1
00:00:54,972 --> 00:00:57,766
Það var stöðug umfjöllun í blöðunum.
2
00:00:59,017 --> 00:01:05,065
Á Norðurheimskautssvæðinu
hafði fundist gulur málmur.
3
00:01:05,107 --> 00:01:06,859
Gull.
4
00:01:07,818 --> 00:01:12,197
Það upphófst æði sem náði
eins langt og orðið barst
5
00:01:12,906 --> 00:01:17,911
og þúsundir manna hröðuðu sér norður
að freista gæfunnar.
6
00:01:19,538 --> 00:01:22,082
Mennirnir þurftu hunda.
7
00:01:22,124 --> 00:01:26,628
Stóra og sterka hunda
til að draga sleða sína.
8
00:01:29,464 --> 00:01:31,175
Góðan daginn, Buck.
9
00:01:31,842 --> 00:01:35,429
Buck var hvorki heimilishundur
né ræktunarhundur.
10
00:01:35,470 --> 00:01:36,597
Hérna, karlinn.
11
00:01:36,638 --> 00:01:40,225
Eigandi hans var dómarinn
í Santa Clara sýslu.
12
00:01:42,060 --> 00:01:43,520
Passaðu þig!
13
00:01:43,562 --> 00:01:46,982
Buck var kóngur í ríki sínu.
14
00:01:48,066 --> 00:01:49,276
Fjandinn, skepna!
15
00:01:49,318 --> 00:01:51,528
Rólegur! Miller dómari á þennan hund.
16
00:01:51,570 --> 00:01:53,572
Berðu dómaranum hamingjuóskir.
17
00:01:53,614 --> 00:01:54,740
Takk, ég skila því.
18
00:01:54,781 --> 00:01:56,241
Komdu, Buck!
-Fréttir frá Klondike!
19
00:01:56,283 --> 00:01:59,203
Gullæðið dregur þúsundir manna
til Dawson City!
20
00:01:59,244 --> 00:02:00,954
Fréttir frá Klondike!
21
00:02:00,996 --> 00:02:02,331
Hérna, stráksi.
22
00:02:04,583 --> 00:02:06,043
Buck, kyrr!
23
00:02:07,211 --> 00:02:09,170
Farðu frá! Frá!
-Buck!
24
00:02:09,213 --> 00:02:11,423
Burt! Hættu!
-Komdu!
25
00:02:11,465 --> 00:02:14,384
Kallaðu á hundinn! Passaðu þig!
-Buck!
26
00:02:15,302 --> 00:02:16,386
Farðu frá!
27
00:02:16,428 --> 00:02:18,764
Komdu strax! Buck!
28
00:02:18,805 --> 00:02:20,724
GOTT VERÐ
GREITT FYRIR HUNDA
29
00:02:22,601 --> 00:02:23,644
Buck.
30
00:02:25,479 --> 00:02:27,564
Mér þykir fyrir þessu.
31
00:02:28,440 --> 00:02:29,900
Hundurinn er hættulegur.
32
00:02:29,942 --> 00:02:31,610
Hann er bara illa upp alinn.
33
00:02:31,652 --> 00:02:33,529
Buck er góður.
34
00:02:33,570 --> 00:02:34,655
Vanalega.
35
00:02:34,696 --> 00:02:36,823
Abigail, eldabuskan vill hitta þig.
36
00:02:36,865 --> 00:02:37,950
Buck.
37
00:02:37,991 --> 00:02:39,201
Vektu stelpurnar.
38
00:03:07,187 --> 00:03:08,397
Takið steikina!
39
00:03:11,900 --> 00:03:13,151
Ég passa mig!
40
00:03:23,287 --> 00:03:25,289
Út!
41
00:03:51,148 --> 00:03:52,107
Nei.
42
00:03:52,149 --> 00:03:53,692
Við ræddum þetta.
43
00:03:54,109 --> 00:03:56,862
Í dag þarftu að haga þér vel.
44
00:03:58,155 --> 00:03:59,156
Buck?
45
00:04:17,841 --> 00:04:18,800
Herra dómari.
46
00:04:18,841 --> 00:04:21,762
Ilmurinn er ljúffengur.
47
00:04:22,679 --> 00:04:23,805
Til hamingju með afmælið.
48
00:04:23,847 --> 00:04:25,224
Allir hingað fyrst.
49
00:04:38,612 --> 00:04:40,781
Svona, Molly. Þú ert falleg.
50
00:04:40,822 --> 00:04:42,491
Ágætt. Tilbúin.
51
00:04:53,126 --> 00:04:54,127
Buck.
52
00:05:25,450 --> 00:05:27,578
Vertu hérna úti
53
00:05:28,704 --> 00:05:31,623
og hugsaðu um það sem þú gerðir.
54
00:05:35,210 --> 00:05:37,129
Nei. Ekki núna, Buck.
55
00:06:01,195 --> 00:06:05,240
Þetta var ekki fyrsta nóttin hans
úti á veröndinni.
56
00:06:13,290 --> 00:06:14,666
Komdu, Buck!
57
00:06:18,837 --> 00:06:23,008
Hann hlýddi ekki
húsbónda sínum eins vel...
58
00:06:23,050 --> 00:06:24,176
Halló, Buck.
59
00:06:24,218 --> 00:06:25,093
Ég er með góðgæti.
60
00:06:25,135 --> 00:06:27,596
...og eigin hvötum.
61
00:06:27,638 --> 00:06:28,680
Komdu.
62
00:06:29,640 --> 00:06:31,183
Náðu í góðgætið.
63
00:06:32,017 --> 00:06:34,228
Góður strákur.
Góður.
64
00:06:34,686 --> 00:06:36,563
Sæktu góðgætið.
65
00:06:40,734 --> 00:06:42,486
Góður strákur!
66
00:06:50,285 --> 00:06:52,538
Hann er kallaður Buck.
67
00:06:52,579 --> 00:06:54,665
Hann selst á góðu verði
þar sem hann fer.
68
00:07:15,185 --> 00:07:19,231
Bíðið! Ég þarf aðstoð
við þessa sendingu.
69
00:07:25,529 --> 00:07:29,157
Hvað í ósköpunum er þetta?
-Hundur.
70
00:07:29,199 --> 00:07:31,660
Hve margir?
-Bara einn.
71
00:08:12,117 --> 00:08:13,744
Hann var lokaður í kassa
72
00:08:16,163 --> 00:08:19,416
og gat ekki étið, drukkið eða sofið.
73
00:08:21,043 --> 00:08:23,670
Buck hafði ekki hugmynd um
hvar hann var,
74
00:08:25,255 --> 00:08:26,924
hvaðan hann kom
75
00:08:27,841 --> 00:08:29,760
eða hvert hann var að fara.
76
00:08:50,781 --> 00:08:51,865
Rólegur.
77
00:08:54,284 --> 00:08:56,578
Það eina sem þú þarft að gera
78
00:08:56,912 --> 00:08:58,664
er að sitja.
79
00:09:13,178 --> 00:09:15,305
Þú ert ekki lengur á suðurlandi.
80
00:09:17,057 --> 00:09:18,225
Svona.
81
00:09:19,726 --> 00:09:20,894
Sjáðu það.
82
00:09:20,936 --> 00:09:22,688
Sjáðu það.
83
00:09:24,064 --> 00:09:26,650
Nú gilda lög þess sterkari.
