1 00:00:37,459 --> 00:00:41,838 Ég held að við getum valið hvernig við segjum dapurlegar sögur. 2 00:00:41,880 --> 00:00:44,716 Annars vegar má fegra þær 3 00:00:44,758 --> 00:00:47,344 eins og í bíómyndum og ástarsögum 4 00:00:47,386 --> 00:00:50,889 þar sem fallegt fólk lærir af fallegri reynslu 5 00:00:50,931 --> 00:00:53,183 og ekkert er svo slæmt að það verði ekki bætt 6 00:00:53,225 --> 00:00:55,143 með afsökunarbeiðni og lagi með Peter Gabriel. 7 00:00:56,061 --> 00:00:59,606 Ég er hrifin af þeirri útgáfu rétt eins og aðrar stelpur. 8 00:01:00,732 --> 00:01:02,442 Hún er bara ekki sönn. 9 00:01:03,819 --> 00:01:04,945 Þetta er sannleikurinn. 10 00:01:06,488 --> 00:01:07,489 Því miður. 11 00:01:14,246 --> 00:01:16,748 Í vetrarlok þegar ég var 17 ára 12 00:01:17,499 --> 00:01:20,627 ákvað mamma að ég væri þunglynd. 13 00:01:21,670 --> 00:01:24,423 Hún borðar eins og fugl og fer varla úr húsi. 14 00:01:24,464 --> 00:01:26,091 Ég er ekki þunglynd. 15 00:01:26,133 --> 00:01:27,885 Hún les sömu bókina aftur og aftur. 16 00:01:27,926 --> 00:01:29,052 Hún er þunglynd. 17 00:01:29,094 --> 00:01:30,637 Ég er ekki þunglynd. 18 00:01:30,679 --> 00:01:34,975 Í bæklingum og á heimasíðum er sagt að þunglyndi fylgi krabbameini. 19 00:01:36,101 --> 00:01:38,270 Þunglyndi fylgir ekki krabbameini. 20 00:01:40,856 --> 00:01:42,816 Það fylgir því að deyja. 21 00:01:45,485 --> 00:01:47,529 Sem var mitt tilfelli. 22 00:01:50,949 --> 00:01:53,702 HÖRMULEG ÓGÆFA 23 00:02:03,170 --> 00:02:05,631 Sársauki krefst tilfinningar. 24 00:02:05,964 --> 00:02:09,675 Ég gæti skipt yfir í zoloft. Eða lexapro. 25 00:02:09,717 --> 00:02:11,261 Og tvisvar á dag. 26 00:02:11,303 --> 00:02:12,304 Því ekki meira? 27 00:02:12,971 --> 00:02:14,139 Láttu það bara koma. 28 00:02:14,181 --> 00:02:16,016 Ég er Keith Richards krabbameinskrakkanna. 29 00:02:16,058 --> 00:02:18,602 Hefurðu mætt á fundi hjá stuðningshópnum? 30 00:02:18,644 --> 00:02:20,187 Já, það er ekki fyrir mig. 31 00:02:20,229 --> 00:02:22,981 Það getur verið góð leið til að hitta fólk sem er... 32 00:02:23,482 --> 00:02:26,235 Sem er hvað? 33 00:02:26,693 --> 00:02:28,028 Á sömu leið. 34 00:02:28,070 --> 00:02:30,155 "Leið?" Í alvöru? 35 00:02:30,197 --> 00:02:31,240 Prófaðu það. 36 00:02:32,157 --> 00:02:35,536 Þér gæti fundist það upplýsandi. 37 00:02:40,249 --> 00:02:41,542 Eruð þið tilbúin? 38 00:02:42,167 --> 00:02:44,962 Við erum hér saman komin 39 00:02:45,003 --> 00:02:48,674 bókstaflega í hjarta Jesú. 40 00:02:50,592 --> 00:02:53,136 Við erum með J.K. 41 00:02:53,178 --> 00:02:55,180 Hver vill segja sína sögu? 42 00:02:55,764 --> 00:02:58,559 Ég heiti Angel. Ég er með krabbamein í beinmerg. 43 00:02:59,268 --> 00:03:01,728 Sid. Krabbamein í eitlum. 44 00:03:02,604 --> 00:03:05,983 Sæl, ég heiti P.J. Ég er með krabbamein í höfði. 45 00:03:06,024 --> 00:03:09,486 Ég heiti Patrick. Í eistum. 46 00:03:09,528 --> 00:03:13,198 Ég hlífi ykkur við óhugnanlegum útlistunum á eistakrabba Patricks. 47 00:03:13,949 --> 00:03:16,535 Það fannst krabbamein í pungnum. 48 00:03:16,785 --> 00:03:20,372 Það var fjarlægt að mestu og hann var næstum dáinn en hann dó ekki. 49 00:03:21,540 --> 00:03:25,252 Svo nú er hann skilinn og vinasnauður, 50 00:03:25,294 --> 00:03:27,254 sefur á sófanum hjá pabba og mömmu 51 00:03:27,588 --> 00:03:31,592 og nýtir sér krabbafortíðina í hjarta Jesú. 52 00:03:31,633 --> 00:03:32,926 Bókstaflega. 53 00:03:32,968 --> 00:03:36,889 Til að sýna okkur að ef við erum heppin 54 00:03:36,930 --> 00:03:39,892 gætum við orðið eins og hann. 55 00:03:40,726 --> 00:03:41,810 Hver er næstur? 56 00:03:43,729 --> 00:03:45,063 Hazel? 57 00:03:50,903 --> 00:03:52,112 Ég heiti Hazel. 58 00:03:52,738 --> 00:03:53,947 Upphaflega skjaldkirtillinn 59 00:03:53,989 --> 00:03:57,743 en nú hefur það breiðst út í lungun. 60 00:03:58,577 --> 00:04:00,829 Hvernig líður þér? 61 00:04:01,288 --> 00:04:04,499 Meinarðu fyrir utan banvæna krabbameinið? 62 00:04:05,834 --> 00:04:07,794 Bara vel, held ég. 63 00:04:09,421 --> 00:04:11,507 Við styðjum þig, Hazel. 64 00:04:12,799 --> 00:04:14,843 Á ég ekki að spila annað lag? 65 00:04:24,019 --> 00:04:27,439 Kristur er okkar vinur og verður hér þar til yfir lýkur. 66 00:04:27,481 --> 00:04:31,235 Kristur er okkar vinur og verður hér þar til yfir lýkur. 67 00:04:31,276 --> 00:04:33,070 Kristur. 68 00:04:33,111 --> 00:04:34,780 Kristur. 69 00:04:41,328 --> 00:04:42,871 Halló, elskan. 70 00:04:47,960 --> 00:04:51,296 Jæja, var það æðislegt? 71 00:04:54,341 --> 00:04:57,052 "Já, mamma, það var æði!" 72 00:05:02,641 --> 00:05:04,643 Og þannig var líf mitt. 73 00:05:05,143 --> 00:05:06,728 Raunveruleikaþættir. 74 00:05:07,187 --> 00:05:09,606 Læknaheimsóknir. 75 00:05:09,648 --> 00:05:13,110 Átta mismunandi lyf þrisvar á dag. 76 00:05:13,151 --> 00:05:14,862 En það alversta af öllu... 77 00:05:16,321 --> 00:05:17,614 Stuðningshópurinn. 78 00:05:17,656 --> 00:05:20,659 Þið getið ekki neytt mig. -Auðvitað. Við erum foreldrar þínir. 79 00:05:21,076 --> 00:05:23,704 Við ræddum þetta. Þú þarft að mæta. 80 00:05:23,745 --> 00:05:25,956 Þú þarft að eignast vini og vera unglingur. 81 00:05:25,998 --> 00:05:29,126 Ekki senda mig í stuðningshóp til að vera unglingur. 82 00:05:29,167 --> 00:05:32,504 Gefðu mér fölsuð skilríki svo ég geti farið á klúbba 83 00:05:32,546 --> 00:05:34,965 og drukkið og tekið hass. 84 00:05:35,007 --> 00:05:37,634 Maður "tekur" ekki hass. 85 00:05:37,676 --> 00:05:39,803 Ég myndi vita það ef ég hefði fölsuð skilríki. 86 00:05:39,845 --> 00:05:42,264 Viltu bara setjast upp í bílinn? 87 00:05:48,020 --> 00:05:49,521 Svo ég fór. 88 00:05:49,855 --> 00:05:53,233 Ekki af því ég vildi það eða héldi að það hjálpaði 89 00:05:53,275 --> 00:05:56,320 heldur af sömu ástæðu og ég geri allt þessa dagana. 90 00:05:56,361 --> 00:05:57,529 Til að þóknast pabba og mömmu. 91 00:05:57,571 --> 00:05:59,823 Ég skil ekki af hverju ég get ekki keyrt sjálf. 92 00:05:59,865 --> 00:06:02,910 Þú ætlar ekki að gera neitt. Þú situr bara hér og bíður. 93 00:06:03,243 --> 00:06:04,661 Auðvitað ekki. 94 00:06:04,703 --> 00:06:08,498 Ég þarf að gera ýmislegt. Sinna erindum. 95 00:06:08,540 --> 00:06:09,583 Já. 96 00:06:09,625 --> 00:06:11,001 Þú ert best. 97 00:06:11,043 --> 00:06:12,169 Og þú líka. 98 00:06:12,211 --> 00:06:13,545 Góða skemmtun. 99 00:06:14,755 --> 00:06:17,424 Það eina sem er verra en að deyja úr krabbameini 100 00:06:17,466 --> 00:06:19,551 er að barnið þitt deyi úr krabbameini. 101 00:06:21,136 --> 00:06:22,387 Heyrðu! 102 00:06:22,930 --> 00:06:24,890 Eignastu vini. 103 00:06:29,061 --> 00:06:30,521 Fyrirgefðu. 104 00:06:30,562 --> 00:06:31,730 Ég fer stigann. -Ekkert mál. 105 00:06:31,772 --> 00:06:32,773 Takk. 106 00:06:33,982 --> 00:06:35,067 Fyrirgefðu. 107 00:06:36,610 --> 00:06:37,736 Mér að kenna. 108 00:06:38,570 --> 00:06:39,738 Fyrirgefðu. 109 00:07:00,467 --> 00:07:01,927 Hver vill byrja? 110 00:07:03,095 --> 00:07:06,139 Vill einhver byrja? Hver vill koma þessu í gang? 111 00:07:07,599 --> 00:07:09,268 Gjörðu svo vel. 112 00:07:09,309 --> 00:07:12,563 Ég heiti Beth. Ég er með illkynja bandvefsæxli. 113 00:07:12,604 --> 00:07:14,022 Þessi vika var í lagi. 114 00:07:30,122 --> 00:07:33,125 Isaac, ég veit að þú átt erfitt núna. 115 00:07:33,166 --> 00:07:36,169 Viltu segja hópnum frá því eða kannski vini þínum hér? 116 00:07:36,670 --> 00:07:37,629 Ég skal segja frá því. 117 00:07:38,463 --> 00:07:39,965 Sæl, öll. 118 00:07:40,340 --> 00:07:42,259 Ég heiti Isaac. 119 00:07:42,301 --> 00:07:43,844 Ég er með sjónhimnukrabbamein. 120 00:07:44,303 --> 00:07:46,096 Ég var skorinn upp þegar ég var yngri 121 00:07:46,138 --> 00:07:47,848 svo þetta er glerauga. 122 00:07:47,890 --> 00:07:50,267 Og ég á að fara í annan uppskurð 123 00:07:50,309 --> 00:07:51,643 til að taka hitt augað. 124 00:07:51,685 --> 00:07:54,062 Svo eftir það verð ég blindur. 125 00:07:54,313 --> 00:07:56,815 En ég er heppinn því ég á fallega og rosalega flotta kærustu 126 00:07:56,857 --> 00:07:59,151 sem er allt of góð fyrir mig. Monica. 127 00:07:59,818 --> 00:08:04,323 Og ég á frábæra vini eins og Augustus Waters sem hjálpa mér. 128 00:08:04,573 --> 00:08:07,326 Svona standa málin. Takk. 129 00:08:07,659 --> 00:08:10,746 Við styðjum þig, Isaac. -Takk. 130 00:08:11,663 --> 00:08:12,372 Þú næst, Gus. 131 00:08:13,832 --> 00:08:15,083 Já, auðvitað. 132 00:08:18,503 --> 00:08:20,130 Ég heiti Augustus Waters. 133 00:08:20,172 --> 00:08:22,007 Ég er 18 ára. 134 00:08:22,049 --> 00:08:26,053 Ég fékk snert af beinkrabba fyrir hálfu öðru ári. 135 00:08:26,094 --> 00:08:29,598 Og ég missti þennan vegna þess. 136 00:08:30,516 --> 00:08:34,019 Nú er ég vélmenni að hluta sem er æðislegt. 137 00:08:34,060 --> 00:08:37,481 En reyndar kom ég bara fyrir Isaac. 138 00:08:37,523 --> 00:08:39,942 Hvernig líður þér? 139 00:08:40,192 --> 00:08:42,151 Ég hef það fínt. 140 00:08:42,194 --> 00:08:44,404 Ég er í rússíbana sem fer bara upp, vinur. 141 00:08:45,197 --> 00:08:47,824 Viltu kannski segja hópnum frá ótta þínum? 142 00:08:47,866 --> 00:08:49,243 Ótta mínum? 143 00:08:53,205 --> 00:08:54,456 Gleymska. 144 00:08:54,873 --> 00:08:57,334 Gleymska? -Já. 145 00:08:57,376 --> 00:08:59,920 Ég ætla mér að lifa einstöku lífi. 146 00:08:59,962 --> 00:09:00,879 Svo mín verði minnst. 147 00:09:01,547 --> 00:09:04,883 Ef ég óttast eitthvað er það að það mistakist. 148 00:09:06,969 --> 00:09:10,305 Vill einhver segja eitthvað um það? 149 00:09:11,890 --> 00:09:13,225 Hazel? 150 00:09:13,809 --> 00:09:15,394 En óvænt. 151 00:09:17,729 --> 00:09:20,941 Ég vil bara segja að við munum öll deyja. 152 00:09:21,441 --> 00:09:24,862 Það var tími fyrir mennina og það verður tími eftir þá. 153 00:09:24,903 --> 00:09:26,738 Það gæti orðið á morgun eða eftir milljón ár. 154 00:09:27,239 --> 00:09:29,241 Og þegar það gerist verður enginn eftir 155 00:09:29,283 --> 00:09:33,745 til að minnast Kleópötru, Múhameðs Ali eða Mozart 156 00:09:33,787 --> 00:09:35,664 hvað þá nokkru okkar. 157 00:09:37,249 --> 00:09:38,792 Gleymska er óumflýjanleg. 158 00:09:38,834 --> 00:09:40,919 Og ef það hræðir þig ættirðu að hunsa það. 159 00:09:42,296 --> 00:09:45,090 Guð veit að það gera allir aðrir. 160 00:09:49,595 --> 00:09:52,431 Það er gott ráð. 161 00:09:53,140 --> 00:09:57,769 Þetta er indælt því það er gott að heyra alla... 162 00:10:10,949 --> 00:10:12,451 Alltaf. -Alltaf. 163 00:10:15,787 --> 00:10:17,164 Alltaf. -Alltaf. 164 00:10:18,498 --> 00:10:20,292 "Bókstaflega." 165 00:10:21,543 --> 00:10:22,836 Ég hélt að við værum í kirkjukjallaranum 166 00:10:22,878 --> 00:10:27,341 en við vorum víst bókstaflega í hjarta Jesú. -Já. 167 00:10:30,844 --> 00:10:31,678 Hvað heitirðu? 168 00:10:32,179 --> 00:10:33,639 Hazel. 169 00:10:33,680 --> 00:10:35,349 Nei, fullu nafni. 170 00:10:35,682 --> 00:10:37,559 Hazel Grace Lancaster. 171 00:10:43,232 --> 00:10:45,526 Hvað? -Ég sagði ekkert. 172 00:10:45,567 --> 00:10:47,611 Af hverju horfirðu svona á mig? 173 00:10:47,653 --> 00:10:49,154 Af því þú ert falleg. 174 00:10:49,404 --> 00:10:50,447 Ó, Guð. 175 00:10:50,489 --> 00:10:52,658 Ég nýt þess að horfa á fallegt fólk. 176 00:10:53,325 --> 00:10:57,371 Fyrir nokkru ákvað ég að neita mér ekki um einfalda ánægju tilverunnar. 177 00:10:57,412 --> 00:11:01,458 Sérstaklega af því eins og þú bentir á, deyjum við öll bráðlega. 178 00:11:01,500 --> 00:11:03,794 Það er frábært. En ég er ekki falleg. 179 00:11:03,835 --> 00:11:06,004 Sæll, Gus. -Sæl, Lisa. 180 00:11:07,005 --> 00:11:08,841 Ég vil að þú segir það fyrst. -Ég vil að þú segir það fyrst. 181 00:11:10,175 --> 00:11:11,635 Alltaf. 182 00:11:11,677 --> 00:11:13,178 Alltaf. 183 00:11:13,220 --> 00:11:14,805 Hvað er með þetta "alltaf"? 184 00:11:14,847 --> 00:11:16,390 Það er þeirra mál. 185 00:11:16,431 --> 00:11:19,017 Þau munu "alltaf" elska hvort annað og það allt. 186 00:11:19,852 --> 00:11:23,355 Þau hafa víst sent "alltaf" skilaboð 14 milljón sinnum í ár. 187 00:11:26,942 --> 00:11:29,361 Hann hlýtur að meiða brjóstið á henni. 188 00:11:30,195 --> 00:11:31,738 Förum í bíó. 189 00:11:31,780 --> 00:11:32,781 Hvað? 190 00:11:37,703 --> 00:11:40,914 Ég er laus seinna í vikunni, við gætum... 191 00:11:40,956 --> 00:11:42,374 Nei, ég meina núna. 192 00:11:43,250 --> 00:11:44,710 Þú gætir verið axarmorðingi. 193 00:11:44,960 --> 00:11:46,795 Það er alltaf möguleiki. 194 00:11:47,087 --> 00:11:50,424 Svona, Hazel Grace. Taktu áhættu. -Ég vil ekki... 195 00:11:53,886 --> 00:11:54,595 Virkilega? 196 00:11:54,887 --> 00:11:57,681 Þetta er ógeðslegt. -Hvað? 197 00:11:57,723 --> 00:12:00,225 Heldurðu að þetta sé flott eða hvað? 198 00:12:00,267 --> 00:12:01,518 Nú eyðilagðirðu þetta allt. 199 00:12:01,560 --> 00:12:03,353 Þetta allt? -Já, þetta allt. 200 00:12:03,395 --> 00:12:06,899 Æ, æ. -Og þér gekk svo vel. 201 00:12:07,399 --> 00:12:10,194 Alltaf skal vera galli á gjöf Njarðar. 202 00:12:10,235 --> 00:12:12,571 Gallinn við þig er að þótt þú sért með krabbamein 203 00:12:12,613 --> 00:12:14,364 ertu reiðubúinn að styrkja fyrirtæki 204 00:12:14,406 --> 00:12:16,658 sem gæti valdið þér meira krabbameini. 205 00:12:17,075 --> 00:12:19,870 Ég get sagt þér að það er ömurlegt að geta ekki andað! 206 00:12:19,912 --> 00:12:21,538 Gjörsamlega ömurlegt. 207 00:12:21,580 --> 00:12:22,748 "Gjöf Njarðar"? 208 00:12:23,916 --> 00:12:25,626 Það er örlagaríkur brestur. 209 00:12:25,667 --> 00:12:27,169 Örlaga... 210 00:12:27,461 --> 00:12:30,464 Þær skaða mann ekki nema það sé kveikt í þeim. 211 00:12:32,758 --> 00:12:34,259 Það hef ég aldrei gert. 212 00:12:35,177 --> 00:12:36,428 Þetta er myndlíking. 