,259 --> 00:34:15,887
En blóðmissirinn...
-Sjöfalt helvíti, Mellos.
359
00:34:28,524 --> 00:34:29,692
Geturðu bjargað barninu?
360
00:34:30,693 --> 00:34:34,489
Við verðum annað hvort að gera það núna
eða láta guðina um það.
361
00:34:46,375 --> 00:34:51,172
Ser Criston Cole ríður nú
gegn Ser Daemon Targaryen,
362
00:34:51,255 --> 00:34:53,132
Prinsi Borgarinnar!
363
00:35:46,561 --> 00:35:48,062
Lensu!
364
00:36:04,912 --> 00:36:06,581
Viserys.
-Já.
365
00:36:08,875 --> 00:36:10,710
Þeir ætla að bjarga barninu út núna.
366
00:36:34,859 --> 00:36:35,943
Ég elska þig.
367
00:36:41,073 --> 00:36:42,241
Hvað þá?
368
00:36:44,076 --> 00:36:45,161
Hvað er að gerast?
369
00:36:45,244 --> 00:36:46,412
Það verður allt í lagi.
370
00:36:46,495 --> 00:36:48,706
Hvað er að gerast?
371
00:36:49,498 --> 00:36:53,878
Nei, Viserys. Hvað gera þeir?
-Þeir ætla að bjarga barninu út.
372
00:36:53,961 --> 00:36:55,630
Hvernig ætla þeir...
-Ekki óttast.
373
00:36:55,713 --> 00:36:58,841
Viserys, ég bið þig. Ég er hrædd.
-Það verður allt í lagi.
374
00:36:58,925 --> 00:37:00,843
Ekki óttast.
-Hvað er að gerast?
375
00:37:00,927 --> 00:37:02,970
Þeir ætla að bjarga barninu út.
-Nei...
376
00:37:03,054 --> 00:37:04,597
Ekki óttast.
-Ég bið þig.
377
00:37:05,306 --> 00:37:06,599
Þeir ætla að bjarga barninu út.
378
00:37:07,725 --> 00:37:11,062
Nei... Nei! Nei!
379
00:37:11,145 --> 00:37:14,315
Fyrsti skurðurinn er á milli..
380
00:37:14,398 --> 00:37:15,900
Nei!
-Haldið henni.
381
00:37:15,983 --> 00:37:20,821
Viserys! Ég bið þig! Nei!
-Ekki vera hrædd.
382
00:37:24,367 --> 00:37:26,035
Haldið því opnu. Haldið því opnu.
383
00:37:44,845 --> 00:37:46,430
Sverð!
384
00:37:46,514 --> 00:37:51,477
Daemon Targaryen prins óskar þess
berjast áfram.
385
00:39:41,754 --> 00:39:42,671
Gefstu upp.
386
00:39:44,548 --> 00:39:45,466
Gefstu upp.
387
00:40:19,166 --> 00:40:21,293
Almáttugir. Hann er frá Dorn.
388
00:40:22,044 --> 00:40:24,588
Ég vonaðist eftir
tryggðapanti prinsessunnar.
389
00:40:36,559 --> 00:40:38,310
Gæfan fylgi þér, Ser Criston.
390
00:40:39,186 --> 00:40:40,104
Prinsessa.
391
00:40:51,991 --> 00:40:53,659
Til hamingju, yðar tign.
392
00:40:55,077 --> 00:40:56,328
Þér eigið son.
393
00:41:00,416 --> 00:41:03,878
Er það drengur?
-Og nýr erfingi, hágöfgi.
394
00:41:10,050 --> 00:41:12,219
Höfðuð þið drottningin valið nafn?
395
00:41:16,056 --> 00:41:16,974
Baelon.
396
00:42:35,177 --> 00:42:36,387
Þau bíða þín.
397
00:42:45,646 --> 00:42:48,190
Ætli þessar örfáu stundir
sem bróðir minn lifði
398
00:42:49,775 --> 00:42:53,529
hafi loks fært föður mínum hamingju?