84
00:09:27,234 --> 00:09:29,653
Lög kylfu
85
00:09:30,445 --> 00:09:32,030
og vígtanna.
86
00:09:33,907 --> 00:09:35,742
Enginn er þeim æðri.
87
00:09:37,953 --> 00:09:39,872
Hvað velurðu, voffi?
88
00:09:48,589 --> 00:09:49,965
Gott.
89
00:09:50,507 --> 00:09:51,717
Gott.
90
00:09:52,551 --> 00:09:54,261
Þú ert fljótur að læra.
91
00:10:09,776 --> 00:10:13,614
Buck átti enga von
gegn manni með barefli.
92
00:10:15,824 --> 00:10:17,618
Hann vissi það.
93
00:10:18,619 --> 00:10:19,912
Hann var beygður.
94
00:10:24,708 --> 00:10:26,960
En hann var ekki brotinn.
95
00:10:48,524 --> 00:10:49,691
Komdu!
96
00:11:15,217 --> 00:11:17,052
Skagway, Alaska.
97
00:11:17,803 --> 00:11:19,721
Leiðin til Yukon-fylkis.
98
00:11:20,514 --> 00:11:22,599
Á hjara veraldar.
99
00:11:23,141 --> 00:11:27,020
Flestir gullleitarmenn fóru hér um.
100
00:11:27,354 --> 00:11:29,231
Afram, áfram.
101
00:11:29,648 --> 00:11:31,066
Svona já.
102
00:11:33,235 --> 00:11:34,778
Gæðið ykkur á kjötkássu!
103
00:11:34,820 --> 00:11:37,239
Buck var fjarri heimili sínu.
104
00:11:38,782 --> 00:11:42,244
Svíkurðu Herrann
fyrir gullgræðgina?
105
00:11:42,286 --> 00:11:44,913
Fástu ekki um þá. Komdu!
Þessa leið.
106
00:11:48,083 --> 00:11:49,084
Áfram með þig.
107
00:11:49,543 --> 00:11:52,004
Svona já. Komdu svo.
108
00:11:59,261 --> 00:12:01,138
Komdu nú!
109
00:12:01,430 --> 00:12:03,182
Þetta er bara snjór.
110
00:12:25,662 --> 00:12:27,581
Komdu, Buck!
111
00:12:28,790 --> 00:12:29,791
Komdu hingað!
112
00:12:32,002 --> 00:12:33,045
Buck!
113
00:12:40,511 --> 00:12:43,263
Jæja. Þá er því lokið.
114
00:12:44,097 --> 00:12:45,140
Fær hún húsið?
115
00:12:46,141 --> 00:12:48,519
Já. Húsið og allt sem í því er.
116
00:12:49,269 --> 00:12:52,356
Það er gott.
Hún verðskuldar það.
117
00:12:52,397 --> 00:12:54,566
Allir um borð!
118
00:12:54,608 --> 00:12:56,777
Það hefur lítið fengist þarna í ár.
119
00:12:56,818 --> 00:12:59,988
Fleiri koma til baka með tóma vasa
en fulla af gulli.
120
00:13:01,281 --> 00:13:02,991
Ég leita ekki að gulli.
121
00:13:31,478 --> 00:13:32,729
Passaðu þig.
122
00:13:42,281 --> 00:13:46,368
Síðasta skip til Dawson!
123
00:13:46,410 --> 00:13:49,496
Síðan eru bara sleðar þar til í vor.
124
00:13:58,005 --> 00:13:59,256
Ég á þetta.
125
00:14:00,340 --> 00:14:01,341
Takk.
126
00:14:01,800 --> 00:14:02,801
Buck!
127
00:14:03,051 --> 00:14:04,219
Náði þér.
128
00:14:04,511 --> 00:14:05,846
Heitir hann Buck?
129
00:14:06,638 --> 00:14:07,764
Komdu nú.
130
00:14:07,806 --> 00:14:08,765
Takk, Buck.
131
00:14:08,807 --> 00:14:10,392
Þú ert snöggur.
132
00:14:19,526 --> 00:14:22,738
Góðan daginn.
-Perrault. Langt síðan við höfum sést.
133
00:14:22,779 --> 00:14:23,739
Gaman að sjá þig.
134
00:14:23,780 --> 00:14:26,325
Hvernig hefurðu haft það?
-Gott.
135
00:14:26,366 --> 00:14:29,411
Hafa símskeytin ekki ennþá
útrýmt póstþjónustunni.
136
00:14:29,453 --> 00:14:30,537
Ekki ennþá.
137
00:14:30,579 --> 00:14:32,289
Mig vantar tvo hunda.
138
00:15:02,486 --> 00:15:03,987
Viltu fara?
139
00:15:04,029 --> 00:15:05,364
Ekki bíða eftir mér!
140
00:15:29,429 --> 00:15:31,807
Hvað hefurðu nú gert af þér?
141
00:15:34,893 --> 00:15:36,228
Þetta er Buck.
142
00:15:37,938 --> 00:15:40,440
Við þurftum tvo.
143
00:15:41,733 --> 00:15:43,569
Hvað? Hann er stór.
144
00:15:43,610 --> 00:15:44,736
Of stór.
145
00:15:44,778 --> 00:15:46,363
Hann hefur það ekki af.
-Víst.
146
00:15:46,405 --> 00:15:47,698
Af hverju segirðu það?
147
00:15:48,699 --> 00:15:50,576
Nú skaltu hitta teymið.
148
00:15:50,617 --> 00:15:54,371
Buck, þetta er Spitz.
Hann er foringinn.
149
00:15:55,289 --> 00:15:56,790
Ekki angra hann.
150
00:15:58,959 --> 00:16:00,169
Þetta er Dolly.
151
00:16:00,752 --> 00:16:01,795
Pike.
152
00:16:02,212 --> 00:16:03,463
Jo.
153
00:16:03,505 --> 00:16:04,506
Billie.
154
00:16:05,215 --> 00:16:06,049
Dub.
155
00:16:06,925 --> 00:16:07,926
Dave.
156
00:16:08,635 --> 00:16:10,262
Og Sol-leks.
157
00:16:10,304 --> 00:16:11,930
Þú verður hér.
158
00:16:16,018 --> 00:16:17,561
Velkominn í hópinn.
159
00:16:19,313 --> 00:16:22,232
Við förum nýja leið
svo takið nú eftir.
160
00:16:23,483 --> 00:16:25,694
Þú líka, Dave.
Við erum hér.
161
00:16:26,069 --> 00:16:31,074
Við flytjum póstinn 800 kílómetra
alla leið hingað.
162
00:16:31,491 --> 00:16:32,701
Dawson.
163
00:16:32,743 --> 00:16:34,203
Þeir skilja þig ekki.
164
00:16:34,453 --> 00:16:38,123
Buck, gerðu bara eins og Spitz.
165
00:16:38,165 --> 00:16:39,917
Hann fer fremstur, þú eltir.
166
00:16:53,931 --> 00:16:55,015
Teymi tilbúið?
167
00:16:56,141 --> 00:16:58,769
Munið, við flytjum ekki bara póst,
168
00:16:58,810 --> 00:17:00,687
við flytjum fólk!
169
00:17:00,729 --> 00:17:02,272
Af stað!
170
00:17:06,484 --> 00:17:07,944
Komdu, rakki!
171
00:17:33,762 --> 00:17:35,430
Spitz! Hægri!
172
00:17:58,078 --> 00:17:59,454
Sérðu, Buck?
