1
00:00:36,411 --> 00:00:37,829
Get ég aðstoðað þig?
2
00:00:38,830 --> 00:00:41,541
Nei, takk. Bara að skoða.
3
00:01:16,201 --> 00:01:17,827
Þetta virkar ennþá.
4
00:01:17,911 --> 00:01:19,746
Þú getur prófað ef þú vilt.
5
00:01:21,081 --> 00:01:22,624
Takk.
6
00:02:41,369 --> 00:02:42,453
Hvað kostar þessi?
7
00:02:43,621 --> 00:02:45,123
Þessi?
8
00:02:46,124 --> 00:02:47,458
Gæti selt hana á 30.
9
00:02:49,586 --> 00:02:51,671
Sjötíu og fimm fyrir allar þrjár?
10
00:03:19,490 --> 00:03:23,453
ÞÁTTARÖÐ ÚR SMIÐJU NETFLIX
11
00:04:32,939 --> 00:04:34,357
{\an8}Já, engar áhyggjur.
12
00:04:34,440 --> 00:04:37,652
{\an8}Byggingin sér um það.
Leigan nær yfir þetta.
13
00:04:40,196 --> 00:04:43,116
{\an8}Hvernig er dagurinn þinn?
- Ég hef MDC í fyrramálið
14
00:04:43,199 --> 00:04:45,076
{\an8}og rétt eftir hádegi.
15
00:04:45,159 --> 00:04:48,496
{\an8}Og ég hitti loks Howard í mat.
16
00:04:48,579 --> 00:04:49,664
{\an8}Nú?
17
00:04:49,747 --> 00:04:51,124
{\an8}Sjá hvað hann vill.
18
00:04:51,207 --> 00:04:53,459
{\an8}Vonandi stutt og skemmtilegt. Þú?
19
00:04:56,462 --> 00:04:58,840
{\an8}Gærdagurinn var slæmur.
20
00:04:59,841 --> 00:05:01,926
{\an8}Ég ætla að laga málin í dag.
21
00:05:02,010 --> 00:05:03,845
Hljómar vel.
22
00:05:03,928 --> 00:05:05,430
{\an8}Sjáumst.
23
00:05:09,225 --> 00:05:13,146
Finndu upphaflegu rannsóknina
sem við gerðum fyrir lóð 2375.
24
00:05:14,397 --> 00:05:16,149
{\an8}Já.
25
00:05:16,232 --> 00:05:17,900
Já, allt saman.
26
00:05:20,111 --> 00:05:23,531
{\an8}Leyfastöðu, kostnaði, áætlanir.
27
00:05:25,033 --> 00:05:27,201
{\an8}Er það stafrænt?
28
00:05:27,285 --> 00:05:29,579
{\an8}Flott. Hvernig ertu í PowerPoint?
29
00:05:30,580 --> 00:05:33,207
Gott. Ég segi þér hvað ég þarf
þegar ég kem.
30
00:05:33,291 --> 00:05:37,086
{\an8}Ég ætti að vera komin eftir 20.
31
00:05:38,338 --> 00:05:40,298
Sjáumst þá.
32
00:05:52,852 --> 00:05:55,104
Mikið að gera í vikunni, herramenn?
33
00:05:57,648 --> 00:05:59,484
Tryggingu var neitað.
34
00:05:59,567 --> 00:06:01,486
Engin ráðgáta þar.
35
00:06:04,781 --> 00:06:08,618
Ókei. Byrjum á byrjuninni.
Það er ekki mikið um fyrri glæpi,
36
00:06:08,701 --> 00:06:13,122
{\an8}svo ég held að saksóknarinn gæti lækkað
eiturlyfjaákæruna í einfalda eign.
37
00:06:13,206 --> 00:06:18,086
{\an8}Við getum borið ábyrgð á glæpunum
vegna óheppilegrar fíknar ykkar
38
00:06:18,169 --> 00:06:21,547
{\an8}í dóp, en verðum að semja um
meðferð sem hluta skilorðs...
39
00:06:21,631 --> 00:06:23,257
Nei. Ég hata meðferð.
40
00:06:23,341 --> 00:06:26,302
{\an8}Ókei. Ekki æsa þig, ókei?
41
00:06:27,303 --> 00:06:31,641
{\an8}Ég frétti að til séu ákveðnar
ekki mjög virtar starfsstöðvar
42
00:06:31,724 --> 00:06:37,021
{\an8}sem útvega viss skírteini
án ánægjulegrar þátttöku manns.
43
00:06:37,105 --> 00:06:38,523
Veistu um þannig stað?
44
00:06:38,606 --> 00:06:41,609
{\an8}Gegn aukagjaldi gæti ég mögulega
fundið slíkan stað.
45
00:06:41,692 --> 00:06:43,694
{\an8}Ókei, því ég fer ekki í meðferð.
46
00:06:43,778 --> 00:06:46,489
{\an8}Þú ferð en ferð ekki.
Það er milli þín og Guðs.
47
00:06:46,572 --> 00:06:50,743
{\an8}Þú segir dómaranum að þú farir
og verður að vera sannfærandi.
48
00:06:50,827 --> 00:06:52,578
Já. Já.
- Já, ókei.
49
00:06:52,662 --> 00:06:55,665
{\an8}Það sem er eftir er fjöldi smáglæpa,
50
00:06:55,748 --> 00:06:59,418
{\an8}sem eru meðal annars veggjakrot,
skemmdarverk,
51
00:06:59,502 --> 00:07:03,005
{\an8}rusl, þvaglát á almannafæri.
52
00:07:03,089 --> 00:07:06,008
Kalli náttúran svarar maður.
53
00:07:06,092 --> 00:07:09,929
Haldi maður of lengi
fær maður nýrnasteina.
54
00:07:12,682 --> 00:07:15,893
{\an8}Þrátt fyrir það safnast
smáglæpirnir saman,
55
00:07:15,977 --> 00:07:19,897
{\an8}svo geti ég fengið samhliða dóma
horfið þið á...
56
00:07:21,441 --> 00:07:23,234
tólf mánuði hér um bil.