213 00:12:36,470 --> 00:12:39,598 Maður setur það sem getur drepið á milli tannanna 214 00:12:41,016 --> 00:12:43,268 en gefur því aldrei mátt til að drepa. 215 00:12:44,478 --> 00:12:45,604 Myndlíking. 216 00:12:50,526 --> 00:12:53,111 Sæl, elskan. Er komið að Top Model? 217 00:12:55,781 --> 00:12:56,365 Nei. 218 00:12:57,616 --> 00:12:59,284 Ég fer út með Augustus Waters. 219 00:13:09,002 --> 00:13:10,879 Ég féll nokkrum sinnum á prófinu. 220 00:13:11,296 --> 00:13:12,631 Þú meinar það ekki. 221 00:13:12,673 --> 00:13:15,717 Í fjórða skiptið gekk það um það bil svona. 222 00:13:16,218 --> 00:13:18,095 Og eftir á 223 00:13:18,136 --> 00:13:20,430 sagði kennarinn við mig: 224 00:13:20,472 --> 00:13:23,892 "Þótt aksturinn sé glannalegur er hann tæknilega ekki hættulegur." 225 00:13:24,226 --> 00:13:25,269 Krabbatal. 226 00:13:25,310 --> 00:13:27,020 Já, nákvæmlega. 227 00:13:28,689 --> 00:13:30,816 Segðu mér frá þér. 228 00:13:32,025 --> 00:13:34,027 Ég var 13 ára þegar það fannst. 229 00:13:34,736 --> 00:13:36,989 Horfurnar gátu varla verið verri. 230 00:13:37,489 --> 00:13:39,783 Skjaldkirtill, fjórða stig. 231 00:13:39,825 --> 00:13:40,909 Lítið við því að gera. 232 00:13:41,535 --> 00:13:43,328 En það stöðvaði þá auðvitað ekki. 233 00:13:44,496 --> 00:13:45,247 Skurðaðgerð. 234 00:13:45,706 --> 00:13:46,874 Geislar. 235 00:13:47,374 --> 00:13:48,375 Efnameðferð. 236 00:13:48,834 --> 00:13:50,043 Meiri geislar. 237 00:13:52,421 --> 00:13:54,339 Það virkaði allt um tíma. 238 00:13:55,340 --> 00:13:58,093 En svo hætti það að virka. 239 00:13:59,553 --> 00:14:02,472 Svo einn daginn fylltust lungun af vatni. 240 00:14:02,514 --> 00:14:04,683 Hjúkrunarkona! Okkur vantar aðstoð strax! 241 00:14:04,725 --> 00:14:08,187 Ég gat ekki andað. Enginn náði stjórn á því. 242 00:14:08,687 --> 00:14:10,564 Þú getur sleppt, elskan. 243 00:14:11,273 --> 00:14:12,524 Vertu ekki hrædd. 244 00:14:12,858 --> 00:14:14,067 Það hefðu átt að vera endalokin. 245 00:14:15,194 --> 00:14:16,111 Guð minn góður. 246 00:14:17,529 --> 00:14:21,158 En svo gerðist nokkuð skrýtið. Sýklalyfin fóru að virka. 247 00:14:21,200 --> 00:14:24,536 Þeir tæmdu vökvann úr lungunum. Ég fékk aftur styrk. 248 00:14:25,537 --> 00:14:29,041 Svo var skyndilega farið að gera á mér próf og tilraunir. 249 00:14:29,082 --> 00:14:33,545 Þessar sem eru frægar í Krabbalandi fyrir að virka ekki. 250 00:14:33,587 --> 00:14:35,047 Það kallast phalanxifor. 251 00:14:35,088 --> 00:14:37,049 Það virkaði ekki á 70% sjúklinga 252 00:14:37,090 --> 00:14:39,551 en einhverra hluta vegna virkar það á mig. 253 00:14:39,801 --> 00:14:41,386 Svo það var kallað kraftaverk. 254 00:14:41,428 --> 00:14:43,180 Auðvitað starfa lungun í mér ömurlega 255 00:14:43,222 --> 00:14:45,682 en þau gætu haldið áfram að vera svona ömurleg 256 00:14:45,724 --> 00:14:48,060 kannski í einhvern tíma. 257 00:14:48,602 --> 00:14:50,187 Fórstu aftur í skólann? 258 00:14:50,229 --> 00:14:54,191 Ég tók grunnprófin svo nú er ég í menntaskóla. 259 00:14:54,233 --> 00:14:56,693 Menntaskólastelpa! 260 00:14:56,735 --> 00:14:59,238 Nú skil ég hvers vegna þú ert svona veraldarvön. 261 00:14:59,279 --> 00:15:00,113 Passaðu þig! 262 00:15:10,040 --> 00:15:12,584 Velkomin í mitt fábrotna hús. 263 00:15:18,799 --> 00:15:19,883 Pabbi og mamma kalla þetta uppörvun. 264 00:15:19,925 --> 00:15:21,426 Til að fá regnbogann þarftu að þola regnið 265 00:15:23,136 --> 00:15:24,221 Ekki spyrja. 266 00:15:26,306 --> 00:15:27,057 Halló! 267 00:15:27,599 --> 00:15:29,393 Sæll, Augustus. 268 00:15:29,434 --> 00:15:30,978 Ný vinkona? 269 00:15:32,396 --> 00:15:34,731 Já. Þetta er Hazel Grace. 270 00:15:34,773 --> 00:15:36,233 Sæl. Bara Hazel. 271 00:15:36,275 --> 00:15:37,526 Hvað segirðu gott, "Bara Hazel"? 272 00:15:37,568 --> 00:15:39,152 Sæl og blessuð, Hazel. 273 00:15:39,444 --> 00:15:41,238 Við förum upp. Bless. 274 00:15:41,280 --> 00:15:43,240 Gaman að hitta ykkur. -Sömuleiðis. 275 00:15:50,497 --> 00:15:54,042 Þetta er það. Augusto-heimur. 276 00:15:54,084 --> 00:15:55,252 Þetta er mitt herbergi. 277 00:15:59,006 --> 00:16:01,091 Þetta er mikið safn. 278 00:16:01,133 --> 00:16:02,301 Já, ég spilaði körfubolta. 279 00:16:03,802 --> 00:16:05,596 Má ég setjast? 280 00:16:05,637 --> 00:16:07,639 Já. Vertu eins og heima hjá þér. 281 00:16:08,807 --> 00:16:11,351 "Mi casa es tu casa." 282 00:16:13,604 --> 00:16:16,315 Fyrirgefðu, stiginn... 283 00:16:18,108 --> 00:16:19,776 og að standa... 284 00:16:20,485 --> 00:16:22,529 Já, ég skil. 285 00:16:24,781 --> 00:16:27,034 Er allt í lagi með þig? -Já. 286 00:16:27,492 --> 00:16:30,120 Jæja. Segðu mér frá þér. 287 00:16:30,370 --> 00:16:32,289 Ég er búin að því. 288 00:16:33,373 --> 00:16:35,167 Ég greindist þegar ég var 13... 289 00:16:35,667 --> 00:16:37,336 Nei, ekki krabbameinssöguna, alvöru söguna. 290 00:16:38,879 --> 00:16:41,840 Áhugamálin, tómstundagamanið, furðulegu blætin. 291 00:16:42,216 --> 00:16:43,467 "Furðuleg blæti"? 292 00:16:43,509 --> 00:16:45,344 Hugsaðu um eitthvað. Það fyrsta sem þér dettur í hug. 293 00:16:45,385 --> 00:16:46,220 Það sem þú dýrkar. 294 00:16:48,472 --> 00:16:49,848 "Hörmuleg ógæfa." 295 00:16:50,224 --> 00:16:52,976 Hvað er það? 296 00:16:53,018 --> 00:16:56,146 Það er skáldsaga. Uppáhaldsbókin mín. 297 00:16:56,188 --> 00:16:58,273 Eru blóðsugur í henni? 298 00:16:58,315 --> 00:17:00,776 Blóðsugur. Nei! -Stjörnustríðshermenn? 299 00:17:00,817 --> 00:17:03,529 Nei, það er ekki svoleiðis bók. 300 00:17:03,862 --> 00:17:05,489 Um hvað er hún? 301 00:17:06,532 --> 00:17:07,240 Krabbamein. 302 00:17:08,367 --> 00:17:09,493 Er hún um krabbamein? 303 00:17:09,535 --> 00:17:13,497 En ekki svoleiðis. Hún er frábær. 304 00:17:13,538 --> 00:17:16,249 Höfundurinn heitir Peter Van Houten. 305 00:17:16,542 --> 00:17:19,169 Hann er eini maðurinn sem ég veit um 306 00:17:19,210 --> 00:17:22,672 sem skilur hvernig er að deyja 307 00:17:22,714 --> 00:17:25,008 en hefur samt ekki dáið. 308 00:17:25,050 --> 00:17:26,509 Allt í lagi. 309 00:17:26,552 --> 00:17:29,220 Ég skal lesa þessa hræðilegu bók með leiðinlega titilinn 310 00:17:29,263 --> 00:17:31,849 og engar blóðsugur eða stjörnustríðshermenn. 311 00:17:31,890 --> 00:17:33,225 Og í staðinn... 312 00:17:36,228 --> 00:17:38,063 lest þú þetta. 313 00:17:38,105 --> 00:17:41,733 Þessa ásæknu bráðsnjöllu sögu eftir uppáhalds tölvuleiknum mínum. 314 00:17:42,526 --> 00:17:44,236 "Gagnuppreisn." 315 00:17:46,738 --> 00:17:49,074 Ekki hlæja, hún er frábær. 316 00:17:49,116 --> 00:17:51,577 Hún fjallar um sæmd, fórnir, kjark og hetjudáð. 317 00:17:52,578 --> 00:17:57,416 Um að fagna örlögum þínum og setja mark þitt á heiminn. 318 00:17:59,710 --> 00:18:01,545 Þakka þér fyrir. 319 00:18:01,587 --> 00:18:03,881 Þér er svo kalt á höndunum. 320 00:18:03,922 --> 00:18:07,217 Það er bara af súrefnisskorti. 321 00:18:07,551 --> 00:18:08,260 Hazel Grace. 322 00:18:09,261 --> 00:18:10,929 Ég dýrka þegar þú talar lyfjafræðilega við mig. 323 00:18:19,479 --> 00:18:20,647 Þetta er ólíkt. 324 00:18:22,733 --> 00:18:25,110 Fékkstu þetta hjá honum? 325 00:18:25,819 --> 00:18:27,279 Ertu að tala um herpes? 326 00:18:29,573 --> 00:18:32,659 Já, einmitt. Draumur hverrar móður. 327 00:18:39,291 --> 00:18:41,627 Viðvörun til notenda 328 00:18:47,674 --> 00:18:50,093 Hafðu ekki áhyggjur. 329 00:18:50,135 --> 00:18:51,929 Ég hef engar áhyggjur. 330 00:18:51,970 --> 00:18:53,138 Þetta er ekkert mál. 331 00:18:54,848 --> 00:18:58,143 Þetta var bara heimsókn, ég bíð ekki eftir símtali. 332 00:19:37,891 --> 00:19:38,934 Er þetta...? -Já. 333 00:19:38,976 --> 00:19:40,644 Ég hélt að það væri pipar. 334 00:19:40,686 --> 00:19:44,648 Það er alþjóðlegur goji-berjadagur í Kína. 335 00:19:46,149 --> 00:19:47,317 Er það ekki frábært? 336 00:19:47,359 --> 00:19:48,652 Liturinn er fallegur. 337 00:19:48,694 --> 00:19:51,822 Segðu að það vanti síðustu 10 síðurnar í þetta eintak 338 00:19:51,864 --> 00:19:53,198 Eru þau ekki góð? 339 00:19:54,491 --> 00:19:57,995 Borða þeir mikið af þeim á goji-berjadaginn? 340 00:19:58,036 --> 00:20:01,540 Segðu að þetta sé ekki endirinn á bókinni! 341 00:20:01,582 --> 00:20:03,709 Ég setti þau í eftirréttinn 342 00:20:03,750 --> 00:20:06,962 í tilefni af goji-berjadeginum. 343 00:20:07,004 --> 00:20:08,839 Af því þau eru svo hreinsandi. 344 00:20:08,881 --> 00:20:11,300 Bók getur ekki endað í miðri setningu! 345 00:20:11,341 --> 00:20:14,052 Hvers konar brjálæði er þetta? Ahh! 346 00:20:14,094 --> 00:20:16,805 Þetta er gott. Við ættum að gera þetta á hverju ári. 347 00:20:16,847 --> 00:20:18,432 Á hverju ári. -Hverju einasta ári. 348 00:20:19,183 --> 00:20:20,893 Þau eru mjög góð. 349 00:20:22,728 --> 00:20:24,563 Viltu fara frá borðinu, vina? 350 00:20:25,856 --> 00:20:26,940 Hvað? 351 00:20:32,196 --> 00:20:34,031 Hazel Grace. 352 00:20:34,072 --> 00:20:37,242 Velkominn í þá ljúfu kvöl að lesa "Hörmulega ógæfu". 353 00:20:39,912 --> 00:20:41,246 Er allt í lagi? 354 00:20:43,540 --> 00:20:46,084 Já, ég hef það fínt. 355 00:20:46,126 --> 00:20:48,253 En ég er með Isaac og... 356 00:20:49,087 --> 00:20:51,965 Isaac, getur Hazel úr stuðningshópnum bætt þetta? 357 00:20:54,968 --> 00:20:57,095 Isaac! Hlustaðu á mig. 358 00:20:58,597 --> 00:21:00,474 Hvað ertu lengi á leiðinni hingað? 359 00:21:01,975 --> 00:21:03,352 Flott. Dyrnar eru opnar. 360 00:21:03,393 --> 00:21:04,603 Ég verð að þjóta. Bless. 361 00:21:11,610 --> 00:21:13,403 Halló? 362 00:21:13,445 --> 00:21:15,280 Hazel. 363 00:21:15,322 --> 00:21:16,823 Isaac, Hazel Grace úr stuðningshópnum er komin. 364 00:21:21,954 --> 00:21:23,622 Ég vara þig við, 365 00:21:23,914 --> 00:21:26,250 Isaac er í miðju kasti sem stendur. 366 00:21:26,291 --> 00:21:27,751 Þú lítur vel út. 367 00:21:27,793 --> 00:21:30,546 Þessi litur fer þér vel. -Takk. 368 00:21:30,587 --> 00:21:31,922 Isaac. 369 00:21:38,136 --> 00:21:39,596 Hazel er komin. 370 00:21:39,638 --> 00:21:41,098 Sæll, Isaac. 371 00:21:41,139 --> 00:21:42,975 Sæl, Hazel. 372 00:21:48,689 --> 00:21:49,648 Hvernig hefurðu það? 373 00:21:49,982 --> 00:21:52,150 Ég hef það ágætt. 374 00:21:52,192 --> 00:21:55,487 Isaac og Monica eru víst hætt saman. 375 00:21:56,488 --> 00:21:59,283 Mér þykir það leitt. Viltu tala um það? 376 00:21:59,324 --> 00:22:02,369 Nei, ég vil bara gráta og spila tölvuleiki. 377 00:22:03,537 --> 00:22:05,247 En það sakar ekki að tala við hann 378 00:22:05,289 --> 00:22:08,792 ef þú átt viturleg kvennaráð fyrir hann. 379 00:22:08,834 --> 00:22:11,962 Ég held að viðbrögð hans séu viðeigandi. 380 00:22:12,004 --> 00:22:13,630 "Sársauki krefst tilfinningar." 381 00:22:13,672 --> 00:22:15,215 Þú vitnar í bókina mína. 382 00:22:15,883 --> 00:22:19,761 Hún vildi hætta með mér fyrir aðgerðina 383 00:22:19,803 --> 00:22:22,181 af því hún réð ekki við það. 384 00:22:22,222 --> 00:22:25,851 Ég er að missa sjónina og hún ræður ekki við það. 385 00:22:26,185 --> 00:22:28,645 Ég sagði stöðugt "alltaf" við hana. "Alltaf". 386 00:22:28,687 --> 00:22:33,150 Og hún hélt áfram að tala og svaraði því ekki og... 387 00:22:33,901 --> 00:22:37,529 Það var eins og þetta væri búið. 388 00:22:37,571 --> 00:22:38,989 Veistu að stundum... 389 00:22:39,031 --> 00:22:43,493 skilur fólk ekki loforðin sem það gefur. 390 00:22:43,535 --> 00:22:44,494 Ég veit, en... 391 00:22:45,537 --> 00:22:48,498 Ég er svo mikill auli. Ég er ennþá með nistið hennar. 392 00:22:48,540 --> 00:22:49,833 Taktu það af þér. 393 00:22:49,875 --> 00:22:50,751 Burt með það, maður. 394 00:22:53,879 --> 00:22:56,006 Svona já, maður. 395 00:22:56,048 --> 00:22:57,216 Mig langar að sparka í eitthvað. 396 00:23:00,219 --> 00:23:01,845 Ekki þetta, ekki. 397 00:23:04,389 --> 00:23:05,933 Lemdu þetta. -Fyrirgefðu. 398 00:23:14,066 --> 00:23:15,651 Mig hefur langað að hringja í þig 399 00:23:15,692 --> 00:23:18,737 en ég vildi mynda mér frambærilega skoðun á bókinni þinni áður. 400 00:23:22,115 --> 00:23:23,200 Augnablik. 401 00:23:23,242 --> 00:23:24,409 Isaac. 402 00:23:25,869 --> 00:23:28,580 Púðar brotna ekki. Þú þarft að brjóta eitthvað. 403 00:23:29,748 --> 00:23:31,250 Prófaðu þetta. 404 00:23:32,084 --> 00:23:34,169 Verðlaunagripinn? -Já. 405 00:23:34,211 --> 00:23:35,003 Ertu viss? 406 00:23:35,045 --> 00:23:37,673 Mig hefur langað að segja pabba að ég þoli ekki körfubolta. 407 00:23:37,714 --> 00:23:39,258 Láttu vaða! 408 00:23:45,722 --> 00:23:47,140 Alltaf! 409 00:23:47,558 --> 00:23:49,059 "Hörmuleg ógæfa." 410 00:23:49,101 --> 00:23:50,936 Það gleður mig að þú varst hrifinn. 411 00:23:52,104 --> 00:23:53,730 Já. En endirinn. 412 00:23:53,772 --> 00:23:55,440 Já, hann er frekar snubbóttur. 413 00:23:55,482 --> 00:23:57,860 Ertu að grínast? Hann er illkvittinn! 414 00:23:57,901 --> 00:23:59,778 Ég skil að hún deyr, 415 00:24:00,237 --> 00:24:02,281 en það er óskráður samningur milli höfundar og... 416 00:24:02,781 --> 00:24:03,907 Gus? -Já. 417 00:24:03,949 --> 00:24:05,075 Í lagi? -Já. 418 00:24:05,117 --> 00:24:06,743 Milli höfundar og lesanda. 419 00:24:06,785 --> 00:24:08,579 Og að enda bók í miðri setningu 420 00:24:08,620 --> 00:24:10,581 er brot á samningum, finnst þér það ekki? 421 00:24:10,622 --> 00:24:12,833 Jú. Ég skil hvað þú meinar 422 00:24:13,250 --> 00:24:15,961 en satt að segja finnst mér það svo raunverulegt. 423 00:24:16,628 --> 00:24:18,547 Maður deyr í miðju lífinu. 424 00:24:18,589 --> 00:24:19,798 Maður deyr í miðri setningu. 425 00:24:21,300 --> 00:24:23,552 Og ég veit ekki... 426 00:24:23,594 --> 00:24:27,598 Gaman væri að vita hvað verður um hin eftir að Anna deyr. 427 00:24:29,099 --> 00:24:30,058 Eins og mömmu hennar. 