399
00:42:53,612 --> 00:42:55,030
Faðir þinn þarfnast þín
400
00:42:56,824 --> 00:42:59,827
meira nú en nokkru sinni.
401
00:43:00,286 --> 00:43:02,413
Ég verð honum aldrei sonur.
402
00:44:13,692 --> 00:44:14,735
Hvar er Rhaenyra?
403
00:44:14,818 --> 00:44:19,031
Hágöfgi, þetta er það síðsta sem nokkur
vill ræða á þessari sorgarstundu
404
00:44:19,114 --> 00:44:22,451
en ég tel málið brýnt.
-Hvaða mál?
405
00:44:23,994 --> 00:44:25,412
Ríkisarfa yðar.
406
00:44:26,121 --> 00:44:29,750
Þú ert nú án augljóss erfingja
eftir þennan harmleik.
407
00:44:29,833 --> 00:44:31,460
Konungurinn á erfingja,
Hönd lávarður.
408
00:44:31,543 --> 00:44:34,171
Þrátt fyrir erfiða tíma,
yðar tign,
409
00:44:34,254 --> 00:44:36,215
tel ég mikilvægt að ríkisarfinn
410
00:44:36,298 --> 00:44:38,842
sé tryggður
til að tryggja ríkinu stöðugleika.
411
00:44:38,926 --> 00:44:42,763
Ríkisarfinn liggur þegar fyrir
samkvæmt lögum og fordæmi.
412
00:44:42,846 --> 00:44:44,098
Er oss óhætt að nefna hann?
413
00:44:47,059 --> 00:44:48,060
Daemon Targaryen.
414
00:44:48,769 --> 00:44:51,522
Sé Daemon einn
og óumdeildur ríkisarfi
415
00:44:51,605 --> 00:44:54,149
gæti það valdið úlfúð í ríkinu.
416
00:44:54,233 --> 00:44:56,151
Í ríkinu? Eða þessu ráði?
417
00:44:56,235 --> 00:44:59,029
Enginn hér veit hvað Daemon gæti gert
sem konungur
418
00:44:59,113 --> 00:45:01,698
en enginn efast um metnað hans.
419
00:45:01,782 --> 00:45:04,410
Sjáið hvað hann gerði
með Gullskikkjurnar.
420
00:45:04,493 --> 00:45:08,080
Borgarvaktin er honum feiknatrygg,
2000 manna herlið.
421
00:45:08,163 --> 00:45:09,790
Herlið sem þú veittir honum, Otto.
422
00:45:10,499 --> 00:45:13,669
Ég útnefndi Daemon Lagameistara
en þú sagðir hann harðstjóra.
423
00:45:14,545 --> 00:45:18,632
Sem Fjárhirðir sagðir þú hann eyðslukló
sem myndi tæma fjárhirslur ríkisins.
424
00:45:18,715 --> 00:45:22,469
Það var þín lausn að gera Daemon
að foringja Borgarvaktarinnar.
425
00:45:22,553 --> 00:45:24,638
Ekki nógu góð laus, yðar tign.
426
00:45:24,721 --> 00:45:27,641
Satt best að segja væri Daemon
best geymdur víðsfjarri hirðinni.
427
00:45:27,724 --> 00:45:30,894
Daemon er bróðir minn,
af mínu blóði.
428
00:45:32,187 --> 00:45:34,106
Og hann mun eiga sitt pláss
við hrið mína.
429
00:45:34,189 --> 00:45:36,150
Hann má eiga sitt pláss, hágöfgi,
430
00:45:36,233 --> 00:45:40,404
en yrði yður gert
að upplifa frekari harm,
431
00:45:40,487 --> 00:45:43,615
hvort sem það yrði af slysni eður ei...
-Eður ei?
432
00:45:44,324 --> 00:45:45,617
Hvað áttu við?
433
00:45:45,701 --> 00:45:47,953
Að bróðir minn myndi myrða mig?
Hafa af mér krúnuna?
434
00:45:49,746 --> 00:45:50,664
Áttu við það?