57
00:07:23,317 --> 00:07:28,322
{\an8}Með góðri hegðun og yfirbókun
gætu það verið sex, kannski fimm mánuðir.
58
00:07:28,406 --> 00:07:29,907
Lágmarks öryggisgæsla.
59
00:07:29,991 --> 00:07:33,703
Eins og skemmtisigling
með minni líkum á drukknun.
60
00:07:33,786 --> 00:07:35,079
Jesús, fimm mánuðir?
61
00:07:35,163 --> 00:07:40,251
Frá fimm árum, samfellt, eða verra
nái þeir ykkur fyrir stærri glæpina.
62
00:07:40,334 --> 00:07:41,335
Svona nú.
63
00:07:41,419 --> 00:07:44,255
Smá fangelsi og smá samfélagsþjónustu,
64
00:07:44,338 --> 00:07:47,884
kannski ár á skilorði
og þið eruð góðir. Hljómar það vel?
65
00:07:49,302 --> 00:07:51,971
Já, ókei. Jú, við getum það.
66
00:07:52,054 --> 00:07:53,139
Alveg.
67
00:07:53,222 --> 00:07:57,143
Flott. Þá þarf að ræða mitt gjald.
68
00:07:57,226 --> 00:08:01,230
Ókei, fyrir tíma minn,
réttarkostnað, beiðnakostnað,
69
00:08:01,314 --> 00:08:04,025
er það um það bil...
70
00:08:05,526 --> 00:08:07,278
fjögur þúsund, fyrir allt.
71
00:08:08,279 --> 00:08:11,491
Hvað sagðirðu?
- Láttu ekki svona.
72
00:08:11,574 --> 00:08:13,618
Hvað með 50 prósent afslátt?
73
00:08:13,701 --> 00:08:17,371
Það er með afslættinum.
Venjulegt gjald er 4.000 á mann.
74
00:08:17,455 --> 00:08:19,457
Þetta er kjaftæði, maður.
75
00:08:19,540 --> 00:08:22,960
Þeir hafa lögmenn fyrir okkur.
Maður borgar ekkert.
76
00:08:23,044 --> 00:08:26,422
Ókeypis lögmenn?
- Opinbera verjendur.
77
00:08:26,506 --> 00:08:29,258
Við fáum mikið metamfetamín fyrir 4.000.
78
00:08:29,342 --> 00:08:33,804
Afsakið. Ókeypis lögmaður?
Viljið þið ókeypis lögmann?
79
00:08:33,888 --> 00:08:38,643
Við ræðum bara möguleikana.
Og þú veist, ókeypis er ókeypis.
80
00:08:38,726 --> 00:08:41,729
Hafið þið heyrt:
„Þú færð það sem þú borgar fyrir“?
81
00:08:41,812 --> 00:08:44,649
Án mín læsa þeir ykkur inni
og henda lyklinum.
82
00:08:44,732 --> 00:08:47,360
Fyrirgefið. Sagði ég „fimm ár“?
83
00:08:47,443 --> 00:08:50,363
Farið í rússneska rúllettu
með opinberum verjanda
84
00:08:50,446 --> 00:08:53,241
og þið fáið áratug í Los Lunas.
85
00:08:53,324 --> 00:08:55,826
Vitið þið fíflin hver ég er?
86
00:08:55,910 --> 00:08:58,246
Ég er Saul Goodman.
87
00:08:58,329 --> 00:09:00,331
Ókei? Finnst ykkur 4.000 mikið?
88
00:09:00,414 --> 00:09:03,834
Í gær fékk ég 8.000 fyrir eftirmiðdaginn.
89
00:09:03,918 --> 00:09:06,462
Ég er svo góður. Ég er málið.
90
00:09:06,546 --> 00:09:10,258
Þið eruð heppnir að ég ræði við ykkur.
Vitið þið hvað?
91
00:09:12,760 --> 00:09:16,556
Svona, maður. Ekki láta svona.
- Svona. Fyrirgefðu.
92
00:09:16,639 --> 00:09:19,141
Þú. Við viljum þig.
- 100 prósent.
93
00:09:19,225 --> 00:09:20,977
Gerðu það, herra?
94
00:09:24,021 --> 00:09:25,690
Ókei.
95
00:09:25,773 --> 00:09:28,359
Aftur á sömu blaðsíðu. Greiðsla.
96
00:09:28,442 --> 00:09:30,069
Já.
- Já.
97
00:09:31,445 --> 00:09:33,781
Áður en þið gerið höfuðverkinn verri,
98
00:09:33,864 --> 00:09:37,451
nei, þið getið ekki greitt
með ránsfengnum.
99
00:09:37,535 --> 00:09:40,079
Því það er sýnishorn A fyrir saksóknara.
100
00:09:40,162 --> 00:09:44,041
Ættingjar?
Einhvern sem þið hafið ekki rænt?
101
00:09:45,293 --> 00:09:46,544
Amma mín, kannski?
102
00:09:46,627 --> 00:09:51,090
Já, hún á hús og bíl og svoleiðis.
103
00:09:51,173 --> 00:09:52,425
Já, amma. Fullkomið.
104
00:09:52,508 --> 00:09:55,636
Segið ömmu að því fyrr sem hún útvegi féð,
105
00:09:55,720 --> 00:09:57,096
því fyrr geri ég mitt.
106
00:09:57,179 --> 00:09:59,682
Millifærsluupplýsingar eru
aftan á kortinu.
107
00:09:59,765 --> 00:10:01,934
Hlakka til að heyra frá henni.
108
00:10:02,852 --> 00:10:04,312
Kem út!
109
00:10:24,832 --> 00:10:29,211
Fyrirgefið að ég er seinn. Þannig dagur.
- Ekkert mál. Lof mér að kynna þig.
110
00:10:29,295 --> 00:10:31,505
Lawler dómari, þetta er Jimmy McGill.
111
00:10:31,589 --> 00:10:33,591
Saul Goodman. Ég breytti því.
112
00:10:33,674 --> 00:10:37,803
En Lawler? Þú ert alríkis?
New Mexico hérað?
113
00:10:37,887 --> 00:10:39,055
Það er ég.
114
00:10:39,138 --> 00:10:42,433
Ég hélt það.