428 00:24:30,100 --> 00:24:31,643 Já og Túlípanamanninn. 429 00:24:31,685 --> 00:24:33,270 Og hamsturinn Sísifos. 430 00:24:33,520 --> 00:24:34,938 Já. 431 00:24:36,315 --> 00:24:38,901 Hefurðu reynt að hafa samband við þennan Peter Van Houten? 432 00:24:38,942 --> 00:24:42,446 Ég hef skrifað honum svo oft en hann svarar ekki. 433 00:24:42,487 --> 00:24:45,324 Hann flutti víst til Amsterdam og einangraði sig og... 434 00:24:46,700 --> 00:24:47,492 Synd. 435 00:24:49,036 --> 00:24:52,206 Isaac. Líður þér betur? 436 00:24:53,457 --> 00:24:55,334 Þetta er málið með sársauka. 437 00:24:56,668 --> 00:24:57,794 Hann krefst tilfinninga. 438 00:24:57,836 --> 00:25:00,547 Ég skal hjálpa þér að taka til. 439 00:25:03,050 --> 00:25:05,010 Hazel Grace. 440 00:25:05,052 --> 00:25:06,136 Augustus Waters. 441 00:25:06,178 --> 00:25:08,680 Ég get ekki hætt að hugsa um þessa fjandans bók. 442 00:25:09,181 --> 00:25:11,099 Ekkert að þakka. 443 00:25:11,141 --> 00:25:12,809 En okkur vantar endi, er það ekki? 444 00:25:12,851 --> 00:25:15,979 Ég spurði Van Houten einmitt um það í bréfunum. 445 00:25:16,021 --> 00:25:17,397 En hann svaraði þeim ekki. 446 00:25:17,856 --> 00:25:19,316 Nei. 447 00:25:20,734 --> 00:25:22,236 "Kæri herra Waters. 448 00:25:22,528 --> 00:25:25,697 Ég vil þakka þér fyrir rafræna póstinn þinn. 449 00:25:25,739 --> 00:25:27,783 Ég er þakklátur öllum sem taka sér tíma 450 00:25:27,824 --> 00:25:29,326 til að lesa bókina mína." 451 00:25:29,368 --> 00:25:31,870 Augustus? -Já? 452 00:25:32,871 --> 00:25:34,039 Hvað ertu að gera? 453 00:25:34,081 --> 00:25:37,376 Kannski fann ég aðstoðarkonu Van Houtens og sendi póst. 454 00:25:37,417 --> 00:25:40,504 Augustus! -Hún framsendi póstinn kannski til Van Houtens. 455 00:25:40,546 --> 00:25:41,672 Á ég að halda áfram? 456 00:25:41,713 --> 00:25:43,382 Almáttugur! Já! 457 00:25:43,715 --> 00:25:45,968 "Ég er þér sérlega þakklátur, herra." 458 00:25:46,009 --> 00:25:48,887 Hann kallaði mig, herra. 459 00:25:48,929 --> 00:25:51,390 Haltu áfram að lesa! 460 00:25:51,723 --> 00:25:54,351 "Bæði fyrir vinsamleg orð þín um bókina 461 00:25:54,393 --> 00:25:55,811 og fyrir að taka þér tíma 462 00:25:55,853 --> 00:25:58,021 til að segja að hún, eins og þú segir orðrétt: 463 00:25:58,063 --> 00:26:00,732 "hafi haft mikla þýðingu fyrir þig og Hazel Grace vinkonu þína"." 464 00:26:01,233 --> 00:26:02,985 Ég trúi þér ekki! 465 00:26:03,026 --> 00:26:04,194 Trúi þér ekki, trúi þér ekki! 466 00:26:04,236 --> 00:26:05,070 Jú, auðvitað. 467 00:26:05,362 --> 00:26:09,157 "Til að svara spurningunni, ég hef ekki og mun ekki skrifa meira. 468 00:26:09,199 --> 00:26:11,493 Að deila hugsunum mínum með lesendum held ég 469 00:26:11,535 --> 00:26:12,870 að sé hvorki þeim né mér til góðs. 470 00:26:12,911 --> 00:26:14,538 Ég þakka þér samt sem áður 471 00:26:14,580 --> 00:26:15,914 fyrir þín góðu orð. 472 00:26:15,956 --> 00:26:19,251 Í einlægni, Peter Van Houten." 473 00:26:21,295 --> 00:26:22,963 Já, þetta gerðist. 474 00:26:23,964 --> 00:26:25,507 Almáttugur. 475 00:26:25,549 --> 00:26:28,302 Ég hef reynt að segja þér að ég er æðislegur. 476 00:26:29,428 --> 00:26:31,430 Heldurðu að ég... 477 00:26:31,471 --> 00:26:34,057 Skoðaðu netpóstinn þinn. -Almáttugur. 478 00:26:39,271 --> 00:26:41,523 Ó, Augustus. 479 00:26:41,565 --> 00:26:43,609 Ég fæ kast. 480 00:26:43,650 --> 00:26:48,030 "Kæri Peter Van Houten, ég heiti Hazel Grace Lancaster. 481 00:26:48,071 --> 00:26:49,698 Vinur minn Augustus Waters... 482 00:26:49,740 --> 00:26:52,409 sem las bókina þína eftir minni ráðleggingu, 483 00:26:52,451 --> 00:26:55,037 fékk póst frá þér með þessu netfangi. 484 00:26:55,078 --> 00:26:58,123 Ég vona að þér mislíki ekki að hann hafi látið mig fá netfangið. 485 00:26:58,457 --> 00:27:00,417 Þú myndir kannski vilja svara nokkrum spurningum 486 00:27:00,459 --> 00:27:02,628 um það sem gerist eftir lokin í bókinni. 487 00:27:03,128 --> 00:27:04,796 Sérstaklega eftirfarandi: 488 00:27:04,838 --> 00:27:07,424 Giftist móðir Önnu Túlípanamanninum? 489 00:27:08,133 --> 00:27:09,927 Og vakir eitthvað fyrir Túlípanamanninum 490 00:27:09,968 --> 00:27:11,512 eða er hann hreinlega misskilinn? 491 00:27:12,804 --> 00:27:17,226 Svo vona ég að þú getir upplýst mig um hamsturinn Sísifos. 492 00:27:17,267 --> 00:27:19,937 Þessar spurningar hafa ásótt mig árum saman 493 00:27:19,978 --> 00:27:23,607 og ég veit ekki hve langt ég á ólifað til að fá svör við þeim. 494 00:27:23,649 --> 00:27:25,943 Ég veit að spurningarnar eru ekki bókmenntalega mikilvægar 495 00:27:25,984 --> 00:27:28,153 og að bókin þín er full af mikilvægum bókmenntaspurningum 496 00:27:28,195 --> 00:27:29,905 en mig langar að vita þetta. 497 00:27:29,947 --> 00:27:32,157 Og ef þú skrifar einhvern tíma meira 498 00:27:32,199 --> 00:27:33,784 myndi ég endilega vilja lesa það. 499 00:27:33,825 --> 00:27:36,245 Ég myndi lesa innkaupalistann þinn. 500 00:27:36,286 --> 00:27:39,331 Í einlægni og með aðdáun, Hazel Grace Lancaster." 501 00:27:39,373 --> 00:27:40,999 Ekki sem verst. 502 00:27:41,291 --> 00:27:42,334 Finnst þér það? 503 00:27:42,376 --> 00:27:44,211 Það er dálítið yfirborðslegt 504 00:27:44,628 --> 00:27:49,174 en Van Houten notar orð eins og "vilhallur" og "jörfagleði". 505 00:27:49,216 --> 00:27:50,676 Ég held hann verði hrifinn. 506 00:27:56,515 --> 00:27:58,642 Er klukkan virkilega eitt? 507 00:27:58,684 --> 00:27:59,393 Er það? 508 00:27:59,685 --> 00:28:01,979 Það er víst rétt. 509 00:28:03,856 --> 00:28:06,567 Ég ætti víst að fara að sofa. 510 00:28:08,694 --> 00:28:10,237 Allt í lagi. 511 00:28:11,905 --> 00:28:13,240 Allt í lagi. 512 00:28:25,419 --> 00:28:28,171 Kannski "allt í lagi" verði okkar "alltaf". 513 00:28:34,386 --> 00:28:36,180 Allt í lagi. 514 00:29:11,924 --> 00:29:14,384 "Kæra fröken Lancaster. 515 00:29:14,426 --> 00:29:16,428 Ég get ekki svarað spurningum þínum alla vega ekki skriflega 516 00:29:16,470 --> 00:29:19,056 því það myndi jafngilda framhaldi 517 00:29:19,097 --> 00:29:21,934 sem þú gætir birt eða sagt frá á netinu. 518 00:29:21,975 --> 00:29:24,228 Ekki að ég treysti þér ekki, en hvernig get ég treyst þér? 519 00:29:24,269 --> 00:29:25,270 Ég þekki þig varla. 520 00:29:25,896 --> 00:29:29,942 Ef þú átt leið um Amsterdam líttu þá endilega við." 521 00:29:30,984 --> 00:29:32,444 Hvað? 522 00:29:32,778 --> 00:29:35,489 "Þinn einlægur, Peter Van Houten." 523 00:29:38,242 --> 00:29:40,577 Guð minn góður! Lífið er ótrúlegt. 524 00:29:40,619 --> 00:29:42,538 Hazel? 525 00:29:42,579 --> 00:29:43,580 Mamma! -Hvað er að? 526 00:29:43,956 --> 00:29:45,082 Sjáðu þetta. 527 00:29:45,123 --> 00:29:47,125 Komdu hingað. Komdu. 528 00:29:47,793 --> 00:29:49,002 Sjáðu. 529 00:29:50,629 --> 00:29:51,630 Hvað? 530 00:29:51,672 --> 00:29:52,798 Peter Van Houten! 531 00:29:53,966 --> 00:29:55,133 Sjáðu hvað hann sagði! 532 00:29:55,175 --> 00:29:57,427 "Ef þú átt leið um Amsterdam!" 533 00:29:57,469 --> 00:29:58,470 Ég verð að fara! 534 00:29:58,762 --> 00:29:59,805 Þetta er ótrúlegt. 535 00:29:59,847 --> 00:30:02,516 Hann bauð okkur til Amsterdam. Amsterdam! 536 00:30:03,684 --> 00:30:04,810 Getum við farið? 537 00:30:04,852 --> 00:30:07,271 Getum við í alvöru farið þangað? 538 00:30:07,980 --> 00:30:11,942 Amsterdam. Ég vil að þú fáir allt sem þú vilt. 539 00:30:11,984 --> 00:30:13,986 En við eigum ekki peninga. 540 00:30:14,361 --> 00:30:18,240 Hvernig eigum við að koma öllum sjúkrabúnaðinum þangað? 541 00:30:18,282 --> 00:30:20,993 Já. Fyrirgefðu. 542 00:30:27,791 --> 00:30:30,627 Mér þykir það svo leitt. 543 00:30:31,503 --> 00:30:33,422 Það er allt í lagi. 544 00:30:33,463 --> 00:30:34,339 Allt í lagi. 545 00:30:52,024 --> 00:30:54,484 Því spyrðu ekki Álfkonurnar? Notaðu óskina þína. 546 00:30:54,526 --> 00:30:56,445 Ég er búin að því. Fyrir kraftaverkið. 547 00:30:56,486 --> 00:30:57,905 Hvað baðstu um? 548 00:31:01,200 --> 00:31:03,076 Ekki þó Disneyland. 549 00:31:03,869 --> 00:31:07,873 Þú fórst ekki í Disneyland. 550 00:31:07,915 --> 00:31:10,209 Þú notaðir ekki þína hinstu ósk... -Ég var 13 ára. 551 00:31:10,250 --> 00:31:11,501 til að fara í Disneyland. 552 00:31:11,543 --> 00:31:14,004 Og í Epcot-garðinn. -Hjálpi mér. 553 00:31:14,046 --> 00:31:15,714 Það var æðislega gaman. 554 00:31:15,756 --> 00:31:18,175 Ég hef aldrei heyrt neitt jafn dapurlegt. -Ég hitti Guffa. 555 00:31:18,217 --> 00:31:20,552 Nú fer ég hjá mér. -Af hverju? 556 00:31:20,594 --> 00:31:23,847 Ég trúi ekki að ég sé skotinn í stelpu með svo dæmigerðar óskir. 557 00:31:24,389 --> 00:31:26,099 Hræðilegt. 558 00:31:27,559 --> 00:31:28,727 Ertu að koma? 559 00:31:34,107 --> 00:31:39,571 Það mikilvægasta í skönnun er að liggja grafkyrr. 560 00:31:39,863 --> 00:31:42,699 En þennan dag var það næstum ómögulegt. 561 00:31:56,755 --> 00:31:58,549 Blessaður, Gus! 562 00:31:58,590 --> 00:31:59,967 Sæl, frú Lancaster. 563 00:32:01,468 --> 00:32:04,096 Rik Smits treyja? 564 00:32:04,137 --> 00:32:05,556 Já, það er rétt. -Hann var frábær. 565 00:32:05,597 --> 00:32:06,723 Ég heiti Augustus Waters. 566 00:32:06,765 --> 00:32:08,642 Gaman að kynnast þér. Ég heiti Michael. 567 00:32:11,270 --> 00:32:13,272 Gaman að sjá þig. -Sæl. 568 00:32:13,313 --> 00:32:15,399 Gaman að sjá þig. -Sömuleiðis. 569 00:32:17,734 --> 00:32:20,612 Sæl, Hazel Grace. -Sæll. 570 00:32:21,113 --> 00:32:23,115 Hvað segirðu um lautarferð? 571 00:32:25,409 --> 00:32:28,161 Það væri gaman. 572 00:32:30,455 --> 00:32:32,082 Eigum við? 573 00:32:32,124 --> 00:32:34,293 Nei. Ég þarf... 574 00:32:34,334 --> 00:32:38,297 Það er spítalalykt af mér, ég þarf að skipta um föt. 575 00:32:45,804 --> 00:32:46,889 Svo þú... 576 00:32:47,306 --> 00:32:50,017 þú fékkst líka krabbamein. 577 00:32:50,058 --> 00:32:52,936 Já. Ég skar þennan ekki af að gamni mínu. 578 00:32:55,230 --> 00:32:58,275 Þótt það sé góð leið til að léttast. 579 00:32:58,317 --> 00:32:59,902 Fótleggir eru þungir. 580 00:33:01,153 --> 00:33:03,071 Hvernig er heilsan núna? 581 00:33:03,113 --> 00:33:05,616 Góð. Enginn vottur í 14 mánuði. 582 00:33:05,657 --> 00:33:08,118 Virkilega? Það er frábært. -Já. 583 00:33:08,619 --> 00:33:10,287 Ég er heppinn. 584 00:33:15,667 --> 00:33:17,961 Heyrðu mig, Gus. 585 00:33:21,173 --> 00:33:25,093 Þú verður að skilja að Hazel er mjög veik. 586 00:33:26,178 --> 00:33:28,972 Og hún verður veik alla ævi. 587 00:33:29,014 --> 00:33:32,601 Hún mun vilja halda í við þig. Þannig er hún, en lungun... 588 00:33:32,643 --> 00:33:33,685 Tilbúinn, Gus? 589 00:33:34,937 --> 00:33:35,687 Já. 590 00:33:37,856 --> 00:33:40,817 Sjáumst fljótlega. 591 00:33:40,859 --> 00:33:42,110 Allt í lagi. 592 00:33:46,532 --> 00:33:48,367 Það er svo fallegt veður. 593 00:33:49,535 --> 00:33:51,995 Kemurðu með allar stelpur hingað? 594 00:33:52,037 --> 00:33:53,539 Hverja einustu. 595 00:33:53,997 --> 00:33:56,208 Þess vegna er ég líklega ennþá hreinn sveinn. 596 00:33:58,168 --> 00:34:00,337 Þú ert ekki hreinn sveinn. 597 00:34:02,214 --> 00:34:03,340 Er það satt? 598 00:34:03,382 --> 00:34:04,675 Ég skal sýna þér dálítið. 599 00:34:09,388 --> 00:34:10,722 Sérðu þennan hring? 600 00:34:14,893 --> 00:34:16,520 Í þessum hring eru hreinir sveinar. 601 00:34:19,356 --> 00:34:21,899 Og þetta... 602 00:34:24,236 --> 00:34:26,238 er 18 ára einfættir strákar. 603 00:34:30,491 --> 00:34:31,660 Já. 604 00:34:35,998 --> 00:34:38,917 "Skrýtin bein"eftir Joep Van Lieshout. 605 00:34:41,920 --> 00:34:44,464 Nafnið virðist hollenskt. -Hann er hollenskur. 606 00:34:44,506 --> 00:34:46,383 Eins og Rik Smits. 607 00:34:46,424 --> 00:34:48,093 Og túlípanar. 608 00:34:50,053 --> 00:34:51,096 Viltu samloku? 609 00:34:51,513 --> 00:34:52,556 Má ég giska? 610 00:34:52,598 --> 00:34:54,725 Hollenskur ostur og tómatur. 611 00:34:55,600 --> 00:34:57,227 Fyrirgefðu, tómatarnir eru frá Mexíkó. 612 00:34:57,853 --> 00:34:59,396 Hvernig dirfistu? 613 00:35:02,274 --> 00:35:04,401 Er þetta ekki flott? 614 00:35:04,443 --> 00:35:06,904 Þau leika sér í beinagrind. 615 00:35:06,945 --> 00:35:08,530 Hugsaðu um það. 616 00:35:10,282 --> 00:35:11,992 Þú hefur gaman af táknum. 617 00:35:12,034 --> 00:35:13,994 Vel á minnst, þú veltir víst fyrir þér 618 00:35:14,036 --> 00:35:16,205 af hverju þú ert hér að borða vonda samloku 619 00:35:16,246 --> 00:35:18,081 og drekka appelsínusafa með strák í Rik Smits treyju. 620 00:35:18,707 --> 00:35:20,375 Mér datt það reyndar í hug. 621 00:35:21,084 --> 00:35:23,545 Rétt eins og svo margir á undan þér, 622 00:35:23,587 --> 00:35:26,632 og ég segi það í mestu vinsemd, 623 00:35:27,424 --> 00:35:28,800 notaðirðu óskina þína bjánalega. 624 00:35:29,218 --> 00:35:31,053 Við ræddum þetta. Ég var 13 ára. 625 00:35:31,094 --> 00:35:33,889 Bíddu! Ég er í miðri einræðu. 626 00:35:34,223 --> 00:35:36,266 Þú varst ung, áhrifagjörn, 627 00:35:36,308 --> 00:35:38,143 maðurinn með ljáinn horfði á þig 628 00:35:38,393 --> 00:35:41,396 svo þú óskaðir þér þess sem þú vildir ekki í raun. 629 00:35:41,438 --> 00:35:44,691 Hvernig gat litla Hazel Grace sem hafði ekki lesið "Hörmulega ógæfu" 630 00:35:44,733 --> 00:35:48,278 vitað að óskin hennar var að heimsækja Peter Van Houten 631 00:35:48,320 --> 00:35:50,239 í útlegð sinni í Amsterdam. 632 00:35:50,489 --> 00:35:52,741 En ég geymdi hana ekki svo... 633 00:35:55,077 --> 00:35:57,412 Eins gott að ég geymdi mína ósk. 634 00:35:58,997 --> 00:36:01,959 Ertu að segja... 