435
00:45:52,666 --> 00:45:53,584
Ég biðst forláts.
436
00:45:54,793 --> 00:45:57,754
Jú, metnaður Daemons er mikill
en ekki hvað varðar hásætið.
437
00:45:58,505 --> 00:46:00,215
Hann skortir þolinmæðina til þess.
438
00:46:00,299 --> 00:46:01,842
Guðirnir hafa enn ekki skapað mann
439
00:46:01,925 --> 00:46:05,471
sem skortir þolimæði
gagnvart algjöru valdi, yðar tign.
440
00:46:05,554 --> 00:46:07,389
Undir aðstæðum sem þessum
441
00:46:07,473 --> 00:46:12,227
teldist ekki frávik ef konungurinn
tilnefndi ríkisarfa sinn.
442
00:46:12,311 --> 00:46:13,937
Hver annar ætti tilkall?
443
00:46:20,861 --> 00:46:22,821
Frumburður konungsins.
444
00:46:22,905 --> 00:46:24,990
Rhaenyra? Stúlka?
445
00:46:26,658 --> 00:46:28,827
Aldrei hefur drottning
setið Járnveldisstólinn.
446
00:46:28,911 --> 00:46:31,079
Einungis fyrir hefð og fordæmi,
Strong lávarður.
447
00:46:31,163 --> 00:46:33,207
Sé þessu ráði svona umhugað
um stöðugleika
448
00:46:33,290 --> 00:46:37,127
ætti það ekki að enda 100 ár af slíku
með því að tilnefna stúlku ríkisarfa.
449
00:46:37,211 --> 00:46:40,380
Daemon yrði annar Maegor
eða eitthvað þaðan af verra.
450
00:46:41,131 --> 00:46:43,050
Hann er hvatvís og ofsafenginn.
451
00:46:43,759 --> 00:46:48,514
Það er skylda þessa ráðs
að vernda konunginn og ríkið gegn honum.
452
00:46:50,140 --> 00:46:52,559
Mér þykir fyrir því, hágöfgi,
en þannig sé ég málið
453
00:46:52,643 --> 00:46:54,436
og veit að aðrir hér
eru mér sammála.
454
00:46:54,520 --> 00:46:58,273
Ég verð ekki krafinn um
að velja milli bróður míns og dóttur.
455
00:46:58,357 --> 00:47:02,736
Það kæmi ekki til þess, yðar tign.
Aðrir myndu gera tilkall.
456
00:47:02,819 --> 00:47:05,489
Eins og kona þín, Corlys lávarður?
Drottningin sem aldrei varð.
457
00:47:05,572 --> 00:47:07,991
Rhaenys var einkabarn
elsta sonar Jaehaerys.
458
00:47:08,075 --> 00:47:09,952
Hún flutti sterka kröfu
fyrir Æðstaráðinu
459
00:47:10,035 --> 00:47:12,871
og á þegar karlkyns erfingja.
-Fyrir örfáum andartökum
460
00:47:12,955 --> 00:47:14,748
lýstirðu yfir stuðningi við Daemon!
461
00:47:14,831 --> 00:47:18,794
Ef við getum ekki sammælst um...
-Eiginkona mín og sonur eru látin!
462
00:47:20,295 --> 00:47:24,800
Ég ætla ekki að sitja hér og horfa upp
á krákur gæða sér á líkum þeirra!
463
00:47:58,750 --> 00:48:01,670
Sendið hrafn til Gömluborgar undir eins.
464
00:48:04,840 --> 00:48:05,757
Lafði.
465
00:48:16,643 --> 00:48:17,561
Ástin mín.
466
00:48:27,154 --> 00:48:28,280
Hvernig er Rhaenyra?
467
00:48:31,450 --> 00:48:32,576
Hún missti móður sína.
468
00:48:34,786 --> 00:48:36,830
Drottningin var elskuð af öllum.
469
00:48:39,416 --> 00:48:42,210
Mér varð hugsað til móður þinnar í dag.
470
00:48:49,217 --> 00:48:51,511
Hvernig hefur hans hágöfgi það?