Hamarbeytingin er stórkostleg.
115
00:10:43,559 --> 00:10:44,894
Takk fyrir?
116
00:10:44,977 --> 00:10:47,980
Haltu áfram að borða, Ian.
Hittumst á golfvellinum.
117
00:10:48,064 --> 00:10:48,981
Sjáumst.
118
00:10:49,065 --> 00:10:50,149
Jimmy?
119
00:10:50,232 --> 00:10:53,069
Ég vil egg og...
- Ekkert smjör og soðið grænmeti?
120
00:10:53,152 --> 00:10:54,987
Rétt. Vanafastur.
121
00:10:55,071 --> 00:10:58,199
Frábært. Ég set þetta inn
og kem aftur með drykkina.
122
00:11:05,498 --> 00:11:06,457
Jæja.
123
00:11:07,458 --> 00:11:10,461
Saul Goodman.
Má ég kalla þig Jimmy?
124
00:11:10,544 --> 00:11:15,383
Saul Goodman er mitt faglega nafn
en vinir mínir kalla mig enn Jimmy.
125
00:11:15,466 --> 00:11:16,801
Þú mátt það líka.
126
00:11:16,884 --> 00:11:18,969
Segðu mér frá Saul Goodman.
127
00:11:19,970 --> 00:11:21,055
Hvað meinarðu?
128
00:11:21,138 --> 00:11:25,851
Ég meina, sé hann ekki Jimmy McGill,
hver er hann þá?
129
00:11:26,852 --> 00:11:27,812
Hvernig er hann?
130
00:11:29,313 --> 00:11:30,689
Jæja...
131
00:11:32,775 --> 00:11:38,781
Saul Goodman er... Hann er
síðasti varnarþráður litla mannsins.
132
00:11:38,864 --> 00:11:40,866
Er verið að svíkja þig?
133
00:11:40,950 --> 00:11:42,451
Hann er björgunarbátur.
134
00:11:42,535 --> 00:11:45,955
Sé stigið á þig er hann beittur.
135
00:11:46,038 --> 00:11:49,917
Sértu með Golíat á bakinu
er Saul maðurinn með slyngjuna.
136
00:11:50,000 --> 00:11:54,588
Hann gerir rétt úr röngu.
Vinur vinalausra.
137
00:11:54,672 --> 00:11:56,465
Þannig er Saul Goodman.
138
00:12:01,679 --> 00:12:04,056
Gat Jimmy McGill ekki gert það?
139
00:12:06,684 --> 00:12:10,771
Kannski, en Saul Goodman gerir það.
140
00:12:11,814 --> 00:12:13,023
Ég skil.
141
00:12:13,107 --> 00:12:14,275
Gerirðu það?
142
00:12:14,358 --> 00:12:17,945
Já. Ég skil ástæðu nafnabreytingarinnar.
143
00:12:18,612 --> 00:12:20,114
Nú já?
144
00:12:21,157 --> 00:12:23,826
Hamlin Hamlin McGill fór illa með þig.
145
00:12:23,909 --> 00:12:28,914
Nafnið er hluti fyrirtækisins. Nú er það
litað. Við rændum þig arfleifðinni.
146
00:12:28,998 --> 00:12:32,168
Þú segir það, Howard.
- Nei, ég hef mikið spáð í það.
147
00:12:32,251 --> 00:12:35,129
Veistu hvað? Við áttum að ráða þig.
148
00:12:35,212 --> 00:12:38,716
Engar áhyggjur. Það er liðin tíð.
149
00:12:38,799 --> 00:12:40,843
Þú áttir skilið tækifæri.
150
00:12:40,926 --> 00:12:45,055
Ég gat veitt þér það þegar þú fékkst
leyfið og færðir okkur Sandpiper.
151
00:12:45,139 --> 00:12:49,268
Bæði skiptin átti ég að sýna meiri styrk.
Það hefði verið hið rétta.
152
00:12:49,351 --> 00:12:54,356
Vá. Gott þú sást skýrt, Howard.
153
00:12:54,440 --> 00:12:56,025
Gott hjá þér.
154
00:12:59,445 --> 00:13:00,946
Svo ég sé skýr.
155
00:13:01,030 --> 00:13:03,032
Ég hef ekki áhuga á gærdeginum.
156
00:13:03,115 --> 00:13:07,453
Ég missti af tækifæri með þér
og vil leiðrétta það.
157
00:13:09,121 --> 00:13:11,624
Ég vil að þú vinnir fyrir HHM.
158
00:13:21,509 --> 00:13:25,095
Viltu að ég vinni fyrir þig
eftir allt sem gerðist?
159
00:13:25,179 --> 00:13:27,932
Eins og ég sé það
er það milli ykkar Chuck.
160
00:13:32,895 --> 00:13:38,901
Áður en þú býður mér starf ættirðu
að ræða við félaga þinn, Cliff Main.
161
00:13:38,984 --> 00:13:41,529
Hann hefði sérstaka sýn á að ráða mig.
162
00:13:41,612 --> 00:13:43,948
Þetta er ekki fljótfærni, Jimmy.
163
00:13:44,031 --> 00:13:46,867
Ég hef íhugað þetta um stund.
164
00:13:48,118 --> 00:13:51,914
Í námsstyrksnefndinni
talaðirðu um ungu konuna.
165
00:13:52,957 --> 00:13:54,291
Kristy Esposito.
166
00:13:54,375 --> 00:13:55,793
Já. Kristy.
167
00:13:55,876 --> 00:13:58,128
Já.
- Þú stóðst upp fyrir hana.
168
00:13:58,212 --> 00:14:00,047
Þá fór ég að hugsa.
169
00:14:00,130 --> 00:14:04,093
Um dómgreind og hreinskilni.
170
00:14:05,302 --> 00:14:09,640
Og þegar þú brjálaðist í fyrra
hafðirðu ekki rangt fyrir þér.
171
00:14:10,766 --> 00:14:12,393
Þú segir skoðun þína.
172
00:14:13,435 --> 00:14:16,230
Viljirðu ekki vera
umkringdur lygurum, Howard,
173
00:14:16,313 --> 00:14:17,898
ertu á rangri hillu.
