1
00:01:49,651 --> 00:01:54,489
Nú eru liðin sex ár síðan
ég sá eiginmann minn síðast, meistari.
2
00:01:54,572 --> 00:01:55,615
Ég verð að vita það.
3
00:01:56,699 --> 00:01:57,867
Mun hann lifa?
4
00:01:58,701 --> 00:02:01,287
Hann leiddi sjóliða sína í fyrirsát.
5
00:02:01,371 --> 00:02:03,957
Skip sem virtist vera yfirgefið.
6
00:02:05,083 --> 00:02:08,711
Í bardaganum var hann skorinn á háls
með blaði sjóræningja.
7
00:02:09,796 --> 00:02:12,173
Hann féll fyrir borð.
8
00:02:12,257 --> 00:02:15,969
Sárið var alvarlegt.
Hann missti mikið blóð.
9
00:02:16,052 --> 00:02:19,055
En alvarlegri var hitasóttin
sem fylgdi.
10
00:02:19,138 --> 00:02:22,350
Skipsmeistarinn sagði
hann brenna innan frá.
11
00:02:35,405 --> 00:02:38,700
Hrafnarnir komu frá...?
-Sléttuvirki, prinsessa.
12
00:02:40,952 --> 00:02:42,370
Þeir koma þá eftir þrjá daga.
13
00:02:45,290 --> 00:02:47,959
Gerið allt reiðubúið að taka
á móti honum, meistari Kelvyn.
14
00:02:54,507 --> 00:02:55,884
Sænaðran er sterk.
15
00:02:56,718 --> 00:02:57,844
Vafalaust.
16
00:02:58,553 --> 00:03:02,307
En þó hef ég séð blóðsótt
fella honum helmingi yngri menn.
17
00:03:02,390 --> 00:03:05,435
Við umberum ekki hrakspár
í mínum húsum, Vaemond.
18
00:03:05,518 --> 00:03:07,186
Ég unni bróður mínum.
19
00:03:08,438 --> 00:03:10,189
En verum raunsæ.
20
00:03:11,190 --> 00:03:15,778
Hann kann að vera látinn við komuna.
Hver tekur þá við Rekaskeri?
21
00:03:15,862 --> 00:03:17,989
Amma mín virðist nokkuð
heimakomin hér.
22
00:03:18,072 --> 00:03:20,783
Hún stýrir aðeins í fjarveru
eiginmanns síns.
23
00:03:21,993 --> 00:03:24,621
Við dauða hans færist vald hans.
24
00:03:24,704 --> 00:03:27,749
Til Lucerys Velaryon,
að ósk eiginmanns míns.
25
00:03:27,832 --> 00:03:30,835
Ég hef sama blóð og Sænaðran,
26
00:03:30,919 --> 00:03:33,630
hans nánasti eftirlifandi ættingi.
27
00:03:33,713 --> 00:03:37,634
Varlega, bróðir kær.
Orð þín mætti túlka sem landráð.
28
00:03:46,601 --> 00:03:49,062
Ég mæli sannleikann, Rhaenys.
29
00:03:50,647 --> 00:03:51,981
Og það veist þú.
30
00:03:53,232 --> 00:03:54,984
Málið hefur verið útkljáð.
31
00:03:55,068 --> 00:04:00,657
Af manni sem kallað hefur yfir okkur
ógæfu á ógæfu ofan.
32
00:04:00,740 --> 00:04:03,534
Bróður mínum hugnast
aðeins sögubækurnar.
33
00:04:06,079 --> 00:04:11,000
En hvað um Velaryon-ættina?
Á hún bara að deyja út?
34
00:04:11,084 --> 00:04:13,878
Bolað burt af krógum Strong-ættarinnar?
35
00:04:13,962 --> 00:04:17,799
Með réttu er Rekasker mitt.
36
00:04:17,882 --> 00:04:22,762
Og þótt ég kysi heldur stuðning þinn
er mér hann óþarfur.
37
00:04:25,098 --> 00:04:26,516
Vindáttin hefur breyst.
38
00:04:27,976 --> 00:04:31,980
Krúnan hefur góða ástæðu
til að styðja mig.
39
00:04:32,063 --> 00:04:35,191
Frændi minn, konungurinn,
myndi svipta þig tungunni fyrir þetta.
40
00:04:35,274 --> 00:04:39,654
En það er ekki konungur sem situr
Járnveldisstólinn nú, kæra systir.
41
00:04:41,155 --> 00:04:42,198
Það er drottning.
42
00:06:24,884 --> 00:06:26,385
Syrax verpti.
43
00:06:26,969 --> 00:06:29,806
Þremur eggjum.
Þremur eggjum.
44
00:06:30,765 --> 00:06:33,101
Gætið þess að þau fari
í hlýjan klefa.
45
00:06:33,726 --> 00:06:35,436
Undir eins, prins.
46
00:06:36,604 --> 00:06:37,897
Meistarinn kom með þetta.
47
00:06:37,980 --> 00:06:40,900
Þetta var að berast,
frá lafði Baelu af Rekaskeri.
48
00:07:01,129 --> 00:07:04,298
Sigurvegarinn sigldi ásamt systrum sínum.
Með mikinn her.
49
00:07:10,972 --> 00:07:13,516
Og lentu við Svartaflóavað.
50
00:07:21,190 --> 00:07:23,442
Endir?
-Mynnið.
51
00:07:23,526 --> 00:07:25,611
Mynnið. Þú vissir það, Jace.
52
00:07:34,996 --> 00:07:37,373
Svona nú, Jace.
-Þetta nægir kannski í dag.
53
00:07:37,456 --> 00:07:39,417
Nei, ég vil halda áfram.
54
00:07:41,043 --> 00:07:42,336
Meistari?
55
00:07:45,381 --> 00:07:48,467
Aegon skipaði að trén skyldu...
56
00:07:49,886 --> 00:07:51,637
Hrelld.
-Felld.
57
00:07:51,721 --> 00:07:55,975
Þetta eru svipuð orð, þú lærir ekki
há-valyrísku á einum degi, Jace.
58
00:07:56,058 --> 00:07:59,353
Konungur ætti að heiðra
hefðir forfeðra sinni.
59
00:07:59,437 --> 00:08:03,608
Nema þú áformir að losa þig
við þína eigin móður
60
00:08:03,691 --> 00:08:05,151
hefurðu nægan tíma
til að læra.
61
00:08:13,242 --> 00:08:14,202
Látið okkur ein.
62
00:08:16,787 --> 00:08:18,539
Joffrey? Komdu.
63
00:08:39,310 --> 00:08:42,104
Hann ætlar sér að draga
lögmæti Lukes í efa.
64
00:08:43,606 --> 00:08:47,568
Þarf af leiðandi lögmæti Jace
og að endingu tilkall mitt til krúnunnar.
65
00:08:47,652 --> 00:08:50,905
Vaemond er aðeins annt um Rekasker
og Velaryon-ættina.
66
00:08:51,822 --> 00:08:53,366
Ekki um pólitíkina okkar.
67
00:08:54,283 --> 00:08:56,702
Hafa hann og Otto Hightower
sammælst um þetta?
68
00:08:56,786 --> 00:08:58,329
Það er það sem ég óttast.
69
00:08:58,412 --> 00:09:01,874
Rhaenys flaug til hirðarinnar.
Varla ætlar hún að styðja hann.
