1 00:01:33,480 --> 00:01:38,634 Hann var með óráði en spurði eftir þér með nafni. 2 00:01:40,480 --> 00:01:42,278 Sýndu honum þetta. 3 00:01:43,480 --> 00:01:45,596 Hann var eingöngu með þetta... 4 00:01:47,480 --> 00:01:50,040 ...og þetta. 5 00:02:09,800 --> 00:02:11,791 Komstu til að drepa mig? 6 00:02:20,240 --> 00:02:22,311 Ég veit hvað þetta er. 7 00:02:23,800 --> 00:02:28,158 Ég hef séð aðra alveg eins. Fyrir mörgum árum. 8 00:02:30,560 --> 00:02:34,440 Hún var í eigu manns sem ég kynntist í hálfgleymdum draumi. 9 00:02:37,480 --> 00:02:42,156 Manni sem hafði ansi róttækar hugmyndir. 10 00:02:46,400 --> 00:02:49,279 Hvert er lífseigasta sníkjudýrið? 11 00:02:49,600 --> 00:02:52,911 Baktería eða veira? 12 00:02:53,760 --> 00:02:55,512 Iðraormur? 13 00:02:56,520 --> 00:02:59,592 Það sem herra Cobb vill segja... -Það er hugmynd. 14 00:03:00,800 --> 00:03:03,314 Hún er lífseig og ákaflega smitandi. 15 00:03:03,480 --> 00:03:06,472 Þegar hugmynd tekur sér bólfestu í heilanum hverfur hún aldrei. 16 00:03:08,560 --> 00:03:12,190 Fullhugsuð og fullskilin hugmynd skýtur föstum rótum. 17 00:03:12,400 --> 00:03:15,472 Einhvers staðar þarna inni. -Svo þú getir stolið henni? 18 00:03:15,640 --> 00:03:18,314 Já, í draumi drögum við úr meðvituðum vörnum 19 00:03:18,480 --> 00:03:21,120 og það gerir hugann móttækilegri fyrir þjófnaði. 20 00:03:21,280 --> 00:03:22,600 Það kallast brottnám. 21 00:03:22,800 --> 00:03:26,191 Herra Saito, við kennum undir- meðvitundinni að verja sig 22 00:03:26,360 --> 00:03:29,034 jafnvel gegn færustu hugarþjófum. 23 00:03:29,200 --> 00:03:30,520 Hvernig ferðu að því? 24 00:03:30,680 --> 00:03:33,274 Ég er færasti hugarþjófurinn. 25 00:03:33,760 --> 00:03:37,151 Ég kann að leita í huganum og finna leyndarmálin. 26 00:03:37,360 --> 00:03:40,034 Ég kenni þér brellurnar svo jafnvel þótt þú sofir 27 00:03:40,200 --> 00:03:43,431 verði varnir hugans aldrei veikar fyrir. 28 00:03:43,600 --> 00:03:47,355 Ef þú vilt að ég hjálpi þér verður þú að vera opinskár. 29 00:03:47,520 --> 00:03:50,399 Ég verð að læra á huga þinn betur en eiginkonan þín 30 00:03:50,560 --> 00:03:53,200 og betur en sálfræðingurinn eða nokkur annar. 31 00:03:54,000 --> 00:03:56,674 Ef þetta er draumur og þú átt skáp fullan af leyndarmálum 32 00:03:56,880 --> 00:03:58,951 verð ég að vita hvað leynist þar. 33 00:03:59,120 --> 00:04:03,193 Til þess að þetta virki þarftu að veita mér óhindraðan aðgang. 34 00:04:05,640 --> 00:04:09,599 Njótið kvöldsins á meðan ég íhuga tilboð ykkar. 35 00:04:12,960 --> 00:04:14,280 Hann veit þetta. 36 00:04:16,880 --> 00:04:19,394 Hvað gengur á þarna uppi? 37 00:05:12,680 --> 00:05:15,433 Saito veit sannleikann og leikur sér að okkur. 38 00:05:15,600 --> 00:05:17,989 Skiptir ekki máli. Ég næ þessu, treystu mér. 39 00:05:18,160 --> 00:05:19,912 Upplýsingarnar eru í peningaskápnum. 40 00:05:20,080 --> 00:05:22,833 Hann leit á hann þegar ég minntist á leyndarmál. 41 00:05:23,400 --> 00:05:24,913 Hvað er hún að gera hérna? 42 00:05:27,520 --> 00:05:29,989 Farðu aftur í herbergið. Ég sé um þetta. 43 00:05:30,160 --> 00:05:32,436 Sjáðu til þess. Við höfum verk að vinna. 44 00:05:40,720 --> 00:05:44,554 Lifi ég fallið af ef ég stekk niður? 45 00:05:47,760 --> 00:05:51,754 Kannski ef þú stingur þér rétt. Hvað ertu að gera hérna, Mal? 46 00:05:51,920 --> 00:05:54,355 Mig grunaði að þú saknaðir mín. 47 00:05:54,720 --> 00:05:59,669 Þú veist að ég geri það en ég get ekki treyst þér lengur. 48 00:06:00,600 --> 00:06:01,954 Hvað með það? 49 00:06:03,480 --> 00:06:05,756 Þetta er smekkur Arthurs. 50 00:06:05,920 --> 00:06:09,959 Reyndar hefur viðfangið áhuga á breskum eftirstríðsmálurum. 51 00:06:11,200 --> 00:06:13,237 Fáðu þér sæti. 52 00:06:20,760 --> 00:06:22,080 Segðu mér... 53 00:06:22,640 --> 00:06:24,631 ...sakna börnin mín? 54 00:06:28,400 --> 00:06:30,232 Ef þú bara vissir. 55 00:06:34,200 --> 00:06:35,315 Hvað ertu að gera? 56 00:06:35,480 --> 00:06:39,269 Mig vantar ferskt loft. Vertu kyrr þarna, Mal. 57 00:06:53,000 --> 00:06:54,832 Áfram, fjandinn hafi það. 58 00:07:56,640 --> 00:07:58,313 Snúðu þér við. 59 00:07:58,480 --> 00:08:00,073 Leggðu byssuna frá þér, Dom. 60 00:08:08,880 --> 00:08:10,029 Vinsamlegast. 61 00:08:21,920 --> 00:08:24,514 Réttu mér nú umslagið, herra Cobb. 62 00:08:24,680 --> 00:08:28,389 Sagði hún þér þetta eða vissirðu það allan tímann? 63 00:08:28,600 --> 00:08:33,470 Að þú ætlaðir að stela frá mér eða að við værum Í raun sofandi? 64 00:08:37,320 --> 00:08:40,119 Ég vil vita nafn þess sem réð þig. 65 00:08:41,880 --> 00:08:45,839 Það er til einskis að hóta mönnum í draumi, Mal. 66 00:08:46,040 --> 00:08:48,509 Það fer eftir því hverju maður hótar. 67 00:08:49,480 --> 00:08:51,835 Hann vaknar bara ef við drepum hann. 68 00:08:52,360 --> 00:08:53,839 En sársaukinn... 69 00:08:57,520 --> 00:08:59,352 Sársaukinn er huglægur. 70 00:09:00,080 --> 00:09:04,039 Miðað við umhverfið erum við í huga þínum, Arthur. 71 00:09:15,760 --> 00:09:16,830 Þetta er of snemmt. 72 00:09:17,000 --> 00:09:18,877 Ég veit það en draumurinn hrynur. 73 00:09:19,040 --> 00:09:23,079 Ég verð að halda Saito sofandi lengur. Þetta er alveg að koma. 74 00:09:36,600 --> 00:09:39,797 Hann var kominn svo nálægt þessu. 75 00:09:54,720 --> 00:09:56,074 Stöðvið hann. 76 00:10:22,320 --> 00:10:24,311 Þetta virkar ekki. Vektu hann. 77 00:10:45,320 --> 00:10:46,879 Hann vaknar ekki. 78 00:10:51,680 --> 00:10:53,353 Gefðu honum sparkið. -Hvað? 79 00:10:53,560 --> 00:10:54,880 Dýfðu honum. 80 00:11:39,120 --> 00:11:40,474 Hann er rotaður. 81 00:11:45,800 --> 00:11:47,916 Komstu við öllu búinn? 82 00:11:48,080 --> 00:11:51,038 Yfirlífvörðurinn minn veit ekki af þessari íbúð. 83 00:11:51,200 --> 00:11:52,520 Hvernig fannstu hana? 84 00:11:52,680 --> 00:11:56,230 Það er erfitt fyrir mann í þinni stöðu að fela ástarhreiður 85 00:11:56,440 --> 00:11:58,716 einkum þegar gift kona kemur við sögu. 86 00:11:58,880 --> 00:12:01,599 Hún hefði aldrei... -Samt erum við hérna. 87 00:12:02,120 --> 00:12:04,236 Í vanda staddir. -Þeir nálgast. 88 00:12:04,440 --> 00:12:07,239 Þú fékkst það sem þú vildir. -Það er ekki satt. 89 00:12:07,400 --> 00:12:10,074 Þú leyndir mikilvægum upplýsingum, ekki satt? 90 00:12:10,240 --> 00:12:13,358 Þú leyndir þeim af því þú vissir að von væri á okkur. 91 00:12:13,560 --> 00:12:15,358 Því hleyptirðu okkur inn? 92 00:12:15,520 --> 00:12:17,193 Þetta var hæfnispróf. 93 00:12:17,600 --> 00:12:20,718 Hæfnispróf fyrir hvað? Skiptir ekki máli. Þér mistókst. 