174
00:14:17,982 --> 00:14:20,234
Þetta er einfalt.
175
00:14:20,317 --> 00:14:24,655
Þú ert klár. Þú ert herskár.
Þú ferð á eftir hlutunum.
176
00:14:24,738 --> 00:14:27,700
Þú bíður ekki eftir hlutunum.
Þú lætur þá gerast.
177
00:14:27,783 --> 00:14:31,579
HHM er aftur í vexti og hefur
not fyrir einhvern eins og þig.
178
00:14:33,038 --> 00:14:34,874
Ég hef not fyrir þig.
179
00:14:36,292 --> 00:14:37,710
Charlie Hustle.
180
00:14:39,712 --> 00:14:41,964
Howard...
- Þú þarft ekki að svara núna.
181
00:14:42,047 --> 00:14:44,300
Njóttu hádegisverðarins.
182
00:14:44,383 --> 00:14:45,885
En gerðu mér greiða.
183
00:14:46,969 --> 00:14:50,097
Sofðu á því. Ókei?
184
00:15:05,237 --> 00:15:06,780
Þetta er ég.
185
00:15:06,864 --> 00:15:10,075
Jæja, Howard, þetta var...
186
00:15:12,411 --> 00:15:13,913
Takk fyrir matinn.
187
00:15:13,996 --> 00:15:15,623
Ég býð næst.
188
00:15:15,706 --> 00:15:17,541
Takk fyrir að taka þér tíma.
189
00:15:17,625 --> 00:15:19,710
Gott að sjá þig, Jimmy.
190
00:15:49,406 --> 00:15:53,160
Lítirðu á pakkann gefur það skýra mynd
af því sem við ræðum um.
191
00:15:53,243 --> 00:15:57,748
Það eru mörg TCPA leyfismál
en þau eru frekar einföld.
192
00:15:57,831 --> 00:16:02,670
Við höfum rætt við Viðskiptaráð,
Samskiptaráð, Vinnueftirlitið, sama.
193
00:16:02,753 --> 00:16:07,424
Þegar framkvæmdum líkur
getum við ráðið og farið af stað.
194
00:16:07,508 --> 00:16:10,135
Spennandi að stækka umfram
núverandi húsnæði.
195
00:16:10,219 --> 00:16:12,888
Við höfum náð öllum markmiðum
fyrir símaverið.
196
00:16:12,972 --> 00:16:15,933
Og erum undir fjárhagsáætlun.
- Gott að heyra það.
197
00:16:16,016 --> 00:16:19,520
Jæja. Ef þið flettið á flipa
eru nokkrir veðmöguleikar...
198
00:16:19,603 --> 00:16:24,692
Afsakið. Paige, ég vil ræða eitt
varðandi símaverið.
199
00:16:24,775 --> 00:16:27,486
Stef?
- Ókei.
200
00:16:30,155 --> 00:16:34,994
Við ákváðum að setja símaverið hérna,
á þetta landsvæði, lóð 1102.
201
00:16:35,077 --> 00:16:40,791
En ég held við ættum að endurskoða
hinn kostinn, lóð 2375.
202
00:16:40,874 --> 00:16:45,004
Tuttugu og þrjú sjötíu og fimm.
Lausu lóðina með flóðavandann?
203
00:16:45,087 --> 00:16:46,338
Já, einmitt.
204
00:16:46,422 --> 00:16:48,799
Í byrjun óttuðumst við innviðina
205
00:16:48,882 --> 00:16:51,552
en ég ræddi
við Alex Amadeo í borgarstjórn,
206
00:16:51,635 --> 00:16:57,182
og hún sagði borgina hafa lagfært allt
frárennsli meðfram gilinu.
207
00:16:57,266 --> 00:17:01,103
Og endurbundið slitlag á 5 kílómetra
kafla í nágrenninu.
208
00:17:01,186 --> 00:17:07,443
Það flýtir ekki bara fyrir framkvæmdum
en yrði hagkvæmari framkvæmd heilt yfir.
209
00:17:07,526 --> 00:17:12,364
Til langs tíma sýnist mér
þessar endurbætur greiða arð
210
00:17:12,448 --> 00:17:14,366
og bæta fyrir tafirnar.
211
00:17:14,450 --> 00:17:16,660
Þar sem ekki þarf að endurhanna
212
00:17:16,744 --> 00:17:21,749
gætum við komist aftur á stað innan
tveggja til þriggja vikna, kannski minna.
213
00:17:21,832 --> 00:17:24,168
Segirðu að við missum þrjár vikur
214
00:17:24,251 --> 00:17:27,504
og, hvað, töpum á jörð
sem við eigum þegar?
215
00:17:28,922 --> 00:17:32,259
Ég veit þetta er ekki mín deild
en samkvæmt eigin spám
216
00:17:32,342 --> 00:17:37,181
mun jörðin sem við eigum þegar
meira en tvöfaldast á næstu fimm árum.
217
00:17:37,264 --> 00:17:40,267
Þetta gæti verið frábær fjárfesting.
218
00:17:40,350 --> 00:17:45,481
Það er möguleiki á að gera Tucumcari
að sönnum Mesa Verde fyrirtækjabæ.
219
00:17:46,482 --> 00:17:50,736
Og meti maður orðsporsáhættuna
varðandi lóð 1102...
220
00:17:50,819 --> 00:17:54,406
Orðsporðsáhættuna?
Meinarðu Everett Acker?
221
00:17:55,616 --> 00:17:59,661
Að henda manni úr húsinu sínu
lítur aldrei vel út.
222
00:17:59,745 --> 00:18:01,747
Kim, ég spyr einfaldlega.
223
00:18:01,830 --> 00:18:04,792
Er lóð 1102 okkar jörð eða ekki?
224
00:18:04,875 --> 00:18:06,794
Eigum við réttinn?
225
00:18:08,045 --> 00:18:10,130
Lögum samkvæmt, já.
226
00:18:10,214 --> 00:18:13,133
Jæja þá. Þá er það ákveðið.
227
00:18:13,217 --> 00:18:14,885
Ég læt engan bola mér burtu.