173
00:17:59,496 --> 00:18:00,998
Örlög okkar eru samtvinnuð.
174
00:18:01,039 --> 00:18:03,417
Þetta eru hundar!
Þeir skilja þig ekki.
175
00:18:03,458 --> 00:18:06,044
Jú, hann skilur það.
Ó, já.
176
00:18:06,086 --> 00:18:09,006
Buck, við erum öll bundin saman.
177
00:18:09,631 --> 00:18:11,258
Við föllum öll saman
178
00:18:11,633 --> 00:18:13,635
en við stöndum upp sem einn.
179
00:18:15,721 --> 00:18:17,764
Komdu. Reynum aftur.
180
00:18:18,891 --> 00:18:20,017
Rólega.
181
00:18:21,059 --> 00:18:22,269
Svona já, Spitz.
182
00:18:29,568 --> 00:18:31,111
Hundurinn þinn er veikur.
183
00:18:31,153 --> 00:18:33,947
Nei. Hann er bara með Kaliforníu-fætur.
184
00:18:53,425 --> 00:18:57,137
Hér úti undir berum himni
185
00:18:58,555 --> 00:19:02,184
fann Buck fyrir kulda
sem hann hafði ekki kynnst.
186
00:19:19,326 --> 00:19:20,536
Út!
187
00:19:21,828 --> 00:19:23,997
Hundar sofa úti.
188
00:19:32,714 --> 00:19:35,133
Hann hafði alist upp með mönnum
189
00:19:35,676 --> 00:19:39,137
og lært að hlusta á raddir þeirra.
190
00:19:44,476 --> 00:19:49,731
Í kvöld færi hann að heyra
sína eigin rödd.
191
00:20:35,110 --> 00:20:36,278
Komdu, Buck!
192
00:20:36,320 --> 00:20:38,030
Við þurfum að leggja af stað.
193
00:20:56,840 --> 00:20:57,841
Fram úr!
194
00:20:58,842 --> 00:20:59,676
Póstur!
195
00:21:02,054 --> 00:21:03,138
Takk, Perrault.
196
00:21:06,016 --> 00:21:08,310
Póstur!
-Takk!
197
00:21:55,357 --> 00:21:56,525
Þetta er betra!
198
00:21:59,945 --> 00:22:02,072
Þú ert svo þungur.
199
00:22:37,107 --> 00:22:38,817
Spitz! Hægri!
200
00:22:39,735 --> 00:22:42,196
Svona á að beygja!
201
00:22:43,071 --> 00:22:44,781
Sko? Hann er fljótur að læra.
202
00:22:53,207 --> 00:22:55,667
Vinnan sem sleðahundur
203
00:22:55,709 --> 00:22:59,087
færði Buck gleði og sjálfstraust.
204
00:22:59,796 --> 00:23:03,759
Nú tilheyrði hann hópi.
205
00:23:07,930 --> 00:23:09,640
Svona já!
206
00:23:12,100 --> 00:23:14,686
Nú ertu reglulegur sleðahundur, Buck!
207
00:23:36,917 --> 00:23:37,918
Bíddu.
208
00:23:39,002 --> 00:23:40,504
Buck, kyrr!
209
00:23:49,847 --> 00:23:51,515
Nei! Françoise!
210
00:23:55,769 --> 00:23:56,812
Françoise!
211
00:24:11,493 --> 00:24:12,661
Françoise!
212
00:24:42,691 --> 00:24:43,525
Françoise!
213
00:24:49,656 --> 00:24:50,657
Ertu ómeidd?
214
00:24:51,742 --> 00:24:52,743
Buck!
215
00:24:55,579 --> 00:24:57,581
Buck!
-Bjargaðu honum!
216
00:24:58,540 --> 00:24:59,541
Buck!
217
00:25:08,926 --> 00:25:10,219
Buck!
218
00:25:24,483 --> 00:25:25,484
Buck!
219
00:25:27,528 --> 00:25:28,779
Buck.
220
00:25:34,826 --> 00:25:35,661
Buck.
221
00:26:07,067 --> 00:26:09,319
Grætur út af hundi.
222
00:26:11,738 --> 00:26:12,823
Nei.
223
00:26:12,865 --> 00:26:15,742
Nei. Ég var ekki að gráta.
224
00:26:18,287 --> 00:26:19,288
Víst varstu að gráta.
225
00:26:22,374 --> 00:26:23,375
Nei.
226
00:26:24,710 --> 00:26:25,919
Ég grét ekki.
227
00:26:31,383 --> 00:26:34,344
Öll árin sem póstmaður
228
00:26:34,386 --> 00:26:37,014
hefur Perrault aldrei náð tímanlega.
229
00:26:37,055 --> 00:26:38,599
Ekki eitt einasta sinn.
230
00:26:40,184 --> 00:26:43,478
En hann keyrir alla daga
eins og það takist.
231
00:26:44,354 --> 00:26:46,064
Hann trúir því.
232
00:26:46,857 --> 00:26:51,904
En ég hef aldrei séð hann trúa
jafn mikið á neitt eins og þig.
233
00:27:04,166 --> 00:27:06,043
Nú trúi ég líka á þig.
234
00:28:27,040 --> 00:28:31,753
Hópur hefur bara einn foringja.
235
00:28:33,005 --> 00:28:36,383
Spitz hafði fengið nóg.
236
00:32:20,107 --> 00:32:21,942
Spitz!
237
00:32:24,403 --> 00:32:26,780
Spitz!
238
00:32:29,157 --> 00:32:31,410
Spitz!
239
00:32:33,120 --> 00:32:34,913
Þetta er ólíkt honum.
240
00:32:35,372 --> 00:32:38,458
Ég hef leitað í allan morgun.
Ég finn hann ekki.
241
00:32:39,877 --> 00:32:41,545
Það er eins og hann sé horfinn.
242
00:32:44,256 --> 00:32:45,299
Spitz!
243
00:32:46,633 --> 00:32:48,886
Við verðum að fara án hans.
244
00:32:49,303 --> 00:32:50,679
Við getum ekki misst heilan dag.
245
00:32:51,847 --> 00:32:53,515
Sol-leks!
246
00:32:54,224 --> 00:32:56,810
Buck? Á þinn stað.
247
00:32:58,854 --> 00:33:01,565
Sol-leks hefur fimm árum
meiri reynslu en þú.
248
00:33:01,607 --> 00:33:02,858
Farðu á þinn stað.
249
00:33:07,196 --> 00:33:08,197
Buck.
250
00:33:09,364 --> 00:33:12,951
Þótt þú sért sterkur
ertu ekki tilbúinn til forystu.
251
00:33:18,790 --> 00:33:20,667
Hann ætlar ekki að færa sig.
252
00:33:21,043 --> 00:33:22,503
Hann færir sig.
253
00:33:23,212 --> 00:33:26,673
Buck. Færðu þig.
254
00:33:34,848 --> 00:33:36,558
Sol-leks, komdu.
255
00:33:40,938 --> 00:33:41,939
Hérna.
256
00:33:47,444 --> 00:33:48,946
Komdu hingað.
257
00:33:51,823 --> 00:33:53,367
Hvað hefur hlaupið í hundinn?
258
00:33:53,408 --> 00:33:56,119
Þeir vita eitthvað sem þú veist ekki.
259
00:33:56,161 --> 00:33:57,829
Það er ekkert sem ég veit ekki.
260
00:33:57,871 --> 00:33:59,498
Hvert fór hann?