94 00:12:20,920 --> 00:12:23,639 Við náðum öllum upplýsingunum sem þú faldir. 95 00:12:23,840 --> 00:12:26,150 En blekkingin var augljós. 96 00:13:06,920 --> 00:13:09,673 Sleppið mér og farið héðan. 97 00:13:09,840 --> 00:13:11,638 Þú skilur þetta ekki, Saito. 98 00:13:11,800 --> 00:13:15,953 Fyrirtækið sem réð okkur sættir sig ekki við mistök. 99 00:13:16,120 --> 00:13:18,396 Við lifum varla í tvo daga. 100 00:13:20,200 --> 00:13:21,349 Cobb? 101 00:13:21,520 --> 00:13:24,239 Ég verð að fara auðveldari leið að þessu. 102 00:13:24,920 --> 00:13:28,276 Segðu okkur hvað þú veist. Segðu allt af létta undir eins. 103 00:13:31,880 --> 00:13:34,838 Ég hef aldrei þolað þetta teppi. 104 00:13:35,480 --> 00:13:39,474 Það er blettótt og slitið á mjög afgerandi máta. 105 00:13:40,800 --> 00:13:43,713 En það er án efa ullarteppi. 106 00:13:45,000 --> 00:13:46,320 Þessa stundina... 107 00:13:47,800 --> 00:13:49,871 ...ligg ég á pólýesterteppi. 108 00:13:53,960 --> 00:13:58,875 Það þýðir að ég er ekki staddur á teppinu mínu í íbúðinni minni. 109 00:13:59,760 --> 00:14:02,991 Þú hefur staðist væntingarnar, herra Cobb. 110 00:14:03,480 --> 00:14:05,756 Ég er ennþá í draumi. 111 00:14:12,200 --> 00:14:14,510 Hvernig gekk? Ekki vel. 112 00:14:19,400 --> 00:14:23,519 Draumur innan draums. Ég er stórhrifinn. 113 00:14:24,800 --> 00:14:28,316 En í mínum draumi farið þið eftir mínum reglum. 114 00:14:28,480 --> 00:14:32,110 Já, en sjáðu til, herra Saito... -Við erum ekki í þínum draumi. 115 00:14:32,280 --> 00:14:33,953 Við erum í mínum draumi. 116 00:14:44,000 --> 00:14:47,118 Fáviti, hvernig gastu klúðrað teppinu? --Það var ekki mín sök. 117 00:14:47,320 --> 00:14:50,472 Þú ert arkitektinn. —-Hann átti ekki að nudda honum við teppið. 118 00:14:50,640 --> 00:14:51,869 Nú er nóg komið. 119 00:14:53,160 --> 00:14:55,231 Hvað varstu að hugsa? 120 00:14:55,440 --> 00:14:57,909 Ég hef stjórn á þessu. --Þá vil ég ekki sjá þig stjórnlausan. 121 00:14:58,120 --> 00:15:02,000 Við höfum ekki tíma í þetta. Ég fer út í Kyoto. 122 00:15:02,160 --> 00:15:03,992 Af hverju? Hann leitar ekki í lestinni. 123 00:15:04,240 --> 00:15:08,632 Mér er illa við lestir. Hver er sjálfum sér næstur. 124 00:16:22,880 --> 00:16:23,995 Já, halló? 125 00:16:24,200 --> 00:16:26,760 Halló, pabbi. -Hæ, pabbi. 126 00:16:27,320 --> 00:16:30,950 Halló, krakkar mínir. Hvernig hafið þið það? 127 00:16:31,120 --> 00:16:33,350 Gott. -Þokkalegt. 128 00:16:33,560 --> 00:16:37,474 Hver hefur það bara þokkalegt? Ert þetta þú, James? 129 00:16:37,680 --> 00:16:41,389 Já, hvenær kemurðu eiginlega heim, pabbi? 130 00:16:42,400 --> 00:16:46,871 Ég get ekki komið heim. Ekki alveg strax, manstu? 131 00:16:47,040 --> 00:16:48,678 Af hverju ekki? 132 00:16:48,840 --> 00:16:53,676 Ég sagði ykkur það. Ég þurfti að fara vegna vinnunnar. 133 00:16:54,760 --> 00:16:57,070 Amma segir að þú komir aldrei aftur. 134 00:16:58,280 --> 00:16:59,918 Phillipa, ert þetta þú? 135 00:17:01,160 --> 00:17:03,390 Leyfðu mér að tala við ömmu. 136 00:17:03,560 --> 00:17:05,312 Hún hristir höfuðið. 137 00:17:07,480 --> 00:17:10,040 Við skulum vona að hún hafi rangt fyrir sér. 138 00:17:10,840 --> 00:17:12,069 Pabbi? 139 00:17:12,720 --> 00:17:13,790 Já, James. 140 00:17:13,960 --> 00:17:15,712 Er mamma hjá þér? 141 00:17:18,200 --> 00:17:20,430 James, við ræddum þetta. 142 00:17:21,720 --> 00:17:24,155 Mamma er ekki hérna lengur. 143 00:17:25,160 --> 00:17:26,355 Hvar? 144 00:17:28,080 --> 00:17:30,799 Þetta er nóg í bili, krakkar. Kveðjið hann. 145 00:17:30,960 --> 00:17:34,032 Ég sendi ykkur gjafir sem afi kemur til ykkar. 146 00:17:34,200 --> 00:17:36,191 Verið þæg og góð. 147 00:17:45,640 --> 00:17:47,836 Þyrlan er á þakinu. -Einmitt. 148 00:17:55,360 --> 00:17:56,794 Er allt í lagi? 149 00:17:57,000 --> 00:17:58,229 Já, hvers vegna? 150 00:17:58,400 --> 00:18:00,914 Vegna þess að Mal birtist í draumnum. 151 00:18:01,080 --> 00:18:04,232 Fyrirgefðu þetta með fótinn á þér. Það gerist ekki aftur. 152 00:18:04,400 --> 00:18:05,595 Versnar þetta ekki? 153 00:18:05,760 --> 00:18:08,912 Þú færð aðeins eina afsökunar- beiðni, Arthur. Hvar er Nash? 154 00:18:09,080 --> 00:18:10,798 Hann er ókominn. Viltu bíða? 155 00:18:10,960 --> 00:18:14,919 Nei, við áttum að færa Cobol hugmyndir Saitos fyrir 2 tímum. 156 00:18:15,080 --> 00:18:18,630 Þeir vita af mistökunum. Við verðum að láta okkur hverfa. 157 00:18:19,240 --> 00:18:21,675 Hvert ætlarðu að fara? -Til Buenos Aires. 158 00:18:21,880 --> 00:18:25,589 Ég hef hægt um mig og finn eitthvað þegar öldurnar lægir. 159 00:18:25,760 --> 00:18:27,478 En þú? --Bandaríkin. 160 00:18:27,680 --> 00:18:29,478 Skilaðu kveðju frá mér. 161 00:18:35,560 --> 00:18:39,793 Hann sveik ykkur. Hann kom til að semja um líf sitt. 162 00:18:41,000 --> 00:18:43,799 Þess vegna vil ég veita þér ánægjuna. 163 00:18:47,000 --> 00:18:49,150 Ég leysi málin ekki svona. 164 00:19:01,560 --> 00:19:03,233 Hvað gerirðu við hann? 165 00:19:03,440 --> 00:19:07,434 Ekki neitt en ég veit ekki hvað Cobol-fyrirtækið gerir. 166 00:19:22,160 --> 00:19:24,117 Hvað viltu okkur? 167 00:19:24,280 --> 00:19:25,714 Hugljómun. 168 00:19:26,880 --> 00:19:28,996 Er það möguleiki? -Auðvitað ekki. 169 00:19:29,160 --> 00:19:31,470 Þú getur stolið hugmyndum úr huga annarra. 170 00:19:31,640 --> 00:19:34,029 Geturðu ekki komið hugmyndum fyrir? 171 00:19:34,200 --> 00:19:36,316 Nú kem ég fyrir hugmynd í höfðinu á þér. 172 00:19:36,480 --> 00:19:40,439 Alls ekki hugsa um fíla. Um hvað ertu að hugsa? -Fíla. 173 00:19:40,600 --> 00:19:43,797 Þetta er ekki þín hugmynd. Þú veist að hún kemur frá mér. 174 00:19:43,960 --> 00:19:46,952 Hugur viðfangsins getur alltaf rakið uppruna hugmyndarinnar. 175 00:19:47,160 --> 00:19:50,357 Það er ómögulegt að falsa hugljómun. --Það er ekki satt. 176 00:19:52,880 --> 00:19:56,191 Geturðu það? -Ertu að setja mér afarkosti? 177 00:19:56,360 --> 00:19:58,636 Ég get sjálfur náð sáttum við Cobol. 178 00:19:58,880 --> 00:20:00,996 Þá hefurðu ýmsa valkosti. 179 00:20:01,160 --> 00:20:03,276 Ég kýs að fara, herra. 180 00:20:08,040 --> 00:20:10,316 Segðu áhöfninni hvert þú vilt fara. 181 00:20:14,840 --> 00:20:16,399 Heyrðu, herra Cobb. 182 00:20:19,080 --> 00:20:21,390 Hvernig líst þér á að fara heim? 183 00:20:21,720 --> 00:20:25,236 Heim til Bandaríkjanna? Til barnanna þinna? 184 00:20:25,680 --> 00:20:28,957 Þú getur ekki reddað því. Það er ómögulegt. 185 00:20:29,200 --> 00:20:32,238 Alveg eins og hugljómunin. -Komdu, Cobb. 186 00:20:36,160 --> 00:20:38,959 Hversu flókin er hugmyndin? -Frekar einföld. 