635 00:36:02,000 --> 00:36:04,378 Ég ætla ekki að gefa þér mína ósk. 636 00:36:04,419 --> 00:36:06,046 Ef þú heldur það. 637 00:36:06,088 --> 00:36:07,005 Samt sem áður... 638 00:36:07,840 --> 00:36:12,469 Mig langar líka að hitta Peter Van Houten 639 00:36:13,679 --> 00:36:15,138 og það væri varla skynsamlegt 640 00:36:15,180 --> 00:36:18,183 að fara til hans án stelpunnar sem kynnti mig fyrir bókinni hans. 641 00:36:19,017 --> 00:36:21,436 Svo ég talaði við Álfkonurnar og þær eru til í það. 642 00:36:21,937 --> 00:36:23,522 Við förum eftir mánuð. 643 00:36:25,023 --> 00:36:26,024 Nei. 644 00:36:29,361 --> 00:36:30,195 Ó, Guð. 645 00:36:31,697 --> 00:36:33,156 Guð minn góður! 646 00:36:33,198 --> 00:36:34,616 Augustus! 647 00:36:35,284 --> 00:36:36,994 Þakka þér fyrir! 648 00:36:40,038 --> 00:36:41,957 Og svo gerðist þetta. 649 00:37:33,050 --> 00:37:35,010 Það er allt í lagi með þig. 650 00:37:36,261 --> 00:37:37,888 Hvað gerðist? 651 00:37:37,930 --> 00:37:40,057 Þetta vanalega. 652 00:37:40,098 --> 00:37:43,227 Vökvi í lungunum hindraði súrefnisupptöku. 653 00:37:43,268 --> 00:37:45,270 Þeir settu upp rör. 654 00:37:46,230 --> 00:37:48,815 Þeir tæmdu hálfan annan lítra. 655 00:37:48,857 --> 00:37:52,569 Góðu fréttirnar eru að það eru engin æxli. 656 00:37:52,611 --> 00:37:54,404 Engin ný æxli í líkamanum. 657 00:37:55,531 --> 00:37:57,366 Það er svo mikill léttir. 658 00:37:57,407 --> 00:38:00,118 Þetta er það eina. 659 00:38:00,744 --> 00:38:03,288 Við getum sætt okkur við það. 660 00:38:08,627 --> 00:38:10,754 Herra Lancaster. 661 00:38:10,796 --> 00:38:13,131 Hvernig líður henni? -Betur. 662 00:38:13,465 --> 00:38:15,634 Takk fyrir. Miklu betur. 663 00:38:16,301 --> 00:38:18,428 Ég fæ ekki að fara inn. Bara ættingjar. 664 00:38:18,470 --> 00:38:19,805 Því miður. 665 00:38:20,222 --> 00:38:21,932 Ég skil það. 666 00:38:24,268 --> 00:38:25,769 Gætirðu sagt henni að ég hafi komið? 667 00:38:26,144 --> 00:38:28,272 Já, auðvitað geri ég það. 668 00:38:29,439 --> 00:38:33,652 Viltu ekki bara fara heim og hvíla þig? 669 00:38:42,619 --> 00:38:44,955 Vanalega hætta æxlin að bregðast við meðferð 670 00:38:44,997 --> 00:38:48,750 og það hefur ekki gerst ennþá. 671 00:38:48,792 --> 00:38:50,586 Hins vegar... 672 00:38:50,627 --> 00:38:53,797 gæti lyfið örvað vökvasöfnun. 673 00:38:53,839 --> 00:38:58,635 Satt að segja hafa fáir tekið phalanxifor jafn lengi og Hazel. 674 00:38:58,677 --> 00:39:00,345 Við þekkjum ekki langtímaáhrifin. 675 00:39:00,637 --> 00:39:02,973 Við erum að reyna að hindra vöxt innþekjuvefs 676 00:39:03,015 --> 00:39:08,604 sem í of miklum mæli getur leitt til sjúkdóma, rýrnunar, 677 00:39:08,645 --> 00:39:10,147 hömlun blóðrásar 678 00:39:10,189 --> 00:39:15,277 og útbreiðslu æxlanna sem við gerum allt til að uppræta. 679 00:39:15,319 --> 00:39:17,988 Lífslíkur sjúklinga með mikinn vöxt innþekjuvefs 680 00:39:18,030 --> 00:39:21,700 minnka hlutfallslega eftir því sem ástandið versnar. 681 00:39:23,118 --> 00:39:25,329 Þú getur sleppt, elskan. 682 00:39:26,205 --> 00:39:27,372 Vertu ekki hrædd. 683 00:39:30,209 --> 00:39:31,043 Guð minn góður. 684 00:39:33,712 --> 00:39:36,048 Ég verð ekki lengur mamma. 685 00:39:41,970 --> 00:39:42,971 Ég hef spurningu. 686 00:39:44,556 --> 00:39:46,308 Já, Hazel? 687 00:39:46,350 --> 00:39:48,018 Get ég samt farið til Amsterdam? 688 00:39:48,060 --> 00:39:50,771 Það er ekki ráðlegt sem stendur. 689 00:39:50,812 --> 00:39:51,605 Af hverju ekki? 690 00:39:51,647 --> 00:39:53,190 Er nokkur leið að hún geti farið? 691 00:39:53,232 --> 00:39:55,692 Það myndi auka áhættu. 692 00:39:55,943 --> 00:39:57,528 Sama gildir um að fara í búðir. 693 00:39:57,569 --> 00:40:01,198 Já, en flugvél. -Það er súrefni í flugvélum. 694 00:40:01,240 --> 00:40:02,533 Þú ert á fjórða stigi. 695 00:40:02,574 --> 00:40:04,868 Þetta tækifæri gæti ekki boðist aftur. 696 00:40:05,911 --> 00:40:06,828 Aldrei. 697 00:40:06,870 --> 00:40:08,664 Ef lyfin virka skil ég ekki... 698 00:40:08,705 --> 00:40:10,999 Kannski er leið... -Nei. 699 00:40:11,750 --> 00:40:14,878 Ég get ekki sagt það öðruvísi. 700 00:40:14,920 --> 00:40:16,046 Þú ert of veik. 701 00:40:17,339 --> 00:40:19,049 Mér þykir það leitt. 702 00:40:39,778 --> 00:40:40,946 Halló? 703 00:40:41,446 --> 00:40:43,282 Já, augnablik. 704 00:40:44,199 --> 00:40:47,119 Gus aftur. 705 00:40:49,621 --> 00:40:51,456 Hún er sofandi. 706 00:40:52,207 --> 00:40:54,001 Já, allt í lagi. 707 00:40:54,042 --> 00:40:55,919 Bless. 708 00:41:00,966 --> 00:41:02,259 Ég veit hvað þú hugsar. 709 00:41:04,094 --> 00:41:05,804 Þetta er ósanngjarnt. 710 00:41:06,263 --> 00:41:07,139 Það er rétt. 711 00:41:07,764 --> 00:41:09,725 Hann þarfnast þessa ekki. 712 00:41:09,766 --> 00:41:11,226 Enginn þarfnast þessa. 713 00:41:11,268 --> 00:41:13,061 Þetta er ekki þess virði. 714 00:41:13,645 --> 00:41:15,105 Nei, það er rétt. 715 00:41:16,148 --> 00:41:18,525 Við mamma þín vorum einmitt að segja það. 716 00:41:18,567 --> 00:41:21,403 Það er kannski tímabært að setja þig á götuna. 717 00:41:22,321 --> 00:41:25,574 Eða á munaðarleysingjahæli og láta þá fást við vandann. 718 00:41:26,658 --> 00:41:27,576 Mér er alvara. 719 00:41:29,161 --> 00:41:31,330 Við erum ekki viðkvæm. 720 00:41:48,138 --> 00:41:50,641 Halló? 721 00:41:50,682 --> 00:41:53,602 Þessi þögn er þrúgandi. 722 00:42:25,342 --> 00:42:27,177 Hazel Grace. 723 00:42:28,971 --> 00:42:31,098 Sæll, Augustus. 724 00:42:31,139 --> 00:42:33,475 Er allt í lagi? 725 00:42:41,733 --> 00:42:42,985 Nei. 726 00:42:44,403 --> 00:42:46,321 Hvað er að? 727 00:42:47,364 --> 00:42:49,157 Segðu mér það. 728 00:42:50,242 --> 00:42:51,910 Ég veit það ekki. 729 00:42:54,997 --> 00:42:56,748 Allt. 730 00:43:03,255 --> 00:43:06,508 Ég vil fara til Amsterdam. 731 00:43:06,550 --> 00:43:09,928 Ég vil að Van Houten segi okkur hvað gerist eftir að bókin endar. 732 00:43:15,601 --> 00:43:18,729 Og ég vil ekki þetta líf. 733 00:43:24,109 --> 00:43:26,486 Það er eiginlega himinninn. Hann gerir mig dapra. 734 00:43:26,528 --> 00:43:29,406 Og það er bjánaleg gömul róla 735 00:43:29,448 --> 00:43:33,035 sem pabbi smíðaði handa mér þegar ég var lítil og... 736 00:43:36,622 --> 00:43:39,041 Það er víst bara allt. 737 00:43:39,082 --> 00:43:43,712 Ég krefst þess að fá að sjá þessa tárarólu. 738 00:43:45,964 --> 00:43:47,424 Ég skil hvað þú meinar. 739 00:43:47,466 --> 00:43:49,927 Þetta er dapurleg róla. 740 00:43:54,640 --> 00:43:56,808 Þér er vonandi ljóst... 741 00:43:58,143 --> 00:44:02,773 þótt þú reynir að halda mér fjarri breytir það engu um tilfinningar mínar. 742 00:44:02,814 --> 00:44:06,443 Allar tilraunir til þess munu mistakast. 743 00:44:06,985 --> 00:44:08,153 Heyrðu. 744 00:44:10,322 --> 00:44:11,782 Ég kann vel við þig. 745 00:44:13,242 --> 00:44:16,411 Og mér finnst gaman að vera með þér og allt, 746 00:44:16,453 --> 00:44:19,414 en ég get ekki látið þetta ganga lengra. 747 00:44:20,666 --> 00:44:21,667 Af hverju ekki? 748 00:44:22,167 --> 00:44:23,710 Af því ég vil ekki særa þig. 749 00:44:23,752 --> 00:44:25,212 Mér væri sama. 750 00:44:25,254 --> 00:44:26,797 Nei, þú skilur það ekki. -Ég skil það. 751 00:44:26,838 --> 00:44:29,299 Þú skilur það ekki. -Ég veit hvað þú átt við. 752 00:44:29,341 --> 00:44:31,593 Ég segi að mér sé sama. 753 00:44:31,635 --> 00:44:34,388 Hjartasorg vegna þín væru forréttindi. 754 00:44:34,429 --> 00:44:36,348 Ég er tímasprengja. 755 00:44:41,144 --> 00:44:42,396 Einn daginn spring ég 756 00:44:42,437 --> 00:44:44,857 og eyði öllu sem fyrir verður og... 757 00:44:46,358 --> 00:44:50,529 Mér finnst að mér beri að halda skaðanum í lágmarki. 758 00:44:52,155 --> 00:44:53,866 Sprengja. 759 00:45:15,179 --> 00:45:20,184 Takk fyrir skilninginn... 760 00:45:20,225 --> 00:45:24,188 bara vinir. 761 00:45:24,229 --> 00:45:29,359 Allt í lagi. 762 00:45:29,401 --> 00:45:36,116 Allt í lagi. 763 00:45:36,158 --> 00:45:42,164 Ó, Guð! Hættu að daðra! 764 00:45:56,220 --> 00:46:00,265 "Kæra Hazel, fékk boð frá Álfkonunum 765 00:46:01,767 --> 00:46:05,521 um að þú komir með Augustus og mömmu þinni þann fjórða." 766 00:46:05,562 --> 00:46:08,315 Lidewij Vliegenthart aðstoðarkona Peters Van Houten 767 00:46:08,357 --> 00:46:09,900 Mamma? 768 00:46:09,942 --> 00:46:11,318 Já? 769 00:46:11,360 --> 00:46:12,694 Mamma! 770 00:46:14,238 --> 00:46:15,989 Hvað er að? -Fyrirgefðu. 771 00:46:16,031 --> 00:46:17,824 Nei, ég var bara í baði. 772 00:46:17,866 --> 00:46:21,411 Sagðirðu Álfkonunum að við hefðum hætt við ferðina? 773 00:46:21,453 --> 00:46:23,372 Því aðstoðarkona Van Houtens sendi mér póst 774 00:46:23,413 --> 00:46:26,208 og sagðist halda að við kæmum. 775 00:46:28,961 --> 00:46:30,295 Hvað? 776 00:46:31,296 --> 00:46:34,299 Við pabbi þinn ætluðum að segja þér það saman. 777 00:46:35,050 --> 00:46:35,759 Mamma. 778 00:46:36,051 --> 00:46:37,719 Við förum til Amsterdam. 779 00:46:38,554 --> 00:46:41,431 Förum við til Amsterdam? 780 00:46:41,473 --> 00:46:43,225 Við förum til Amsterdam. 781 00:46:43,267 --> 00:46:45,602 Við gengum frá öllu. Við förum. 782 00:46:45,644 --> 00:46:48,105 María læknir og allir vita það. 783 00:46:48,146 --> 00:46:51,024 En bara í þrjá daga, ekki sex. -Almáttugur. 784 00:46:51,066 --> 00:46:54,278 Allt frágengið. Við höfum æxlasérfræðing þar. 785 00:46:54,319 --> 00:46:56,113 Það er allt tilbúið. 786 00:46:58,490 --> 00:47:00,784 Mér þykir svo vænt um þig. 787 00:47:01,660 --> 00:47:03,662 Og mér um þig. 788 00:47:11,420 --> 00:47:13,088 Sestu niður. -Við förum til Amsterdam. 789 00:47:13,130 --> 00:47:15,257 Við förum til Amsterdam. 790 00:47:22,014 --> 00:47:23,557 Við förum til Amsterdam. -Þú getur talað við mig. 791 00:47:23,599 --> 00:47:24,516 Þú þarft að hringja. 792 00:47:27,769 --> 00:47:29,521 Hringdu í hann! 793 00:47:36,612 --> 00:47:40,115 Jæja, lungu, þið hagið ykkur vel í viku. 794 00:47:40,157 --> 00:47:42,868 Skiljið þið það? Eina viku enn. 795 00:47:52,502 --> 00:47:59,468 Halló, Gus. Vonandi er vegabréfið tilbúið! 796 00:48:10,562 --> 00:48:14,900 Allt gengur glimrandi vel! 797 00:48:19,988 --> 00:48:22,074 Bíddu, maturinn. -Hverju gleymdirðu? 798 00:48:23,575 --> 00:48:26,203 Ertu með vegabréfið mitt? -Já, ég er með það. 799 00:48:37,589 --> 00:48:39,049 Eins og ég sagði við Álfkonurnar: 800 00:48:39,091 --> 00:48:41,844 "Ég ferðast með stæl eða alls ekki." 801 00:48:43,554 --> 00:48:44,721 Við förum til Amsterdam! 802 00:48:44,763 --> 00:48:47,349 Við förum til Amsterdam núna. 803 00:48:48,016 --> 00:48:49,768 Halló, fjölskylda. 804 00:48:51,103 --> 00:48:53,522 Sæll, Gus. Gaman að sjá þig. 805 00:48:54,356 --> 00:48:55,524 Ég tek þetta. 806 00:48:55,566 --> 00:48:57,276 Þú ert svo uppfinningasamur. 807 00:48:58,235 --> 00:49:01,572 Allt í lagi, Hazel Grace? -Allt í lagi! 808 00:49:10,122 --> 00:49:11,790 Hefurðu aldrei flogið áður? 809 00:49:12,749 --> 00:49:13,375 Nei. 810 00:49:14,209 --> 00:49:15,878 Það er spennandi. 811 00:49:22,134 --> 00:49:22,718 Fyrirgefðu. 812 00:49:23,802 --> 00:49:25,220 Reykingar eru bannaðar hér. 813 00:49:25,262 --> 00:49:26,263 Og í öllu flugi. 814 00:49:26,597 --> 00:49:28,098 Ég reyki ekki. 815 00:49:28,140 --> 00:49:29,933 Það er myndlíking. 816 00:49:29,975 --> 00:49:31,268 Hann setur það sem drepur í munninn 817 00:49:31,310 --> 00:49:32,895 en gefur því ekki mátt til að drepa. 818 00:49:32,936 --> 00:49:35,814 Sú myndlíking er bönnuð í þessu flugi. 819 00:49:36,481 --> 00:49:38,483 Flugfreyjur, tilbúnar fyrir flugtak. 820 00:49:39,151 --> 00:49:40,235 Takk. 821 00:49:42,112 --> 00:49:43,280 Allt í lagi? 822 00:49:44,323 --> 00:49:47,159 Svona er að sitja í bíl hjá þér. 823 00:50:00,339 --> 00:50:01,965 Guð, við fljúgum. 824 00:50:02,007 --> 00:50:03,467 Guð, við fljúgum. 825 00:50:03,759 --> 00:50:05,093 Við fljúgum. 826 00:50:05,928 --> 00:50:07,095 Sjáðu jörðina! 827 00:50:07,137 --> 00:50:08,597 Sjáðu. 828 00:50:08,639 --> 00:50:11,850 Það hefur aldrei neitt litið svona út í allri sögu mannsins! 829 00:50:12,851 --> 00:50:14,686 Sjáðu bílana. Þeir eru eins og... 830 00:50:16,688 --> 00:50:18,607 Þið eruð svo yndisleg. 831 00:50:18,649 --> 00:50:20,317 Við erum bara vinir. 832 00:50:20,609 --> 00:50:22,444 Já, hún, en ekki ég. 833 00:50:24,321 --> 00:50:25,364 Ja hérna! 834 00:50:42,089 --> 00:50:44,258 Láttu hana vera, tík! 835 00:51:09,992 --> 00:51:11,869 Sjáðu þetta, Hazel. 836 00:51:13,078 --> 00:51:14,496 Þetta er svo æðislegt. 837 00:51:46,862 --> 00:51:47,988 Hvað? 838 00:51:48,030 --> 00:51:52,284 Sjáðu steinda glerið. Það er ótrúlegt. 839 00:51:52,326 --> 00:51:53,994 Ég ætla að innskrá okkur. 840 00:52:01,793 --> 00:52:03,420 Þið þurfið að klæða ykkur 841 00:52:05,214 --> 00:52:09,259 því þið eigið pantað borð á Oranjee í kvöld. 842 00:52:09,301 --> 00:52:13,430 Hér stendur: "Njótið vel. Peter Van Houten." 843 00:52:13,889 --> 00:52:16,892 Ég fletti því upp og það hljómar rosalega vel. 844 00:52:16,934 --> 00:52:20,979 Í bæklingnum segir að það sé flott og mjög rómantískt. 845 00:52:22,147 --> 00:52:24,233 Já. Flott. 846 00:52:24,525 --> 00:52:26,276 Ó, Guð. 847 00:52:26,777 --> 00:52:28,987 En í hverju... 848 00:52:30,489 --> 00:52:32,282 í hverju ætlarðu að fara? 849 00:52:33,534 --> 00:52:34,952 Er þetta handa mér? 850 00:52:41,625 --> 00:52:43,627 Guð. Þetta er svo fallegt. 851 00:52:43,669 --> 00:52:45,254 Ég segi það bara. 852 00:52:46,380 --> 00:52:48,090 Segirðu það bara? 853 00:52:48,131 --> 00:52:50,175 Meinarðu að þér finnist allt í lagi 854 00:52:50,217 --> 00:52:53,679 að dóttir þín á táningsaldri fari út með eldri strák 855 00:52:53,720 --> 00:52:56,890 í borg sem er fræg fyrir sukk og ólifnað? 856 00:52:58,225 --> 00:53:01,937 Já, ég meina það. 857 00:53:09,570 --> 00:53:10,988 Gus! 858 00:53:12,197 --> 00:53:13,740 Þú ert svo myndarlegur! 