228
00:18:14,968 --> 00:18:20,432
Vilji maðurinn læti... Jörðin er okkar.
Við getum gert það sem við viljum.
229
00:18:20,516 --> 00:18:24,019
Sammála.
Við buðum honum meira fé til flutninga
230
00:18:24,103 --> 00:18:26,438
en nokkrum nágranna hans.
231
00:18:26,522 --> 00:18:29,775
Takk fyrir þetta, Kim,
232
00:18:29,858 --> 00:18:32,528
en við höldum áfram með lóð 1102.
233
00:18:33,737 --> 00:18:35,906
Eigum við ekki að kveikja ljósin?
234
00:18:36,698 --> 00:18:41,203
Já, allt í lagi. Þannig er það.
Ég vildi bara minnast á það.
235
00:18:43,914 --> 00:18:45,916
Ég verð að hringja í fógetann.
236
00:18:45,999 --> 00:18:50,003
Á föstudaginn verður Acker farinn
og framkvæmdir halda áfram.
237
00:18:50,087 --> 00:18:55,217
Eins og ég sagði, veðréttir.
Stofnandi viðskiptavinir okkar eru góðir,
238
00:18:55,300 --> 00:18:57,594
en viljum við komast inn í smásölu
239
00:18:57,678 --> 00:19:01,348
eru tækifæri sem við ættum að skoða
meðan við þróum fyrirtækið.
240
00:19:25,497 --> 00:19:29,877
Afi, hvað ertu að gera hérna?
- Það er fimmtudagur. Minn dagur.
241
00:19:29,960 --> 00:19:33,505
Fékkstu ekki skilaboðin?
Ég hringdi til að gá hvort þú kæmir.
242
00:19:33,589 --> 00:19:36,967
Þú hringdir aldrei til baka,
svo ég bað Emily að koma.
243
00:19:37,050 --> 00:19:40,304
Ókei. Sendu hana heim.
Ég borga henni fyrir kvöldið.
244
00:19:42,014 --> 00:19:45,434
Kannski er betra að þú bíðir.
245
00:19:45,517 --> 00:19:48,270
Þær eru þegar í dúkkuleik.
246
00:19:48,353 --> 00:19:52,191
Ég hræddi hana. Missti mig. Það er allt.
247
00:19:53,192 --> 00:19:56,612
Ég vil biðjast afsökunar...
- Nei. Kaylee er fín.
248
00:19:56,695 --> 00:19:59,072
Hún gleymdi þessu.
249
00:20:01,408 --> 00:20:03,076
Hvert er þá málið?
250
00:20:04,912 --> 00:20:07,080
Ég elska þig, afi,
251
00:20:07,164 --> 00:20:10,876
en í kvöld finnst mér þú ætti að leyfa
Emily að passa.
252
00:20:13,128 --> 00:20:16,673
Ég er fínn, elskan.
Ég segði það annars ekki.
253
00:20:17,674 --> 00:20:19,635
Og minnist Kaylee á Matty?
254
00:20:24,514 --> 00:20:25,974
Ég verð fínn.
255
00:20:27,059 --> 00:20:29,102
Þú æsir þig yfir engu. Ég er fínn.
256
00:20:29,186 --> 00:20:33,398
Hvað um að þú komir í mat í næstu viku?
257
00:20:33,482 --> 00:20:36,068
Við getum haft svínarifin sem þú elskar.
258
00:20:36,151 --> 00:20:39,446
Þú hefur unnið svo mikið.
Þú átt skilið smá frí.
259
00:20:39,529 --> 00:20:41,907
Leyfðu þér að verða aftur þú.
260
00:20:43,784 --> 00:20:45,494
Að verða aftur ég?
261
00:20:48,705 --> 00:20:51,458
Það er eitthvað í gangi.
262
00:20:51,541 --> 00:20:53,043
Ég veit ekki hvað.
263
00:20:53,126 --> 00:20:56,797
En mér liði betur
ef þú passaðir ekki Kaylee.
264
00:20:57,798 --> 00:20:59,299
Í kvöld.
265
00:21:31,707 --> 00:21:34,293
Það var brjálað að gera
vegna Kiss tónleikanna.
266
00:21:34,376 --> 00:21:39,006
Málað, leðurklætt fólk keypti bjór
og pylsur allt kvöldið.
267
00:21:39,089 --> 00:21:40,507
Takk, hr. Harkness.
268
00:21:40,590 --> 00:21:43,885
Er sá sem rændi þig í réttinum í dag?
269
00:21:43,969 --> 00:21:45,429
Já.
270
00:21:45,512 --> 00:21:48,765
Og gætirðu bent réttinum á hann?
271
00:21:48,849 --> 00:21:49,683
Þarna.
272
00:21:49,766 --> 00:21:54,021
Látum réttinn skrá að vitnið bar kennsl
á sakborninginn, hr. Sakey.
273
00:21:54,104 --> 00:21:55,564
Takk, hr. Harkness.
274
00:21:55,647 --> 00:21:57,274
Þitt vitni, hr. Goodman.
275
00:21:59,192 --> 00:22:01,111
Takk fyrir komuna, hr. Harkness.
276
00:22:01,194 --> 00:22:05,073
Ég vil skýra nokkuð í vitnisburðinum,
sé það í lagi.
277
00:22:05,157 --> 00:22:05,991
Ókei.
278
00:22:06,074 --> 00:22:10,078
Svo þú vannst í Sandia markaðnum
30. um kvöldið. Er það rétt?
279
00:22:10,162 --> 00:22:14,541
Kom á hádegi, fór um miðnætti.
- Það er langur dagur. Gott hjá þér.
280
00:22:14,624 --> 00:22:16,376
Ekkert að löngum dögum.
281
00:22:16,460 --> 00:22:20,005
Þú segir mann hafa komið,
teygt sig yfir búðarborðið
282
00:22:20,088 --> 00:22:22,841
og orðrétt:
283
00:22:22,924 --> 00:22:26,636
„Hann tók peninga úr kassanum
og hljóp burt.“
284
00:22:26,720 --> 00:22:28,472
Já.
285
00:22:28,555 --> 00:22:30,557
Var enginn annar í búðinni?