187 00:20:39,120 --> 00:20:43,034 Það er aldrei einfalt að koma hugmyndum fyrir hjá öðrum. 188 00:20:43,200 --> 00:20:46,670 Aðalkeppinautur minn er gamall og heilsuveill maður. 189 00:20:46,880 --> 00:20:50,589 Sonur hans tekur bráðum við stjórn fyrirtækisins. 190 00:20:51,520 --> 00:20:55,593 Ég vil að hann ákveði að leysa veldi föður síns í sundur. 191 00:20:55,760 --> 00:20:58,798 Við skulum ekki koma nálægt þessu, Cobb. --Bíddu við. 192 00:21:00,560 --> 00:21:05,270 Ef ég geri þetta og það tekst vil ég einhverja tryggingu. 193 00:21:06,000 --> 00:21:09,038 Hvernig veit ég að þú stendur við þitt? Þú veist það ekki. 194 00:21:09,920 --> 00:21:11,354 En ég geri það. 195 00:21:11,760 --> 00:21:15,799 Ertu tilbúinn að treysta mér? 196 00:21:16,960 --> 00:21:19,600 Eða viltu verða gamall maður, fullur eftirsjár 197 00:21:19,760 --> 00:21:22,320 sem bíður einsamall eftir dauðanum? 198 00:21:26,600 --> 00:21:30,958 Safnaðu saman í teymi og veldu traustari mannskap. 199 00:21:39,040 --> 00:21:41,429 Ég veit hvað þú þráir að komast heim. 200 00:21:43,560 --> 00:21:45,119 Þetta er ekki hægt. 201 00:21:45,440 --> 00:21:48,432 Jú, víst. Maður þarf að komast nógu djúpt. 202 00:21:48,640 --> 00:21:50,153 Þú veist það ekki. 203 00:21:51,680 --> 00:21:53,398 Ég hef gert það áður. 204 00:21:54,880 --> 00:21:56,279 Við hvern? 205 00:22:01,280 --> 00:22:03,078 Því ferðu til Parísar? 206 00:22:04,840 --> 00:22:06,956 Okkur vantar nýjan arkitekt. 207 00:22:23,600 --> 00:22:26,160 Þú varst aldrei ánægður með skrifstofuna þína. 208 00:22:27,680 --> 00:22:30,559 Ekkert pláss til að hugsa í þessum kústaskáp. 209 00:22:32,480 --> 00:22:34,790 Ertu óhultur hérna? 210 00:22:36,160 --> 00:22:40,313 Framsal milli Frakklands og BNA er skriffinnskumartröð. 211 00:22:40,480 --> 00:22:43,916 Þeir finna leið til að láta þetta ganga í þínu tilfelli. 212 00:22:44,200 --> 00:22:48,398 Ég vil að þú færir krökkunum þetta þegar þú getur. 213 00:22:48,600 --> 00:22:50,989 Það þarf meira en stöku tuskudýr 214 00:22:51,200 --> 00:22:54,272 til að sannfæra börnin um að þau eigi ennþá föður. 215 00:22:54,480 --> 00:22:57,279 Ég geri það sem ég kann, það sem þú kenndir mér. 216 00:22:57,560 --> 00:22:58,994 Ég kenndi þér ekki að stela. 217 00:22:59,160 --> 00:23:02,835 Þú kenndir mér að rata um huga fólks en eftir það sem gerðist 218 00:23:03,000 --> 00:23:06,595 voru fáar löglegar leiðir til að nýta þann hæfileika. 219 00:23:11,720 --> 00:23:13,597 Hvað ertu að gera hérna? 220 00:23:15,360 --> 00:23:17,636 Ég gæti hafa fundið leið heim. 221 00:23:17,960 --> 00:23:21,476 Þetta er verkefni fyrir afar valdamikið fólk. 222 00:23:21,680 --> 00:23:26,311 Fólk sem ég held að geti látið ákærurnar niður falla. 223 00:23:27,000 --> 00:23:28,673 En ég þarfnast aðstoðar. 224 00:23:28,920 --> 00:23:32,072 Þú komst til að spilla hæfileikaríkasta nemandanum. 225 00:23:32,240 --> 00:23:35,039 Þú veist hvað ég býð. Leyfðu þeim að velja sjálf. 226 00:23:35,240 --> 00:23:38,358 Þú býður peninga. -Ekki eingöngu. Þú manst. 227 00:23:38,640 --> 00:23:41,917 Þetta er tækifæri til að byggja dómkirkjur og heilar borgir, 228 00:23:42,080 --> 00:23:46,950 hluti sem eru ekki og gætu ekki verið til í raunveruleikanum. 229 00:23:47,160 --> 00:23:52,109 Viltu að ég leyfi öðrum að elta þig í hugarburðinn þinn? 230 00:23:52,480 --> 00:23:54,676 Þau koma ekki inn í drauminn minn. 231 00:23:54,840 --> 00:23:57,912 Þau hanna eingöngu sviðin og kenna dreymendunum þau. 232 00:23:58,200 --> 00:23:59,793 Hannaðu þetta sjálfur. 233 00:24:02,080 --> 00:24:03,639 Mal leyfir mér það ekki. 234 00:24:09,800 --> 00:24:12,189 Stígðu aftur inn í veruleikann, Dom. 235 00:24:13,240 --> 00:24:14,355 Gerðu það. 236 00:24:14,520 --> 00:24:15,749 Veruleikinn. 237 00:24:16,280 --> 00:24:20,831 Barnabörnin þín bíða þess að fá föður sinn heim. 238 00:24:21,120 --> 00:24:25,990 Það er veruleiki þeirra og þetta lokaverkefni gerir það mögulegt. 239 00:24:26,840 --> 00:24:30,993 Ég stæði ekki hérna ef ég vissi um aðra leið. 240 00:24:33,640 --> 00:24:36,837 Mig vantar arkitekt sem er jafngóður og ég. 241 00:24:40,760 --> 00:24:42,751 Ég veit um einn betri. 242 00:24:43,040 --> 00:24:44,394 Ariadne? 243 00:24:46,520 --> 00:24:49,080 Ég vil kynna þig fyrir herra Cobb. 244 00:24:49,480 --> 00:24:50,550 Gaman að kynnast þér. 245 00:24:50,720 --> 00:24:55,351 Ef þá átt smástund aflögu vill Cobb ræða við þig um starf. 246 00:24:55,720 --> 00:24:58,394 Áttu við starfsnám? -Ekki beinlínis. 247 00:24:58,640 --> 00:25:00,438 Ég legg fyrir þig próf. 248 00:25:00,760 --> 00:25:02,831 Segirðu mér ekkert frá þessu fyrst? 249 00:25:03,000 --> 00:25:05,514 Áður en ég lýsi starfinu verð ég að vita að þú ráðir við það. 250 00:25:05,680 --> 00:25:09,230 Hvers vegna? --Þetta er ekki beint löglegt. 251 00:25:11,800 --> 00:25:16,715 Hannaðu völundarhús á 2 mínútum sem tekur mig mínútu að leysa. 252 00:25:18,480 --> 00:25:19,595 Hættu. 253 00:25:21,800 --> 00:25:23,029 Aftur. 254 00:25:25,400 --> 00:25:26,595 Hættu. 255 00:25:30,040 --> 00:25:32,031 Þú verður að gera betur. 256 00:25:45,040 --> 00:25:46,633 Þetta líkar mér. 257 00:26:06,520 --> 00:26:09,717 Sagt er að við notum aðeins hluta af getu heilans. 258 00:26:09,920 --> 00:26:14,357 Það gildir aðeins í vöku. Í svefni getum við næstum allt. 259 00:26:14,520 --> 00:26:15,555 Eins og? 260 00:26:15,760 --> 00:26:19,719 Þegar þú hannar byggingu ertu meðvituð um hvert smáatriði. 261 00:26:19,920 --> 00:26:23,709 En stundum er næstum eins og byggingin skapi sig sjálf. 262 00:26:23,880 --> 00:26:25,712 Eins og ég sé að uppgötva hana. 263 00:26:25,880 --> 00:26:28,269 Það er ósvikin andagift. 264 00:26:28,480 --> 00:26:31,791 Í draumi gerir hugur okkar þetta stanslaust. 265 00:26:31,960 --> 00:26:36,670 Við sköpum og skynjum draumaheiminn samtímis. 266 00:26:37,000 --> 00:26:40,311 Hugurinn gerir þetta svo vel að við tökum ekki eftir því. 267 00:26:40,520 --> 00:26:43,399 Þetta leyfir okkur að komast í miðju ferlisins. 268 00:26:43,600 --> 00:26:44,635 Hvernig? 269 00:26:44,800 --> 00:26:47,269 Við tökum sköpunina að okkur. Þess vegna þarfnast ég þín. 270 00:26:47,440 --> 00:26:50,080 Þú skapar draumaheiminn. 271 00:26:50,280 --> 00:26:55,195 Viðfangið stígur inn í drauminn og undirmeðvitundin fyllir hann. 272 00:26:55,400 --> 00:27:00,031 Hvernig skapa ég næg smáatriði til að líkja eftir veruleikanum? 273 00:27:00,560 --> 00:27:04,076 Draumar virðast raunverulegir þegar maður er staddur í þeim. 274 00:27:04,280 --> 00:27:08,592 Það er ekki fyrr en við vöknum að blekkingin kemur í ljós. 275 00:27:09,280 --> 00:27:14,116 Ég skal spyrja þig að einu. Manstu eftir upphafi draums? 