70
00:09:01,958 --> 00:09:05,378
Nei, hvert sem ósætti okkar hefur verið
er hún ekki grimm.
71
00:09:06,379 --> 00:09:09,131
Eða nógu heimsk til að gera það.
-Ósætti?
72
00:09:09,215 --> 00:09:12,301
Hún telur okkur hafa myrt son hennar
til að geta gifst.
73
00:09:12,385 --> 00:09:15,972
Já. En samt hefur hún haldið
hlífiskildi yfir Baelu.
74
00:09:16,055 --> 00:09:18,849
Til að heiðra minningu Laenu.
Hún ber engan hlýhug til okkar.
75
00:09:20,768 --> 00:09:23,271
Hefur eitur nöðrunnar náð svo langt?
76
00:09:23,354 --> 00:09:26,107
Þessar nöðrur ríkja
í nafni föður míns.
77
00:09:26,190 --> 00:09:27,316
Og faðir minn...
78
00:09:34,740 --> 00:09:35,825
Hvað hef ég um að velja?
79
00:09:42,623 --> 00:09:44,000
Til Kóngsvalla þá.
80
00:10:25,583 --> 00:10:28,711
Heill Rhaenyru af ættinni Targaryen,
81
00:10:28,794 --> 00:10:31,380
Prinsessunni af drekasteini
og erfingja Járnveldisstólsins,
82
00:10:31,464 --> 00:10:34,967
og konuglegum fylgdarmanni hennar,
Daemon Targaryen prinsi.
83
00:11:08,793 --> 00:11:10,419
Velkomin aftur, prinsessa.
84
00:11:11,879 --> 00:11:12,797
Caswell lávarður.
85
00:11:22,890 --> 00:11:25,643
Ég myndi segja það gott að snúa aftur
ef ég þekkti staðinn á ný.
86
00:11:31,524 --> 00:11:36,320
Við njótum enn góðs
af bættri tollskyldu
87
00:11:36,404 --> 00:11:39,532
eftir að friður komst á Þrepin
88
00:11:39,615 --> 00:11:42,159
Og hvernig við getum
nýtt okkur hana
89
00:11:42,243 --> 00:11:46,497
er háð skjölum hafnarstjórans.
90
00:11:46,580 --> 00:11:47,540
Úr þeim sjóðum
91
00:11:49,458 --> 00:11:54,171
hafa systurnar óskað eftir
hálfu stærri hlut fyrir bronsbrjóstmynd
92
00:11:54,255 --> 00:11:57,800
sem þær vilja láta gera
fyrir Hátíð Móðurinnar
93
00:11:57,883 --> 00:11:59,301
sem ég myndi mæla gegn...
94
00:11:59,385 --> 00:12:02,304
Þakka þér fyrir þessa þreytandi
upptalningu, Beesbury lávarður.
95
00:12:02,388 --> 00:12:03,305
Ég minni á...
96
00:12:11,188 --> 00:12:13,149
Gestir yðar eru komnir, yðar tign.
97
00:12:13,232 --> 00:12:15,943
Ég treysti því að þeir hafi
fengið viðeigandi móttökur.
98
00:12:16,026 --> 00:12:17,528
Að þínum fyrirmælum, Hönd lávarður.
99
00:12:19,780 --> 00:12:21,365
Ég skildi það sem svo
100
00:12:21,449 --> 00:12:23,742
að Corlys hafi viljað
að Lucerys sonarsonur hans
101
00:12:23,826 --> 00:12:25,911
tæki við stöðu hans
sem Herra Fallanna.
102
00:12:25,995 --> 00:12:28,914
Drengurinn hefur alist að mestu
upp utan Rekaskers.
103
00:12:29,665 --> 00:12:32,668
Hann getur jú flogið dreka
en getur hann stýrt flota?
104
00:12:32,751 --> 00:12:35,463
Geta breytir ekki tilkalli hans.
105
00:12:35,546 --> 00:12:39,717
Sænaðran útnefndi hann aldrei
formlega sem erfingja sinn.
106
00:12:39,800 --> 00:12:42,470
Krúnan verður að velja
það sem ríkinu er í hag.
107
00:12:42,553 --> 00:12:45,139
Hann er sonur Laenors.
Á hvaða grunni er hægt...
108
00:12:45,222 --> 00:12:47,433
Einmitt, hvaða grunni,
Beesbury lávarður.
109
00:12:47,516 --> 00:12:50,227
Hvaða grunni...
-Einfalda ástæðan væri...
110
00:12:50,311 --> 00:12:53,355
Við hlýðum á málaleitan Rhaenyru prinsessu
og annarra kröfuhafa
111
00:12:53,439 --> 00:12:54,648
í fyrramálið.
-Kröfuhafa?
112
00:12:54,732 --> 00:12:58,277
Ég biðst forláts, herrar mínir,
ég verð að heilsa gestum mínum.
113
00:13:03,866 --> 00:13:06,619
Eigum við að leggja skatt
á sölu nýrrar ullar?
114
00:13:06,702 --> 00:13:07,620
Yðar tign.
115
00:13:08,496 --> 00:13:10,581
Það er komið upp mál
sem krefst athygli yðar.
116
00:13:10,664 --> 00:13:12,875
Hvað sem það er, ser Arryk,
verður það að bíða.
117
00:13:12,958 --> 00:13:13,876
Ég er Erryk, yðar tign.
118
00:13:14,543 --> 00:13:16,754
Auðvitað, afsakaðu, ser.
119
00:13:16,837 --> 00:13:20,674
Það varðar prinsinn. Viðkvæma stöðu
í vistarverum hans.
120
00:13:53,082 --> 00:13:53,999
Faðir?
121
00:14:19,692 --> 00:14:21,193
Hver er þar?
122
00:14:21,277 --> 00:14:22,319
Faðir.
123
00:14:23,862 --> 00:14:26,031
Það er ég,
konungur minn.
124
00:14:27,283 --> 00:14:28,200
Rhaenyra.
125
00:14:36,792 --> 00:14:38,252
Ég er hér ásamt Daemon.
126
00:14:39,336 --> 00:14:40,838
Daemon...
127
00:14:41,547 --> 00:14:42,464
Daemon.
128
00:14:45,384 --> 00:14:46,427
Daemon.
129
00:14:49,888 --> 00:14:50,806
Hjálpið mér að setjast.
130
00:15:08,490 --> 00:15:10,200
Það er svo langt um liðið.
131
00:15:16,248 --> 00:15:19,376
Sænaðran særðist alvarlega
í bardaga við Þrepin.
132
00:15:21,420 --> 00:15:25,299
Hvað? Þið unnuð það stríð
fyrir mörgum árum.
133
00:15:25,924 --> 00:15:26,884
Nei.
134
00:15:28,385 --> 00:15:30,137
Þríveldið er risið á ný.
135
00:15:31,722 --> 00:15:32,931
Bardagarnir eru hafnir aftur.
136
00:15:34,433 --> 00:15:38,103
Og nú liggja fyrir beiðnir
um ákvörðun um arftaka Rekaskers
137
00:15:38,187 --> 00:15:39,688
og hver mun erfa Rekaviðshásætið.
138
00:15:43,108 --> 00:15:44,234
Beiðnir?
139
00:15:46,862 --> 00:15:51,158
Alicent og Otto sjá
um öll slík mál núna.