286
00:22:30,640 --> 00:22:32,976
Ekki þá, nei.
287
00:22:33,060 --> 00:22:36,271
Þar sem myndavélarnar virkuðu ekki þá,
288
00:22:36,354 --> 00:22:39,858
varstu sá eini sem sá gerandann.
289
00:22:39,941 --> 00:22:41,318
Já. Það er víst.
290
00:22:45,572 --> 00:22:46,406
Já.
291
00:22:46,490 --> 00:22:49,493
Svo maðurinn kom inn og keypti eitthvað.
292
00:22:49,576 --> 00:22:52,162
Held það hafi verið Almond Joy.
- Almond Joy.
293
00:22:52,245 --> 00:22:57,000
Og þegar þú stimplaðir á kassann
þá hrifsaði hann fénu úr kassanum.
294
00:22:57,084 --> 00:23:00,962
Virðist hafa gerst mjög fljótt
en þú segist hafa séð hann vel.
295
00:23:01,630 --> 00:23:02,756
Já.
296
00:23:03,840 --> 00:23:07,928
Þú hlýtur að drekka sterkara kaffi en ég,
því eftir 11 tíma vakt
297
00:23:08,011 --> 00:23:10,889
sé ég varla. Og það var dimmt.
298
00:23:10,972 --> 00:23:13,892
Hann var sá eini það kvöld
sem leit ekki út
299
00:23:13,975 --> 00:23:17,312
eins og leðurblaka
eða hvað sem þetta lið er.
300
00:23:17,395 --> 00:23:19,773
Og hann var alveg upp við mig.
301
00:23:19,856 --> 00:23:20,690
Upp við þig?
302
00:23:20,774 --> 00:23:25,779
Samkvæmt vitnisburðinum segistu
geta borið kennsl á manninn.
303
00:23:25,862 --> 00:23:29,116
Þú segir það.
- Já, klárlega.
304
00:23:30,117 --> 00:23:33,036
Þetta er hann. Skjólstæðingurinn þinn.
305
00:23:33,120 --> 00:23:36,915
Ertu viss það sé hann?
Efastu ekkert? Taktu þér tíma.
306
00:23:36,998 --> 00:23:39,292
Ég þarf engan tíma. Þetta er hann.
307
00:23:39,376 --> 00:23:41,837
Yrðirðu hissa að vita, hr. Harkness,
308
00:23:41,920 --> 00:23:45,549
að sá sem þú bentir á er ekki
skjólstæðingur minn?
309
00:23:47,217 --> 00:23:49,553
Ha?
- Hann er aftast í réttinum.
310
00:23:49,636 --> 00:23:52,222
Hr. Sakey, gætirðu staðið upp?
- Andmæli.
311
00:23:52,305 --> 00:23:56,768
Sá sem þú barst kennsl á heitir
Hollis Earley. Barþjónn í Belen.
312
00:23:56,852 --> 00:23:59,062
Hann hefur góða fjarvistarsönnun.
313
00:23:59,146 --> 00:24:03,692
Háttvirtur dómari, andmæli!
- Ó, hr. Goodman! Í alvöru?
314
00:24:03,775 --> 00:24:08,989
Þú þekktir hann ekki heldur, dómari.
- Ókei, róið ykkur. Setjist, setjist.
315
00:24:12,492 --> 00:24:15,328
Dömur og herrar í réttinum,
málum er lokið í dag.
316
00:24:16,288 --> 00:24:20,375
Ég hef skýrar reglur fyrir morgundaginn.
317
00:24:20,458 --> 00:24:23,461
Ekki ræða málið fyrr en þá
318
00:24:23,545 --> 00:24:27,757
og nú hitti ég lögmenn á skrifstofu minni.
319
00:24:27,841 --> 00:24:28,925
Rétti er slitið.
320
00:24:53,575 --> 00:24:56,286
Þú ert enn hér.
- Já.
321
00:24:57,495 --> 00:24:59,998
Þú sást flugeldasýninguna.
322
00:25:00,081 --> 00:25:03,043
Heldur óhefðbundið.
323
00:25:03,126 --> 00:25:05,545
En athugaðu þetta.
324
00:25:05,629 --> 00:25:09,549
Tvö bestu orðin sem til eru:
„ógild“, „réttarhöld“.
325
00:25:11,176 --> 00:25:14,137
Ekki slæmt, ha?
- Ekki slæmt.
326
00:25:17,349 --> 00:25:18,934
Er allt í lagi?
327
00:25:20,227 --> 00:25:22,520
Já. Bara....
328
00:25:25,315 --> 00:25:30,862
Ég hef mál í Tucumcari
og vildi ræða nokkuð við þig.
329
00:25:48,755 --> 00:25:52,425
Steikingarpotturinn lítur vel út, Deshawn.
Þú mátt fara.
330
00:25:52,509 --> 00:25:54,469
Góða nótt, Tiffany. Vel unnið.
331
00:25:55,595 --> 00:25:58,598
Vel unnið. Juana, mjög vel unnið.
332
00:25:59,933 --> 00:26:02,519
Ég gleymdi að loka djúpsteikingarpottinum.
333
00:26:03,395 --> 00:26:05,313
Engar áhyggjur. Ég geri það.
334
00:26:05,397 --> 00:26:07,482
Takk, maður.
- Auðvitað.
335
00:26:08,608 --> 00:26:10,527
Sjáumst á morgun, Deshawn.
336
00:26:27,252 --> 00:26:28,878
Er allt í lagi, hr. Fring?
337
00:26:29,879 --> 00:26:31,548
Er þetta ásættanlegt?
338
00:26:35,802 --> 00:26:38,388
Ég taldi Deshawn hafa unnið vel.
339
00:26:42,392 --> 00:26:44,686
Ég sé ekkert. Það er...
340
00:26:46,021 --> 00:26:47,564
Ég skil.
341
00:26:51,026 --> 00:26:55,030
Veistu, þegar ég gái betur...
342
00:26:56,031 --> 00:26:58,491
Já, ég held ég sjái kannski...
343
00:26:59,492 --> 00:27:04,414
Já. Ókei. Ég græja það, hr. Fring.
344
00:27:05,540 --> 00:27:08,752
Ókei.