276 00:27:14,280 --> 00:27:17,511 Þú ert einhvern veginn alltaf í miðri atburðarásinni. 277 00:27:17,680 --> 00:27:20,798 Ætli það ekki. -Hvernig enduðum við hérna? 278 00:27:20,960 --> 00:27:22,871 Við komum frá... 279 00:27:23,080 --> 00:27:26,550 Hugsaðu málið, Ariadne. Hvernig komstu hingað? 280 00:27:27,120 --> 00:27:28,838 Hvar ertu stödd? 281 00:27:32,200 --> 00:27:33,270 Erum við í draumi? 282 00:27:33,440 --> 00:27:36,159 Þú ert Í raun sofandi á vinnustofunni okkar. 283 00:27:36,320 --> 00:27:40,029 Þetta er fyrsta kennslustundin í samdraumi. Vertu róleg. 284 00:28:16,360 --> 00:28:18,510 Þetta er draumur. Því verðu þig? 285 00:28:19,400 --> 00:28:21,232 Þetta er aldrei bara draumur. 286 00:28:21,440 --> 00:28:23,909 Það er sárt að fá glerbrot í andlitið. 287 00:28:24,080 --> 00:28:25,514 Skynjunin er raunveruleg. 288 00:28:25,760 --> 00:28:27,478 Herinn hannaði samdrauma 289 00:28:27,680 --> 00:28:31,150 sem kenndu hermönnum að skjóta, stinga og kyrkja hver annan 290 00:28:31,320 --> 00:28:32,879 en vakna síðan. 291 00:28:33,240 --> 00:28:35,197 Hvernig fléttuðust arkitektar í þetta? 292 00:28:35,440 --> 00:28:37,829 Einhver varð að hanna draumana. 293 00:28:39,000 --> 00:28:40,320 Gefðu okkur aðrar fimm mínútur. 294 00:28:42,360 --> 00:28:46,319 Fimm mínútur? Við töluðum saman í klukkustund hið minnsta. 295 00:28:46,560 --> 00:28:48,676 Í draumi vinnur hugurinn hraðar 296 00:28:48,880 --> 00:28:51,793 og þess vegna virðist tíminn líða hægar. 297 00:28:52,040 --> 00:28:55,032 Fimm mínútur í raunheimi er klukkustund í draumi. 298 00:28:56,200 --> 00:28:59,352 Athugaðu hvað þú getur brallað á fimm mínútum. 299 00:29:05,040 --> 00:29:08,112 Þetta er grunnskipulag. Bókabúð og kaffihús. 300 00:29:08,280 --> 00:29:09,953 Hér er næstum allt sem þarf. 301 00:29:10,120 --> 00:29:13,033 Hvað með fólkið? --Eftirmyndir úr undirmeðvitund minni. 302 00:29:13,200 --> 00:29:14,395 Þinni? 303 00:29:14,600 --> 00:29:16,910 Þú ert dreymandinn. Þú skapar heiminn. 304 00:29:17,120 --> 00:29:19,873 Ég er viðfangið. Hugur minn fyllir hann. 305 00:29:20,040 --> 00:29:21,997 Þú getur talað við undirmeðvitund mína. 306 00:29:22,160 --> 00:29:24,674 Það er ein leið til að ná upplýsingum frá viðfanginu. 307 00:29:24,840 --> 00:29:26,399 Hverjar fleiri? 308 00:29:26,560 --> 00:29:30,440 Með því að skapa eitthvað öruggt eins og bankahólf eða fangelsi. 309 00:29:30,640 --> 00:29:35,510 Hugurinn fyllir það upplýsingum sem hann reynir að vernda. 310 00:29:35,800 --> 00:29:38,394 Þá brýstu inn og stelur þeim. -Ja... 311 00:29:38,560 --> 00:29:42,872 Ég hélt að draumheimurinn snerist um hið sjónræna 312 00:29:43,160 --> 00:29:45,197 en áferðin skiptir meira máli. 313 00:29:45,440 --> 00:29:49,718 Hvað gerist þegar maður ruglar í eðlislögmálunum? 314 00:30:31,360 --> 00:30:32,919 Er þetta ekki magnað? 315 00:30:33,880 --> 00:30:35,359 Heldur betur. 316 00:30:59,280 --> 00:31:00,679 Því stara þau öll á mig? 317 00:31:00,840 --> 00:31:04,356 Undirmeðvitundin skynjar að einhver annar skapar heiminn. 318 00:31:04,560 --> 00:31:08,793 Þegar þú breytir hlutum snúast eftirmyndirnar gegn þér. 319 00:31:08,960 --> 00:31:12,191 Gegn mér? --Þær skynja utanaðkomandi eðli dreymandans. 320 00:31:12,360 --> 00:31:15,193 Þær gera árás eins og hvít blóðkorn á sýkingu. 321 00:31:15,360 --> 00:31:16,714 Ræðst fólkið á okkur? 322 00:31:16,880 --> 00:31:17,915 Nei. 323 00:31:18,640 --> 00:31:19,869 Bara þig. 324 00:31:24,280 --> 00:31:28,274 Þetta er fínt en ef þú breytir öllu svona mikið... 325 00:31:31,960 --> 00:31:34,839 Segðu undirmeðvitundinni að slappa af. 326 00:31:35,040 --> 00:31:38,351 Þetta er undirmeðvitund mín. Ég hef enga stjórn á henni. 327 00:32:31,400 --> 00:32:33,152 Mjög tilkomumikið. 328 00:32:44,600 --> 00:32:48,036 Ég kannast við þessa brú. Er þetta raunverulegur staður? 329 00:32:48,280 --> 00:32:50,556 Já, ég geng hér um á leið í skólann. 330 00:32:50,720 --> 00:32:54,236 Aldrei skapa eftir minni. Ímyndaðu þér alltaf nýja staði. 331 00:32:54,400 --> 00:32:56,073 Maður byggir á minninu. 332 00:32:56,280 --> 00:33:00,353 Aðeins í smáatriðum. Ljósastaur, símaklefa... Aldrei heil svæði. 333 00:33:00,520 --> 00:33:02,989 Því ekki? -Ef þú smíðar draum eftir minni 334 00:33:03,160 --> 00:33:06,312 geturðu hætt að skynja muninn á veruleika og draumi. 335 00:33:06,520 --> 00:33:07,749 Kom það fyrir þig? 336 00:33:07,960 --> 00:33:10,554 Hlustaðu á mig. Þetta kemur mér ekkert við. 337 00:33:10,720 --> 00:33:13,189 Viltu þess vegna að ég smíði draumana þína? 338 00:33:13,360 --> 00:33:15,590 Látið hana vera. Farið frá. 339 00:33:15,840 --> 00:33:17,558 Cobb. -—Látið hana vera. 340 00:33:17,800 --> 00:33:19,757 Sleppið mér. --Mal. 341 00:33:20,360 --> 00:33:22,112 Mal. --Vektu mig. 342 00:33:22,280 --> 00:33:24,590 Vektu mig. Vektu mig. 343 00:33:24,760 --> 00:33:25,909 Nei, Mal. 344 00:33:27,520 --> 00:33:31,559 Heyrðu, líttu á mig. Þú ert óhult. 345 00:33:32,080 --> 00:33:34,276 Hvers vegna vaknaði ég ekki? 346 00:33:35,400 --> 00:33:36,879 Tíminn var ekki liðinn 347 00:33:37,040 --> 00:33:39,475 og þú vaknar ekki úr draumi nema þú deyjir. 348 00:33:39,640 --> 00:33:41,677 Hana vantar tótem. -Hvað? 349 00:33:41,880 --> 00:33:43,234 Tótem er lítill gripur... 350 00:33:43,400 --> 00:33:47,553 Þú ert með rosalega undir- meðvitund. Hún er heillandi. 351 00:33:47,800 --> 00:33:50,952 Þú hefur kynnst frú Cobb. -Er hún eiginkonan hans? 352 00:33:51,120 --> 00:33:54,431 Já. Tótemið er lítill en hugsanlega þungur hlutur. 353 00:33:54,600 --> 00:33:56,796 Þú hefur hann á þér en enginn þekkir hann. 354 00:33:57,000 --> 00:33:58,559 Eins og smápeningur? 355 00:33:58,760 --> 00:34:03,277 Það verður að vera einstakt eins og þyngdur teningur. 356 00:34:04,560 --> 00:34:06,915 Þú mátt ekki snerta hann. Þá er allt til einskis. 357 00:34:07,080 --> 00:34:11,711 Ég er sá eini sem þekkir áferð og þyngd þessa tenings. 358 00:34:11,880 --> 00:34:13,393 Þegar þú lítur á tótemið 359 00:34:13,560 --> 00:34:16,678 veistu fyrir víst að þú sért ekki í draumi einhvers annars. 360 00:34:20,080 --> 00:34:24,631 Ég veit ekki hvort þú áttir þig ekki á þessu eða viljir það ekki 361 00:34:24,800 --> 00:34:28,236 en Cobb hefur reynt að fela alvarleg vandamál þarna niðri. 362 00:34:28,400 --> 00:34:32,758 Ég ætla ekki að opna huga minn fyrir slíkum manni. 363 00:34:38,320 --> 00:34:42,200 Hún kemur aftur. Ég hef aldrei séð neinn læra svona fljótt. 