859 00:53:14,241 --> 00:53:16,410 Þakka þér fyrir. 860 00:53:16,451 --> 00:53:18,412 Gus er kominn. 861 00:53:18,453 --> 00:53:20,497 Hann er svo flottur! 862 00:53:21,832 --> 00:53:25,669 Þessi staður er víst ótrúlegur. 863 00:53:37,806 --> 00:53:38,974 Hvað? 864 00:53:42,644 --> 00:53:44,188 Þú ert glæsileg. 865 00:53:47,983 --> 00:53:49,109 Takk. 866 00:54:30,817 --> 00:54:32,027 Það er hérna. 867 00:54:33,403 --> 00:54:34,780 Oranjee. Já, það er hér. 868 00:54:43,830 --> 00:54:46,166 Borðið ykkar, herra og frú Waters. 869 00:54:47,084 --> 00:54:48,293 Takk fyrir. 870 00:54:51,046 --> 00:54:52,214 Takk, Gus. 871 00:54:52,256 --> 00:54:53,674 Ekkert að þakka. 872 00:54:58,387 --> 00:55:00,931 Við bjóðum kampavínið. Njótið vel. 873 00:55:00,973 --> 00:55:01,932 Takk fyrir. 874 00:55:02,516 --> 00:55:03,767 Gott kvöld. 875 00:55:19,199 --> 00:55:20,784 Allt í lagi? 876 00:55:20,826 --> 00:55:21,618 Allt í lagi. 877 00:55:34,506 --> 00:55:36,383 Þetta er ótrúlegt. 878 00:55:36,425 --> 00:55:39,761 Vitið þið hvað Dom Pérignon sagði þegar hann fann upp kampavínið? 879 00:55:40,596 --> 00:55:43,932 "Komið fljótt, ég er að bragða á stjörnunum." 880 00:55:45,976 --> 00:55:47,561 Velkomin á Oranjee. 881 00:55:47,603 --> 00:55:51,106 Viljið þið matseðil eða fá það sem kokkurinn mælir með? 882 00:55:52,065 --> 00:55:54,318 Val kokksins hljómar vel. 883 00:55:55,235 --> 00:55:56,862 Og fyrirgefðu, 884 00:55:56,904 --> 00:56:00,824 mig grunar að við munum þurfa meira af þessu. 885 00:56:00,866 --> 00:56:04,494 Við settum allar stjörnurnar á flöskur fyrir ykkur, ungu vinir. 886 00:56:11,210 --> 00:56:13,045 Þetta er víst handa okkur. 887 00:56:14,171 --> 00:56:16,048 Risotto með drekagulrótum fyrir dömuna. 888 00:56:16,089 --> 00:56:17,508 Takk. 889 00:56:19,259 --> 00:56:20,219 Og fyrir herrann. 890 00:56:20,802 --> 00:56:21,637 Takk. 891 00:56:21,678 --> 00:56:22,638 Njótið vel. 892 00:56:33,065 --> 00:56:36,777 Ég vil að þessi hrísgrjónaréttur verði að manneskju 893 00:56:36,818 --> 00:56:38,904 svo ég geti farið með hana til Vegas og kvænst henni. 894 00:56:45,702 --> 00:56:47,079 Fötin þín eru falleg. 895 00:56:47,120 --> 00:56:49,456 Takk. Ég fór í þau í fyrsta sinn. 896 00:56:49,498 --> 00:56:50,874 Eru þetta ekki jarðarfararfötin þín? 897 00:56:51,208 --> 00:56:52,209 Nei. 898 00:56:52,251 --> 00:56:53,919 Þau eru ekki svona fín. 899 00:56:54,962 --> 00:56:56,421 Þegar ég veiktist 900 00:56:56,838 --> 00:56:59,550 var mér sagt að það væru 85% líkur á að ég læknaðist. 901 00:57:00,592 --> 00:57:01,635 Góðar líkur. 902 00:57:01,969 --> 00:57:04,888 En það þýddi kvalir í ár, missi fótleggsins 903 00:57:04,930 --> 00:57:07,266 og samt 15% líkur á að það mistækist. 904 00:57:08,141 --> 00:57:09,351 Rétt fyrir aðgerðina 905 00:57:09,601 --> 00:57:13,605 spurði ég pabba og mömmu hvort ég mætti kaupa falleg jakkaföt. 906 00:57:14,273 --> 00:57:15,357 Svo þetta eru dánarfötin þín. 907 00:57:15,816 --> 00:57:17,067 Nákvæmlega. 908 00:57:17,109 --> 00:57:19,987 Ég fékk svoleiðis föt á 15 ára afmælinu mínu. 909 00:57:20,028 --> 00:57:21,280 Kjól. 910 00:57:21,905 --> 00:57:25,492 Ég held samt ekki að ég færi í honum á stefnumót. 911 00:57:27,452 --> 00:57:28,745 Erum við á stefnumóti? 912 00:57:31,373 --> 00:57:33,500 Passaðu þig nú. 913 00:57:34,877 --> 00:57:36,795 Við erum herra og frú Waters. 914 00:57:37,671 --> 00:57:39,006 Það er bara af því hún talar ekki ensku. 915 00:57:39,047 --> 00:57:42,551 Við ættum samt að segja það ef einhver spyr. 916 00:57:42,593 --> 00:57:44,970 Manstu hvað þú sagðir um Vegas? -Já. 917 00:57:45,012 --> 00:57:46,889 Heldurðu að ég gæti verið með í því? 918 00:57:47,806 --> 00:57:48,932 Guð? 919 00:57:49,224 --> 00:57:50,350 Kannski. 920 00:57:51,226 --> 00:57:52,060 En engla? 921 00:57:52,102 --> 00:57:52,936 Nei. 922 00:57:52,978 --> 00:57:54,021 Líf eftir dauða? 923 00:57:54,938 --> 00:57:57,232 Nei. Kannski. Ég veit það ekki. 924 00:57:57,524 --> 00:57:59,359 Ég myndi ekki segja, nei 925 00:57:59,401 --> 00:58:01,945 en ég myndi vilja fá sönnun. 926 00:58:03,322 --> 00:58:04,781 Hvað með þig? 927 00:58:05,073 --> 00:58:07,075 Algjörlega. -Virkilega? 928 00:58:07,117 --> 00:58:09,870 Ekki paradís þar sem þú ríður einhyrningi 929 00:58:09,912 --> 00:58:12,122 og býrð á glæsisetri úr skýjum, 930 00:58:12,164 --> 00:58:15,334 en ég trúi samt á eitthvað. 931 00:58:15,918 --> 00:58:19,421 Til hvers er það annars allt? 932 00:58:21,048 --> 00:58:23,217 Kannski er það ekki til neins. 933 00:58:23,550 --> 00:58:25,052 Ég samþykki það ekki. 934 00:58:30,891 --> 00:58:33,060 Ég er ástfanginn af þér. 935 00:58:36,230 --> 00:58:37,523 Þú heyrðir það. 936 00:58:42,486 --> 00:58:43,570 Augustus... 937 00:58:43,612 --> 00:58:45,072 Ég er ástfanginn af þér. 938 00:58:45,864 --> 00:58:47,658 Ég veit að ástin er bara hróp í tóminu 939 00:58:47,699 --> 00:58:49,451 og að gleymskan er óumflýjanleg. 940 00:58:49,493 --> 00:58:51,119 Og við erum öll dauðadæmd 941 00:58:51,161 --> 00:58:53,872 og að einhvern tíma 942 00:58:54,540 --> 00:58:57,417 verður allt okkar strit að engu. 943 00:58:59,336 --> 00:59:03,423 Og að sólin mun gleypa einu jörðina sem við eigum. 944 00:59:03,966 --> 00:59:05,717 Og ég er ástfanginn af þér. 945 00:59:09,513 --> 00:59:10,639 Fyrirgefðu. 946 00:59:22,150 --> 00:59:23,318 Meiri stjörnur? 947 00:59:24,528 --> 00:59:25,654 Nei, takk. 948 00:59:25,696 --> 00:59:27,906 Við fáum bara reikninginn. 949 00:59:27,948 --> 00:59:28,782 Nei, herra. 950 00:59:29,157 --> 00:59:31,702 Herra Van Houten greiddi reikninginn. 951 00:59:37,082 --> 00:59:38,542 Hvað? 952 01:00:28,133 --> 01:00:31,762 Ég skil ekki þennan bol. 953 01:00:33,263 --> 01:00:35,307 Van Houten mun skilja hann. 954 01:00:35,557 --> 01:00:39,228 Það eru 50 tilvísanir í Magritte í bókinni hans. 955 01:00:39,269 --> 01:00:41,522 "Þetta er ekki pípa." 956 01:00:41,813 --> 01:00:42,898 En það er pípa. 957 01:00:43,148 --> 01:00:44,441 En samt ekki. 958 01:00:45,400 --> 01:00:47,903 Þetta er teikning af pípu. Sérðu? 959 01:00:48,529 --> 01:00:50,489 Teikning af hlut er ekki sjálfur hluturinn. 960 01:00:50,531 --> 01:00:54,826 Og ekki heldur bolur með teikningu af hlut. 961 01:00:54,868 --> 01:00:58,372 Þú þarna. Hvenær varðstu svona fullorðin? 962 01:01:02,876 --> 01:01:04,294 Hver er tilbúinn að fá svör? 963 01:01:05,212 --> 01:01:06,588 Ég! 964 01:01:30,445 --> 01:01:31,530 Það er hérna. 965 01:01:32,030 --> 01:01:34,241 Ég er svo spennt að ég næ varla andanum. 966 01:01:34,950 --> 01:01:36,451 Ólíkt og vanalega? 967 01:01:37,202 --> 01:01:38,495 Þegiðu bara. 968 01:01:44,960 --> 01:01:46,712 Lidewij? 969 01:01:49,339 --> 01:01:50,799 Sæl. -Sæl, ég heiti Augustus. 970 01:01:52,217 --> 01:01:54,636 Lidewij. -Hazel. 971 01:01:54,678 --> 01:01:55,888 Gjörið þið svo vel. 972 01:01:55,929 --> 01:01:56,930 Takk fyrir. 973 01:01:57,639 --> 01:01:59,308 Peter! Þau eru komin! 974 01:01:59,349 --> 01:02:01,393 Hver í fjandanum eru "þau"? 975 01:02:02,144 --> 01:02:05,522 Þau eru Augustus og Hazel. 976 01:02:05,564 --> 01:02:07,482 Ungu aðdáendurnir sem þú hefur skrifast á við. 977 01:02:08,275 --> 01:02:09,651 Frá Bandaríkjunum? 978 01:02:09,693 --> 01:02:11,195 Þú bauðst þeim. 979 01:02:12,362 --> 01:02:13,947 Komið þið inn. 980 01:02:13,989 --> 01:02:15,824 Þú veist af hverju ég fór frá Bandaríkjunum. 981 01:02:17,367 --> 01:02:19,912 Til að þurfa aldrei að hitta Bandaríkjamenn. 982 01:02:20,913 --> 01:02:22,497 Þú ert bandarískur. 983 01:02:23,081 --> 01:02:24,499 Óhjákvæmilega. 984 01:02:24,541 --> 01:02:25,959 Láttu þau fara. 985 01:02:27,044 --> 01:02:28,921 Ég geri það ekki. 986 01:02:29,338 --> 01:02:30,923 Vertu almennilegur. 987 01:02:31,423 --> 01:02:33,008 Komið þið inn. 988 01:02:41,099 --> 01:02:43,936 Ég skal rýma hér fyrir ykkur. 989 01:02:47,773 --> 01:02:49,066 Takk fyrir. 990 01:02:53,278 --> 01:02:55,781 Hvort ykkar er Augustus Waters? 991 01:02:56,490 --> 01:02:57,449 Það er ég. 992 01:02:59,117 --> 01:03:00,494 Og þetta er Hazel. 993 01:03:03,747 --> 01:03:07,125 Þakka þér fyrir að svara skrifunum okkar. 994 01:03:07,167 --> 01:03:08,961 Það var greinilega dómgreindarleysi. 995 01:03:09,002 --> 01:03:12,840 Þið eruð þau fyrstu sem ég svara og sjáið hvert það leiddi. 996 01:03:12,881 --> 01:03:14,007 Viskí? 997 01:03:15,717 --> 01:03:16,802 Nei, takk. 998 01:03:17,970 --> 01:03:19,596 Bara fyrir mig, Lidewij. 999 01:03:19,638 --> 01:03:21,598 Annan viskí og sóda. 1000 01:03:24,560 --> 01:03:26,728 Viltu kannski morgunmat áður? 1001 01:03:26,770 --> 01:03:28,397 Hún heldur að ég sé drykkjusjúkur. 1002 01:03:30,148 --> 01:03:32,192 Ég held líka að jörðin sé hnöttótt. 1003 01:03:38,532 --> 01:03:41,243 Svo þið eruð hrifin af bókinni. 1004 01:03:41,660 --> 01:03:42,578 Við dýrkum hana. -Já. 1005 01:03:42,619 --> 01:03:44,037 Við dýrkum hana. 1006 01:03:44,329 --> 01:03:48,750 Augustus notaði sína ósk til að hitta þig svo við gætum spjallað. 1007 01:03:48,792 --> 01:03:49,626 Enginn þrýstingur. 1008 01:03:51,253 --> 01:03:54,214 Klæddirðu þig viljandi eins og hún? 1009 01:03:55,924 --> 01:03:56,592 Eiginlega. 1010 01:03:57,634 --> 01:04:02,389 Og við viljum þakka þér innilega fyrir matinn í gær. 1011 01:04:02,431 --> 01:04:04,099 Og kampavínið. 1012 01:04:04,141 --> 01:04:05,142 Það var ótrúlegt. 1013 01:04:05,434 --> 01:04:06,852 Það var töfrandi. 1014 01:04:06,894 --> 01:04:08,687 Buðum við þeim kvöldmat í gær? 1015 01:04:09,313 --> 01:04:11,023 Með mestu ánægju. 1016 01:04:15,360 --> 01:04:16,361 Þið komuð langa leið. 1017 01:04:18,488 --> 01:04:20,365 Hvað get ég gert fyrir ykkur? 1018 01:04:20,782 --> 01:04:22,618 Við höfum spurningar. 1019 01:04:22,659 --> 01:04:25,537 Um það sem gerist í lok bókarinnar. 1020 01:04:25,954 --> 01:04:28,457 Sérstaklega fólkið hennar Önnu. 1021 01:04:28,498 --> 01:04:30,709 Mömmu hennar, Túlípanamanninn... 1022 01:04:30,751 --> 01:04:33,212 Þekkið þið sænskt hipp-hopp? 1023 01:04:34,838 --> 01:04:36,507 Mjög lítið. 1024 01:04:37,257 --> 01:04:41,136 Lidewij, spilaðu Bomfalleralla strax. 1025 01:04:43,096 --> 01:04:44,473 Allt í lagi. 1026 01:05:38,527 --> 01:05:39,903 Við tölum ekki sænsku. 1027 01:05:39,945 --> 01:05:41,363 Hver talar eiginlega sænsku? 1028 01:05:41,405 --> 01:05:44,783 Það skiptir ekki miklu hvað þeir segja 1029 01:05:44,825 --> 01:05:46,994 heldur tilfinningin þeirra. 1030 01:05:59,548 --> 01:06:01,133 Ertu að fíflast í okkur? 1031 01:06:01,175 --> 01:06:03,677 Er þetta einhver uppákoma? 1032 01:06:04,553 --> 01:06:05,679 Sestu, Gus. 1033 01:06:14,980 --> 01:06:16,523 Svo í lok bókarinnar er Anna... 1034 01:06:16,565 --> 01:06:19,151 Segjum að þú sért í kapphlaupi við skjaldböku. 1035 01:06:19,776 --> 01:06:22,821 Skjaldbakan hefur 10 metra forskot. 1036 01:06:22,863 --> 01:06:24,781 Þann tíma sem tekur þig að hlaupa 10 metra 1037 01:06:24,823 --> 01:06:28,243 hefur hún farið einn metra og svo framvegis í það óendanlega. 1038 01:06:28,285 --> 01:06:31,914 Þú hleypur hraðar en skjaldbakan en þú nærð henni aldrei. 1039 01:06:31,955 --> 01:06:34,541 Þú getur bara saxað á forskotið. 1040 01:06:34,583 --> 01:06:37,211 Auðvitað geturðu hlaupið fram úr skjaldböku 1041 01:06:37,252 --> 01:06:40,422 ef þú hugsar ekki um það tæknilega. 1042 01:06:41,006 --> 01:06:45,219 En spurningin um "hvernig" reynist svo flókin 1043 01:06:45,260 --> 01:06:47,262 að enginn svaraði henni 1044 01:06:47,304 --> 01:06:52,392 þar til Cantor sannaði að óendanleiki er ekki allur jafnstór. 1045 01:06:55,687 --> 01:06:58,899 Ég býst við að það svari spurningunni. 1046 01:07:01,527 --> 01:07:03,862 Hazel, ég veit ekki um hvað hann er að tala. 1047 01:07:03,904 --> 01:07:07,157 Samt virtistu svo greindur í skrifum þínum. 1048 01:07:07,908 --> 01:07:09,868 Er krabbameinið komið í heilann? 1049 01:07:11,954 --> 01:07:12,871 Peter. 1050 01:07:15,415 --> 01:07:17,376 Getum við aðeins talað um Önnu? 1051 01:07:19,169 --> 01:07:22,047 Ég skil að sagan endar í miðri setningu 1052 01:07:22,089 --> 01:07:25,801 af því hún deyr eða er of veik til að halda áfram... 1053 01:07:25,843 --> 01:07:27,845 Ég hef ekki áhuga á að tala um þessa bók. 1054 01:07:27,886 --> 01:07:30,097 En það þýðir samt ekki að fólkið hennar eigi ekki framtíð. 1055 01:07:30,138 --> 01:07:31,390 Er það? 1056 01:07:32,683 --> 01:07:34,059 Ég sagðist ekki hafa áhuga. 1057 01:07:34,101 --> 01:07:35,477 En þú lofaðir því! 1058 01:07:35,519 --> 01:07:37,771 Það gerist ekkert! Þau eru uppspuni! 1059 01:07:37,813 --> 01:07:40,023 Þau hætta að vera til um leið og sagan endar. 1060 01:07:40,065 --> 01:07:41,775 Það getur ekki verið! 1061 01:07:41,817 --> 01:07:43,652 Kannski í bókmenntalegum skilningi... 1062 01:07:43,694 --> 01:07:45,237 Ég get þetta ekki, Lidewij. 1063 01:07:45,279 --> 01:07:49,032 Það er ómögulegt annað en að hugsa... -Ég læt ekki undan dyntum þínum. 1064 01:07:49,074 --> 01:07:51,952 Ég neita að vorkenna þér eins og þú ert vön. 1065 01:07:51,994 --> 01:07:53,954 Ég vil enga meðaumkvun. -Jú, víst! 1066 01:07:53,996 --> 01:07:56,456 Tilvera þín veltur á henni eins og allra veikra krakka. 1067 01:07:56,498 --> 01:07:59,376 Örlögin ætla þér að lifa lífinu... -Peter! 1068 01:07:59,418 --> 01:08:01,587 eins og barnið sem þú varst þegar veikin greindist. 1069 01:08:01,628 --> 01:08:05,424 Barn sem trúir að til sé líf eftir að skáldsaga endar. 1070 01:08:05,465 --> 01:08:07,050 Og fullorðnir vorkenna ykkur. 1071 01:08:07,092 --> 01:08:10,554 Svo við greiðum meðferð, súrefnistækin ykkar. 1072 01:08:10,596 --> 01:08:11,930 Nú er nóg komið. 