- Já. Afsakaðu þetta. Fyrirgefðu.
345
00:27:36,529 --> 00:27:38,323
Hver útbýr leynistað í ræsi?
346
00:27:39,407 --> 00:27:43,203
Ég meina, ef það rignir
fer féð til Rio Grande.
347
00:27:43,286 --> 00:27:46,706
Svo þið notið annan leynistað
á rigningartímanum.
348
00:27:47,749 --> 00:27:51,669
Ræsi. Það er skrítið orð.
349
00:27:52,796 --> 00:27:56,007
Heldurðu það sé hollenskt?
- Kannski franskt.
350
00:27:57,467 --> 00:28:01,262
Það er ekki franskt.
- Á spænsku er það alcantarilla.
351
00:28:01,346 --> 00:28:04,432
Jæja, það kemur ekki úr spænsku.
352
00:28:05,433 --> 00:28:09,604
Hvenær heyrðirðu um einhvern sem
talaði um stórkostlegu ræsi Spánar?
353
00:28:09,687 --> 00:28:13,441
Hver andskotinn gengur um
og ræðir um stórkostleg ræsi?
354
00:28:13,525 --> 00:28:17,028
Skotmarkið kemur. Staða 2, tilbúinn.
355
00:28:17,112 --> 00:28:19,739
Skilið. Tilbúinn.
356
00:28:23,410 --> 00:28:27,664
Bara einn leynistaður eftir. Það erum við.
357
00:28:28,665 --> 00:28:33,044
Fer hann á alla þrjá?
- Molina sagði satt hingað til.
358
00:28:34,337 --> 00:28:40,009
Hræðum við ekki skotmarkið, held ég
að hann fari á þriðja og klári málið.
359
00:28:44,639 --> 00:28:46,057
Kanntu að nota þetta?
360
00:28:47,058 --> 00:28:49,686
Miðar á slæma manninn. Ýtir á takkann.
361
00:28:51,354 --> 00:28:54,983
Ekki missa tækifærið, Ansel Adams.
Við þurfum hann.
362
00:28:55,066 --> 00:28:58,862
Staða 2, við sjáum skotmarkið.
Hann virðist á leið inn.
363
00:28:59,863 --> 00:29:01,281
Skilið.
364
00:29:05,952 --> 00:29:07,454
Ræsi.
365
00:29:08,580 --> 00:29:11,416
Ræsi.
366
00:29:13,543 --> 00:29:17,046
Hljómar eins og hollenska
fyrir sveppasýkingu.
367
00:29:18,298 --> 00:29:21,551
Skotmarkið er á ferð, á leið að Stöðu 3.
368
00:29:23,553 --> 00:29:25,680
Ókei, strákar, ekki fara of nálægt.
369
00:29:27,140 --> 00:29:30,101
Heyrið þið, Byers og Vacca,
bakkið um 30 metra.
370
00:29:30,185 --> 00:29:32,520
Sjái ég ykkur gerir hann það líka.
371
00:29:33,646 --> 00:29:35,857
Við viljum ekki stressa hann.
372
00:29:35,940 --> 00:29:39,152
Við viljum hann góðan og rólegan.
373
00:29:40,403 --> 00:29:44,532
Eins og mamma þín á stefnumóti.
- Eins og vinstri hönd þín öll kvöld.
374
00:29:53,708 --> 00:29:55,543
Er það í lagi, hr. Fring?
375
00:29:57,045 --> 00:29:58,546
Þú mátt fara heim, Lyle.
376
00:30:00,882 --> 00:30:03,384
Sé það ekki rétt lof mér að reyna aftur.
377
00:30:03,468 --> 00:30:06,262
Ég get gert þetta rétt, herra. Gerðu það.
378
00:30:10,934 --> 00:30:14,562
Reyndu aftur ef þú vilt.
379
00:30:15,897 --> 00:30:17,357
Takk.
380
00:30:41,881 --> 00:30:43,383
Þarna er okkar maður.
381
00:30:44,634 --> 00:30:48,096
Taktu lokið af linsunni, Gomey.
- Farðu í rassgat.
382
00:31:34,642 --> 00:31:36,811
Fjandinn. Sá hann okkur?
383
00:31:43,151 --> 00:31:45,153
Nei, ég held við séum góðir.
384
00:32:18,770 --> 00:32:20,730
Andskotinn hafi það.
385
00:32:20,813 --> 00:32:26,361
Skotmarkið er á flótta. Allar deildir,
farið vestur á Bobby Foster.
386
00:32:26,444 --> 00:32:27,570
Við eltum hann.
387
00:32:37,246 --> 00:32:38,331
Hvað ertu að gera?
388
00:32:38,456 --> 00:32:40,959
Ég kemst á undan honum.
Þangað sem hann fer.
389
00:32:41,292 --> 00:32:44,671
Þú veist ekki hvert hann fer!
- Ég hef það á tilfinningunni.
390
00:33:31,342 --> 00:33:34,762
Alríkislögreglan! Komdu út!
391
00:33:39,559 --> 00:33:41,436
Hægt og rólega!
392
00:33:42,562 --> 00:33:45,982
Hendur! Sýndu hendurnar!
393
00:33:49,068 --> 00:33:50,528
Fjandinn.
394
00:33:56,743 --> 00:33:58,161
{\an8}HREINSIÐ FYLLILÍNU
395
00:34:27,023 --> 00:34:28,441
Schrader!
396
00:34:49,754 --> 00:34:53,925
Jæja, hvað segirðu, Gomey?
Förum í hellinn.
397
00:35:24,664 --> 00:35:27,083
Ókei. Ég losaði mig við þá.
398
00:35:35,591 --> 00:35:38,970
Sex hundruð níutíu og sex, 698,
399
00:35:39,053 --> 00:35:43,850
700.000 dalir og skiptimynt.
400
00:35:43,933 --> 00:35:45,643
Fjandinn.
401
00:35:45,726 --> 00:35:49,230
Við tókum bita af glæpnum í kvöld,
McGruff.
402
00:35:49,313 --> 00:35:50,982
Skammarverðlaun.
403
00:35:51,065 --> 00:35:55,236
Svona, maður. Við náðum fénu.