261
00:33:59,540 --> 00:34:01,416
Við vinnum ekki upp þennan tíma.
262
00:34:01,458 --> 00:34:02,793
Skrifstofan lokar.
263
00:34:02,835 --> 00:34:03,836
Nei!
264
00:34:04,253 --> 00:34:06,713
Nei, nei!
265
00:34:06,755 --> 00:34:08,297
Við náum tímanlega.
266
00:34:08,340 --> 00:34:09,716
Bara einu sinni.
267
00:34:24,022 --> 00:34:24,857
Þá það.
268
00:34:30,654 --> 00:34:31,487
Taktu þetta.
269
00:35:10,819 --> 00:35:12,362
Það er ekki svo slæmt.
270
00:35:13,280 --> 00:35:15,616
Ég missti forystuhundinn.
271
00:35:16,783 --> 00:35:18,619
Okkur seinkar um tvo daga
ef heppnin er með.
272
00:35:19,077 --> 00:35:20,621
Og við erum aldrei heppin.
273
00:35:36,178 --> 00:35:37,638
Þú ættir...
274
00:35:38,680 --> 00:35:40,724
að halda þér.
-Já, já.
275
00:35:41,475 --> 00:35:42,643
Jæja, Buck.
276
00:35:43,852 --> 00:35:45,229
Af stað!
277
00:35:58,617 --> 00:36:00,035
Áfram, Buck!
278
00:36:00,077 --> 00:36:01,078
Áfram!
279
00:36:18,220 --> 00:36:21,098
Já, Buck! Áfram!
280
00:36:36,071 --> 00:36:37,114
Til vinstri!
281
00:36:37,865 --> 00:36:38,866
Vinstri!
282
00:36:39,575 --> 00:36:40,784
Til vinstri!
283
00:36:41,451 --> 00:36:43,579
Beygja til vinstri!
284
00:36:55,507 --> 00:36:57,259
Nei!
285
00:36:58,135 --> 00:36:59,970
Nei, nei!
286
00:37:01,263 --> 00:37:02,598
Ertu brjálaður?
287
00:37:19,198 --> 00:37:22,117
Nei!
288
00:37:34,421 --> 00:37:36,590
Áfram, áfram!
289
00:37:45,224 --> 00:37:46,225
Hraðar, Buck!
290
00:37:46,892 --> 00:37:48,227
Ekki stansa!
291
00:37:49,895 --> 00:37:51,855
PÓSTHÚS
292
00:37:54,816 --> 00:37:56,193
Perrault?
293
00:38:00,948 --> 00:38:02,658
Það var lagið!
294
00:38:02,699 --> 00:38:04,034
Ekki hægja á núna, Buck!
295
00:38:04,576 --> 00:38:08,205
Já, það var lagið!
296
00:38:12,751 --> 00:38:14,378
Farið frá!
297
00:38:14,419 --> 00:38:16,421
Frá! Fljót!
298
00:38:30,727 --> 00:38:31,937
Sástu þetta?
299
00:38:35,607 --> 00:38:37,025
Okkur tókst það!
300
00:38:38,735 --> 00:38:39,903
Það tókst!
301
00:38:42,406 --> 00:38:43,532
Tupper.
302
00:38:43,574 --> 00:38:45,117
Hér er bréf til Kellys.
303
00:38:45,158 --> 00:38:46,743
McCarthy hér.
-Nokkuð til Elizabeth Snow?
304
00:38:47,953 --> 00:38:49,329
Laverne?
305
00:38:49,371 --> 00:38:50,747
Shaw.
-Ég fékk þrjú!
306
00:38:51,748 --> 00:38:53,083
Laverne!
307
00:38:53,125 --> 00:38:55,794
Doyle? Kennedy?
-Já! Það er ég!
308
00:38:56,044 --> 00:38:56,962
Takk!
309
00:38:58,505 --> 00:38:59,506
Lynch?
310
00:39:03,051 --> 00:39:04,178
Sérðu, Buck?
311
00:39:04,928 --> 00:39:06,513
Við flytjum ekki póst.
312
00:39:07,681 --> 00:39:09,099
Við flytjum fólk.
313
00:39:10,058 --> 00:39:13,687
Við flytjum von.
Við flytjum kærleika.
314
00:39:15,355 --> 00:39:18,734
Við förum í fyrramálið.
Hvílum okkur nú.
315
00:39:20,569 --> 00:39:23,155
O'Neil? Walsh?
316
00:39:25,782 --> 00:39:27,117
Gallagher?
317
00:39:46,428 --> 00:39:48,263
Elsku Sarah.
318
00:39:48,639 --> 00:39:52,434
Sálin virðist hafa yfirgefið mig.
319
00:39:53,685 --> 00:39:58,565
Hver dagur hefst með minningu
um okkar kæra son.
320
00:40:01,026 --> 00:40:06,240
Afmæli Tims nálgast og minnir
á allt sem hefur glatast.
321
00:40:08,992 --> 00:40:10,786
Hlýju heimilis okkar,
322
00:40:13,080 --> 00:40:15,499
ævintýrin sem son okkar
dreymdi um.
323
00:40:18,502 --> 00:40:22,673
Ég vildi að ég hefði fundið orð
til að tjá tilfinningar mínar
324
00:40:24,007 --> 00:40:28,929
áður en þögnin varð óbærileg.
325
00:40:30,722 --> 00:40:32,266
Og ég fór.
326
00:40:39,314 --> 00:40:41,775
Ég leita að stað
327
00:40:43,944 --> 00:40:47,698
þar sem ég gæti fundið frið.
328
00:40:53,036 --> 00:40:55,789
Þótt ég óttist að ég finni hann aldrei.
329
00:41:03,005 --> 00:41:05,549
Því ég veit að eins og mér líður
330
00:41:06,508 --> 00:41:12,055
er kannski enginn staður fyrir mig
í þessum heimi.
331
00:41:48,675 --> 00:41:50,969
Ekki fara!
-Af stað!
332
00:42:00,479 --> 00:42:01,897
Nei, nei!
333
00:42:04,983 --> 00:42:06,652
Buck! Hvað?
334
00:42:08,862 --> 00:42:10,864
Hefurðu tíma fyrir eitt bréf enn?
335
00:42:11,406 --> 00:42:12,533
Þú kemur of seint.
336
00:42:12,908 --> 00:42:15,369
Það er afmæli sonar míns.
337
00:42:15,786 --> 00:42:17,704
Ég þarf að senda konu minni þetta.
338
00:42:17,746 --> 00:42:19,414
Við erum búin að taka póstinn.
339
00:42:20,499 --> 00:42:23,168
Ég var lengi að finna orðin.
340
00:42:34,012 --> 00:42:36,223
Ef þú lærir að lesa
verður Perrault óþarfur.
341
00:42:39,059 --> 00:42:40,394
Heppinn varstu.
342
00:42:40,727 --> 00:42:41,770
Buck stjórnar.
343
00:42:42,813 --> 00:42:44,356
Nokkrir fleiri?
344
00:42:45,190 --> 00:42:46,984
Halló, Buck.
345
00:42:47,609 --> 00:42:49,570
Ég man eftir þér.
346
00:42:51,154 --> 00:42:51,989
Takk.
347
00:42:52,990 --> 00:42:54,741
Takk fyrir að stansa.
-Nú förum við!
348
00:42:55,158 --> 00:42:56,159
Tilbúinn, Buck?
349
00:42:57,160 --> 00:42:59,204
Af stað!