140
00:15:51,241 --> 00:15:53,118
Nei, bróðir, hlustaðu á mig.
141
00:15:54,036 --> 00:15:56,455
Þú þarft að staðfesta ákvörðun þína
um að Lucerys
142
00:15:57,581 --> 00:15:59,583
verði arftaki Corlys Velaryon.
143
00:16:02,086 --> 00:16:04,254
Hefur eitthvað hent Corlys lávarð?
144
00:16:06,799 --> 00:16:11,136
Það eru aðilar sem við viljum
að þú hittir, faðir.
145
00:16:29,321 --> 00:16:30,239
Daemon.
146
00:16:32,783 --> 00:16:33,701
Bróðir.
147
00:16:36,787 --> 00:16:37,705
Hver er þetta?
148
00:16:40,040 --> 00:16:41,083
Faðir...
149
00:16:42,835 --> 00:16:44,878
Þetta er Aegon.
150
00:16:46,338 --> 00:16:47,297
Aegon.
151
00:16:48,465 --> 00:16:51,218
Og þetta er Viserys.
152
00:16:55,139 --> 00:16:56,473
Viserys.
153
00:17:01,353 --> 00:17:04,148
Það er nafn sem sæmir konungi.
154
00:17:15,909 --> 00:17:18,620
Afsakið. Afsakið...
155
00:17:19,371 --> 00:17:20,456
Afsakið...
156
00:17:25,919 --> 00:17:27,421
Afsakið.
157
00:17:28,672 --> 00:17:29,590
Verið svo væn.
158
00:17:31,258 --> 00:17:32,342
Teið mitt.
159
00:17:32,968 --> 00:17:34,887
Teið mitt.
-Hvaða te? Þetta?
160
00:17:34,970 --> 00:17:36,972
Já. Já.
161
00:17:38,766 --> 00:17:39,975
Já...
162
00:18:08,754 --> 00:18:10,506
Ég færði hana hingað undir eins.
163
00:18:11,381 --> 00:18:12,925
Hún hefur engan annan hitt, yðar tign.
164
00:18:18,347 --> 00:18:19,306
Komdu hingað, ljúfa.
165
00:18:30,150 --> 00:18:31,068
Hvað heitir þú?
166
00:18:34,571 --> 00:18:36,532
Dyana, yðar tign.
167
00:18:38,742 --> 00:18:39,993
Með yðar leyfi.
168
00:18:41,954 --> 00:18:42,871
Dyana.
169
00:18:43,789 --> 00:18:44,832
En fallegt nafn.
170
00:18:47,918 --> 00:18:50,087
Ég frétti að þú hefðir lent í ógöngum.
171
00:18:53,799 --> 00:18:57,427
Ég sótti vín fyrir prinsinn
og setti það á borðið hans.
172
00:18:57,511 --> 00:18:59,263
Þegar ég sneri mér við...
173
00:19:00,597 --> 00:19:01,765
Ég sá hann ekki.
174
00:19:03,183 --> 00:19:07,771
Ég bað hann að hætta, yðar tign.
Ég bað hann sannarlega.
175
00:19:08,480 --> 00:19:10,148
Þér verðið að trúa mér.
176
00:19:24,204 --> 00:19:25,706
Þakka þér fyrir
að segja frá, Dyana.
177
00:19:31,461 --> 00:19:32,671
Ég veit að sökin er ekki þín.
178
00:19:35,757 --> 00:19:36,675
Ég trúi þér.
179
00:19:37,801 --> 00:19:38,969
Er það?
180
00:19:40,304 --> 00:19:41,221
Já.
181
00:19:44,808 --> 00:19:46,268
En ég óttast
182
00:19:47,978 --> 00:19:49,271
hverju aðrir kunna að trúa.
183
00:19:51,899 --> 00:19:53,692
Þú varst ein með prinsinum,
ekki satt?
184
00:19:54,359 --> 00:19:56,820
Jú, ég...
185
00:19:56,904 --> 00:19:59,197
Og enginn annar sá hvað gerðist
á milli ykkar.
186
00:20:00,407 --> 00:20:03,952
Ef einhver annar myndi frétta...
-Ég hef engum sagt frá.
187
00:20:04,036 --> 00:20:06,747
Þú sagðir Erryk og Taliu.
Og nú mér.
188
00:20:07,789 --> 00:20:10,834
Og þótt ég trúi að sökin sé ekki þín
gætu aðrir verið ósammála.
189
00:20:12,628 --> 00:20:15,380
Þeir gætu talið að þú ætlaðir þér
að smána prinsinn. Eða verra,
190
00:20:16,548 --> 00:20:19,301
að þú hefðir verið sú
sem tældir hann til að byrja með.
191
00:20:21,303 --> 00:20:23,096
Og þú veist hvað verður
um slíkar stúlkur.
192
00:20:26,058 --> 00:20:29,770
Ég myndi aldrei segja sálu
frá þessu, yðar tign.
193
00:20:31,313 --> 00:20:32,731
Ég sver það við líf mitt.
194
00:20:40,822 --> 00:20:41,740
Ég veit það vel.
195
00:20:55,253 --> 00:20:56,296
Fyrir viðvikið.
196
00:21:04,304 --> 00:21:05,764
Teið, yðar tign.
197
00:21:20,737 --> 00:21:21,905
Það er best að vera viss.
198
00:21:49,683 --> 00:21:50,600
Á fætur.
199
00:21:51,393 --> 00:21:52,352
Aegon!
200
00:21:55,981 --> 00:21:56,898
Á fætur!
201
00:22:00,652 --> 00:22:01,611
Móðir.
202
00:22:03,113 --> 00:22:04,906
Hvað er að?
-Hvað er að?
203
00:22:05,907 --> 00:22:08,577
Hvað er að? Er það allt sem þú hefur
að segja til málsbóta?
204
00:22:08,660 --> 00:22:10,078
Kom eitthvað fyrir?
205
00:22:10,996 --> 00:22:11,955
Dyana?
206
00:22:13,707 --> 00:22:14,666
Þjónustustúlkan.
207
00:22:16,918 --> 00:22:18,295
Í almáttugra bænum.
208
00:22:19,129 --> 00:22:21,673
Stelpan, Aegon.
Sem flúði undan þér.
209
00:22:21,757 --> 00:22:24,509
Það var bara saklaust grín.
210
00:22:24,593 --> 00:22:27,137
Óþarfi af henni að komast
í uppnám yfir því.
211
00:22:27,888 --> 00:22:30,766
Hugsaðu um skömmina
fyrir eiginkonu þína. Fyrir mig.
212
00:22:32,309 --> 00:22:36,480
Hvernig geturðu haldið svona áfram?
Sérstaklega á degi eins og í dag?
213
00:22:36,563 --> 00:22:38,023
Hvað áttu við?
Hvað er í dag?
214
00:22:52,996 --> 00:22:54,289
Þú ert enginn sonur minn.
215
00:23:00,712 --> 00:23:02,255
Ég bað ekki um þetta.
216
00:23:02,881 --> 00:23:06,093
Ég hef gert allt sem ætlast
er til af mér og reyni...
217
00:23:07,427 --> 00:23:10,555
Ég reyni af öllum mætti en verð aldrei
nóg fyrir þig og pabba.
218
00:23:13,058 --> 00:23:16,061
Hafið þið séð Dyönu?
Hún á að klæða börnin.