-Hann er mjög dapur.
471
00:48:53,347 --> 00:48:55,057
Þess vegna sendi ég eftir þér.
472
00:49:00,520 --> 00:49:04,399
Mér datt í hug að þú myndir fara til hans.
Bjóða honum huggun.
473
00:49:07,235 --> 00:49:08,403
Í vistarverum hans?
474
00:49:15,285 --> 00:49:16,703
Ég veit ekki hvað ég ætti að segja.
475
00:49:17,746 --> 00:49:18,789
Ekkert svona.
476
00:49:20,916 --> 00:49:22,459
Hann mun þiggja félagsskapinn.
477
00:49:31,093 --> 00:49:33,178
Þú gætir klæðst einum
af kjólum móður þinnar.
478
00:50:10,173 --> 00:50:12,426
Lafði Alicent Hightower, yðar tign.
479
00:50:18,557 --> 00:50:19,725
Hvað er þér á höndum?
480
00:50:20,642 --> 00:50:22,436
Mig langaði að líta til með yður, hágöfgi.
481
00:50:24,563 --> 00:50:25,772
Ég kom með bók.
482
00:50:28,567 --> 00:50:30,152
Það var fallegt, þakka þér fyrir.
483
00:50:35,699 --> 00:50:36,867
Hún er í uppáhaldi hjá mér.
484
00:50:38,034 --> 00:50:40,078
Ég veit hversu áhugasamur
þér eruð um sögur okkar.
485
00:50:41,913 --> 00:50:43,832
Það er rétt.
486
00:51:01,433 --> 00:51:02,559
Þegar móðir mín dó
487
00:51:04,603 --> 00:51:06,354
talaði fólk aðeins við mig í gátum.
488
00:51:08,857 --> 00:51:12,152
Ég vildi bara heyra
að einhver samhryggðist mér.
489
00:51:16,823 --> 00:51:18,116
Ég samhryggist, yðar tign.
490
00:52:06,706 --> 00:52:07,624
Þakka þér fyrir.
491
00:52:09,793 --> 00:52:12,045
Einkaerfingi konungs á ný.
492
00:52:14,005 --> 00:52:16,842
Eigum við að skála fyrir framtíðinni?
493
00:52:18,260 --> 00:52:22,264
Þögn! Prinsinn mælir!
494
00:52:25,600 --> 00:52:27,936
Þögn!
495
00:52:31,439 --> 00:52:33,650
Prins!
-Ræðu!
496
00:52:33,733 --> 00:52:36,403
Áður en við hefjumst handa, hágöfgi,
497
00:52:36,486 --> 00:52:39,739
tel ég mig þurfa að ræða eitt.
498
00:52:41,950 --> 00:52:42,993
Í gærkvöldi
499
00:52:43,952 --> 00:52:48,164
Daemon prins leigði heilt pútnahús
við Silkistræti
500
00:52:49,291 --> 00:52:54,045
til að skemmta foringjum Borgarvaktarinnar
og fleiri vinum sínum.
501
00:52:58,008 --> 00:53:02,304
Konungur og ráð hafa löngum grátið
stöðu mína sem ríkisarfi.
502
00:53:03,722 --> 00:53:09,060
En sama hvað þeir biðja eða dreyma
virðist erfitt að skipta mér út.
503
00:53:11,605 --> 00:53:14,357
Guðirnir gefa og guðirnir taka.
504
00:53:14,441 --> 00:53:17,444
Hann hyllti Baelon prins.
-Heill syni konungs.
505
00:53:18,612 --> 00:53:19,988
Og nefndi hann:
506
00:53:21,323 --> 00:53:23,575
Eins dags erfingjanum.
507
00:53:30,707 --> 00:53:34,711
Þrjú mismunandi vitni
staðfestu þessa frásögn.
508
00:53:34,794 --> 00:53:38,840
Kvöldið taldist af öllum mikill fögnuður.
509
00:53:41,176 --> 00:53:43,720
Þú berð svip Sigurvegarans, bróðir.