350
00:43:04,168 --> 00:43:05,294
Í röð.
351
00:43:08,297 --> 00:43:09,631
Gott, Buck!
352
00:43:10,924 --> 00:43:12,426
Svona já!
353
00:43:17,431 --> 00:43:19,266
Beint áfram!
354
00:43:35,949 --> 00:43:38,076
3900 kílómetrar á 80 dögum?
355
00:43:40,037 --> 00:43:42,080
Buck sefur fram á haust.
356
00:43:44,333 --> 00:43:46,877
Perrault! Bréf til þín.
Frá hinu opinbera.
357
00:43:52,799 --> 00:43:54,676
Hvað er að frétta að sunnan?
358
00:44:01,892 --> 00:44:03,310
Perrault?
359
00:44:08,899 --> 00:44:11,318
Póstleið hætt
360
00:44:11,360 --> 00:44:13,529
Seldu hundana
Snúðu aftur til Quebec
361
00:44:21,745 --> 00:44:23,497
Það er allt í lagi.
362
00:44:23,539 --> 00:44:25,082
Allt í lagi.
363
00:44:25,415 --> 00:44:26,959
Þið gerðuð ekkert af ykkur.
364
00:44:28,043 --> 00:44:29,920
Þið stóðuð ykkur öll vel.
365
00:44:33,465 --> 00:44:35,008
Mér þykir það leitt.
366
00:44:37,469 --> 00:44:39,972
Þeir þurfa mig ekki lengur.
367
00:44:41,265 --> 00:44:43,642
Í sumar ná símskeyti hingað.
368
00:44:44,601 --> 00:44:46,937
Ný leið fyrir póstsendingar.
369
00:44:49,147 --> 00:44:50,858
Nú er þetta þitt teymi.
370
00:44:52,442 --> 00:44:55,529
Þú átt enn mikla ferð fyrir höndum.
371
00:45:34,443 --> 00:45:37,946
Það höfðu orðið straumhvörf
í lífi hans á ný.
372
00:45:39,072 --> 00:45:41,533
Buck hafði misst annan húsbónda.
373
00:45:43,535 --> 00:45:47,080
Nú yrði hann sjálfur að taka forystuna.
374
00:45:48,415 --> 00:45:52,002
Þar til nýr húsbóndi birtist.
375
00:46:19,404 --> 00:46:22,282
Lofaði ég því ekki?
Og hér erum við.
376
00:46:22,783 --> 00:46:24,409
Þú lofaðir mér gulli.
377
00:46:24,451 --> 00:46:27,079
Hvar er það?
Í hundunum?
378
00:46:30,707 --> 00:46:35,003
Hlaðið sleðann.
Nú krefjumst við réttar okkar.
379
00:46:36,713 --> 00:46:37,506
Förum nú.
380
00:46:38,090 --> 00:46:39,424
Og...
381
00:46:41,093 --> 00:46:41,927
af stað!
382
00:46:46,265 --> 00:46:47,307
Af stað!
383
00:46:50,102 --> 00:46:51,228
Eru þeir bilaðir?
384
00:46:51,270 --> 00:46:53,647
Nei, bara latir.
385
00:46:53,689 --> 00:46:56,066
Buck?
-Af stað!
386
00:46:57,234 --> 00:46:59,278
Charles, sannfærðu skepnuna.
387
00:46:59,653 --> 00:47:00,946
Ekki kylfuna.
388
00:47:02,489 --> 00:47:05,117
Charles!
Slepptu þessu eða ég...
389
00:47:05,158 --> 00:47:06,451
Ég fer ekki fet!
390
00:47:07,035 --> 00:47:07,870
Charles!
391
00:47:12,958 --> 00:47:14,042
Manstu eftir mér?
392
00:47:18,213 --> 00:47:19,923
Já, ég veit.
393
00:47:25,762 --> 00:47:27,306
Sleðameiðarnir eru freðnir.
394
00:47:27,681 --> 00:47:32,019
Það hjálpar hundunum að losa
stýrisstöngina og berja frostið af þeim.
395
00:47:32,060 --> 00:47:33,562
Stýrisstöng?
396
00:47:37,524 --> 00:47:38,859
Hvað er hann að gera?
397
00:47:42,905 --> 00:47:44,239
Passaðu plötuspilarann!
398
00:47:46,241 --> 00:47:50,370
Hvert ætlarðu, herra minn?
-Það kemur þér ekkert við.
399
00:47:50,662 --> 00:47:52,706
Keyptirðu þetta kort nokkuð í Skagway?
400
00:47:53,207 --> 00:47:54,917
Nei.
-Sú gamla tröllasaga.
401
00:47:55,584 --> 00:47:57,044
Týndur kofi.
402
00:47:58,212 --> 00:47:59,463
Fljót með gulli?
403
00:48:00,255 --> 00:48:03,800
Það er komið of langt fram á vor.
Hálf leiðin liggur yfir fljótið.
404
00:48:03,842 --> 00:48:05,802
Þá er hálf leiðin greiðfær.
405
00:48:05,844 --> 00:48:10,807
Það þýðir að ísinn brestur
undan ferðafélögunum og hundunum.
406
00:48:10,849 --> 00:48:13,018
Viltu ekki bíða þar til þiðnar?
407
00:48:13,060 --> 00:48:15,938
Forða hundunum og félögunum
frá þjáningum.
408
00:48:15,979 --> 00:48:17,689
Svo einhver gullgrafari
nái gullinu?
409
00:48:17,731 --> 00:48:20,526
Ég er ekki gullgrafari.
-Nei, takk.
410
00:48:20,567 --> 00:48:22,611
Ég keypti þetta teymi dýru verði.
411
00:48:22,653 --> 00:48:23,654
Þeir draga sleðann.
412
00:48:24,404 --> 00:48:26,323
Þetta eru góðir hundar.
413
00:48:26,365 --> 00:48:27,908
Þeir draga sleðann.
414
00:48:28,742 --> 00:48:30,994
Þeir draga hann þar til þeir deyja.
415
00:48:36,124 --> 00:48:37,125
Takk fyrir.
416
00:48:38,585 --> 00:48:39,920
Förum.
417
00:48:44,925 --> 00:48:46,260
Förum nú.
418
00:48:46,301 --> 00:48:49,263
Og af stað!
419
00:49:07,281 --> 00:49:09,074
Húðlötu rakkar!
420
00:49:09,116 --> 00:49:11,285
Mér líst ekki á þessa hunda.
421
00:49:11,326 --> 00:49:14,371
Kannski áttirðu að kaupa annað teymi.
-Kannski ætti að fóðra þá.
422
00:49:14,413 --> 00:49:16,498
Við áttum að halda okkur á slóðanum.
423
00:49:16,540 --> 00:49:17,624
Af stað!
424
00:49:21,795 --> 00:49:22,880
Stöðvaðu sleðann!
425
00:49:33,974 --> 00:49:36,310
Þeir þurfa kannski smá hvatningu.
426
00:49:39,730 --> 00:49:41,231
Af stað!
427
00:49:42,983 --> 00:49:44,359
Af stað!
428
00:49:44,401 --> 00:49:48,989
Í fyrsta sinn vissi Buck betur
en húsbóndi hans.
429
00:49:49,615 --> 00:49:51,033
Af stað!
430
00:49:51,867 --> 00:49:56,205
En svipan veitti honum engin grið.
431
00:50:30,697 --> 00:50:32,115
Tíkarson...