1073 01:08:11,972 --> 01:08:16,059 Þið eruð aukaverkanir á þróunarferli 1074 01:08:16,101 --> 01:08:18,352 sem skeytir engu um líf einstaklinga. 1075 01:08:18,395 --> 01:08:20,731 Þið eruð tilraun til stökkbreytingar sem mistókst. 1076 01:08:24,401 --> 01:08:25,651 Heyrðu, skítbuxi... 1077 01:08:25,985 --> 01:08:28,238 þú getur ekki sagt mér neitt um minn sjúkdóm 1078 01:08:28,280 --> 01:08:29,530 sem ég veit ekki. 1079 01:08:30,115 --> 01:08:32,492 Ég kom hingað aðeins í einum tilgangi. 1080 01:08:32,868 --> 01:08:37,079 Að þú segir mér hvað gerist í lok fjandans bókarinnar! 1081 01:08:37,372 --> 01:08:38,539 Ég get ekki sagt það. 1082 01:08:38,582 --> 01:08:39,749 Kjaftæði! -Ég get það ekki. 1083 01:08:39,791 --> 01:08:41,168 Skáldaðu þá eitthvað! 1084 01:08:43,128 --> 01:08:44,880 Ég vil að þið farið. 1085 01:09:02,271 --> 01:09:03,774 Hefurðu nokkurn tíma hugsað um 1086 01:09:03,815 --> 01:09:06,568 af hverju þér er svona annt um þessar kjánalegu spurningar? 1087 01:09:06,610 --> 01:09:08,403 Farðu til andskotans. 1088 01:09:22,042 --> 01:09:24,293 Þetta er allt í lagi. 1089 01:09:24,336 --> 01:09:25,503 Það er allt í lagi. 1090 01:09:26,213 --> 01:09:27,631 Ég skal skrifa framhald. 1091 01:09:28,673 --> 01:09:30,133 Ég skal skrifa framhaldið. 1092 01:09:30,175 --> 01:09:32,927 Það verður betra en nokkuð sem þessi fyllibytta skrifar. 1093 01:09:33,637 --> 01:09:36,807 Ég hef blóð og kjark og fórnir. 1094 01:09:36,849 --> 01:09:37,975 Þú verður hrifin. 1095 01:09:40,394 --> 01:09:42,563 Verst að ég eyddi óskinni þinni í þennan asna. 1096 01:09:42,604 --> 01:09:45,190 Þú eyddir henni ekki í hann heldur okkur. 1097 01:09:50,279 --> 01:09:52,322 Hazel og Augustus! 1098 01:09:53,699 --> 01:09:54,825 Mér þykir þetta leitt. 1099 01:09:56,243 --> 01:09:58,829 Kringumstæður gerðu hann grimman. 1100 01:09:59,496 --> 01:10:01,248 Ég hélt það myndi hjálpa að hann hitti ykkur, 1101 01:10:01,540 --> 01:10:04,668 að hann sæi að verk hans hefði áhrif á fólk. 1102 01:10:04,710 --> 01:10:08,839 En mér þykir það leitt. 1103 01:10:09,965 --> 01:10:13,218 Við gætum skoðað okkur um. Hafið þið séð hús Önnu Frank? 1104 01:10:13,260 --> 01:10:15,596 Ég fer ekkert með þessum manni. -Nei. 1105 01:10:16,138 --> 01:10:17,848 Honum er ekki boðið. 1106 01:10:28,317 --> 01:10:30,527 Því miður er engin lyfta. 1107 01:10:31,945 --> 01:10:34,907 Það er allt í lagi. -Það eru margir stigar. 1108 01:10:34,948 --> 01:10:36,074 Brattir stigar. -Ég ræð við það. 1109 01:10:36,116 --> 01:10:39,036 Við þurfum ekki... -Ég get það. 1110 01:10:39,077 --> 01:10:40,245 Förum. 1111 01:10:44,208 --> 01:10:48,712 Frank-fjölskyldan kom frá Frankfurt í Þýskalandi. 1112 01:10:48,754 --> 01:10:51,673 Dagbók Önnu Frank varð heimsfræg. 1113 01:10:52,591 --> 01:10:55,344 Lífið er erfitt á tímum sem þessum. 1114 01:10:55,928 --> 01:10:59,723 Það er furða að ég hafi ekki gleymt öllum hugsjónum. 1115 01:10:59,765 --> 01:11:02,601 Þær virðast svo fáránlegar og óraunsæjar 1116 01:11:03,268 --> 01:11:06,104 en samt held ég fast í þær því ég trúi ennþá, 1117 01:11:06,939 --> 01:11:11,360 þrátt fyrir allt, að innst inni sé fólk gott. 1118 01:11:12,027 --> 01:11:15,072 Það er ómögulegt fyrir mig að byggja upp líf mitt... 1119 01:11:20,452 --> 01:11:21,578 Eigum við? 1120 01:11:22,120 --> 01:11:23,956 Já. 1121 01:11:27,918 --> 01:11:31,046 Ég skal bera þetta. -Ég get það. 1122 01:11:49,439 --> 01:11:52,818 Þetta er bókaskápurinn sem faldi Frank-fólkið. 1123 01:12:15,090 --> 01:12:17,926 Ég skal taka það. -Takk. 1124 01:12:21,013 --> 01:12:24,141 Við erum of ung til að kljást við þessi vandamál 1125 01:12:24,183 --> 01:12:26,894 en þau þröngva sér upp á okkur 1126 01:12:26,935 --> 01:12:30,981 þar til við neyðumst loks til að finna lausn. 1127 01:12:31,023 --> 01:12:33,609 Er allt í lagi, Hazel? -Já. 1128 01:12:33,859 --> 01:12:35,277 Farðu bara rólega. 1129 01:12:35,319 --> 01:12:37,029 Fyrirgefið. 1130 01:12:41,700 --> 01:12:44,995 Ég þrái að hjóla, dansa, sjá heiminn, 1131 01:12:45,037 --> 01:12:48,332 vera ung og frjáls. 24. desember 1943. 1132 01:12:48,373 --> 01:12:51,835 En samt, þegar ég horfi á himininn 1133 01:12:51,877 --> 01:12:55,672 finnst mér sem allt muni breytast til hins betra. 1134 01:12:55,714 --> 01:12:58,675 Að þessari grimmd muni ljúka. 1135 01:12:58,717 --> 01:13:01,970 Er allt í lagi? -Já. 1136 01:13:20,030 --> 01:13:21,949 Ég held að það sé nóg komið. 1137 01:13:21,990 --> 01:13:23,242 Þú þarft ekki... Veistu? 1138 01:13:24,701 --> 01:13:26,745 Ég get þetta. 1139 01:13:34,753 --> 01:13:37,589 Allt er eins og vera ber. 1140 01:13:42,845 --> 01:13:45,931 Guð vill að fólk sé hamingjusamt. 1141 01:13:47,516 --> 01:13:48,475 Þar sem er von... 1142 01:13:48,517 --> 01:13:49,601 Hazel. 1143 01:13:52,688 --> 01:13:54,064 ...þar er líf. 1144 01:14:09,121 --> 01:14:10,122 Gott hjá þér. 1145 01:14:11,290 --> 01:14:13,458 Allt í lagi? -Já. 1146 01:14:14,209 --> 01:14:16,628 Það er hér, sjáðu. 1147 01:14:20,716 --> 01:14:22,176 Allt í lagi? 1148 01:14:22,217 --> 01:14:24,803 Já. Almáttugur. 1149 01:14:26,305 --> 01:14:27,472 Takk. 1150 01:14:38,483 --> 01:14:41,236 Sá eini í fjölskyldunni sem lifði af var Otto. 1151 01:14:43,322 --> 01:14:45,282 Faðir Önnu. 1152 01:14:46,992 --> 01:14:48,493 Á slíkum stundum... 1153 01:14:49,661 --> 01:14:52,080 get ég ekki hugsað um vanlíðan mína 1154 01:14:52,664 --> 01:14:54,791 heldur fegurðina sem enn er eftir. 1155 01:14:57,502 --> 01:15:01,089 Reyndu að endurvekja hamingju þína. 1156 01:15:01,840 --> 01:15:05,135 Hugsaðu um fegurðina í öllu umhverfis þig 1157 01:15:07,262 --> 01:15:09,348 og finndu hamingjuna. 1158 01:15:52,391 --> 01:15:53,851 Húrra. 1159 01:16:07,573 --> 01:16:10,409 Ég varð ástfangin af honum eins og maður sofnar. 1160 01:16:12,077 --> 01:16:15,873 Rólega og svo allt í einu. 1161 01:16:38,270 --> 01:16:42,441 Hann endar bara þar sem hnéð ætti að vera 1162 01:16:43,192 --> 01:16:46,361 og smáhverfur. -Hvað? 1163 01:16:46,403 --> 01:16:48,113 Fótleggurinn. 1164 01:16:48,697 --> 01:16:50,908 Bara svo þú sért viðbúin. 1165 01:16:51,366 --> 01:16:55,579 Gus. Vertu ekki svona upptekinn af sjálfum þér. 1166 01:17:11,929 --> 01:17:12,888 Bíddu. 1167 01:17:12,930 --> 01:17:15,641 Hann er fastur. 1168 01:17:24,942 --> 01:17:27,945 Ég elska þig svo heitt, Augustus Waters. 1169 01:17:27,986 --> 01:17:30,489 Ég elska þig líka, Hazel Grace. 1170 01:17:30,989 --> 01:17:33,075 Svo óskaplega heitt. 1171 01:17:41,750 --> 01:17:43,794 Ég get ekki andað. 1172 01:17:45,003 --> 01:17:46,588 Það er allt í lagi. 1173 01:17:56,014 --> 01:17:57,474 Hazel. 1174 01:18:02,980 --> 01:18:04,565 Þú ert svo falleg. 1175 01:18:04,606 --> 01:18:05,774 Hættu. 1176 01:18:05,816 --> 01:18:07,693 Nei, þú ert svo falleg. 1177 01:18:08,861 --> 01:18:11,113 Ég er svo heppinn. 1178 01:18:11,154 --> 01:18:13,031 Ég er svo heppin. 1179 01:19:21,099 --> 01:19:22,226 Elsku Augustus... HREINIR SVEINAR 1180 01:19:22,267 --> 01:19:24,061 18 ára einfættir strákar. 1181 01:19:24,102 --> 01:19:25,395 Þín Hazel Grace 1182 01:19:28,273 --> 01:19:29,191 Almáttugur. 1183 01:19:32,110 --> 01:19:33,904 Ég trúi ekki að þú hafir kallað hann skítbuxa. 1184 01:19:33,946 --> 01:19:35,113 Ég veit! -Gerðirðu það? 1185 01:19:35,614 --> 01:19:36,907 Hvernig datt þér það í hug? 1186 01:19:36,949 --> 01:19:38,825 Það hrökk bara út úr mér. 1187 01:19:38,867 --> 01:19:41,411 Ég var svo reið. -En sá fantur. 1188 01:19:41,453 --> 01:19:42,704 Það var hræðilegt. 1189 01:19:42,746 --> 01:19:44,206 Hvað gerðist svo? 1190 01:19:44,248 --> 01:19:46,959 Við heimsóttum hús Önnu Frank. -Er það? 1191 01:19:47,292 --> 01:19:48,418 Það var æðislegt. -Var það ótrúlegt? 1192 01:19:48,460 --> 01:19:49,586 Það var æðislegt. 1193 01:19:49,628 --> 01:19:50,462 Og hvað svo? 1194 01:19:51,713 --> 01:19:52,798 Við gengum bara um borgina. 1195 01:19:57,219 --> 01:19:58,720 Það hljómar vel. 1196 01:19:59,721 --> 01:20:01,723 Eru ekki nokkrir klukkutímar eftir ennþá? 1197 01:20:02,057 --> 01:20:03,517 Eigum við að fara á Van Gogh safnið? 1198 01:20:03,559 --> 01:20:04,309 Hvað sem þú vilt. 1199 01:20:05,060 --> 01:20:07,437 Við höfum víst ekki tíma til að gera allt. 1200 01:20:07,479 --> 01:20:10,649 Þið verðið bara að koma aftur. 1201 01:20:12,818 --> 01:20:15,112 Viltu ekki tala svona kjánalega? 1202 01:20:16,113 --> 01:20:19,283 Ég tala ekki kjánalega. 1203 01:20:19,324 --> 01:20:21,326 Ég er bara jákvæð. 1204 01:20:25,080 --> 01:20:25,914 Frú Lancaster? 1205 01:20:27,666 --> 01:20:30,502 Gætum við Hazel verið ein smástund? 1206 01:20:33,755 --> 01:20:35,757 Auðvitað, Gus. 1207 01:20:35,799 --> 01:20:37,634 Ég skrepp bara upp 1208 01:20:37,676 --> 01:20:41,972 og verð tilbúin þegar þið viljið gera eitthvað. 1209 01:20:48,187 --> 01:20:50,189 Viltu koma í göngutúr? 1210 01:21:35,901 --> 01:21:37,694 Hvað er að? 1211 01:21:40,030 --> 01:21:44,535 Rétt áður en þú fórst á spítalann fékk ég... 1212 01:21:49,414 --> 01:21:51,208 Ég fékk verk í mjöðmina. 1213 01:21:54,753 --> 01:21:56,922 Svo ég fór í skönnun 1214 01:22:00,008 --> 01:22:02,678 og ljósin kviknuðu eins og á jólatré. 1215 01:22:08,600 --> 01:22:11,687 Á bringunni, lifrinni... 1216 01:22:13,730 --> 01:22:15,732 Alls staðar. 1217 01:22:23,699 --> 01:22:25,742 Fyrirgefðu. 1218 01:22:29,037 --> 01:22:31,373 Ég átti að segja þér það. 1219 01:22:48,140 --> 01:22:49,808 Það er svo ósanngjarnt. 1220 01:22:56,899 --> 01:23:00,319 Heimurinn er víst ekki óskasmiðja. 1221 01:23:14,958 --> 01:23:16,835 Heyrðu mig. 1222 01:23:17,753 --> 01:23:19,546 Hafðu engar áhyggjur af mér. 1223 01:23:19,588 --> 01:23:22,508 Ég finn leið til að vera kyrr og angra þig mjög lengi. 1224 01:23:32,476 --> 01:23:34,144 Finnurðu til? 1225 01:23:34,186 --> 01:23:35,145 Nei. 1226 01:23:37,189 --> 01:23:38,857 Það er allt í lagi. 1227 01:23:53,455 --> 01:23:56,041 Þú getur víst ekki bara gleymt þessu. 1228 01:23:57,459 --> 01:24:00,212 Láttu bara ekki eins og ég sé dauðvona. 1229 01:24:02,005 --> 01:24:04,299 Ég held ekki að þú sért dauðvona. 1230 01:24:05,133 --> 01:24:07,803 Þú ert bara með snert af krabbameini. 1231 01:24:14,393 --> 01:24:17,229 Væri það alveg fáránlegt 1232 01:24:18,564 --> 01:24:22,067 ef við keluðum núna? 1233 01:24:23,235 --> 01:24:25,070 Líklega. 1234 01:25:02,941 --> 01:25:05,944 Fallega fjölskyldan mín (OG GUS) 1235 01:25:25,881 --> 01:25:27,799 EFNAMEÐFERÐ 1236 01:25:33,805 --> 01:25:35,265 Hvernig ertu í augunum, Isaac? 1237 01:25:35,307 --> 01:25:36,308 Þau eru góð. 1238 01:25:36,725 --> 01:25:38,727 Þau eru bara ekki í höfðinu á mér. 1239 01:25:38,769 --> 01:25:39,978 Fyrir utan það... 1240 01:25:40,604 --> 01:25:44,066 Allur líkami minn er víst úr krabbameini núna. 1241 01:25:44,107 --> 01:25:45,817 Leitt að hafa forskot, maður. 1242 01:25:46,985 --> 01:25:49,363 Ertu búinn að skrifa eftirmælin um hann? 1243 01:25:49,404 --> 01:25:50,656 Heyrðu. -Hvað? 1244 01:25:51,156 --> 01:25:53,534 Ég hef ekki sagt henni það. 1245 01:25:53,575 --> 01:25:54,326 Um hvað eruð þið að tala? 1246 01:25:56,119 --> 01:25:56,954 Fyrirgefðu. 1247 01:25:57,329 --> 01:25:58,664 Augustus? 1248 01:25:59,831 --> 01:26:01,833 Mig vantar fólk til að tala við útförina mína. 1249 01:26:02,167 --> 01:26:06,421 Ég var að vona að þú og Isaac, en aðallega þú, 1250 01:26:07,506 --> 01:26:12,427 gætuð verið svo góð að skálda eitthvað. 1251 01:26:12,469 --> 01:26:14,596 Með mestu ánægju. 1252 01:26:17,641 --> 01:26:19,184 Þakka þér fyrir. 1253 01:26:25,524 --> 01:26:27,317 Þið eruð sæt. 1254 01:26:27,359 --> 01:26:28,652 Mér verður óglatt. 1255 01:26:30,529 --> 01:26:31,905 Þið eruð ógeðsleg. 1256 01:26:31,947 --> 01:26:33,740 Hefurðu heyrt frá Monicu? 1257 01:26:33,782 --> 01:26:35,325 Nei, ekki orð. 1258 01:26:35,367 --> 01:26:37,494 Hefur hún ekki sent skilaboð til að spyrja um þig? 1259 01:26:37,536 --> 01:26:39,329 Aldrei. -Ég hata hana. 1260 01:26:39,371 --> 01:26:40,497 Það er fullt af öðrum stelpum. 1261 01:26:40,539 --> 01:26:41,999 Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af mér. 1262 01:26:42,040 --> 01:26:44,751 Það er ný stelpa í stuðningshópnum. 1263 01:26:44,793 --> 01:26:45,961 Hún er með risastór... 1264 01:26:47,546 --> 01:26:49,464 Hvernig veistu það? 1265 01:26:50,215 --> 01:26:51,967 Ég er blindur en ekki svo blindur. 1266 01:26:52,384 --> 01:26:54,052 Hazel Grace? 1267 01:26:55,179 --> 01:26:57,389 Áttu fimm dali? 1268 01:27:09,067 --> 01:27:10,694 Hvað nú? 1269 01:27:12,237 --> 01:27:14,573 Ég finn eggjalykt. Eru þetta egg? 1270 01:27:22,164 --> 01:27:23,332 Er hann hérna? 1271 01:27:23,832 --> 01:27:25,083 Hann er hér. 1272 01:27:26,418 --> 01:27:29,004 Ég er taugaspenntur. -Taugaspenntur? 1273 01:27:29,254 --> 01:27:30,547 Er Monica þarna inni? 1274 01:27:30,589 --> 01:27:32,216 Það er sama hvar hún er. 1275 01:27:32,257 --> 01:27:34,384 Þetta snýst ekki um Monicu heldur þig. 1276 01:27:34,426 --> 01:27:35,886 Má ég fá egg? 1277 01:27:35,928 --> 01:27:36,887 Hazel Grace... 1278 01:27:36,929 --> 01:27:39,181 Eggin. -Egg. 1279 01:27:39,223 --> 01:27:40,349 Isaac. 1280 01:27:45,270 --> 01:27:46,522 Þá læt ég vaða. 1281 01:27:46,563 --> 01:27:47,773 Þú getur þetta. -Svona nú. 1282 01:27:52,110 --> 01:27:53,570 Ég heyrði ekkert. 1283 01:27:53,612 --> 01:27:55,364 Aðeins lengra til vinstri. 1284 01:27:56,281 --> 01:27:57,991 Kasta vinstra megin við mig eða miða til vinstri? 1285 01:27:58,033 --> 01:27:58,784 Miða til vinstri. 1286 01:27:59,576 --> 01:28:00,911 Lengra til vinstri. 1287 01:28:01,411 --> 01:28:02,913 Við ættum að bíða til myrkurs. 1288 01:28:02,955 --> 01:28:04,456 Það er myrkur hjá Isaac. 