510
00:53:45,597 --> 00:53:46,806
Sagðirðu það?
511
00:53:49,184 --> 00:53:52,020
Ég veit ekki hvað þú átt við.
-Þú skalt ávarpa mig sem „yðar tign“
512
00:53:52,103 --> 00:53:55,357
eða ég læt Konungsvörðinn
skera úr þér tunguna.
513
00:53:59,027 --> 00:54:03,031
„Eins dags erfinginn“.
Sagðirðu það?
514
00:54:12,874 --> 00:54:15,752
Við verðum öll að fá að syrgja
hvert á sinn hátt, yðar tign.
515
00:54:17,295 --> 00:54:20,590
Fjölskyldu minni var tortímt.
516
00:54:21,758 --> 00:54:24,219
En í stað þess að vera við hlið mér
eða Rhaenyru
517
00:54:25,011 --> 00:54:27,138
kaustu að fagna eigin uppgangi!
518
00:54:27,764 --> 00:54:30,558
Hlæjandi með hórunum þínum
og snýkjudýrum!
519
00:54:33,103 --> 00:54:35,313
Þú átt enga bandamenn við hriðina
nema mig!
520
00:54:36,314 --> 00:54:38,191
Ég hef ekkert gert nema að verja þig!
521
00:54:39,109 --> 00:54:41,569
Allt sem ég hef gefið þér
fæ ég aftur í andlitið!
522
00:54:41,653 --> 00:54:43,530
Þú hefur sífellt reynd
að senda mig burt.
523
00:54:43,613 --> 00:54:48,326
Í Dalinn, í Borgarvaktina,
allt annað en þér við hlið.
524
00:54:48,410 --> 00:54:51,705
Þú hefur ríkt í tíu ár
en hefur aldrei
525
00:54:51,788 --> 00:54:53,623
boðið mér að gerast Hönd þín.
526
00:54:53,707 --> 00:54:56,418
Hví ætti ég að gera það?
-Því ég er bróðir þinn!
527
00:54:57,544 --> 00:55:01,923
Og drekablóðið er ríkt.
-Því særirðu mig þá svona djúpt?
528
00:55:02,007 --> 00:55:05,093
Ég hef aðeins sagt sannleikann.
Ég sé hvað Otto Hightower er í raun.
529
00:55:06,011 --> 00:55:08,263
Staðföst og trygg Hönd?
-Kunta.
530
00:55:10,015 --> 00:55:13,560
Seinni sonur sem ekkert erfir
nema það sem hann hrifsar sjálfur.
531
00:55:13,643 --> 00:55:16,980
Otto Hightower er heiðvirðari maður
en þú verður nokkurn tíma.
532
00:55:17,063 --> 00:55:19,983
Hann verndar þig ekki.
Ég myndi gera það.
533
00:55:20,066 --> 00:55:21,109
Gegn hverju?
-Sjálfum þér.
534
00:55:24,988 --> 00:55:27,657
Þú ert veikgeðja, Viserys.
535
00:55:30,368 --> 00:55:33,621
Og afæturáðið veit það.
Þeir hugsa bara um eigin hagsmuni.
536
00:55:38,752 --> 00:55:40,879
Ég hef ákveðið að tilnefna nýja ríkisarfa.
537
00:55:40,962 --> 00:55:43,173
Ég er ríkisarfi þinn.
-Ekki lengur.
538
00:55:45,091 --> 00:55:48,636
Þú skalt snúa til Rúnasteins
og konu þinnar undir eins
539
00:55:48,720 --> 00:55:50,847
og gera það án vandræða.
540
00:55:52,015 --> 00:55:53,808
Svo skipar konungur þinn.
541
00:56:08,615 --> 00:56:09,741
Yðar tign.
542
00:57:09,843 --> 00:57:10,760
Faðir.
543
00:57:15,181 --> 00:57:19,477
Balerion var síðasta skepnan til að bera
Gömlu Valyríu augum fyrir Glötunina.
544
00:57:22,480 --> 00:57:24,399
Mikilfengleika hennar og galla.