432
00:50:39,081 --> 00:50:41,917
Jæja þá, við förum yfir.
433
00:50:42,626 --> 00:50:43,627
Áfram!
434
00:50:47,256 --> 00:50:50,384
Ég segi, áfram.
435
00:50:50,425 --> 00:50:51,718
Hann getur það ekki.
436
00:50:52,469 --> 00:50:53,470
Áfram.
437
00:50:57,683 --> 00:50:58,475
Vogaðu þér það ekki!
438
00:50:59,810 --> 00:51:00,978
Heyrðu!
439
00:51:04,314 --> 00:51:08,527
Svellið brotnar þá og þegar!
Bjáninn þinn!
440
00:51:08,569 --> 00:51:11,905
Hundurinn hjálpar þér
að halda lífi. -Hal!
441
00:51:14,116 --> 00:51:15,784
Því viltu endilega stöðva okkur?
442
00:51:16,618 --> 00:51:18,871
Þú veist hvar gullið finnst,
er það ekki?
443
00:51:24,418 --> 00:51:27,546
Burt með þínar skítugu krumlur
af hundunum mínum.
444
00:51:27,963 --> 00:51:29,006
Hal.
445
00:51:34,553 --> 00:51:35,971
Hann varaði okkur við ísnum.
446
00:51:36,263 --> 00:51:38,807
Ertu viss, Hal?
En að skilja hundana eftir?
447
00:51:38,849 --> 00:51:40,851
Ég veit hvað ég er að gera.
448
00:51:40,893 --> 00:51:53,655
Af stað!
449
00:52:01,413 --> 00:52:03,332
Ekki gera þetta.
450
00:52:03,373 --> 00:52:04,291
Ekki gera þeim það.
451
00:52:13,383 --> 00:52:14,593
Af stað!
452
00:53:08,647 --> 00:53:10,858
Hvað á ég að gera við þig?
453
00:54:10,834 --> 00:54:12,461
Þeir eru ekki hér.
454
00:54:15,339 --> 00:54:17,299
Þeir eru farnir.
455
00:54:21,011 --> 00:54:23,388
Þú svafst í tvo daga
456
00:54:24,014 --> 00:54:25,432
í rúminu mínu.
457
00:54:36,527 --> 00:54:38,153
Ég kem aftur.
458
00:54:49,581 --> 00:54:51,500
Vertu kyrr. Farðu.
459
00:54:55,379 --> 00:54:57,089
Gerðu það sem þú vilt.
460
00:55:25,909 --> 00:55:27,286
Viskí.
461
00:55:54,438 --> 00:55:55,981
Ég tek flöskuna.
462
00:56:02,905 --> 00:56:04,573
Þeir eru farnir!
463
00:56:05,741 --> 00:56:07,034
Hundarnir mínir struku.
464
00:56:07,910 --> 00:56:09,244
Auðæfin töpuð.
465
00:56:09,912 --> 00:56:11,830
Þú kallaðir það tröllasögu.
466
00:56:13,999 --> 00:56:15,667
Þú vildir ekki að ég fyndi gullið.
467
00:56:27,262 --> 00:56:28,305
Rólegur, Buck.
468
00:56:29,806 --> 00:56:31,266
Buck.
469
00:56:31,308 --> 00:56:33,227
Rólegur.
-Þið sáuð þetta.
470
00:56:33,268 --> 00:56:36,396
Ég talaði við manninn
og hundurinn vildi bíta mig á háls.
471
00:56:37,272 --> 00:56:38,148
Líklega hundaæði.
472
00:56:41,068 --> 00:56:42,611
Láttu hundinn vera!
473
00:56:42,653 --> 00:56:43,820
Buck, kyrr!
474
00:56:44,112 --> 00:56:45,614
Sjáið þið bara?
475
00:56:46,406 --> 00:56:48,492
Það ætti að farga honum hér og nú.
476
00:56:48,534 --> 00:56:50,410
Þú snertir hann ekki!
477
00:56:50,452 --> 00:56:52,621
Enginn fargar neinni skepnu.
478
00:56:54,665 --> 00:56:56,708
Ekki fyrr en við heyrum tilefnið.
479
00:56:56,750 --> 00:56:58,001
Maðurinn gaf mér á hann.
480
00:57:01,630 --> 00:57:03,048
Buck, rólegur.
481
00:57:04,967 --> 00:57:07,219
Hvað berðu í beltinu, vinur?
482
00:57:21,066 --> 00:57:24,486
Engar byssur hér!
483
00:57:32,995 --> 00:57:35,163
Allt í lagi, John Thornton?
484
00:57:36,164 --> 00:57:37,541
Já.
485
00:57:38,458 --> 00:57:40,043
Það er ekkert að mér.
486
00:57:58,770 --> 00:57:59,771
Hvað?
487
00:58:00,981 --> 00:58:03,025
Á hvað ertu að horfa?
488
00:58:18,165 --> 00:58:19,499
Viltu segja eitthvað?
489
00:58:31,345 --> 00:58:32,346
Buck!
490
00:58:34,348 --> 00:58:36,350
Þetta er ekki fallega gert.
491
00:58:36,391 --> 00:58:37,559
Af hverju gerðirðu þetta?
492
00:58:38,018 --> 00:58:39,645
Buck!
493
00:58:39,686 --> 00:58:40,896
Buck, hvað...?
494
00:58:41,855 --> 00:58:44,274
Buck. Skilaðu þessu.
495
00:58:47,027 --> 00:58:48,153
Hvað ætlarðu nú að gera?
496
00:58:58,622 --> 00:59:00,707
Hvað ertu að gera?
497
00:59:00,749 --> 00:59:02,209
Skilaðu þessu.
498
00:59:02,251 --> 00:59:04,002
Ekki gera þetta.
499
00:59:04,044 --> 00:59:05,420
Ég á þetta.
500
00:59:05,921 --> 00:59:07,798
Ég þarf það.
501
00:59:07,840 --> 00:59:09,341
Ekki gera mér þetta.
502
00:59:09,383 --> 00:59:10,759
Hvað gerðirðu?
Hvar er það?
503
00:59:11,093 --> 00:59:12,845
Viltu bara...
504
00:59:13,220 --> 00:59:15,180
Farðu.
505
00:59:15,222 --> 00:59:16,723
Farðu af því.
506
00:59:19,101 --> 00:59:20,227
Buck.
507
00:59:29,570 --> 00:59:31,029
Fjandi ertu stór.
508
00:59:39,705 --> 00:59:41,874
Hann átti afmæli í dag.
509
00:59:51,216 --> 00:59:52,593
Sonur minn.
510
00:59:57,181 --> 00:59:59,725
Eftir dauða hans
áttum við mamma hans
511
01:00:01,602 --> 01:00:03,395
ekki lengur samleið.
512
01:00:04,188 --> 01:00:06,648
Hún vildi ekki umgangast mig
513
01:00:08,775 --> 01:00:11,445
og ég vildi ekki umgangast neinn.
514
01:00:16,658 --> 01:00:18,744
Svo ég kom hingað.
515
01:00:23,665 --> 01:00:25,542
Og ég hitti þig.
516
01:00:35,385 --> 01:00:36,678
Andskotinn.
517
01:00:36,720 --> 01:00:38,555
Það er hér einhvers staðar.
518
01:00:40,682 --> 01:00:42,518
Gott, þú ert vaknaður.
519
01:00:43,852 --> 01:00:45,020
Ég setti það...