364 00:34:42,440 --> 00:34:46,434 Nú nægir veruleikinn henni ekki og þegar hún kemur aftur... 365 00:34:47,480 --> 00:34:49,915 Þegar hún kemur læturðu hana hanna völundarhús. 366 00:34:50,080 --> 00:34:52,515 Hvar verður þú? --Ég verð að heimsækja Eames. 367 00:34:52,680 --> 00:34:55,752 Eames er í Mombasa. Það er allt of nálægt Cobol. 368 00:34:55,960 --> 00:34:57,598 Ég verð að taka áhættuna. 369 00:34:57,760 --> 00:35:01,196 Það er til nóg af góðum þjófum. -Okkur vantar ekki aðeins þjóf. 370 00:35:02,320 --> 00:35:03,799 Okkur vantar falsara. 371 00:35:12,080 --> 00:35:15,038 Sama hvað þú nuddar þeim saman fjölga þeir sér ekki. 372 00:35:15,240 --> 00:35:16,514 Maður veit aldrei. 373 00:35:17,240 --> 00:35:18,674 Ég skal færa þér drykk. 374 00:35:21,320 --> 00:35:22,640 Þú borgar. 375 00:35:28,960 --> 00:35:31,634 Þú ert ennþá lélegur í stafsetningu. --Þegiðu. 376 00:35:31,800 --> 00:35:33,393 Hvernig er rithöndin? 377 00:35:33,560 --> 00:35:35,631 Fjölbreytileg. --Gott. 378 00:35:35,800 --> 00:35:36,995 Kærar þakkir. 379 00:35:37,520 --> 00:35:38,874 Hugljómun. 380 00:35:39,280 --> 00:35:41,999 Áður en þú segir að slíkt sé ómögulegt... 381 00:35:42,240 --> 00:35:45,437 Það er fullkomlega mögulegt en það er fjandi erfitt. 382 00:35:45,600 --> 00:35:49,639 Áhugavert. Arthur segir að þetta sé ekki hægt. 383 00:35:50,000 --> 00:35:51,991 Vinnurðu ennþá með þeim þurrdrumbi? 384 00:35:52,240 --> 00:35:54,117 Hann er góður í sínu starfi. 385 00:35:54,320 --> 00:35:57,517 Hann er sá besti en hann hefur ekkert ímyndunarafl. Ólíkt þér. 386 00:35:57,680 --> 00:36:00,559 Ef þú vilt skapa hugljómun þarfnastu ímyndunarafls. 387 00:36:00,760 --> 00:36:04,469 Má ég spyrja þig að einu? Hefurðu gert þetta áður? 388 00:36:04,760 --> 00:36:08,230 Við reyndum. Við komum hugmynd fyrir en hún festist ekki. 389 00:36:08,440 --> 00:36:09,794 Fór hún ekki nógu djúpt? 390 00:36:10,000 --> 00:36:12,116 Þetta snýst ekki aðeins um dýpt. 391 00:36:12,320 --> 00:36:14,231 Hugmyndin þarf að vera einföld 392 00:36:14,440 --> 00:36:17,956 til að vaxa eðlilega í huga viðfangsins. Nákvæmnisverk. 393 00:36:18,120 --> 00:36:20,589 Hvaða hugmynd ætlarðu að koma fyrir? 394 00:36:20,760 --> 00:36:24,958 Erfingi risafyrirtækis verður að sundra veldi föður síns. 395 00:36:25,200 --> 00:36:27,237 Þarna hefurðu pólitískan hvata, 396 00:36:27,400 --> 00:36:31,473 afstöðu gegn einokun og fleira en allt slíkt er bara... 397 00:36:32,000 --> 00:36:34,719 Þetta stendur og fellur með hlutdrægni viðfangsins. 398 00:36:34,920 --> 00:36:37,434 Þú verður að byrja á grundvallaratriðinu. 399 00:36:37,600 --> 00:36:38,829 Hvað er það? 400 00:36:39,680 --> 00:36:41,398 Sambandið við föðurinn. 401 00:36:43,600 --> 00:36:45,876 Ertu með efnafræðing? -Ekki ennþá. 402 00:36:46,040 --> 00:36:48,759 Jæja, ég veit um einn hérna sem heitir Yusuf. 403 00:36:48,920 --> 00:36:52,470 Hann blandar eigin útgáfu af efnablöndunni. 404 00:36:52,760 --> 00:36:53,830 Fylgdu mér til hans. 405 00:36:54,000 --> 00:36:57,197 Þegar enginn er að elta þig. Maðurinn á barnum. 406 00:36:57,480 --> 00:37:01,269 Hann er frá Cobol. Er ég eftirlýstur dauður eða lifandi? 407 00:37:01,440 --> 00:37:03,750 Ég man það ekki. Athugum hvort hann skjóti þig. 408 00:37:03,920 --> 00:37:07,629 Þú truflar hann. Hittumst niðri á barnum eftir hálftíma. 409 00:37:07,840 --> 00:37:10,593 Hérna? --Þetta er síðasti staðurinn sem þeir leita. 410 00:37:12,400 --> 00:37:13,435 Allt í lagi. 411 00:37:14,800 --> 00:37:16,552 Freddy! Freddy Simmonds! 412 00:37:16,920 --> 00:37:18,991 Ert þetta virkilega þú? 413 00:37:22,080 --> 00:37:23,115 Nei, þetta ert ekki þú. 414 00:37:23,280 --> 00:37:25,191 Þig dreymir ekki núna. 415 00:38:04,760 --> 00:38:06,034 Einn kaffibolla. 416 00:38:18,360 --> 00:38:19,680 Einn kaffibolla. 417 00:39:17,080 --> 00:39:19,071 Viltu far, herra Cobb? 418 00:39:20,120 --> 00:39:21,554 Hvað ertu að gera í Mombasa? 419 00:39:21,720 --> 00:39:24,234 Ég er að passa upp á fjárfestinguna. 420 00:39:27,560 --> 00:39:29,437 Losarðu þig svona við eftirför? 421 00:39:29,600 --> 00:39:31,034 Þetta er önnur eftirför. 422 00:39:39,400 --> 00:39:41,152 Cobb sagði að þú kæmir aftur. 423 00:39:42,160 --> 00:39:43,798 Ég reyndi að koma ekki en... 424 00:39:43,960 --> 00:39:45,917 En þetta er engu líkt. 425 00:39:46,080 --> 00:39:47,354 Þetta er bara... 426 00:39:49,160 --> 00:39:50,514 ...hrein sköpun. 427 00:39:50,680 --> 00:39:53,433 Eigum við að líta á þversagna- kennda byggingarlist? 428 00:39:53,600 --> 00:39:57,514 Þú þarft að læra ýmsar brellur fyrir þrjú heil draumasvið. 429 00:39:57,680 --> 00:39:58,795 Afsakaðu. 430 00:39:59,200 --> 00:40:00,713 Hvers konar brellur? 431 00:40:00,960 --> 00:40:04,078 Í draumi geturðu brenglað arkitektúrinn í ómöguleg form. 432 00:40:04,400 --> 00:40:08,314 Þannig geturðu skapað lokaðar lykkjur eins og Penrose-stiga. 433 00:40:08,480 --> 00:40:09,629 Endalausa stigann. 434 00:40:14,040 --> 00:40:15,155 Sérðu? 435 00:40:19,440 --> 00:40:20,635 Þversögn. 436 00:40:20,800 --> 00:40:25,510 Lokuð lykkja leyfir þér að fela mörk draumsins sem þú skapar. 437 00:40:25,680 --> 00:40:27,717 Hversu stór eru sviðin? 438 00:40:27,880 --> 00:40:30,952 Allt frá einni hæð í byggingu upp í heila borg. 439 00:40:31,160 --> 00:40:34,312 En nógu flókið til að við getum forðast eftirmyndirnar. 440 00:40:34,480 --> 00:40:35,515 Völundarhús. 441 00:40:35,680 --> 00:40:37,432 Já, því betra sem völundarhúsið er... 442 00:40:37,600 --> 00:40:40,399 Reynist eftirmyndunum erfiðara að finna okkur? 443 00:40:40,560 --> 00:40:41,709 Nákvæmlega. 444 00:40:42,480 --> 00:40:45,677 Undirmeðvitund mín er kurteis. -Bíddu, þau verða grimmari. 445 00:40:47,760 --> 00:40:49,194 Enginn vill að aðrir grufli í höfðinu á sér. 446 00:40:49,360 --> 00:40:51,431 Getur Cobb ekki skapað lengur? 447 00:40:53,200 --> 00:40:55,510 Ég veit það ekki en hann er hættur því. 448 00:40:55,760 --> 00:40:58,912 Hann telur öruggara að þekkja ekki hönnunina. --Hvers vegna? 449 00:40:59,080 --> 00:41:01,833 Hann segir mér það ekki en ég held að það sé vegna Mal. 450 00:41:02,040 --> 00:41:04,350 Fyrrverandi konunnar? -Nei, ekki fyrrverandi. 451 00:41:04,560 --> 00:41:06,631 Eru þau ennþá saman? -Nei. 452 00:41:08,720 --> 00:41:10,119 Nei, hún er dáin. 453 00:41:12,080 --> 00:41:14,720 Þú sást aðeins eftirmynd hans af henni. 454 00:41:18,400 --> 00:41:19,879 Hvernig var hún Í raun og veru? 455 00:41:20,560 --> 00:41:21,914 Hún var yndisleg. 