219
00:23:24,653 --> 00:23:26,113
Hann virðist önnur manneskja.
220
00:23:27,614 --> 00:23:31,118
Við ættum að ráðfæra okkur
við Gerardys meistara.
221
00:23:31,201 --> 00:23:33,120
Hann leggur kannski til aðra...
222
00:23:34,079 --> 00:23:37,082
Rhaenyra prinsessa.
Daemon prins.
223
00:23:40,502 --> 00:23:43,088
Það er langt síðan þið heiðruðuð okkur
með nærveru ykkar.
224
00:23:46,675 --> 00:23:48,009
Mikið rétt, yðar tign.
225
00:23:48,093 --> 00:23:50,846
En ekki nógu langt
til að hljóta móttökur við komuna.
226
00:23:51,596 --> 00:23:54,307
Drottningin hafði eflaust mikilvægum
málum að sinna, ástin.
227
00:23:55,475 --> 00:23:57,352
Hvað vitum við um það
að stjórna konungsríki?
228
00:23:57,936 --> 00:23:59,896
Þið vitið vel
að ég stjórna engu.
229
00:24:00,689 --> 00:24:03,400
Við faðir minn hlíðum aðeins
að vilja og visku konungs.
230
00:24:03,483 --> 00:24:05,569
Og hvernig tjáir hann
þá visku?
231
00:24:07,863 --> 00:24:09,156
Með deplandi augum og mási?
232
00:24:10,115 --> 00:24:12,576
Ég yrði hissa ef hann
myndi eigið nafn.
233
00:24:12,659 --> 00:24:15,579
Viserys konungi hefur hrakað
frá því þið hittuð hann síðast.
234
00:24:17,164 --> 00:24:19,958
Hann er mikið þjakaður.
Að ráðleggingum meistaranna...
235
00:24:20,041 --> 00:24:24,045
Auðvitað, meistararnir.
Þeir halda honum
236
00:24:25,338 --> 00:24:28,925
vímuðum á valmúamjólk á meðan
Hightower-liðar verma hásæti hans.
237
00:24:29,009 --> 00:24:32,304
Ef þú sæir hann án hennar, Rhaenyra,
nánast blindaðan af kvölum...
238
00:24:32,387 --> 00:24:37,517
Vafalaust gengur ykkur náðin ein til,
Alicent, en segðu mér,
239
00:24:38,310 --> 00:24:40,437
til að lina kvalirnar,
lögðu meistararnir líka til
240
00:24:40,520 --> 00:24:42,272
að ummerki Targaryen
yrðu fjarlægð
241
00:24:42,355 --> 00:24:44,858
og í stað þeirra sett
styttur og stjörnur?
242
00:24:46,151 --> 00:24:49,070
Tákn hinna Sjö eru einungis
leiðarljós á óljósri leið
243
00:24:49,154 --> 00:24:52,365
til að minna okkur á æðri mátt.
-Og á morgun?
244
00:24:52,449 --> 00:24:56,077
Hvaða æðri máttur mun sjá um að dæma
tilkall sonar míns til erfðaréttar síns?
245
00:24:57,162 --> 00:24:59,539
Það myndi verða ég.
Og Höndin.
246
00:24:59,623 --> 00:25:01,917
En vertu viss, Faðirinn er réttlátur
og býður mér
247
00:25:02,000 --> 00:25:04,461
að gleyma þeim ásökunum
sem þú hefur varpað fram í dag.
248
00:25:11,176 --> 00:25:12,594
Minna en mig minnti.
249
00:25:12,677 --> 00:25:15,805
Þetta lítur nákvæmlega eins út, Luke.
250
00:25:31,863 --> 00:25:34,574
Sko, ég sagði þér að þetta
myndi enn vera hérna.
251
00:25:34,658 --> 00:25:36,910
Og þú hélst að þú gætir sveiflað
kylfu Ser Cristons.
252
00:25:37,786 --> 00:25:39,287
Þú hjóst nánast eigið höfuð af þér.
253
00:25:45,293 --> 00:25:47,796
Hvað er að þér?
-Það stara allir á okkur.
254
00:25:51,341 --> 00:25:54,094
Enginn myndi efast um
rétt minn til Rekaskers
255
00:25:55,053 --> 00:25:56,221
ef...
256
00:25:57,180 --> 00:26:01,268
Ef líktist ser Laenor Velaryon
frekar en ser Harwin Strong.
257
00:26:02,477 --> 00:26:04,145
Það gildir einu hvað þeim finnst.
258
00:26:49,607 --> 00:26:52,652
Vel gert, prins.
Þú ferð brátt að vinna leika.
259
00:26:52,736 --> 00:26:54,487
Mig varðar ekkert um leika.
260
00:26:55,613 --> 00:26:56,531
Frændur.
261
00:26:58,366 --> 00:26:59,451
Komuð þið til að þjálfa?
262
00:27:00,493 --> 00:27:01,703
Opnið hliðin!
263
00:27:36,196 --> 00:27:37,822
Vertu róleg, drottning mín.
264
00:27:37,906 --> 00:27:40,283
Það sem við gerum
berum við hag ríkisins fyrir brjósti.
265
00:27:40,367 --> 00:27:44,162
Ég verð að játa ákveðin ónot
yfir þessari atburðarás.
266
00:27:45,163 --> 00:27:46,456
Hann gæti enn lifað þetta af.
267
00:27:46,539 --> 00:27:49,000
Við verðum að vera undirbúin
ef hann gerir það ekki.
268
00:27:57,759 --> 00:28:00,637
Ríkið hefur notið langvarandi friðartíma.
269
00:28:00,720 --> 00:28:03,640
Nokkuð sem þakka má
bæði Jaehaerys og Viserys
270
00:28:03,723 --> 00:28:07,394
en stríðsógnin vofir yfir
og gæti borist á strendur okkar.
271
00:28:07,477 --> 00:28:10,522
Þegar það gerist
viltu þá hafa barn við stjórnvölinn
272
00:28:10,605 --> 00:28:12,649
hjá mesta flota Westeros?
273
00:28:14,609 --> 00:28:16,277
Við verðum, að sjálfsögðu,
274
00:28:17,612 --> 00:28:19,697
að bregðast við
þegnum okkar í hag.
275
00:28:21,741 --> 00:28:24,994
Næsti Herra Fallanna mun standa
í mikilli þakkarskuld við yður, hátign.
276
00:28:26,371 --> 00:28:29,416
Sem og Rekasker
ásamt öllum þess mætti.
277
00:28:47,267 --> 00:28:48,226
Amma?
278
00:28:52,355 --> 00:28:53,440
Rhaena.
279
00:29:01,364 --> 00:29:03,074
Baela sagði að þig gæti
verið að finna hér.
280
00:29:05,452 --> 00:29:07,704
Hún hefur dafnað vel
undir þínum verndarvæng.
281
00:29:09,747 --> 00:29:11,458
Þú hefur alið hana afburðavel upp.
282
00:29:11,541 --> 00:29:13,168
Ég er uppi með mér, prinsessa.
283
00:29:14,794 --> 00:29:17,297
Má ég ræða við prinsessuna
í einrúmi, Rhaena?
284
00:29:20,592 --> 00:29:21,509
Prinsessa.
285
00:29:31,644 --> 00:29:36,483
Ég velti lengi fyrir mér
tilgangi ferðar þinnar hingað.