520
01:00:47,022 --> 01:00:48,148
Hérna er það.
521
01:00:49,525 --> 01:00:51,235
Svolítið sem ég vil sýna þér.
522
01:00:54,112 --> 01:00:54,947
Komdu hingað.
523
01:00:56,073 --> 01:00:58,325
Þetta er kort af Yukon.
524
01:00:58,367 --> 01:01:03,539
Sonur minn var alltaf
að lesa ævintýrasögur
525
01:01:04,623 --> 01:01:07,876
og var svo spenntur
fyrir fréttum frá Yukon.
526
01:01:07,918 --> 01:01:10,504
Honum stóð á sama um gullið.
Það voru fjöllin.
527
01:01:11,088 --> 01:01:14,633
Hann var sífellt að skoða kort
og myndir af fjöllunum.
528
01:01:14,675 --> 01:01:17,469
Dreymdi um það sem var handan þeirra.
529
01:01:17,970 --> 01:01:19,888
Staði sem enginn þekkti.
530
01:01:21,306 --> 01:01:22,599
Óbyggðir.
531
01:01:24,560 --> 01:01:26,103
"Förum þá," sagði ég.
532
01:01:26,728 --> 01:01:28,605
Hann sagði, "já, pabbi".
533
01:01:28,647 --> 01:01:33,443
Við lögðum af stað
en svo tók hann blýant
534
01:01:33,485 --> 01:01:36,613
og teiknaði strik út af kortinu
535
01:01:37,030 --> 01:01:39,825
og hann sagði, "förum þangað!
536
01:01:39,867 --> 01:01:42,911
Út fyrir kortið.
Þangað sem enginn hefur komið."
537
01:01:46,373 --> 01:01:48,959
Sú ferð hefði glatt hann.
538
01:01:49,001 --> 01:01:50,752
Sannarlegt ævintýri.
539
01:01:55,424 --> 01:01:57,134
Við gætum farið.
540
01:01:59,553 --> 01:02:00,762
Þú og ég.
541
01:02:02,931 --> 01:02:04,683
Séð hvað þar er að finna.
542
01:02:05,601 --> 01:02:07,144
Hvað finnst þér?
543
01:02:07,186 --> 01:02:10,522
Þetta er kanó.
Við ætlum að sigla.
544
01:02:15,611 --> 01:02:18,822
Kyrr. Sittu.
545
01:02:19,531 --> 01:02:21,867
Gott. Duglegur.
546
01:02:47,476 --> 01:02:49,019
Hvað ertu að gera?
547
01:02:50,729 --> 01:02:51,897
Betla?
548
01:02:57,819 --> 01:02:59,363
Þú ert ekki gæludýrið mitt.
549
01:03:10,249 --> 01:03:11,583
Ertu að koma?
550
01:03:12,876 --> 01:03:14,419
Komdu.
551
01:03:36,149 --> 01:03:39,403
Svona, Buck. Syngdu nú.
552
01:03:42,114 --> 01:03:43,532
Kannski ekki.
553
01:04:31,205 --> 01:04:33,290
Það gleður mig að þú skemmtir þér.
554
01:04:49,139 --> 01:04:50,807
Þetta finnst þér gaman.
555
01:05:03,695 --> 01:05:05,697
Ætli við göngum ekki héðan.
556
01:06:00,127 --> 01:06:02,546
Forfeður þínir reikuðu
um þessar slóðir.
557
01:06:03,172 --> 01:06:04,464
Og líka mínir.
558
01:06:05,382 --> 01:06:07,467
Þegar við vorum villimenn.
559
01:06:15,559 --> 01:06:17,644
Við komum og förum.
560
01:06:20,105 --> 01:06:21,899
Þetta er alltaf hér.
561
01:06:34,786 --> 01:06:35,871
Hvað?
562
01:06:35,913 --> 01:06:37,956
Ég veit ekki hvert.
Þú segir til.
563
01:06:37,998 --> 01:06:39,875
Áfram. Þú hefur forystuna.
564
01:06:52,471 --> 01:06:53,472
Buck?
565
01:07:08,320 --> 01:07:10,280
Sjá hvað þú fannst.
566
01:07:28,423 --> 01:07:29,925
Sjáðu þetta.
567
01:07:31,009 --> 01:07:34,012
Við höfum varla farið út af öllum kortum.
568
01:07:43,897 --> 01:07:45,941
Gullgrafari, býst ég við.
569
01:07:46,650 --> 01:07:47,943
Rusl.
570
01:07:48,610 --> 01:07:49,903
Rusl.
571
01:07:50,779 --> 01:07:52,072
Rusl.
572
01:08:01,039 --> 01:08:02,833
Fjársjóður.
573
01:08:11,091 --> 01:08:13,969
Ég á þetta. Allt í lagi?
574
01:08:14,553 --> 01:08:16,054
Láttu það vera.
Ég á það.
575
01:08:39,368 --> 01:08:40,703
Góður dagur.
576
01:09:00,807 --> 01:09:02,643
Þetta eru forfeður þínir.
577
01:09:04,645 --> 01:09:06,063
Úlfar.
578
01:10:09,084 --> 01:10:10,335
Þetta er gott, Buck,
579
01:10:11,253 --> 01:10:13,547
en meira svona.
580
01:10:22,014 --> 01:10:23,974
Fjandans tröllasagan er sönn.
581
01:10:31,982 --> 01:10:33,859
Þetta líkar mér.
582
01:10:35,360 --> 01:10:36,820
Duglegur.
583
01:10:48,790 --> 01:10:51,376
Hvað? Á hvað ertu að horfa?
584
01:10:56,465 --> 01:10:57,716
Farðu og skoðaðu það.
585
01:10:58,967 --> 01:11:00,052
Farðu bara.
586
01:11:00,677 --> 01:11:01,929
Farðu.
587
01:11:03,889 --> 01:11:06,475
Komdu bara aftur fyrir myrkur!
588
01:13:19,858 --> 01:13:20,859
Buck!
589
01:15:16,058 --> 01:15:19,770
Hér, svo fjarri heimahögum,
590
01:15:19,811 --> 01:15:22,272
sé ég breytingu á Buck.
591
01:15:26,568 --> 01:15:28,987
Eitthvað dregur hann inn í skóginn.
592
01:15:31,532 --> 01:15:33,158
Á veiðar.
593
01:15:44,545 --> 01:15:46,380
Þetta er frábært.
594
01:15:47,130 --> 01:15:48,590
Aldeilis frábært.
595
01:15:49,675 --> 01:15:52,678
Með mér er hann ennþá sami hundurinn
596
01:15:53,637 --> 01:15:55,848
en ég sé hann varla fyrir mér
597
01:15:56,974 --> 01:15:59,476
aftur í siðmenningunni.
598
01:16:02,062 --> 01:16:05,190
Er nokkuð hús svo stórt
að það haldi honum?
599
01:16:20,163 --> 01:16:24,042
Þessi ferð virðist leiða Buck
á vit örlaga sinna.
600
01:16:33,677 --> 01:16:35,846
Hvert leiðir hún mig?
601
01:17:39,451 --> 01:17:40,702
Ekki í þetta sinn.
602
01:17:43,163 --> 01:17:44,873
Löngu eftir myrkur.
603
01:17:46,959 --> 01:17:50,963
Þú dvelur sífellt lengur úti.
604
01:17:52,756 --> 01:17:55,509
Já, það er margt að skoða
605
01:17:56,260 --> 01:17:58,595
en heimurinn er hættulegur.