456 00:41:25,880 --> 00:41:28,440 Vantar ykkur efnafræðing? -Já. 457 00:41:28,600 --> 00:41:30,830 Til að blanda efni fyrir verkefni? 458 00:41:31,240 --> 00:41:33,311 Og fylgja okkur á vettvang. 459 00:41:33,480 --> 00:41:35,915 Ég vinn sjaldan á vettvangi, herra Cobb. 460 00:41:36,080 --> 00:41:39,596 Þú fylgir okkur til að útbúa blöndur sem henta þörfum okkar. 461 00:41:39,760 --> 00:41:41,751 Hverjar eru þær? -Mikil dýpt. 462 00:41:41,920 --> 00:41:45,311 Draumur innan draums? Tvö svið? 463 00:41:47,840 --> 00:41:49,069 Þrjú. 464 00:41:49,240 --> 00:41:52,471 Ómögulegt. Svo margir draumar innan drauma verða óstöðugir. 465 00:41:52,640 --> 00:41:55,075 Það er mögulegt. 466 00:41:55,320 --> 00:41:59,917 Þú bætir við róandi lyfi. -Mjög róandi. 467 00:42:01,400 --> 00:42:03,710 Hversu margir eru í hópnum? -Fimm manns. 468 00:42:03,880 --> 00:42:04,915 Sex. 469 00:42:06,360 --> 00:42:10,274 Ég veit ekki hvort þér tekst þetta nema ég fylgi þér. 470 00:42:10,520 --> 00:42:13,797 Það er ekki pláss fyrir túrista í verkefni sem þessu, Saito. 471 00:42:14,000 --> 00:42:16,594 Í þetta skiptið virðist vera pláss. 472 00:42:17,240 --> 00:42:20,949 Það er gott að byrja á þessu. Ég nota þetta daglega. 473 00:42:21,240 --> 00:42:22,355 Til hvers? 474 00:42:22,520 --> 00:42:23,874 Ég skal sýna þér það. 475 00:42:27,640 --> 00:42:30,314 Ef til vill viltu ekki sjá þetta. 476 00:42:32,240 --> 00:42:33,674 Á eftir þér. 477 00:42:43,080 --> 00:42:45,959 Tíu, tólf, allir tengdir. Fjandinn hafi það. 478 00:42:46,280 --> 00:42:48,749 Þeir koma hingað daglega til að deila draumi. 479 00:42:50,920 --> 00:42:52,240 Sérðu? 480 00:42:52,520 --> 00:42:53,919 Þetta er stöðugt. 481 00:42:59,320 --> 00:43:00,879 Hversu lengi dreymir þá? 482 00:43:01,040 --> 00:43:03,429 Þrjá eða fjóra tíma á dag. 483 00:43:03,680 --> 00:43:04,795 En í draumtíma? 484 00:43:05,000 --> 00:43:08,516 Með þessum efnum? Um 40 tíma hvern einasta dag. 485 00:43:08,680 --> 00:43:10,000 Hvers vegna gera þeir þetta? 486 00:43:10,200 --> 00:43:11,759 Segðu honum það, Cobb. 487 00:43:13,520 --> 00:43:16,080 Að lokum verður þetta eina leiðin til að dreyma. 488 00:43:16,360 --> 00:43:18,590 Dreymir þig ennþá, herra Cobb? 489 00:43:18,800 --> 00:43:21,838 Koma þeir daglega til að sofa? Nei. 490 00:43:23,880 --> 00:43:26,269 Þeir koma til að vera vaktir. 491 00:43:27,520 --> 00:43:30,592 Draumurinn er orðinn að veruleika þeirra. 492 00:43:31,760 --> 00:43:34,639 Hver ert þú að andmæla því, herra? 493 00:43:36,440 --> 00:43:38,113 Athugum hvað þú getur. 494 00:43:49,000 --> 00:43:51,150 Þú veist hvar ég er. 495 00:43:53,000 --> 00:43:55,230 Þú veist hvað þú verður að gera. 496 00:44:00,480 --> 00:44:01,959 Er þetta ekki skýrt? 497 00:44:17,000 --> 00:44:19,355 Er allt í lagi, herra Cobb? 498 00:44:20,400 --> 00:44:23,711 Já, allt í fínasta lagi. 499 00:44:32,600 --> 00:44:36,389 Robert Fischer, erfingi Fischer Morrow orkusamsteypunnar. 500 00:44:36,560 --> 00:44:38,233 Hvað er að þessum Fischer? 501 00:44:38,440 --> 00:44:40,351 Það er ekki þitt mál. 502 00:44:40,520 --> 00:44:44,878 Herra Saito, þetta eru ekki hefðbundnar iðnaðarnjósnir. 503 00:44:45,040 --> 00:44:49,955 Þú baðst um hugljómun. Vonandi skilurðu að það er alvörumál. 504 00:44:50,360 --> 00:44:54,194 Fræið sem við komum fyrir í huga mannsins verður að hugmynd. 505 00:44:54,360 --> 00:44:56,351 Þessi hugmynd einkennir hann. 506 00:44:56,520 --> 00:45:01,037 Hún gæti að lokum breytt öllu í fari hans. 507 00:45:01,240 --> 00:45:02,674 Við erum síðasta fyrirtækið 508 00:45:02,880 --> 00:45:05,190 á milli þeirra og einokunar á orku. 509 00:45:05,360 --> 00:45:07,636 Við erum ekki lengur samkeppnishæfir. 510 00:45:07,800 --> 00:45:11,031 Bráðum eiga þeir orkuforða helmings jarðarbúa. 511 00:45:11,200 --> 00:45:14,272 Þannig verða þeir í raun nytt heimsveldi. 512 00:45:15,120 --> 00:45:18,670 Heimurinn þarfnast þess að Robert Fischer snúist hugur. 513 00:45:18,880 --> 00:45:19,950 Þar komum við til sögunnar. 514 00:45:20,120 --> 00:45:23,272 Hvernig er samband Roberts Fischer við föður hans? 515 00:45:23,440 --> 00:45:26,478 Sagt er að samband þeirra sé ansi flókið. 516 00:45:26,640 --> 00:45:29,029 Við getum ekki unnið eftir sögusögnum. 517 00:45:29,240 --> 00:45:31,595 Geturðu komið mér nálægt þessum manni? 518 00:45:31,760 --> 00:45:36,709 Browning, hægri hönd Fischers og guðfaðir Fischers yngri. 519 00:45:36,920 --> 00:45:40,117 Það er hugsanlegt ef þú færð réttu meðmælin. 520 00:45:40,280 --> 00:45:44,717 Meðmælin eru einmitt sérgrein mín, herra Saito. 521 00:45:45,760 --> 00:45:48,434 Þeir ætla ekki að semja. Gakktu frá þeim. 522 00:45:48,640 --> 00:45:53,555 Það er stefna Maurice Fischer að forðast málaferli. 523 00:45:56,480 --> 00:46:00,997 Eigum við að segja Maurice frá áhyggjum þínum? 524 00:46:01,160 --> 00:46:02,309 Það er óþarfi. 525 00:46:02,480 --> 00:46:04,756 Jú, við ættum að gera það. 526 00:46:26,560 --> 00:46:27,834 Hvernig líður honum? 527 00:46:29,080 --> 00:46:32,277 Ég vil ekki ónáða hann að óþörfu en... 528 00:46:32,440 --> 00:46:37,389 Robert, ég sagði þér að halda fjandans... Gerðu það bara... 529 00:46:37,680 --> 00:46:38,875 Herra Fischer. 530 00:46:39,040 --> 00:46:40,758 Drífðu þetta í gegn. 531 00:46:41,120 --> 00:46:44,909 Aldrei, aldrei, hefurðu gert það sem ég sagði. 532 00:46:45,960 --> 00:46:47,519 Láttu þetta vera. 533 00:46:51,520 --> 00:46:52,590 Hérna. 534 00:46:55,320 --> 00:46:58,392 Þetta hlýtur að vera kær minning. 535 00:46:58,560 --> 00:47:02,997 Ég setti þetta við rúmið hans en hann tók ekki eftir því. 536 00:47:03,600 --> 00:47:04,829 Robert. 537 00:47:07,440 --> 00:47:10,080 Við verðum að ræða um að þú takir við umboðinu. 538 00:47:10,240 --> 00:47:12,914 Ég veit að það er erfitt... -Ekki núna, Peter frændi. 539 00:47:17,240 --> 00:47:19,072 Hrægammarnir eru á sveimi. 540 00:47:19,240 --> 00:47:23,632 Þar sem Maurice Fischer hrakar aukast völd Peters Browning. 541 00:47:23,800 --> 00:47:26,792 Ég fékk nægan tíma til að fylgjast með Browning 542 00:47:26,960 --> 00:47:30,999 og æfa líkamsburði hans, látbragð og annað. 543 00:47:31,200 --> 00:47:35,273 Í fyrsta lagi draumsins get ég hermt eftir Browning 544 00:47:35,440 --> 00:47:38,398 og stungið hugmyndum að meðvitaðri hugsun Fischers. 545 00:47:38,560 --> 00:47:42,554 Þegar við förum enn dýpra ætti hans eigin eftirmynd af Browning 546 00:47:42,720 --> 00:47:44,438 að halda hugmyndinni lifandi. 547 00:47:44,600 --> 00:47:46,477 Þá gefur hann sjálfum sér hugmyndina. 548 00:47:46,640 --> 00:47:50,599 Já, hún festist ekki nema hún virðist sjálfsprottin. 