286
00:29:37,275 --> 00:29:40,403
Hvort þú myndir mæla með eða á móti
málstað ser Vaemonds.
287
00:29:40,487 --> 00:29:41,779
En svo áttaði ég mig.
288
00:29:43,198 --> 00:29:45,116
Þú ætlar að mæla fyrir sjálfri þér.
289
00:29:48,661 --> 00:29:52,540
Þetta eru ósanngjörn málaferli,
gildra.
290
00:29:53,374 --> 00:29:57,212
Sem Höndin og drottningin hafa egnt
til að lýsa son minn ólögmætan.
291
00:29:57,295 --> 00:29:59,422
Þú lékst ljótari leik með Laenor.
292
00:30:02,383 --> 00:30:03,384
Ekki satt?
293
00:30:09,933 --> 00:30:11,392
Ég unni syni þínum.
294
00:30:13,937 --> 00:30:16,272
Þú trúir því ef til vill ekki
en það er satt.
295
00:30:20,610 --> 00:30:22,946
Ég fyrirskipaði ekki víg hans.
296
00:30:25,198 --> 00:30:27,492
Né tók þátt í þeim verknaði.
Það sver ég þér.
297
00:30:35,625 --> 00:30:37,001
Ég geri þér tilboð.
298
00:30:40,588 --> 00:30:44,217
Styddu tilkall Lukes og trúlofum
börn Laenu og mín.
299
00:30:46,594 --> 00:30:50,223
Baela verður drottning
Konungsríkjanna Sjö.
300
00:30:51,266 --> 00:30:53,142
Og synir hennar erfingjar krúnunnar.
301
00:30:53,893 --> 00:30:55,812
Rhaena mun ríkja á Rekaskeri
302
00:30:57,105 --> 00:30:59,524
og hásætið erfast til barna
hennar og Lucerys með tímanum.
303
00:31:00,233 --> 00:31:01,484
Höfðinglegt boð.
304
00:31:03,903 --> 00:31:06,239
Eða örvæntingarfullt.
-Hverju gildir það?
305
00:31:11,536 --> 00:31:12,829
Þar hefurðu þó rétt fyrir þér.
306
00:31:17,792 --> 00:31:19,043
Það gildir einu.
307
00:31:29,095 --> 00:31:31,139
Þú getur prúttað við mig að vild,
308
00:31:32,849 --> 00:31:35,351
sýnt mér barnabarn mitt
til að reyna að mýkja mig.
309
00:31:37,478 --> 00:31:40,356
En á morgun mun Hightower-ættin
lenda fyrsta högginu.
310
00:31:42,233 --> 00:31:44,444
Þau munu knésetja þig
311
00:31:45,278 --> 00:31:46,738
og ég mun þurfa að standa ein.
312
00:32:30,698 --> 00:32:31,783
Alicent?
313
00:32:33,326 --> 00:32:34,410
Alicent...
314
00:32:35,078 --> 00:32:36,329
Nei, þetta er Rhaenyra, faðir.
315
00:32:41,334 --> 00:32:42,335
Rhaenyra.
316
00:32:44,212 --> 00:32:45,338
Er það raunverulega?
317
00:32:48,966 --> 00:32:51,386
Söngvar Íss og Elda,
trúir þú þeim sem sannleika?
318
00:32:53,054 --> 00:32:54,013
Já.
319
00:32:54,972 --> 00:32:56,432
Draumur Aegons...
320
00:33:01,020 --> 00:33:06,067
Þú sagðir mér að það væri skylda okkar
að vernda ríkið gegn sameiginlegum óvini.
321
00:33:10,697 --> 00:33:12,740
Með því að tilnefna mig ríkisarfa
klaufstu ríkið.
322
00:33:23,751 --> 00:33:25,336
Ég taldi mig vilja það.
323
00:33:35,847 --> 00:33:37,348
En byrðin er þung.
324
00:33:40,643 --> 00:33:41,561
Of þung.
325
00:33:46,733 --> 00:33:47,650
Elsku...
326
00:33:50,319 --> 00:33:51,237
Elsku...
327
00:33:52,822 --> 00:33:54,198
Elsku einkabarnið mitt.
328
00:33:59,203 --> 00:34:01,789
Ef þú vilt að ég axli hana
verðurðu að verja mig.
329
00:34:03,750 --> 00:34:04,792
Og börnin mín.
330
00:34:06,919 --> 00:34:07,879
Það er sárt.
331
00:34:09,172 --> 00:34:10,089
Sárt.
332
00:34:13,551 --> 00:34:14,552
Ég vissi...
333
00:34:17,388 --> 00:34:18,389
Ég vissi...
334
00:34:21,350 --> 00:34:22,810
Ég vissi að þú myndir...
335
00:34:26,147 --> 00:34:27,356
Ég vissi að þú...
336
00:35:06,813 --> 00:35:08,606
Ég vil snæða kvöldverð, Otto.
337
00:35:11,526 --> 00:35:13,861
En nú er morgunn, yðar tign,
338
00:35:13,945 --> 00:35:14,946
Í kvöld.
339
00:35:18,491 --> 00:35:22,787
Öll fjölskylda mín er nú saman komin
í Rauðaturni.
340
00:35:25,540 --> 00:35:28,751
Ég vil að við snæðum saman.
341
00:35:59,782 --> 00:36:01,075
Færið okkur valmúamjólk.
342
00:36:16,382 --> 00:36:17,300
Nei.
343
00:36:20,678 --> 00:36:21,888
Undirbúðu bara kvöldverðinn.
344
00:36:27,727 --> 00:36:29,729
Þótt það sé einlæg von þessa réttar
345
00:36:29,812 --> 00:36:33,065
að Corlys Velaryon lávarður
lifi sár sín af
346
00:36:34,275 --> 00:36:36,611
erum við hér saman komin
vegna þess erfiða verkefnis
347
00:36:36,694 --> 00:36:39,155
að ákvarða arftaka Rekaskers.
348
00:36:40,406 --> 00:36:44,994
Sem Hönd er ég rödd konungs
í þessu máli, hér eftir sem hingað til.
349
00:36:47,747 --> 00:36:49,457
Krúnan mun nú hlýða á málflutninginn.
350
00:36:50,750 --> 00:36:52,460
Ser Vaemond af ættinni Velaryon.
351
00:37:00,968 --> 00:37:01,928
Drottning mín.
352
00:37:03,429 --> 00:37:04,680
Hönd lávarður.
353
00:37:05,806 --> 00:37:09,060
Saga göfugra ætta okkar nær
út fyrir Konungsríkin Sjö
354
00:37:09,143 --> 00:37:10,686
allt aftur til Gömlu Valyríu.
355
00:37:11,270 --> 00:37:14,273
Eins lengi og Targaryen-ættin
hefur ríkt í lofti
356
00:37:14,357 --> 00:37:16,901
hefur Velaryon-ættin ríkt á legi.
357
00:37:16,984 --> 00:37:20,947
Þegar Dómurinn féll á Valyríu
stóðu ættir okkar einar eftir.
358
00:37:21,572 --> 00:37:24,992
Forfeður okkar komu til þessa nýja lands
vitandi að ef þeir biðu ósigur
359
00:37:25,076 --> 00:37:27,745
þýddi það endalok blóðlínu þeirra
og nafna.
360
00:37:29,872 --> 00:37:33,459
Ég hef varið allri minni ævi á Rekaskeri
að verja sæti bróður míns.