1289 01:28:05,082 --> 01:28:07,501 Ég er ekki heyrnarlaus. Ég er blindur. 1290 01:28:07,543 --> 01:28:09,211 Ég heyri þegar þið gerið grín að fötluninni. 1291 01:28:09,253 --> 01:28:10,546 Fyrirgefðu. -Og ég er ekki hrifinn. 1292 01:28:10,963 --> 01:28:12,756 Hvert á ég að kasta? -Kastaðu bara fast. 1293 01:28:12,798 --> 01:28:13,590 Já. 1294 01:28:14,216 --> 01:28:16,927 Já! -Hvað? 1295 01:28:16,969 --> 01:28:18,470 Ég hitti! 1296 01:28:19,763 --> 01:28:21,223 Nú veit ég hvert ég á að miða. 1297 01:28:21,265 --> 01:28:22,933 Þetta var svo æðislegt! 1298 01:28:24,101 --> 01:28:25,727 Haltu áfram. 1299 01:28:27,729 --> 01:28:28,939 Haltu áfram að kasta. 1300 01:28:28,981 --> 01:28:29,982 Komdu með fleiri egg! 1301 01:28:33,569 --> 01:28:34,653 Hættu, hættu! 1302 01:28:34,903 --> 01:28:36,154 Isaac. 1303 01:28:37,823 --> 01:28:40,951 Ert þú mamma Monicu? 1304 01:28:40,993 --> 01:28:41,952 Já. 1305 01:28:41,994 --> 01:28:44,580 Komdu sæl. Dóttir þín var mjög ósanngjörn. 1306 01:28:45,080 --> 01:28:46,623 Svo við komum til að hefna. 1307 01:28:47,291 --> 01:28:48,667 Við erum kannski ekki ógnandi að sjá 1308 01:28:48,917 --> 01:28:51,628 en til samans höfum við fimm fætur, fjögur augu 1309 01:28:51,670 --> 01:28:53,547 og tvö og hálf lungu sem virka. 1310 01:28:53,589 --> 01:28:55,883 En við erum líka með tylft af eggjum 1311 01:28:55,924 --> 01:28:59,428 svo ég myndi fara aftur inn í þínum sporum. 1312 01:29:04,766 --> 01:29:06,476 Virkaði þetta, maður? -Já. 1313 01:29:06,518 --> 01:29:08,854 Ég hef ekki heyrt asnalegri ræðu. Virkaði hún? 1314 01:29:09,104 --> 01:29:11,440 Hérna. Bíddu við. 1315 01:29:20,157 --> 01:29:22,492 Þetta er svo góð tilfinning! 1316 01:29:52,564 --> 01:29:53,857 Augustus? 1317 01:29:53,899 --> 01:29:55,734 Hazel Grace. 1318 01:29:57,986 --> 01:30:01,448 Guð minn góður. Ég elska þig. 1319 01:30:01,490 --> 01:30:03,700 Ég er úti á bensínstöð. 1320 01:30:03,742 --> 01:30:04,701 Hvað sagðirðu? 1321 01:30:04,743 --> 01:30:06,119 Það er eitthvað að. 1322 01:30:06,161 --> 01:30:07,704 Þú verður að... 1323 01:30:08,247 --> 01:30:10,374 Geturðu komið að hjálpa mér? 1324 01:30:23,095 --> 01:30:24,721 Gus! 1325 01:30:29,226 --> 01:30:30,936 Hvað er að, elskan? 1326 01:30:32,771 --> 01:30:34,940 Sjáðu. -Það er sýking í þessu. 1327 01:30:38,402 --> 01:30:40,445 Andaðu djúpt. 1328 01:30:42,865 --> 01:30:44,283 Ég verð að hringja í einhvern. 1329 01:30:44,533 --> 01:30:46,869 Nei. Ekki hringja í neyðarlínuna. 1330 01:30:46,910 --> 01:30:48,370 Ekki hringja heim eða í neyð... 1331 01:30:48,412 --> 01:30:50,080 Ég fyrirgef þér það aldrei. 1332 01:30:50,122 --> 01:30:52,791 Hvað ertu að gera hér? Hvað ertu að gera? 1333 01:30:53,542 --> 01:30:55,460 Ég vildi kaupa sígarettur. 1334 01:30:56,253 --> 01:30:57,671 Ég veit ekki um pakkann minn. 1335 01:30:57,713 --> 01:31:00,966 Ég hef kannski týnt honum eða þau tóku hann, en ég... 1336 01:31:02,092 --> 01:31:05,429 Ég vildi gera eitthvað sjálfur. 1337 01:31:05,470 --> 01:31:06,638 Ég vildi gera það sjálfur. 1338 01:31:07,222 --> 01:31:08,348 Ég verð að hringja í neyðarlínuna. -Nei! 1339 01:31:08,390 --> 01:31:10,893 Ég verð að gera það. -Nei! 1340 01:31:12,603 --> 01:31:15,939 Okkur vantar sjúkrabíl. 1341 01:31:15,981 --> 01:31:18,609 Ég hata sjálfan mig! 1342 01:31:18,942 --> 01:31:20,819 Ég heiti Hazel Grace Lancaster. 1343 01:31:21,153 --> 01:31:22,279 Flýtið ykkur. 1344 01:31:22,321 --> 01:31:24,781 Við erum í silfruðum jeppa á bensínstöðinni. 1345 01:31:24,823 --> 01:31:29,077 Ég vildi geta sagt að Augustus Waters hefði haldið góða skapinu til endaloka. 1346 01:31:29,494 --> 01:31:33,498 Að hann hefði aldrei misst kjarkinn. 1347 01:31:34,499 --> 01:31:35,959 En þannig var það ekki. 1348 01:32:04,321 --> 01:32:05,989 Hvernig líður honum? 1349 01:32:06,031 --> 01:32:07,991 Nóttin var erfið. 1350 01:32:08,033 --> 01:32:10,661 Blóðþrýstingurinn er lágur. 1351 01:32:11,370 --> 01:32:13,121 Hjartað er... 1352 01:32:14,331 --> 01:32:15,707 Hvað með efnameðferðina? 1353 01:32:16,500 --> 01:32:18,877 Þeir ætla að hætta henni. 1354 01:32:25,050 --> 01:32:26,385 Má ég hitta hann? 1355 01:32:29,555 --> 01:32:31,473 Við segjum honum að þú hafir komið. 1356 01:32:31,723 --> 01:32:33,183 Allt í lagi. 1357 01:32:34,977 --> 01:32:38,397 Ég ætla bara að bíða aðeins ef þér er sama. 1358 01:32:38,981 --> 01:32:40,399 Já, auðvitað. 1359 01:33:11,972 --> 01:33:13,390 Hérna, vinur. 1360 01:33:17,769 --> 01:33:19,104 Er þetta í lagi? 1361 01:34:07,986 --> 01:34:09,821 Um hvað ertu að hugsa? 1362 01:34:11,573 --> 01:34:12,241 Gleymsku. 1363 01:34:13,992 --> 01:34:16,662 Ég veit að það er barnalegt, 1364 01:34:20,082 --> 01:34:22,209 en ég hélt að ég yrði hetja. 1365 01:34:22,793 --> 01:34:24,711 Ég hélt að ég myndi hafa sögu að segja. 1366 01:34:24,753 --> 01:34:27,297 Sögu sem myndi birtast í öllum blöðum og... 1367 01:34:28,924 --> 01:34:31,635 Ég átti að verða sérstakur. 1368 01:34:32,928 --> 01:34:34,847 Þú ert sérstakur. 1369 01:34:34,888 --> 01:34:35,889 Já, ég veit. 1370 01:34:36,598 --> 01:34:38,016 Þú veist hvað ég meina. 1371 01:34:38,392 --> 01:34:41,061 Ég veit það, ég er bara ekki sammála. 1372 01:34:46,608 --> 01:34:49,027 Þessi meinloka að vilja að þín verði minnst. 1373 01:34:49,653 --> 01:34:51,989 Vertu ekki reið. -Ég er reið. 1374 01:34:53,198 --> 01:34:55,826 Af því mér finnst þú sérstakur. Er það ekki nóg? 1375 01:34:58,328 --> 01:35:00,539 Þú heldur að eina leiðin til að lífið hafi merkingu 1376 01:35:00,581 --> 01:35:04,543 sé að allir minnist þín, að allir elski þig. 1377 01:35:05,002 --> 01:35:08,171 Veistu hvað? Þetta er lífið þitt. 1378 01:35:08,213 --> 01:35:09,882 Þetta er það sem þú hefur. 1379 01:35:10,340 --> 01:35:14,636 Þú færð mig og fólkið þitt og ekki meira. 1380 01:35:14,678 --> 01:35:19,308 Það er leitt ef það nægir ekki en það er þó nokkuð. 1381 01:35:21,727 --> 01:35:23,687 Af því ég elska þig. 1382 01:35:25,480 --> 01:35:27,733 Og ég mun minnast þín. 1383 01:35:31,445 --> 01:35:33,947 Fyrirgefðu. Það er rétt. 1384 01:35:34,406 --> 01:35:36,283 Ég vildi bara að þú sættir þig við það. 1385 01:35:53,926 --> 01:35:56,136 Þetta er gott líf. 1386 01:36:00,557 --> 01:36:02,559 Því er ekki lokið ennþá. 1387 01:36:12,611 --> 01:36:13,779 Augustus. 1388 01:36:13,820 --> 01:36:17,032 Ein þeirra krabbameinsráðstefna þar sem minnst er bullað 1389 01:36:17,074 --> 01:36:20,827 er ráðstefna sem kallast "Síðasti góði dagurinn"... 1390 01:36:21,245 --> 01:36:25,123 þegar vægðarlaus hnignunin virðist skyndilega staðna, 1391 01:36:25,165 --> 01:36:28,585 þegar sársaukinn er þolanlegur í eina mínútu. 1392 01:36:29,002 --> 01:36:31,880 Vandinn er auðvitað að það er engin leið að vita 1393 01:36:31,922 --> 01:36:33,674 að síðasti góði dagurinn sé sá síðasti. 1394 01:36:35,384 --> 01:36:38,762 Dagurinn sá er bara annar þolanlegur dagur. 1395 01:36:45,561 --> 01:36:47,145 Halló, Augustus. 1396 01:36:47,729 --> 01:36:49,815 Gott kvöld, Hazel Grace. 1397 01:36:51,108 --> 01:36:52,276 Ein lítil spurning. 1398 01:36:52,317 --> 01:36:54,486 Samdirðu nokkurn tíma eftirmælin? 1399 01:36:55,445 --> 01:36:57,030 Það getur verið. 1400 01:36:57,072 --> 01:36:58,448 Heldurðu að þú gætir komið hingað 1401 01:36:58,490 --> 01:37:00,784 á bókstaflegt hjarta Jesú næstu mínúturnar? 1402 01:37:00,826 --> 01:37:03,120 Kannski. Er allt í lagi? 1403 01:37:03,161 --> 01:37:04,955 Ég elska þig, Hazel Grace. 1404 01:37:08,125 --> 01:37:09,418 Má ég fá lyklana? 1405 01:37:10,586 --> 01:37:12,004 Hvert ertu að fara? Við ætlum að borða. 1406 01:37:12,045 --> 01:37:13,046 Ég verð að fara. 1407 01:37:13,088 --> 01:37:13,881 Þú hlýtur að vera svöng. Þú borðaðir ekki hádegismat. 1408 01:37:15,132 --> 01:37:16,258 Ég er ekki svöng. 1409 01:37:16,300 --> 01:37:18,135 Þú verður að borða. 1410 01:37:18,177 --> 01:37:19,303 Ég er sérlega lítið svöng. 1411 01:37:19,344 --> 01:37:22,097 Ég veit að Gus er veikur en þú verður að hugsa um þig. 1412 01:37:22,139 --> 01:37:23,473 Þetta kemur Gus ekkert við. 1413 01:37:23,515 --> 01:37:24,892 Þú verður að halda heilsunni. 1414 01:37:24,933 --> 01:37:27,102 Borðaðu nú eitthvað, elskan. 1415 01:37:27,144 --> 01:37:27,895 "Halda heilsunni"? 1416 01:37:28,854 --> 01:37:31,481 Ég hef ekki heilsu og ég er að deyja. 1417 01:37:31,523 --> 01:37:33,442 Veistu það? Ég er að deyja og þú verður hér 1418 01:37:33,483 --> 01:37:36,320 og hefur engan til að passa eða vaka yfir 1419 01:37:36,361 --> 01:37:37,946 og þú verður ekki lengur móðir, mér þykir það leitt 1420 01:37:37,988 --> 01:37:39,615 en ég get ekkert við því gert. 1421 01:37:39,656 --> 01:37:40,866 Má ég þá fara? 1422 01:37:40,908 --> 01:37:42,701 Af hverju segirðu þetta? 1423 01:37:42,743 --> 01:37:44,161 Af því þú sagðir það. 1424 01:37:44,203 --> 01:37:45,871 Um hvað ertu að tala? 1425 01:37:45,913 --> 01:37:47,247 Á gjörgæslunni. 1426 01:37:49,583 --> 01:37:50,792 Hazel... 1427 01:37:52,294 --> 01:37:54,213 Það er ekki satt. Það var rangt. 1428 01:37:55,589 --> 01:37:56,757 Allt í lagi? 1429 01:37:57,090 --> 01:38:00,260 Jafnvel þótt þú dæir... -Þegar. 1430 01:38:04,723 --> 01:38:06,517 Jafnvel þegar þú deyrð... 1431 01:38:09,019 --> 01:38:10,938 verð ég alltaf mamma þín. 1432 01:38:13,649 --> 01:38:15,901 Það er mikilvægasta hlutverk mitt. 1433 01:38:17,778 --> 01:38:19,321 Það er það sem ég óttast mest. 1434 01:38:19,905 --> 01:38:21,323 Þegar ég verð farin 1435 01:38:21,365 --> 01:38:23,909 muntu ekki lengur eiga líf. 1436 01:38:23,951 --> 01:38:25,827 Þið sitjið hér og horfið á veggina 1437 01:38:25,869 --> 01:38:28,038 eða styttið ykkur líf eða... 1438 01:38:28,080 --> 01:38:31,124 Við gerum það ekki, elskan. 1439 01:38:32,876 --> 01:38:34,419 Að missa þig... 1440 01:38:36,505 --> 01:38:39,424 Það verður hræðilega sárt. 1441 01:38:41,176 --> 01:38:46,098 En þú veist manna best að það er hægt að þola sársauka. 1442 01:38:49,226 --> 01:38:50,769 Maður gerir það bara. 1443 01:38:55,232 --> 01:39:01,238 Ég er á námskeiði í félagsstörfum. -Hvað þá? 1444 01:39:04,950 --> 01:39:06,577 Ef ég get umborið okkar þjáningar 1445 01:39:06,618 --> 01:39:10,080 og hjálpað öðrum, kannski gefið öðru fólki ráð... 1446 01:39:11,164 --> 01:39:13,041 Af hverju sagðirðu mér það ekki? 1447 01:39:13,083 --> 01:39:15,419 Við vildum ekki að þér fyndist þú afskipt. 1448 01:39:15,460 --> 01:39:16,920 Afskipt? 1449 01:39:18,797 --> 01:39:20,465 Þetta er... 1450 01:39:23,969 --> 01:39:25,846 Þetta eru frábærar fréttir. 1451 01:39:26,180 --> 01:39:27,431 Farðu nú. 1452 01:39:32,769 --> 01:39:33,937 Elskan mín. 1453 01:39:35,939 --> 01:39:37,107 Beint áfram. 1454 01:39:37,149 --> 01:39:38,483 Aðeins til vinstri. 1455 01:39:39,860 --> 01:39:41,904 Er ekki þrep hér? -Jú, réttu fram höndina. 1456 01:39:42,237 --> 01:39:43,864 Það er ræðupallur til hægri. 1457 01:39:43,906 --> 01:39:45,616 Já, einmitt. 1458 01:39:54,499 --> 01:39:55,584 Frábært. 1459 01:39:58,921 --> 01:39:59,922 Þú mætir seint. 1460 01:39:59,963 --> 01:40:02,216 Hvernig hefurðu það? Þú geislar, Hazel Grace. 1461 01:40:02,257 --> 01:40:04,384 Já, er það ekki? 1462 01:40:09,348 --> 01:40:10,599 Hvað eruð þið að gera? 1463 01:40:11,099 --> 01:40:12,267 Segðu henni það. 1464 01:40:13,018 --> 01:40:15,145 Ég vildi vera viðstaddur eigin jarðarför. 1465 01:40:16,063 --> 01:40:19,816 Ég get vonandi verið viðstaddur sem vofa, en... 1466 01:40:21,151 --> 01:40:23,612 Ef það skyldi bregðast 1467 01:40:23,654 --> 01:40:26,698 ákvað ég að halda forjarðarför. 1468 01:40:27,991 --> 01:40:29,117 Tilbúinn? 1469 01:40:32,913 --> 01:40:35,457 Augustus Waters var hrokafullur fantur. 1470 01:40:35,999 --> 01:40:37,543 En við fyrirgáfum honum. 1471 01:40:38,085 --> 01:40:40,170 Ekki vegna ofurmannlega góða útlitsins 1472 01:40:40,212 --> 01:40:44,216 eða vegna þess að hann fékk bara 19 ár en verðskuldaði miklu fleiri. 1473 01:40:44,258 --> 01:40:45,801 18 ár, vinur. 1474 01:40:45,843 --> 01:40:46,677 Hættu, maður. Í alvöru? 1475 01:40:47,052 --> 01:40:49,555 Ég geri ráð fyrir að þú fáir meiri tíma, fanturinn þinn. 1476 01:40:49,596 --> 01:40:52,099 Þú truflar eftirmælin mín. Þú átt að vera dauður. 1477 01:40:53,851 --> 01:40:57,771 En þegar vísindamennirnir úr framtíðinni 1478 01:40:57,813 --> 01:41:01,108 koma til mín með vélmennaaugu 1479 01:41:01,149 --> 01:41:03,485 og segja mér að máta þau... 1480 01:41:06,280 --> 01:41:09,491 segi ég þeim að hypja sig... 1481 01:41:10,701 --> 01:41:13,787 því ég vil ekki sjá heiminn án þín. 1482 01:41:15,289 --> 01:41:19,209 Ég vil ekki sjá heim án Augustus Waters. 1483 01:41:22,629 --> 01:41:25,048 Svo myndi ég líklega setja í mig vélmennaaugun 1484 01:41:25,090 --> 01:41:27,176 af því það eru vélmennaaugu. 1485 01:41:27,217 --> 01:41:28,635 Það hljómar æðislega. 1486 01:41:31,305 --> 01:41:33,473 Og ég veit ekki... 1487 01:41:33,515 --> 01:41:36,018 Þetta er svo erfitt. 1488 01:41:37,519 --> 01:41:39,313 Góða ferð. 1489 01:41:41,190 --> 01:41:43,442 Hazel, geturðu hjálpað? 1490 01:41:52,784 --> 01:41:54,494 Aðeins til hægri. 1491 01:41:56,997 --> 01:42:00,292 Og snúðu þér við. Sestu niður. Svona. 1492 01:42:04,796 --> 01:42:06,882 Það er komið að þér, Hazel Grace. 1493 01:42:32,491 --> 01:42:33,659 Sæl. 1494 01:42:33,700 --> 01:42:37,371 Ég heiti Hazel Grace Lancaster 1495 01:42:38,956 --> 01:42:43,418 og Augustus Waters var dauðadæmda ástin í lífi mínu. 1496 01:42:43,460 --> 01:42:45,379 Ást okkar var söguleg 1497 01:42:45,420 --> 01:42:49,299 og ég get víst ekki sagt heila setningu 1498 01:42:49,341 --> 01:42:52,427 án þess að drukkna í tárum. 