549 00:47:50,800 --> 00:47:53,394 Eames, þú kemur á óvart. 550 00:47:54,400 --> 00:47:58,280 Yfirlætið þitt er alltaf vel metið, Arthur. Takk. 551 00:48:19,640 --> 00:48:21,233 Ætlarðu sjálfur á kaf? 552 00:48:21,400 --> 00:48:24,791 Nei, ég var bara að gera ýmsar tilraunir. 553 00:48:25,000 --> 00:48:27,310 Ég hélt að ég væri einn hérna. 554 00:48:27,480 --> 00:48:30,120 Ég var að vinna að tóteminu mínu. 555 00:48:30,280 --> 00:48:32,078 Leyfðu mér að sjá það. 556 00:48:33,760 --> 00:48:35,034 Þú lærir eitthvað. 557 00:48:35,200 --> 00:48:38,431 Þetta er fáguð leið til að sannfæra sig um veruleikann. 558 00:48:39,360 --> 00:48:41,670 Var þetta þín hugmynd? -Nei, þetta var... 559 00:48:41,960 --> 00:48:43,997 Þetta var hugmynd Mal. 560 00:48:44,600 --> 00:48:48,309 Hún átti þessa. Hún hætti aldrei að snúast í draumi. 561 00:48:48,480 --> 00:48:50,994 Hún snerist endalaust. 562 00:48:53,000 --> 00:48:55,276 Arthur sagði að hún væri fallin frá. 563 00:48:56,960 --> 00:48:58,758 Hvernig gengur með völundarhúsin? 564 00:48:58,920 --> 00:49:01,833 Hvert svið tengist þeim hluta undirmeðvitundar viðfangsins 565 00:49:02,040 --> 00:49:04,236 sem við viljum fá aðgang að. 566 00:49:04,400 --> 00:49:09,031 Dýpsta sviðið er sjúkrahús svo faðir Fischers verði þar. 567 00:49:10,000 --> 00:49:12,389 Ég er með spurningu um þessa hönnun. 568 00:49:12,600 --> 00:49:17,151 Engin smáatriði. Dreymandinn má einn þekkja hönnunina. 569 00:49:17,800 --> 00:49:20,872 Hvers vegna? --Ef eitthvert okkar skyldi taka með sér eftirmyndir. 570 00:49:21,040 --> 00:49:23,759 Við viljum ekki að þær þekki hönnun völundarhússins. 571 00:49:24,760 --> 00:49:29,152 Áttu við ef Mal fylgir þér? Þú heldur henni ekki fjarri. 572 00:49:30,400 --> 00:49:31,549 Það er rétt. 573 00:49:31,720 --> 00:49:35,679 Þú mátt ekki skapa. Ef þú þekkir völundarhúsið þekkir hún það. 574 00:49:35,840 --> 00:49:38,309 Þá spillir hún fyrir öllu verkefninu. 575 00:49:38,480 --> 00:49:40,949 Vita hinir þetta, Cobb? -Nei, þeir vita þetta ekki. 576 00:49:41,160 --> 00:49:43,071 Varaðu þá við ef þetta fer versnandi. 577 00:49:43,240 --> 00:49:45,629 Enginn sagði að þetta færi versnandi. 578 00:49:46,720 --> 00:49:49,917 Ég verð að komast heim. Ekkert annað skiptir mig máli. 579 00:49:50,760 --> 00:49:52,671 Hvers vegna kemstu ekki heim? 580 00:49:56,120 --> 00:49:58,350 Þeir halda að ég hafi myrt hana. 581 00:50:01,360 --> 00:50:02,714 Þakka þér fyrir. 582 00:50:02,880 --> 00:50:06,111 Fyrir hvað? --Að spyrja ekki hvort ég hefði gert það. 583 00:50:06,280 --> 00:50:08,476 Ég leysi upp veldi föður míns. 584 00:50:08,640 --> 00:50:13,111 Þetta er hugmynd sem Robert kýs sjálfur að hafna. 585 00:50:13,320 --> 00:50:15,789 Við verðum að koma henni fyrir djúpt í undirmeðvitundinni. 586 00:50:15,960 --> 00:50:19,510 Undirmeðvitundin stjórnast af tilfinningu, ekki skynsemi. 587 00:50:19,680 --> 00:50:23,275 Finnum leið til að gera þetta að tilfinningalegri hugmynd. 588 00:50:23,480 --> 00:50:25,915 Hvernig gerum við viðskipta- hugmynd að tilfinningu? 589 00:50:26,120 --> 00:50:27,519 Það er spurning dagsins. 590 00:50:27,720 --> 00:50:31,475 Samband Roberts við föður hans er vægast sagt þvingað. 591 00:50:31,640 --> 00:50:32,675 Nýtum það. 592 00:50:32,920 --> 00:50:36,356 Gæti hann tvístrað fyrirtækinu til að gefa skít í þann gamla? 593 00:50:36,520 --> 00:50:40,229 Nei, jákvæðar tilfinningar eru þeim neikvæðu sterkari. 594 00:50:40,400 --> 00:50:44,189 Við þráum öll sátt og geðhreinsun. 595 00:50:44,400 --> 00:50:48,030 Robert Fischer verður að tengja hugmyndina jákvæðri tilfinningu. 596 00:50:48,200 --> 00:50:50,191 Hvað með þetta? 597 00:50:50,400 --> 00:50:53,313 Faðir minn vill að ég skapi mitt eigið fyrirtæki 598 00:50:53,480 --> 00:50:56,518 í stað þess að feta í fótspor hans. -Gæti virkað. 599 00:50:56,680 --> 00:50:59,718 Gæti? Við þurfum að gera betur en "gæti". 600 00:50:59,880 --> 00:51:01,871 Takk fyrir þitt framlag. 601 00:51:02,120 --> 00:51:04,953 Fyrirgefðu að ég skyldi vilja nákvæmni, Eames. 602 00:51:05,200 --> 00:51:06,270 Nákvæmni? 603 00:51:06,440 --> 00:51:08,477 Hugljómunin snýst ekki um nákvæmni. 604 00:51:08,640 --> 00:51:12,474 Í höfðinu á honum verðum við að nýta hvað sem við finnum. 605 00:51:13,920 --> 00:51:16,958 Á efsta sviðinu opnum við sambandið við föður hans. 606 00:51:17,120 --> 00:51:20,078 Segjum að hann vilji ekki feta í fótspor föðurins. 607 00:51:20,240 --> 00:51:24,996 Á næsta sviði segjum við honum að skapa eitthvað sjálfur. 608 00:51:25,160 --> 00:51:28,278 En á dýpsta sviðinu notum við aðalvopnið. 609 00:51:28,480 --> 00:51:31,711 Faðir minn vill ekki að ég verði eins og hann. --Einmitt. 610 00:51:31,880 --> 00:51:36,158 Þriggja laga draumur hrynur við minnsta áreiti. 611 00:51:36,360 --> 00:51:37,680 Róandi lyf. 612 00:51:37,840 --> 00:51:40,719 Til að ná nógu djúpum svefni fyrir þriggja laga draum 613 00:51:40,880 --> 00:51:44,794 verðum við að blanda efnið þrælsterku róandi lyfi. 614 00:51:56,360 --> 00:51:57,873 Góða nótt. 615 00:51:58,040 --> 00:52:00,031 Blandan sem við notum fyrir samdrauminn 616 00:52:00,200 --> 00:52:02,555 skapar sterka tengingu á milli drepmenda 617 00:52:02,760 --> 00:52:04,671 og hraðar á heilastarfsemi. 618 00:52:04,840 --> 00:52:06,638 Það gefur meiri tíma á hverju sviði. 619 00:52:06,840 --> 00:52:09,878 Heilastarfsemi í draumnum verður 20 sinnum meiri en venjulega. 620 00:52:10,040 --> 00:52:13,396 Þegar þú ferð í draum innan þess draums margfaldast áhrifin. 621 00:52:13,560 --> 00:52:15,676 Þrír draumar. Tíu tímar sinnum tuttugu... 622 00:52:15,840 --> 00:52:18,832 Ég er ekki sterkur í reikningi. Hvað er það langur tími? 623 00:52:19,000 --> 00:52:21,753 Það er vika á fyrsta sviðinu. 624 00:52:21,920 --> 00:52:25,117 Hálft ár á öðru sviði og á því þriðja... 625 00:52:25,280 --> 00:52:26,918 Það eru tíu ár. 626 00:52:29,560 --> 00:52:32,120 Hver vill festast Í draumi í tíu ár? 627 00:52:32,280 --> 00:52:33,509 Það fer eftir draumnum. 628 00:52:33,680 --> 00:52:36,240 Hvernig komumst við út að verkinu loknu? 629 00:52:36,400 --> 00:52:39,313 Vonandi ertu með betri hugmynd en að skjóta mig í höfuðið. 630 00:52:39,480 --> 00:52:42,154 Spark. -Hvað er spark? 631 00:52:42,320 --> 00:52:44,755 Þetta, Ariadne, er spark. 632 00:52:47,240 --> 00:52:49,914 Þegar þér finnst þú falla og þú snarvaknar. 633 00:52:50,080 --> 00:52:51,309 Það togar þig úr draumnum. 634 00:52:51,560 --> 00:52:53,278 Finnum við sparkið á róandi lyfjum? 635 00:52:53,480 --> 00:52:57,872 Það er snilldin. Lyfin hafa engin áhrif á innra eyrað. 