606
01:17:59,513 --> 01:18:01,431
Maður veit aldrei hvers er að vænta.
607
01:18:04,768 --> 01:18:06,270
Það er aldrei að vita.
608
01:18:11,942 --> 01:18:15,821
Sótthitinn tók Timmy á tveimur dögum.
609
01:18:25,664 --> 01:18:26,874
Andskotinn.
610
01:18:29,835 --> 01:18:31,670
Jæja, Buck.
611
01:18:49,021 --> 01:18:51,356
Þetta var yndislegt sumar.
612
01:18:59,114 --> 01:19:00,449
Veistu hvað, Buck?
613
01:19:02,075 --> 01:19:03,577
Ég var að hugsa.
614
01:19:05,162 --> 01:19:07,873
Kannski kaupi ég járnbraut.
615
01:19:07,915 --> 01:19:09,082
Er þetta húfan mín?
616
01:19:09,124 --> 01:19:10,709
Þetta er hún.
617
01:19:10,751 --> 01:19:12,127
Komdu með húfuna.
618
01:19:12,169 --> 01:19:13,837
Komdu með hana.
619
01:19:13,879 --> 01:19:16,215
Komdu með húfuna.
620
01:19:17,424 --> 01:19:18,425
Buck!
621
01:19:20,093 --> 01:19:21,178
Komdu.
622
01:19:21,929 --> 01:19:23,555
Svona já.
623
01:19:31,063 --> 01:19:32,523
Gráúlfur.
624
01:19:33,732 --> 01:19:35,192
Fallegur.
625
01:19:36,735 --> 01:19:38,737
Þetta er þeirra yfirráðasvæði.
626
01:19:39,404 --> 01:19:41,240
Þeir eiga þessi fell.
627
01:19:48,705 --> 01:19:49,706
Viltu fara?
628
01:19:50,749 --> 01:19:51,834
Farðu.
629
01:19:51,875 --> 01:19:53,085
Farðu bara...
630
01:19:55,420 --> 01:19:57,047
varlega.
631
01:20:48,724 --> 01:20:51,059
Hann hafði notið eftirlætis
632
01:20:52,394 --> 01:20:56,106
og líka þjáðst af hendi manna.
633
01:20:57,941 --> 01:21:00,319
Nú var Buck
634
01:21:01,445 --> 01:21:03,530
með sínum líkum.
635
01:21:05,073 --> 01:21:08,952
Hann hafði ferðast langt
til að finna heimili sitt.
636
01:21:11,788 --> 01:21:15,083
Og ég ferðaðist langt
frá mínu heimili.
637
01:21:34,728 --> 01:21:37,689
Sjáðu, Buck. Nýlenduvörur.
638
01:21:39,650 --> 01:21:41,068
Alla ævi.
639
01:21:42,194 --> 01:21:44,279
Enginn þarf meira en þetta.
640
01:21:47,324 --> 01:21:49,451
Nú er kominn tími til að ég fari.
641
01:21:50,744 --> 01:21:52,120
Fari heim.
642
01:21:52,746 --> 01:21:54,706
Hvað sem er eftir þar.
643
01:21:55,207 --> 01:21:56,291
Taka upp fyrra líf
644
01:21:58,168 --> 01:21:59,294
eða reyna það.
645
01:22:05,843 --> 01:22:06,844
Nei.
646
01:22:08,762 --> 01:22:11,181
Ég bið þig ekki að koma með mér.
647
01:22:15,102 --> 01:22:17,271
Þú átt nokkuð hér.
648
01:22:18,313 --> 01:22:20,190
Nokkuð mikilvægt.
649
01:22:21,191 --> 01:22:23,360
Haltu í það.
650
01:22:27,072 --> 01:22:28,657
Ég fer í fyrramálið.
651
01:22:29,908 --> 01:22:31,827
Komdu að kveðja mig.
652
01:22:38,375 --> 01:22:40,669
Þú ert góður hundur, Buck.
653
01:22:52,139 --> 01:22:54,474
Þú ert góður hundur.
654
01:24:53,886 --> 01:24:55,679
Þú komst alla leið hingað.
655
01:24:55,721 --> 01:24:58,557
Þú vissir eitthvað, er það ekki?
-Rólegur.
656
01:24:58,599 --> 01:25:00,350
Þú vildir eiga það allt einn.
657
01:25:01,351 --> 01:25:03,312
Hvar er það?
658
01:25:03,353 --> 01:25:05,022
Hvar er gullið?
659
01:25:14,907 --> 01:25:16,200
Það er alls staðar.
660
01:25:20,495 --> 01:25:22,289
Taktu það.
661
01:25:22,331 --> 01:25:24,041
Taktu það allt.
662
01:25:24,082 --> 01:25:25,876
Það breytir engu.
663
01:25:27,085 --> 01:25:29,296
Það lífgar ekki látna.
664
01:25:50,234 --> 01:25:51,735
Þú þekkir þetta þá.
665
01:25:51,777 --> 01:25:54,321
Gott. Sérðu það, karlinn?
666
01:25:55,155 --> 01:25:56,240
Sérðu það?
667
01:25:57,241 --> 01:25:58,325
Gott.
668
01:26:33,861 --> 01:26:34,945
Buck.
669
01:26:40,075 --> 01:26:41,493
Þú komst aftur.
670
01:28:00,197 --> 01:28:01,657
Ó, Buck.
671
01:28:06,537 --> 01:28:08,664
Þetta er meira ævintýrið.
672
01:28:22,594 --> 01:28:24,555
Það er allt í lagi.
673
01:28:43,198 --> 01:28:44,908
Þú ert kominn heim.
674
01:30:25,926 --> 01:30:29,137
Á vissum stað í þessum fjöllum
675
01:30:31,431 --> 01:30:35,310
reikar ný tegund gráúlfa,
676
01:30:36,478 --> 01:30:40,148
vitrari en menn og úlfar
677
01:30:41,817 --> 01:30:46,363
vegna hundsins sem hefur forystuna.
678
01:30:48,407 --> 01:30:51,493
Þeir lifa óttalausir,
679
01:30:52,160 --> 01:30:55,831
ala ungviði sín og blómstra.
680
01:31:23,358 --> 01:31:27,154
Sumir segja að það sé bara þjóðsaga.
681
01:31:28,322 --> 01:31:29,740
En svo er ekki.
682
01:31:30,073 --> 01:31:33,619
Ég þekkti hann nefnilega
683
01:31:35,037 --> 01:31:38,707
þegar hann var bara hundur
við hlið manna.
684
01:31:42,920 --> 01:31:45,672
Og jafnvel þótt þetta sé hans land,
685
01:31:46,340 --> 01:31:50,928
á hverju sumri þegar hann
kemur niður í dalinn,
686
01:31:51,428 --> 01:31:54,848
man hann eftir hlýjum höndum
687
01:31:54,890 --> 01:31:56,600
og gömlum húsbændum
688
01:32:00,687 --> 01:32:03,357
áður en hann fór með sínum líkum
689
01:32:04,650 --> 01:32:07,361
og varð eigin húsbóndi.
690
01:32:09,947 --> 01:32:14,326
Áður en hann heyrði kallið.
691
01:32:15,827 --> 01:32:20,457
ÓBYGGÐIRNAR KALLA
692
01:39:34,850 --> 01:39:36,852
Íslenskur texti:
Kolbrún Sveinsdóttir