361
00:37:33,542 --> 00:37:36,712
Ég er nánasti ættingi Corlys lávarðs,
af hans eigin blóði.
362
00:37:37,546 --> 00:37:41,759
Ósvikið, óumdeilanlegt blóð
Velaryon-ættar rennur um æðar mér.
363
00:37:41,842 --> 00:37:44,887
Eins og sona minna,
afkvæma Laenors Velaryon.
364
00:37:45,638 --> 00:37:48,432
Sé þér svo umhugað
um ætt þína, ser Vaemond,
365
00:37:48,516 --> 00:37:50,977
er það varla henni í hag að bola burt
réttmætum erfingja.
366
00:37:51,060 --> 00:37:53,729
Þér er aðeins umhugað
um eigin hagsmuni.
367
00:37:53,813 --> 00:37:56,565
Þér fáið tækifæri til að flytja
eigið mál, Rhaenyra.
368
00:37:56,649 --> 00:37:59,068
Sýnið ser Vaemond þá kurteysi
að fá að flytja sitt.
369
00:38:05,324 --> 00:38:07,868
Hvað veist þú um Velaryon-blóð,
prinsessa?
370
00:38:09,328 --> 00:38:12,123
Ég gæti rist á eigin æð og sýnt þér það
371
00:38:12,206 --> 00:38:15,376
en þú myndir samt ekki þekkja það.
372
00:38:15,459 --> 00:38:19,422
Þetta snýst um framtíð
ættar minnar, ekki þinnar.
373
00:38:24,760 --> 00:38:26,554
Drottning mín,
Hönd lávarður.
374
00:38:28,306 --> 00:38:31,058
Málið snýst um ættarblóð,
ekki metnað.
375
00:38:32,184 --> 00:38:36,564
Ég legg framtíð ættar minnar
og blóðlínu ofar öllu öðru.
376
00:38:37,315 --> 00:38:40,151
Auðmjúkur lýsi ég mig
arftaka bróður míns,
377
00:38:41,736 --> 00:38:44,739
Lávarðinn af Rekaskeri
og Herra Fallanna.
378
00:38:46,198 --> 00:38:47,825
Þakkir, ser Vaemond.
379
00:38:54,915 --> 00:39:00,379
Rhaenyra prinsessa, þér megið nú mæla
fyrir hönd sonar yðar, Lucerys Velaryon.
380
00:39:05,926 --> 00:39:08,637
Ef mér ber að virða
þessa fásinnu svars
381
00:39:08,721 --> 00:39:12,016
vil ég byrja á að minna réttinn á
að fyrir 20 árum, í þessum...
382
00:39:17,480 --> 00:39:22,526
Viserys konungur af ættinni Targaryen,
fyrstur síns nafns,
383
00:39:22,610 --> 00:39:27,823
Konungur Andalanna, Rhoynar
og Fyrstu Mannanna,
384
00:39:27,907 --> 00:39:31,869
Lávarður Konungsríkjanna Sjö
og Verndari Ríkisins.
385
00:40:52,533 --> 00:40:54,285
Ég mun sitja hásætið í dag.
386
00:40:56,287 --> 00:40:57,204
Yðar tign.
387
00:41:05,004 --> 00:41:07,089
Það er í lagi með mig...
388
00:41:21,562 --> 00:41:22,855
Í lagi, sagði ég.
389
00:41:26,817 --> 00:41:27,735
Haltu áfram.
390
00:41:35,284 --> 00:41:36,911
Svona nú, áfram.
391
00:42:18,118 --> 00:42:20,746
Ég verð að viðurkenna
392
00:42:21,914 --> 00:42:22,957
að ég er ringlaður.
393
00:42:25,292 --> 00:42:26,794
Ég skil ekki hvers vegna
394
00:42:27,628 --> 00:42:31,840
málaflutning þarf um þegar
útkljáð arftakamál.
395
00:42:31,924 --> 00:42:33,425
Sú eina hér viðstödd
396
00:42:34,468 --> 00:42:38,847
sem gæti veitt frekari innsýn
í óskir Corlys lávarðs
397
00:42:38,931 --> 00:42:40,557
er Rhaenys prinsessa.
398
00:42:44,561 --> 00:42:45,604
Sannarlega, yðar tign.
399
00:43:00,244 --> 00:43:05,040
Það var ávallt vilji eiginmanns míns
að Rekasker erfðist gegnum ser Laenor
400
00:43:05,833 --> 00:43:10,004
til sannborins sonar hans,
Lucerys Velaryon.
401
00:43:10,963 --> 00:43:15,134
Ekkert fékk hug hans breytt,
né heldur stuðningi mínum við hann.
402
00:43:16,927 --> 00:43:19,596
Að því sögðu tilkynnti
Rhaenyra prinsessa mér áðan
403
00:43:19,680 --> 00:43:21,890
ósk sína um að gifta
syni hennar tvo, Jace og Luke,
404
00:43:21,974 --> 00:43:25,060
barnabörnum Corlys lávarðs,
Baelu og Rhaenu.
405
00:43:26,145 --> 00:43:29,773
Tilhögun sem ég styð heilshugar.
406
00:43:31,358 --> 00:43:34,778
Þá er málið til lykta leitt.
407
00:43:36,155 --> 00:43:37,072
Aftur.
408
00:43:38,824 --> 00:43:40,284
Hér með endurstaðfesti ég
409
00:43:41,285 --> 00:43:45,706
Lucerys prins af ættinni Velaryon
sem erfingja Rekaskers,
410
00:43:46,373 --> 00:43:50,544
Rekaviðarhásætisins,
og sem næsta Herra Fallanna.
411
00:43:57,718 --> 00:43:58,969
Þú brýtur lög
412
00:44:00,596 --> 00:44:02,306
og aldagamlar hefðir
413
00:44:03,307 --> 00:44:05,184
til að gera dóttur þína að arftaka.
414
00:44:06,477 --> 00:44:08,187
Og dirfist samt að segja mér
415
00:44:09,271 --> 00:44:11,815
hver eigi skilið að erfa
Velaryon-nafnið.
416
00:44:14,485 --> 00:44:15,402
Nei.
417
00:44:16,987 --> 00:44:19,156
Ég leyfi það ekki.
418
00:44:20,074 --> 00:44:21,033
Leyfi það?
419
00:44:22,618 --> 00:44:24,787
Gleymdu þér ekki, Vaemond.
420
00:44:28,665 --> 00:44:32,795
Hann er ekki sannur Velaryon!
421
00:44:33,462 --> 00:44:36,673
Og sannarlega enginn frændi minn.
422
00:44:36,757 --> 00:44:38,967
Haltu til herbergis.
Þú hefur sagt nóg.
423
00:44:40,344 --> 00:44:43,597
Lucerys er sannborinn dóttursonur minn.
424
00:44:44,640 --> 00:44:49,645
Og þú, lítið annað
en annar sonur Rekaskers.
425
00:44:50,979 --> 00:44:55,442
Þú getur rekið ætt þína að vild.
426
00:44:56,485 --> 00:44:59,321
En þú ákvarðar ekki
framtíð minnar ættar.
427
00:45:01,532 --> 00:45:03,575
Ætt mín lifði Dóminn af
428
00:45:03,659 --> 00:45:06,286
auk ótal annarra rauna.