Náðum skíthælunum sem skildu það eftir.
404
00:35:55,319 --> 00:35:57,488
Við höfum þrjá asna í handjárnum.
405
00:35:57,572 --> 00:36:01,868
Og við settum Molina aftur á götuna.
Hver veit hvað hann kemur með?
406
00:36:02,952 --> 00:36:06,664
Já, ég vildi fara upp á við, Gomey,
ekki niður á við.
407
00:36:15,006 --> 00:36:16,215
Jæja.
408
00:36:16,299 --> 00:36:19,844
Allt í lagi. Komið!
409
00:36:21,095 --> 00:36:22,972
Svona, komiði!
410
00:36:24,348 --> 00:36:27,935
Ég vil þakka ykkur fyrir
árangursríka aðgerð.
411
00:36:28,019 --> 00:36:32,440
Vel unnið í alla staði.
APD, þið eruð fyrsta flokks.
412
00:36:32,523 --> 00:36:36,319
Við handjárnum þrjá skíthæla
í þessum töluðum.
413
00:36:36,402 --> 00:36:42,033
Enn betra, við náðum í fullt af peningum.
Ókei? Rétt undir milljón dölum.
414
00:36:42,116 --> 00:36:45,494
Svo einhverjum kjánadópsala
líður illa í kvöld.
415
00:36:45,578 --> 00:36:47,663
Allt ykkar vegna.
416
00:36:47,747 --> 00:36:54,045
Til að sýna þakklæti mitt förum við
öll á O'Neill's, og ég býð fyrstu umferð.
417
00:36:54,128 --> 00:36:56,380
Já!
- Já! Ókei!
418
00:36:56,464 --> 00:36:57,423
Takk allir!
419
00:37:07,350 --> 00:37:09,936
Allt autt.
- Og peningarnir?
420
00:37:10,019 --> 00:37:12,813
Þeir náðu þeim. Allt samkvæmt áætlun.
421
00:37:26,953 --> 00:37:33,209
Hr. Fring, ég ætlaði að finna þig.
- Takk, Lyle. Þú mátt fara heim.
422
00:37:37,004 --> 00:37:38,422
En er það...?
423
00:37:39,465 --> 00:37:43,386
Finnst þér það í lagi? Er það hreint?
- Það er ásættanlegt.
424
00:37:52,812 --> 00:37:54,855
Góða nótt, hr. Fring.
425
00:38:43,863 --> 00:38:44,780
Hver ert þú?
426
00:38:44,864 --> 00:38:47,700
Hr. Acker, Saul Goodman.
Ég er lögmaður.
427
00:38:47,783 --> 00:38:51,829
Ég hef fengið nóg af ykkur
Mesa Verde drullusokkum. Drullaðu þér.
428
00:38:51,912 --> 00:38:55,249
Ég ver ekki Mesa Verde.
Reyndar vil ég verja þig, herra.
429
00:38:55,333 --> 00:39:00,004
Ég þarf ekki lögmann, vil ekki lögmann.
Ekkert fær mig til að skipta um skoðun.
430
00:39:00,087 --> 00:39:03,007
Færðu nú fótinn.
- Herra, ef þú gætir bara...
431
00:39:03,090 --> 00:39:07,303
Svona, líttu bara á tillöguna, ókei?
Held þér þyki hún sannfærandi.
432
00:39:07,386 --> 00:39:09,347
Ég vil hana ekki.
- Sjáðu, herra.
433
00:39:09,430 --> 00:39:11,557
Sjáðu bara. Hvað sérðu?
434
00:39:17,146 --> 00:39:18,981
Mann...
435
00:39:23,611 --> 00:39:25,863
ríðandi hesti.
436
00:39:26,864 --> 00:39:32,620
Herra, ég hata Mesa Verde. Ég hata þá.
Horfandi niður á mann úr glerturninum.
437
00:39:32,703 --> 00:39:37,249
Þeir telja sig geta skitið á hvern sem er
og að við brosum og segjum: „Takk.“
438
00:39:37,333 --> 00:39:41,545
Ímyndaðu þér mig sem manninn
og Mesa Verde sem hestinn.
439
00:39:41,629 --> 00:39:45,132
Ég er sá sem gerir allt
til að gera þeim erfitt fyrir.
440
00:39:48,552 --> 00:39:51,680
Gettu hver á nýjan kúnna í Tucumcari.
- Ha?
441
00:39:51,764 --> 00:39:53,432
Einmitt. Settu bjór á ís.
442
00:39:53,516 --> 00:39:56,060
Við fögnum þegar ég kem heim
frá upplöndum.
443
00:39:56,143 --> 00:40:01,023
Já. Þetta eru bestu fréttir dagsins.
Hvernig sannfærðirðu hann?
444
00:40:02,775 --> 00:40:08,114
Sjónræn hjálpargögn. Maður finnur
margt á netinu. Kínverskan í kvöld?
445
00:40:08,197 --> 00:40:10,366
Já, hljómar vel. Sjáumst seinna.
- Bæ.
446
00:40:10,449 --> 00:40:13,953
TUCUMCARI SÍMAVERIÐ KEMUR FLJÓTT!
MESA VERDE BANKI OG SJÓÐIR
447
00:43:04,039 --> 00:43:07,251
Hvað gerðuð þið í gær?
- Alls ekkert, G.
448
00:43:07,334 --> 00:43:09,712
G, réttu kveikjarann.
- Stelpan þín kom.
449
00:43:09,795 --> 00:43:11,338
Þú þarft að passa hana.
450
00:43:11,422 --> 00:43:13,674
Hún fríkar út.
- Ég hef sagt þér það.
451
00:43:13,757 --> 00:43:15,509
Kýldu hana.
- Er þetta ekki...?
452
00:43:15,593 --> 00:43:17,177
Heyrðu, þetta er.....
453
00:43:40,576 --> 00:43:41,910
Heyrðu, afi!
454
00:43:54,965 --> 00:43:56,634
Fyrsti er frír, skíthæll!
455
00:46:17,941 --> 00:46:19,943
{\an8}Íslenskur texti:
Unnur Friðriksdóttir