1499 01:42:54,471 --> 01:42:56,390 Eins og allar sannar ástarsögur 1500 01:42:56,431 --> 01:42:58,308 mun okkar saga deyja með okkur. 1501 01:42:58,350 --> 01:42:59,643 Eins og vera ber. 1502 01:43:03,021 --> 01:43:06,608 Ég vonaði eiginlega að hann flytti eftirmæli um mig. 1503 01:43:07,776 --> 01:43:09,820 Því það er enginn annar... 1504 01:43:13,574 --> 01:43:14,908 Nei. 1505 01:43:17,578 --> 01:43:20,330 Ég ætla ekki að tala um ást okkar af því ég get það ekki. 1506 01:43:20,372 --> 01:43:24,751 Í staðinn ætla ég að tala um stærðfræði. 1507 01:43:27,004 --> 01:43:30,966 Ég er ekki stærðfræðingur en eitt veit ég. 1508 01:43:31,550 --> 01:43:34,803 Milli núlls og eins eru óendanlega margar tölur. 1509 01:43:34,845 --> 01:43:39,766 Það er komma einn, komma einn tveir og komma einn einn tveir 1510 01:43:40,309 --> 01:43:42,644 og óendanlegar margar aðrar. 1511 01:43:43,812 --> 01:43:48,567 Auðvitað eru fleiri óendanlegar tölur milli núlls og tveggja 1512 01:43:48,942 --> 01:43:52,821 eða milli núlls og milljónar. 1513 01:43:54,239 --> 01:43:58,327 Sumur óendanleiki er einfaldlega stærri en aðrir. 1514 01:44:00,245 --> 01:44:02,998 Rithöfundur sem við þekktum kenndi okkur það. 1515 01:44:04,833 --> 01:44:07,377 Ég vil fá fleiri tölur 1516 01:44:07,419 --> 01:44:09,129 en líklegt er að ég fái. 1517 01:44:12,007 --> 01:44:13,425 Og Guð... 1518 01:44:15,093 --> 01:44:18,430 Ég vil fleiri daga fyrir Augustus Waters en hann fékk. 1519 01:44:22,809 --> 01:44:24,144 En Gus, 1520 01:44:25,687 --> 01:44:27,231 ástin mín... 1521 01:44:28,357 --> 01:44:30,859 ég get ekki sagt þér hvað ég er þakklát 1522 01:44:32,319 --> 01:44:34,279 fyrir okkar litla óendanleika. 1523 01:44:45,916 --> 01:44:47,334 Bíddu við. 1524 01:44:55,008 --> 01:44:57,344 Þú gafst mér eilífð 1525 01:44:59,388 --> 01:45:01,974 innan takmarkaðs fjölda daga. 1526 01:45:02,015 --> 01:45:03,934 Og fyrir það er ég... 1527 01:45:05,102 --> 01:45:07,229 Ég er eilíflega þakklát. 1528 01:45:14,027 --> 01:45:16,280 Ég elska þig svo heitt. 1529 01:45:18,782 --> 01:45:20,742 Ég elska þig líka. 1530 01:45:41,054 --> 01:45:44,433 Augustus Waters lést á gjörgæslu átta dögum seinna. 1531 01:45:45,559 --> 01:45:48,854 Þegar krabbameinið sem var hluti af honum 1532 01:45:49,521 --> 01:45:53,901 stöðvaði hjartað sem var líka hluti af honum. 1533 01:46:53,502 --> 01:46:55,379 Það var óbærilegt. 1534 01:46:55,754 --> 01:46:57,339 Allt saman. 1535 01:46:58,465 --> 01:47:01,051 Hver sekúnda verri en sú síðasta. 1536 01:47:07,099 --> 01:47:09,017 Eitt það fyrsta sem þú ert beðin um á neyðarmóttökunni 1537 01:47:09,059 --> 01:47:11,895 er að flokka sársaukann á skalanum einn til tíu. 1538 01:47:13,897 --> 01:47:15,899 Ég hef verið beðin um það mörg hundruð sinnum 1539 01:47:15,941 --> 01:47:18,151 og ég man að eitt sinn, 1540 01:47:18,193 --> 01:47:22,030 þegar ég gat ekki andað og fannst bringan loga 1541 01:47:23,198 --> 01:47:25,242 bað hjúkrunarkonan mig að flokka sársaukann. 1542 01:47:25,284 --> 01:47:28,245 Þótt ég gæti ekki talað rétti ég upp níu fingur. 1543 01:47:29,413 --> 01:47:31,498 Seinna, þegar mér fór að líða betur 1544 01:47:31,540 --> 01:47:34,293 kom hjúkrunarkonan og kallaði mig baráttukonu. 1545 01:47:35,252 --> 01:47:37,379 "Veistu hvernig ég veit það," spurði hún. 1546 01:47:38,171 --> 01:47:40,340 "Þú kallaðir tíu níu." 1547 01:47:41,466 --> 01:47:43,010 En það var ekki satt. 1548 01:47:43,302 --> 01:47:46,138 Ég kallaði það ekki níu af því ég væri kjörkuð. 1549 01:47:47,681 --> 01:47:52,728 Ástæðan var sú að ég var að geyma tíuna. 1550 01:47:53,979 --> 01:47:55,480 Og þetta var hún. 1551 01:47:58,025 --> 01:48:00,360 Þetta var mikil og hræðileg tía. 1552 01:48:00,861 --> 01:48:03,530 "Ég óttast ekkert illt því þú ert hjá mér. 1553 01:48:04,239 --> 01:48:07,910 Sproti þinn og stafur hugga mig. 1554 01:48:07,951 --> 01:48:11,079 Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, 1555 01:48:11,121 --> 01:48:15,125 þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. 1556 01:48:15,584 --> 01:48:20,130 Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína 1557 01:48:20,172 --> 01:48:23,258 og í húsi Drottins bý ég langa ævi." 1558 01:48:27,179 --> 01:48:30,474 Augustus Waters barðist hetjulega í mörg ár. 1559 01:48:31,850 --> 01:48:35,687 Barátta hans var kjarkmikil og styrkur hans... 1560 01:48:35,729 --> 01:48:37,397 Meira bullið. 1561 01:48:37,439 --> 01:48:39,483 var okkur öllum mikil hvatning. 1562 01:48:42,319 --> 01:48:43,737 Við skulum biðja. 1563 01:48:45,239 --> 01:48:47,574 Við þökkum þér, Drottinn, fyrir líf Augustus Waters... 1564 01:48:47,950 --> 01:48:49,409 Nú þurfum við að þykjast biðja. 1565 01:48:49,451 --> 01:48:52,621 fyrir styrk hans og kjark. 1566 01:48:52,663 --> 01:48:56,375 Drottinn, við biðjum þig að vera með okkur í dag, 1567 01:48:56,416 --> 01:48:59,086 að þú huggir vini hans og fjölskyldu. 1568 01:48:59,127 --> 01:49:00,963 Þakka þér fyrir nálægð þína, Drottinn. 1569 01:49:01,672 --> 01:49:03,549 Þess biðjum við í Jesú nafni. 1570 01:49:04,091 --> 01:49:05,217 Amen. 1571 01:49:05,259 --> 01:49:06,468 Amen. 1572 01:49:06,844 --> 01:49:11,765 Nú fáum við nokkur orð frá sérstakri vinkonu Gus, 1573 01:49:11,807 --> 01:49:13,976 Hazel Lancaster. 1574 01:49:24,903 --> 01:49:28,824 Ekki að það skipti neinu, en ég var kærastan hans. 1575 01:50:09,031 --> 01:50:12,868 Það er falleg tilvitnun á heimili Gus sem segir: 1576 01:50:12,910 --> 01:50:15,120 "Til að fá regnbogann þarftu að þola regnið." 1577 01:50:18,624 --> 01:50:21,043 Allt fram á síðasta dag... 1578 01:50:22,794 --> 01:50:24,087 Ég trúði ekki orði af því. 1579 01:50:24,129 --> 01:50:26,465 Hann gat alltaf brosað. 1580 01:50:27,090 --> 01:50:28,675 En það er allt í lagi. 1581 01:50:31,386 --> 01:50:34,264 Ég vissi að þetta var rétt. 1582 01:50:35,224 --> 01:50:39,311 Jarðarfarir eru ekki fyrir látna. 1583 01:50:41,271 --> 01:50:42,064 Þær eru fyrir lifendur. 1584 01:50:42,105 --> 01:50:44,233 Viltu félagsskap? 1585 01:50:44,274 --> 01:50:45,400 Nei, það er allt í lagi. 1586 01:50:45,442 --> 01:50:48,946 Ég ætla bara að keyra aðeins um. 1587 01:50:49,196 --> 01:50:50,280 Elskan mín. 1588 01:50:54,076 --> 01:50:55,369 Ræðan þín var svo falleg. 1589 01:50:56,620 --> 01:50:57,996 Sjáumst á eftir. Keyrðu varlega. 1590 01:51:24,106 --> 01:51:25,274 Má ég? 1591 01:51:27,568 --> 01:51:30,779 "Omnis cellula e cellula." 1592 01:51:32,948 --> 01:51:36,451 Við Waters þinn skrifuðumst oft á síðustu dagana. 1593 01:51:36,493 --> 01:51:38,620 Lestu þá aðdáendabréfin núna? 1594 01:51:38,662 --> 01:51:40,664 Ég myndi ekki kalla hann aðdáanda. 1595 01:51:40,706 --> 01:51:42,124 Hann þoldi mig ekki. 1596 01:51:42,666 --> 01:51:46,378 En hann krafðist þess að ég mætti í jarðarförina 1597 01:51:46,420 --> 01:51:48,797 og segði þér hvað orðið hefði um Önnu og móður hennar. 1598 01:51:48,839 --> 01:51:50,591 Svo hér er ég. 1599 01:51:50,883 --> 01:51:53,635 Og þetta er þitt svar, "omnis cellula e cellula." 1600 01:51:53,677 --> 01:51:54,803 "Líf sprettur af lífi." 1601 01:51:56,346 --> 01:51:57,472 Ég er ekki í skapi fyrir þetta. 1602 01:51:57,514 --> 01:52:00,309 Viltu ekki fá skýringu? -Nei. 1603 01:52:00,350 --> 01:52:02,436 Takk samt. Eigðu gott líf. 1604 01:52:03,020 --> 01:52:04,605 Þú minnir mig á hana. 1605 01:52:06,190 --> 01:52:09,026 Ég minni marga á margt fólk. 1606 01:52:10,194 --> 01:52:11,778 Dóttir mín var átta ára. 1607 01:52:13,655 --> 01:52:18,410 Og hún þjáðist hetjulega svo lengi. 1608 01:52:20,662 --> 01:52:22,789 Var hún með hvítblæði eins og Anna? 1609 01:52:23,832 --> 01:52:25,459 Rétt eins og Anna. 1610 01:52:29,046 --> 01:52:31,965 Ég samhryggist þér. 1611 01:52:32,007 --> 01:52:35,219 Og ég samhryggist þér. Fyrirgefðu að ég eyðilagði ferðina ykkar. 1612 01:52:35,969 --> 01:52:37,804 Þú eyðilagðir hana ekki. 1613 01:52:37,846 --> 01:52:39,389 Ferðin okkar var dásamleg. 1614 01:52:42,267 --> 01:52:46,188 Hefurðu heyrt um Lestavandamálið? 1615 01:52:46,230 --> 01:52:50,150 Það er tilraun með dæmi á sviði siðfræði 1616 01:52:50,192 --> 01:52:52,069 sem kallast Lestavandamálið. 1617 01:52:52,110 --> 01:52:54,154 Philippa Foot var breskur heimspekingur... 1618 01:52:54,196 --> 01:52:55,489 Drottinn minn. 1619 01:52:55,864 --> 01:52:58,116 Ég er að reyna að útskýra dálítið fyrir þér. 1620 01:52:58,158 --> 01:53:00,452 Ég reyni að gefa þér það sem þú vildir. -Nei, alls ekki! 1621 01:53:00,494 --> 01:53:02,246 Þú ert mislukkaður drykkjurútur 1622 01:53:02,287 --> 01:53:03,872 og ég vil að þú farir út úr bílnum strax 1623 01:53:03,914 --> 01:53:07,417 svo ég geti farið heim að syrgja! 1624 01:53:08,752 --> 01:53:10,337 Þú vilt lesa þetta. 1625 01:53:12,840 --> 01:53:16,176 Ég vil ekki lesa neitt. Viltu bara fara út? 1626 01:53:21,098 --> 01:53:23,392 Gerðu það, farðu út! -Þá það. 1627 01:54:30,626 --> 01:54:32,419 Má ég koma inn? 1628 01:54:44,640 --> 01:54:46,391 Mér þykir þetta svo leitt. 1629 01:54:56,401 --> 01:55:00,322 Voru það samt ekki forréttindi? 1630 01:55:00,364 --> 01:55:01,740 Að elska hann. 1631 01:55:13,961 --> 01:55:16,838 Þá skilurðu hvernig okkur líður. 1632 01:55:24,847 --> 01:55:26,223 Hazel? 1633 01:55:26,974 --> 01:55:29,184 Það er kominn vinur í heimsókn. 1634 01:55:31,186 --> 01:55:33,188 Veistu hvort hann þjáðist? 1635 01:55:34,648 --> 01:55:38,026 Hann barðist víst lengi við að ná andanum 1636 01:55:38,068 --> 01:55:40,737 svo að lokum missti hann meðvitund. 1637 01:55:41,947 --> 01:55:43,490 Það var ekkert frábært. 1638 01:55:44,908 --> 01:55:46,368 Dauðinn er ömurlegur. 1639 01:55:48,787 --> 01:55:50,455 Gus elskaði þig, veistu? 1640 01:55:51,123 --> 01:55:52,416 Ég veit það. 1641 01:55:54,585 --> 01:55:56,503 Hann talaði sífellt um það. 1642 01:55:58,213 --> 01:56:01,216 Það var pirrandi. Hann talaði svo mikið um þig. 1643 01:56:01,258 --> 01:56:02,718 Mér fannst það ekki pirrandi. 1644 01:56:02,759 --> 01:56:05,095 Ég veit að þér fannst það ekki. 1645 01:56:14,146 --> 01:56:16,481 Fékkstu bréfið frá vini þínum rithöfundinum? 1646 01:56:17,065 --> 01:56:18,483 Hann er ekki vinur minn. 1647 01:56:19,151 --> 01:56:20,319 Hvernig veistu um það? 1648 01:56:20,360 --> 01:56:21,904 Ég talaði við hann í kirkjugarðinum 1649 01:56:21,945 --> 01:56:26,241 og hann sagðist hafa komið alla þessa leið til að fá þér bréfið. 1650 01:56:26,283 --> 01:56:28,493 Ég hef ekki áhuga lengur. 1651 01:56:28,535 --> 01:56:31,580 Ég hef ekki áhuga á að lesa annað orð eftir þennan asna. 1652 01:56:31,622 --> 01:56:33,457 Nei, hann skrifaði það ekki. Það var Gus. 1653 01:56:33,790 --> 01:56:35,125 Hvað? 1654 01:56:35,167 --> 01:56:38,378 Gus skrifaði víst eitthvað og sendi Van Houten. 1655 01:56:41,423 --> 01:56:42,841 Drottinn minn. 1656 01:56:51,892 --> 01:56:56,188 Van Houten, ég er góður maður en ömurlegur rithöfundur. 1657 01:56:57,231 --> 01:56:59,983 Þú ert ömurlegur maður en góður rithöfundur. 1658 01:57:00,025 --> 01:57:02,236 Ég held að við værum góðir saman. 1659 01:57:02,277 --> 01:57:04,029 Ég vil ekki biðja um neina greiða 1660 01:57:04,071 --> 01:57:07,449 en ef þú hefur tíma, og mér sýndist þú hafa nóg af honum, 1661 01:57:07,491 --> 01:57:09,159 viltu laga þetta fyrir mig? 1662 01:57:09,201 --> 01:57:11,370 Það eru eftirmæli um Hazel. 1663 01:57:15,123 --> 01:57:16,833 Hún bað um þau og ég er að reyna. 1664 01:57:16,875 --> 01:57:20,254 Mig vantar bara dálítinn stíl. 1665 01:57:20,796 --> 01:57:23,715 Málið er að við viljum öll að okkar sé minnst. 1666 01:57:26,343 --> 01:57:27,845 En Hazel er ólík. 1667 01:57:28,720 --> 01:57:30,597 Hazel veit sannleikann. 1668 01:57:30,639 --> 01:57:34,351 Hún vildi ekki milljón aðdáendur. Hún vildi bara einn. 1669 01:57:34,393 --> 01:57:35,561 Og hún fékk hann. 1670 01:57:36,270 --> 01:57:39,690 Hún var kannski ekki elskuð af mörgum en hún var elskuð heitt. 1671 01:57:40,232 --> 01:57:42,484 Og er það ekki meira en við fáum flest? 1672 01:57:44,361 --> 01:57:48,115 Þegar Hazel var veik vissi ég að ég væri dauðvona 1673 01:57:48,156 --> 01:57:50,242 en ég vildi ekki segja það. 1674 01:57:55,122 --> 01:57:57,624 Hún var á gjörgæslu og ég laumaðist inn 1675 01:57:57,666 --> 01:58:00,419 og sat hjá henni þar til ég var gripinn. 1676 01:58:02,045 --> 01:58:04,923 Augu hennar voru lokuð. Hún var föl. 1677 01:58:04,965 --> 01:58:07,259 En hendurnar voru samt hennar hendur. 1678 01:58:07,718 --> 01:58:11,263 Ennþá hlýjar og neglurnar voru lakkaðar dökkbláar 1679 01:58:11,305 --> 01:58:14,308 og ég hélt bara í þær. 1680 01:58:14,349 --> 01:58:17,144 Ég þvingaði mig til að ímynda mér heim án okkar 1681 01:58:18,020 --> 01:58:20,355 og hve tilgangslaus hann myndi vera. 1682 01:58:23,483 --> 01:58:25,611 Hún er svo falleg. 1683 01:58:26,236 --> 01:58:28,030 Maður þreytist ekki af að horfa á hana. 1684 01:58:28,071 --> 01:58:29,698 Ég hef engar áhyggjur af að hún sé mér snjallari 1685 01:58:29,740 --> 01:58:31,450 því hún er það. 1686 01:58:33,118 --> 01:58:35,662 Hún er fyndin án nokkurrar illkvittni. 1687 01:58:37,664 --> 01:58:39,041 Ég elska hana. 1688 01:58:39,833 --> 01:58:40,959 Guð, hvað ég elska hana. 1689 01:58:41,001 --> 01:58:43,545 Ég er svo heppinn að elska hana, Van Houten. 1690 01:58:51,762 --> 01:58:53,972 Maður ræður ekki hvort maður verður særður 1691 01:58:54,014 --> 01:58:57,142 en maður ræður hver særir mann. 1692 01:58:57,851 --> 01:58:59,853 Og ég er ánægður með mitt val. 1693 01:59:00,938 --> 01:59:03,065 Vonandi er hún ánægð með sitt. 1694 01:59:04,149 --> 01:59:05,943 Allt í lagi, Hazel Grace? 1695 01:59:08,403 --> 01:59:09,738 Allt í lagi. 1696 02:05:54,268 --> 02:05:55,936 Íslenskur texti: Kolbrún Sveinsdóttir