429
00:45:06,912 --> 00:45:08,580
Og guðirnir mega vita það
430
00:45:10,290 --> 00:45:13,085
að ég horfi ekki upp
á endalok hennar
431
00:45:13,168 --> 00:45:15,546
vegna þessa...
432
00:45:17,256 --> 00:45:18,215
Segðu það.
433
00:45:29,268 --> 00:45:30,477
Börnin hennar
434
00:45:31,562 --> 00:45:33,313
eru bastarðar!
435
00:45:37,025 --> 00:45:38,318
Og hún
436
00:45:39,361 --> 00:45:42,156
er hóra.
437
00:45:49,121 --> 00:45:50,080
Ég
438
00:45:52,249 --> 00:45:54,001
læt skera úr þér
tunguna fyrir þetta.
439
00:46:01,133 --> 00:46:02,426
Hann getur haldið tungunni.
440
00:46:03,635 --> 00:46:05,179
Afvopnið hann!
-Óþarfi.
441
00:46:13,520 --> 00:46:15,647
Sækið meistarana!
-Faðir?
442
00:46:16,231 --> 00:46:18,734
Þú verður að taka eitthvað
við sársaukanum, ástin mín.
443
00:46:19,735 --> 00:46:21,153
Ég vil ekki óskýran huga.
444
00:46:22,279 --> 00:46:24,531
Ég verð að leiðrétta málin.
445
00:47:09,826 --> 00:47:13,789
Líkið verður reiðubúið á morgun
fyrir ferðina til Rekaskers.
446
00:47:17,292 --> 00:47:20,212
Þér viljið ef til vill láta
Þöglu Systurnar vinna í einrúmi.
447
00:47:21,296 --> 00:47:23,423
Það boðar ekki gott að horfa
upp á ásjónu dauðans.
448
00:47:28,136 --> 00:47:32,182
Hinn Ókunni hefur heimsótt mig
ótal sinnum, Stórmeistari.
449
00:47:37,020 --> 00:47:38,272
Ég fullvissa þig,
450
00:47:39,648 --> 00:47:43,068
hann varðar ekkert um það
hvort augu mín séu opin eða lokuð.
451
00:49:09,029 --> 00:49:10,197
Það er sannarlega gott
452
00:49:11,323 --> 00:49:13,992
að sjá ykkur öll saman í kvöld.
453
00:49:20,707 --> 00:49:22,834
Bæn áður en við byrjum?
-Já.
454
00:49:24,920 --> 00:49:27,089
Megi bros Móðurinnar lýsa af ást
yfir þessari samkomu.
455
00:49:27,881 --> 00:49:31,927
Megi Smiðurinn endurnýja þau bönd
sem brustu fyrir of löngu.
456
00:49:32,010 --> 00:49:35,222
Og megi guðirnir veita
Vaemond Velaryon hvíld.
457
00:49:43,146 --> 00:49:45,899
Þetta er fagnaðartilefni,
að því er virðist.
458
00:49:47,025 --> 00:49:49,444
Dóttursynir mínir, Jace og Luke,
459
00:49:49,528 --> 00:49:52,239
munu ganga að eiga frænkur sínar,
Baelu og Rhaenu,
460
00:49:52,948 --> 00:49:55,784
og styrkja þannig enn frekar
ættarbönd okkar.
461
00:49:56,493 --> 00:50:01,415
Skál fyrir prinsunum ungu
og heitmeyjum þeirra.
462
00:50:01,498 --> 00:50:02,416
Heyr, heyr.
463
00:50:03,250 --> 00:50:05,794
Vel gert, Jace, loks færðu
að liggja með konu.
464
00:50:06,962 --> 00:50:10,006
Skálum einnig fyrir
Lucerys prinsi,
465
00:50:11,383 --> 00:50:13,385
verðandi Herra Fallanna.
466
00:50:14,302 --> 00:50:15,470
Heyr, heyr.
467
00:50:15,554 --> 00:50:16,596
Þú munt standa þig vel.
468
00:50:20,767 --> 00:50:24,396
Þú veist væntanlega
hvernig þú átt að bera þig að?
469
00:50:25,272 --> 00:50:27,858
Í grundvallaratriðum?
Hver tittlingurinn á að fara?
470
00:50:27,941 --> 00:50:29,234
Hættu þessu, frændi.
471
00:50:29,317 --> 00:50:33,196
Þú mátt fíflast að vild en gættu
orða þinna gagnvart heitmey minni.
472
00:50:54,718 --> 00:50:57,846
Það bæði fyllir mig kæti
473
00:50:59,264 --> 00:51:01,975
og syrgir á sama tíma
474
00:51:03,560 --> 00:51:06,563
að sjá þessar ásjónur
hér við borðið.
475
00:51:08,064 --> 00:51:11,234
Ásjónur þeirra sem eru mér
kærastir af öllum
476
00:51:13,195 --> 00:51:17,616
en hafa fjarlægst hvert annað
svo mjög undanfarin ár.
477
00:51:42,265 --> 00:51:43,642
Ásjóna mín
478
00:51:45,101 --> 00:51:46,728
er ekki lengur myndarleg.
479
00:51:49,981 --> 00:51:51,608
Ef hún var það þá
nokkurn tíma.
480
00:51:55,237 --> 00:51:56,154
En í kvöld
481
00:51:57,364 --> 00:52:00,575
vil ég að þið sjáið mig
eins og ég er.
482
00:52:01,868 --> 00:52:03,286
Ekki aðeins konungur
483
00:52:05,288 --> 00:52:06,414
heldur faðir.
484
00:52:08,333 --> 00:52:09,459
Bróðir.
485
00:52:10,293 --> 00:52:11,253
Eiginmaður.
486
00:52:14,172 --> 00:52:15,590
Og ái.
487
00:52:16,967 --> 00:52:18,468
Sem virðist ekki,
að því er virðist,
488
00:52:20,095 --> 00:52:21,930
munu ganga meðal ykkar
mikið lengur.
489
00:52:27,769 --> 00:52:31,731
Berum ei lengur kala í hjörtum.
490
00:52:33,567 --> 00:52:35,318
Krúnan getur ekki staðið styrk
491
00:52:35,402 --> 00:52:37,404
ef Drekaættin er sundruð.
492
00:52:38,989 --> 00:52:40,907
Leggið erjur ykkar til hliðar.
493
00:52:45,036 --> 00:52:46,913
Ef ekki fyrir krúnuna
494
00:52:48,206 --> 00:52:50,250
þá fyrir þennan gamla mann
495
00:52:51,585 --> 00:52:54,921
sem ann ykkur öllum afar heitt.
496
00:53:22,616 --> 00:53:25,577
Ég vil hylla hennar hátign, drottinguna.
497
00:53:29,831 --> 00:53:30,957
Ég ann föður mínum.
498
00:53:32,250 --> 00:53:34,419
En viðurkenni
að enginn hefur staðið
499
00:53:35,712 --> 00:53:37,839
hollari við hlið hans
en eiginkona hans.
500
00:53:41,426 --> 00:53:43,219
Hún hefur annast hann
501
00:53:44,512 --> 00:53:48,892
af óskeikulli tryggð,
ást og heiðri.
502
00:53:50,644 --> 00:53:52,938
Fyrir það á hún inni
þakkarskuld hjá mér.
503
00:53:54,773 --> 00:53:55,982
Sem og afsökunarbeiðni.