545
00:57:25,108 --> 00:57:27,026
Hvað sérðu þegar þú horfir á drekana?
546
00:57:28,236 --> 00:57:31,948
Hvað? Þú hefur varla yrt á mig
síðan í útför móður minnar
547
00:57:32,031 --> 00:57:34,450
og nú sendirðu Konungsvörðinn að...
-Svaraðu mér.
548
00:57:37,579 --> 00:57:38,663
Þetta er mikilvægt.
549
00:57:39,622 --> 00:57:40,790
Hvað sérðu?
550
00:57:48,840 --> 00:57:51,259
Ætli ég sjái ekki okkur.
-Segðu mér.
551
00:57:52,594 --> 00:57:55,972
Allir segja að Targaryen-fólk
sé líkara guðum en mönnum.
552
00:57:56,639 --> 00:57:58,975
En þeir segja það vegna drekanna okkar.
553
00:58:00,810 --> 00:58:02,687
Án þeirra værum við bara
eins og allir hinir.
554
00:58:05,857 --> 00:58:10,987
Sú hugmynd að við stjórnum drekunum
er blekking.
555
00:58:13,239 --> 00:58:15,909
Þeir eru afl sem maðurinn hefði
aldrei átt að leika sér að.
556
00:58:17,744 --> 00:58:19,454
Afl sem steypti Valyríu í glötun.
557
00:58:20,246 --> 00:58:23,124
Ef við hugum ekki að eigin sögum
munum við hljóta sömu örlög.
558
00:58:24,250 --> 00:58:26,753
Þetta þarf Targaryen að skilja
til að verða konungur.
559
00:58:28,379 --> 00:58:29,339
Eða drottning.
560
00:58:33,843 --> 00:58:35,011
Fyrirgefðu mér, Rhaenyra.
561
00:58:36,429 --> 00:58:40,558
Ég hef sóað árunum frá fæðingu þinni
að óska mér að eignast son.
562
00:58:53,029 --> 00:58:55,031
Þú er það allra besta frá móður þinni.
563
00:58:58,159 --> 00:59:02,830
Og ég trúi, eins og hún, að þú gætir
orðið frábær ríkjandi drottning.
564
00:59:02,914 --> 00:59:04,540
Daemon er erfingi þinn.
565
00:59:06,251 --> 00:59:08,878
Daemon var ekki ætlað
að bera krúnuna.
566
00:59:09,587 --> 00:59:10,964
En þér var það.
567
00:59:12,173 --> 00:59:15,093
Corlys af ættinni Velaryon,
568
00:59:15,176 --> 00:59:19,305
Lávarður Fallanna
og Herra Rekaskers.
569
00:59:19,389 --> 00:59:21,724
Ég, Corlys Velaryon,
570
00:59:22,684 --> 00:59:24,936
Lávarður Fallanna
og Herra Rekaskers,
571
00:59:25,812 --> 00:59:30,775
sver tryggð mína við Viserys konung
og ríkisarfa hans, Rhaenyru prinsessu.
572
00:59:30,858 --> 00:59:32,151
Ég heiti þeim hollustu
573
00:59:33,194 --> 00:59:37,740
og mun verja þau gegn óvinum
af trúfestu og heilindum.
574
00:59:42,161 --> 00:59:44,872
Ég sver það við hina gömlu guði
og þá nýju.
575
00:59:47,834 --> 00:59:50,003
Þetta er ekki lítilvægt mál, Rhaenyra.
576
00:59:50,712 --> 00:59:52,338
Drekasöðull er eitt
577
00:59:53,131 --> 00:59:55,967
En Járnveldisstóllinn
er hættulegasta sæti ríkisins.
578
00:59:56,926 --> 00:59:58,886
Ég, Hobert Hightower,
579
00:59:58,970 --> 01:00:01,306
Ljósviti Suðursins,
Verndari Borgríkisins
580
01:00:01,389 --> 01:00:02,932
og Rödd Gömluborgar
581
01:00:03,016 --> 01:00:08,438
sver tryggð mína við Viserys Konung
og ríkisarfa hans, Rhaenyru prinsessu.