504
00:54:06,034 --> 00:54:08,203
Ég er sannarlega hrærð, yðar tign.
505
00:54:12,082 --> 00:54:13,333
Við erum báðar mæður
506
00:54:16,336 --> 00:54:17,545
sem unna börnum sínum.
507
00:54:21,591 --> 00:54:24,010
Við eigum meira sameiginlegt
en við viljum oft láta.
508
00:54:27,597 --> 00:54:30,809
Ég hylli þig og ætt þína.
509
00:54:36,356 --> 00:54:37,691
Þú verður afbragðs drottning.
510
00:55:14,436 --> 00:55:15,353
Ég...
511
00:55:16,563 --> 00:55:18,940
Ég harma þau vonbrigði
sem þú munt brátt upplifa.
512
00:55:20,025 --> 00:55:21,985
En óskirðu þess að vita
513
00:55:22,068 --> 00:55:24,779
hvað það er að vera vel fullnægð
þarftu bara að spyrja.
514
00:55:26,239 --> 00:55:27,157
Jace.
515
00:55:55,977 --> 00:56:00,190
Fyrir prinsunum Aegon og Aemond.
516
00:56:00,273 --> 00:56:03,651
Við höfum ekki hist árum saman
517
00:56:03,735 --> 00:56:06,279
en ég á góðar minningar
um okkur úr æsku.
518
00:56:08,907 --> 00:56:12,285
Og sem fullvaxnir menn vona ég
að við verðum vinir og bandamenn.
519
00:56:13,912 --> 00:56:16,039
Fyrir ykkur og ykkar fólki,
kæru frændur.
520
00:56:24,339 --> 00:56:25,590
Og þér sömuleiðis.
521
00:56:33,264 --> 00:56:35,725
Varist dýrið neðan fjalanna.
522
00:56:35,809 --> 00:56:37,143
Vel gert, drengur minn.
523
00:56:37,227 --> 00:56:40,021
Ég vil hylla Baelu og Rhaenu.
524
00:56:40,730 --> 00:56:42,065
Þær munu brátt giftast.
525
00:56:43,733 --> 00:56:46,528
Það er ekki svo slæmt.
Hann hunsar ykkur oftast.
526
00:56:48,154 --> 00:56:50,031
Nema stundum,
þegar hann er drukkinn.
527
00:56:58,540 --> 00:57:01,126
Gott.
Fáum tónlist.
528
00:57:07,340 --> 00:57:08,424
Afsakið mig.
529
00:58:40,141 --> 00:58:41,059
Verðir.
530
00:59:30,942 --> 00:59:32,193
Einn virðingarvottur að lokum.
531
00:59:35,363 --> 00:59:36,948
Fyrir heilsu frænda minna.
532
00:59:37,824 --> 00:59:38,950
Jace.
533
00:59:40,827 --> 00:59:41,786
Luke.
534
00:59:43,288 --> 00:59:44,205
Og Joffrey.
535
00:59:45,665 --> 00:59:48,501
Hver þeirra myndarlegur, vitur
536
00:59:56,301 --> 00:59:57,427
og sterkur.
537
00:59:57,510 --> 00:59:58,469
Aemond.
-Svona.
538
01:00:00,638 --> 01:00:02,140
Tæmum nú bikara okkar
539
01:00:02,890 --> 01:00:07,395
fyrir þessum þremur Strong-piltum.
-Vogaðu þér að segja þetta aftur.
540
01:00:07,478 --> 01:00:10,064
Hvers vegna?
Þetta var aðeins hól.
541
01:00:10,148 --> 01:00:11,733
Teljið þið ykkur ekki Strong?
542
01:00:12,483 --> 01:00:14,652
Jace!
-Þetta nægir, Aegon!
543
01:00:21,451 --> 01:00:23,786
Hví segirðu svona frammi
fyrir öllu þessu fólki?
544
01:00:23,870 --> 01:00:27,415
Ég var bara að tjá stolt mitt
af fjölskyldu minni.
545
01:00:27,498 --> 01:00:30,668
Frændur mínir virðast samt ekki
eins stoltir af sinni.
546
01:00:30,752 --> 01:00:31,753
Bíðið!
547
01:00:32,587 --> 01:00:33,713
Daemon...
548
01:00:36,257 --> 01:00:38,760
Haldið til herbergja ykkar.
Allir, núna.
549
01:00:58,738 --> 01:00:59,906
Rhaenyra...
550
01:01:03,826 --> 01:01:06,537
Ég tel best að við höldum
aftur að Drekasteini.
551
01:01:06,621 --> 01:01:08,039
En þið voruð að koma.
552
01:01:14,545 --> 01:01:15,880
Ég fylgi börnunum heim.
553
01:01:17,340 --> 01:01:18,257
Ég sný
554
01:01:20,093 --> 01:01:21,344
aftur á drekabaki.
555
01:01:26,307 --> 01:01:27,767
Við konungurinn kynnum
að meta það.
556
01:02:09,976 --> 01:02:13,062
Viðburðaríkt kvöld
í kastalanum, að því er virðist.
557
01:02:14,439 --> 01:02:15,398
Já, lafði.
558
01:02:50,933 --> 01:02:52,810
Svona nú, drekktu þetta.
559
01:02:56,147 --> 01:02:57,064
Svona.
560
01:03:10,369 --> 01:03:11,287
Vel gert.
561
01:03:18,252 --> 01:03:19,295
Fyrirgefðu mér.
562
01:03:20,713 --> 01:03:21,839
Fyrirgefðu mér.
563
01:03:25,301 --> 01:03:26,886
En þú vildir vita
564
01:03:28,137 --> 01:03:29,680
hvort ég teldi það sannleika.
565
01:03:32,141 --> 01:03:33,643
Hvaða sannleika, konungur minn?
566
01:03:34,769 --> 01:03:36,395
Manstu það ekki?
567
01:03:38,481 --> 01:03:39,398
Aegon.
568
01:03:42,235 --> 01:03:43,194
Sonur okkar?
569
01:03:45,780 --> 01:03:46,781
Draumur hans.
570
01:03:47,823 --> 01:03:50,993
Söngvar Íss og Elda.
571
01:03:52,537 --> 01:03:53,454
Það er satt.
572
01:03:54,997 --> 01:03:56,541
Það sem hann sá í Norðrinu.
573
01:03:59,460 --> 01:04:01,295
Prinsinn sem var lofað.
574
01:04:02,713 --> 01:04:04,173
Ég skil ekki, Viserys.
575
01:04:05,550 --> 01:04:07,093
Prinsinn...
576
01:04:07,176 --> 01:04:08,094
Aegon prins?
577
01:04:10,054 --> 01:04:14,684
Sem sameinar ríkið
gegn kuldanum og myrkrinu.
578
01:04:18,688 --> 01:04:19,814
Hann er þú.
579
01:04:23,025 --> 01:04:24,110
Þú ert hann.
580
01:04:26,737 --> 01:04:28,239
Þú verður að gera þetta.
581
01:04:30,324 --> 01:04:31,659
Þú verður að gera það.
582
01:05:16,954 --> 01:05:18,164
Ég skil, konungur minn.
583
01:05:38,809 --> 01:05:40,227
Ekki meira...
584
01:05:41,187 --> 01:05:42,396
Ekki meira.
585
01:06:11,717 --> 01:06:12,843
Ástin mín.