582
01:00:11,774 --> 01:00:14,694
Ég heiti þeim hollustu
og mun verja þau gegn óvinum...
583
01:00:14,777 --> 01:00:17,697
Caraxes.
-Af trúfestu og heilindum.
584
01:00:18,865 --> 01:00:21,200
Ég sver það við hina gömlu guði
og þá nýju.
585
01:00:28,958 --> 01:00:30,168
Gefðu mér hönd þína.
586
01:00:44,891 --> 01:00:48,978
Ég, Boremund Baratheon,
sver tryggð mína...
587
01:00:53,274 --> 01:00:55,902
Það er svolítið
sem ég verð að segja þér.
588
01:00:57,028 --> 01:01:00,281
Þú munt kannski ekki skilja það
en þú verður að heyra það.
589
01:01:01,824 --> 01:01:02,825
Sögur okkar
590
01:01:03,534 --> 01:01:06,579
segja að Aegon hafi horft
frá Drekasteini yfir Svartaflóa
591
01:01:06,662 --> 01:01:08,998
og séð ríkar lendur innan seilingar.
592
01:01:10,541 --> 01:01:13,211
En metnaður var ekki það eina
sem knúði hann til sigurs.
593
01:01:14,462 --> 01:01:15,671
Það var draumur.
594
01:01:16,631 --> 01:01:18,925
Alveg eins og Daenys sá fyrir
endalok Valyríu
595
01:01:19,008 --> 01:01:21,386
sá Aegon fyrir endalok
heims mannanna.
596
01:01:22,470 --> 01:01:27,183
Þau munu hefjast með skelfilegum vetri
hvínandi úr fjarlægu norðri.
597
01:01:27,850 --> 01:01:31,020
Ég, Rickon Stark, Lávarður Vetrarfells
og Varðmaður Norðursins...
598
01:01:31,104 --> 01:01:34,440
Aegon sá algjört myrkur
berast með þeim vindum.
599
01:01:34,524 --> 01:01:37,902
Og hvað sem býr í því
mun tortíma hinum lifandi heimi.
600
01:01:38,861 --> 01:01:40,696
Þegar veturinn mikli skellur á,
Rhaenyra,
601
01:01:42,115 --> 01:01:43,908
verður allt Westeros
að sameinast gegn honum.
602
01:01:44,826 --> 01:01:47,578
Og ef heimur mannanna á að lifa af
verður Targaryen að sitja
603
01:01:47,662 --> 01:01:48,704
í Járnveldisstólnum.
604
01:01:49,372 --> 01:01:51,082
Konungur eða drottning
605
01:01:51,165 --> 01:01:54,752
nógu sterk til að sameina ríkið
gegn kuldanum og myrkrinu.
606
01:01:57,213 --> 01:02:00,049
Aegon kallaði drauminn
„Sönginn um ís og elda“.
607
01:02:03,094 --> 01:02:07,807
Þetta leyndarmál hafa konungar
sagt ríkisörfum sínum frá tímum Aegons.
608
01:02:09,767 --> 01:02:13,563
Nú verður þú að lofa því
að geyma það og vernda.
609
01:02:17,150 --> 01:02:18,443
Lofaðu mér því, Rhaenyra.
610
01:02:23,406 --> 01:02:24,365
Lofaðu því...
611
01:02:30,663 --> 01:02:35,710
Ég, Viserys Targaryen,
fyrstur míns nafns,
612
01:02:37,628 --> 01:02:41,174
Konungur Andalanna, Rhoynar-manna
og Fyrstu mannanna,
613
01:02:42,216 --> 01:02:46,012
Herra Konungsríkjanna Sjö
og Verndari ríkisins,
614
01:02:47,221 --> 01:02:53,227
tilnefni hér með Rhaenyru Targaryen
prinsessuna af Drekasteini
615
01:02:54,103 --> 01:02:56,772
og erfingja Járnveldisstólsins.