636 00:52:58,040 --> 00:53:02,591 Sama hvað þið sofið djúpt upplifið þið alltaf fallið. 637 00:53:03,320 --> 00:53:04,993 Eða hrösunina. 638 00:53:05,920 --> 00:53:10,835 Vandinn er að samstilla sparkið til að ná í gegnum sviðin þrjú. 639 00:53:11,040 --> 00:53:14,158 Notum tónlistina til að telja niður í mismunandi spörk. 640 00:53:22,360 --> 00:53:26,069 Engar aðgerðir á döfinni, ekki einu sinni hjá tannlækni. 641 00:53:26,240 --> 00:53:28,038 Hvað með uppskurðinn á hnénu? 642 00:53:28,200 --> 00:53:31,158 Nei, það er ekkert á döfinni sem krefst svæfingar. 643 00:53:31,320 --> 00:53:33,277 Við þurfum tíu tíma. 644 00:53:33,480 --> 00:53:35,517 Sydney til Los Angeles. 645 00:53:36,200 --> 00:53:40,398 Eitt lengsta flug í heimi. Hann fer hálfsmánaðarlega. 646 00:53:40,600 --> 00:53:42,637 Þá flýgur hann með einkaþotu. 647 00:53:43,440 --> 00:53:46,512 Ekki ef einkaþotan krefst skyndilegra viðgerða. 648 00:53:46,680 --> 00:53:48,751 Við þurfum 747. -Af hverju? 649 00:53:48,960 --> 00:53:50,792 Í 747 er flugmaðurinn efstur 650 00:53:51,000 --> 00:53:53,913 og fyrsta farrými er fremst svo þar gengur enginn í gegn. 651 00:53:54,160 --> 00:53:57,516 Við þurfum að leigja farrýmið og múta flugfreyjunum. 652 00:53:57,680 --> 00:53:59,671 Ég keypti flugfélagið. 653 00:54:00,920 --> 00:54:02,877 Það virtist þægilegra. 654 00:54:04,400 --> 00:54:06,835 Þá höfum við tíu tímana. 655 00:54:07,800 --> 00:54:11,316 Ariadne? Þú hefur staðið þig með prýði. 656 00:54:59,000 --> 00:55:01,037 Þú veist hvar ég er. 657 00:55:02,720 --> 00:55:04,996 Þú veist hvað þú verður að gera. 658 00:55:07,920 --> 00:55:11,072 Manstu þegar þú baðst mig um að giftast þér? 659 00:55:12,320 --> 00:55:13,913 Að sjálfsögðu. 660 00:55:15,440 --> 00:55:17,795 Þú sagðist eiga þér draum. 661 00:55:20,840 --> 00:55:23,514 Um að við yrðum gömul saman. 662 00:55:25,080 --> 00:55:26,718 Við getum það. 663 00:55:33,360 --> 00:55:35,078 Þú ættir ekki að vera hérna. 664 00:55:39,560 --> 00:55:42,439 Ég vildi athuga hvernig prófanir þú gerðir einn á hverri nóttu. 665 00:55:42,600 --> 00:55:44,511 Þetta kemur þér ekki við. 666 00:55:44,720 --> 00:55:47,633 Jú, að öllu leyti. Þú baðst mig að deila draumum með þér. 667 00:55:47,840 --> 00:55:51,435 Ekki þessum. Þetta eru mínir draumar. 668 00:56:02,920 --> 00:56:04,877 Því gerirðu sjálfum þér þetta? 669 00:56:05,600 --> 00:56:07,955 Þetta er eina leiðin fyrir mig að dreyma. 670 00:56:10,160 --> 00:56:12,470 Því er svona mikilvægt að dreyma? 671 00:56:13,240 --> 00:56:15,675 Í draumum mínum erum við ennþá saman. 672 00:56:29,800 --> 00:56:31,598 Þetta eru ekki bara draumar. 673 00:56:33,400 --> 00:56:36,392 Þetta eru minningar. Þú bannaðir mér að nota þær. 674 00:56:36,560 --> 00:56:38,153 Ég veit það. 675 00:56:38,320 --> 00:56:42,154 Þú heldur henni á lífi og getur ekki sleppt af henni takinu. 676 00:56:43,040 --> 00:56:44,439 Þú skilur þetta ekki. 677 00:56:44,600 --> 00:56:48,719 Þetta eru minningar sem ég sé eftir og verð að breyta. 678 00:56:49,920 --> 00:56:52,275 Hvað er þarna niðri sem þú sérð eftir? 679 00:56:52,480 --> 00:56:56,155 Það er aðeins eitt sem þú verður að skilja um mig. 680 00:57:04,360 --> 00:57:06,033 Er þetta húsið þitt? 681 00:57:06,680 --> 00:57:08,751 Já, hús okkar Mal. 682 00:57:09,480 --> 00:57:10,754 Hvar er hún? 683 00:57:11,640 --> 00:57:13,438 Hún er dáin hérna. 684 00:57:18,520 --> 00:57:22,991 James sonur minn grefur eftir einhverju eins og ánamaðki. 685 00:57:24,440 --> 00:57:26,033 Þetta er Phillipa. 686 00:57:26,200 --> 00:57:30,910 Mér datt í hug að kalla á þau til að þau sneru sér við 687 00:57:31,800 --> 00:57:36,749 og ég gæti séð fallegu andlitin en það er orðið um seinan. 688 00:57:36,920 --> 00:57:39,594 Það er núna eða aldrei, Cobb. 689 00:57:44,040 --> 00:57:46,156 Síðan kemur fát á mig. 690 00:57:46,320 --> 00:57:49,392 Ég veit að ég á eftir að sjá eftir þessu augnabliki 691 00:57:49,800 --> 00:57:52,155 og að ég verði að sjá framan í þau einu sinni enn. 692 00:57:52,360 --> 00:57:54,874 James og Phillipa. Komið inn. 693 00:57:55,080 --> 00:57:57,151 En augnablikið er liðið. 694 00:57:59,360 --> 00:58:02,432 Hvað sem ég geri, get ég ekki breytt þessu augnabliki. 695 00:58:03,560 --> 00:58:05,710 Þegar ég kalla til þeirra... 696 00:58:06,840 --> 00:58:08,399 ...hlaupa þau í burtu. 697 00:58:10,680 --> 00:58:14,639 Til að sjá andlit þeirra aftur verð ég að komast heim. 698 00:58:14,880 --> 00:58:16,359 Í raunverulega heiminn. 699 00:58:58,080 --> 00:58:59,798 Hvað ertu að gera hérna? 700 00:59:00,280 --> 00:59:01,395 Ég heiti... 701 00:59:01,560 --> 00:59:04,473 Ég veit hver þú ert. Hvað ertu að gera hérna? 702 00:59:13,080 --> 00:59:15,435 Ég reyni að skilja þetta. 703 00:59:15,600 --> 00:59:17,716 Hvernig gætirðu skilið þetta? 704 00:59:18,960 --> 00:59:21,600 Veistu hvernig það er að vera elskhugi? 705 00:59:23,040 --> 00:59:25,190 Að vera annar hluti heildar? 706 00:59:26,560 --> 00:59:27,789 Nei. 707 00:59:29,520 --> 00:59:31,477 Ég skal segja þér gátu. 708 00:59:33,000 --> 00:59:35,230 Þú bíður eftir lest. 709 00:59:36,320 --> 00:59:38,994 Lest sem fer með þig langt í burtu. 710 00:59:40,840 --> 00:59:43,832 Þú vonar að lestin endi á ákveðnum stað 711 00:59:44,920 --> 00:59:47,309 en þú veist það ekki fyrir víst. 712 00:59:47,520 --> 00:59:49,272 En það skiptir ekki máli. 713 00:59:50,160 --> 00:59:53,471 Af hverju skiptir ekki máli hvar lestin endar? 714 00:59:53,640 --> 00:59:55,517 Af því við verðum saman. 715 00:59:56,640 --> 00:59:59,837 Hvernig gastu komið með hana hingað? --Hvaða staður er þetta? 716 01:00:00,000 --> 01:00:02,992 Þetta er hótelherbergi þar sem við eyddum brúðkaupsafmælinu. 717 01:00:03,240 --> 01:00:04,674 Hvað gerðist hérna? 718 01:00:06,360 --> 01:00:09,671 Þú lofaðir. Þú lofaðir að við yrðum saman. 719 01:00:09,880 --> 01:00:12,030 Þú verður að bíða hérna lengur. 720 01:00:12,200 --> 01:00:15,272 Þú sagðir að við yrðum saman og yrðum gömul saman. 721 01:00:15,440 --> 01:00:18,000 Ég kem og sæki þig. Ég lofa því. 722 01:00:36,200 --> 01:00:41,036 Heldurðu að þú getir haldið henni fastri í minningafangelsi? 723 01:00:42,400 --> 01:00:45,279 Heldurðu að þetta haldi henni í skefjum? 724 01:00:45,440 --> 01:00:46,999 Stundin er runnin upp. 725 01:00:47,840 --> 01:00:50,400 Maurice Fischer lést í Sydney. 726 01:00:50,560 --> 01:00:52,870 Hvenær fer útförin fram? -Á fimmtudaginn í Los Angeles. 727 01:00:53,080 --> 01:00:56,710 Robert fylgir líkinu á þriðjudag svo við skulum hafa hraðan á. 728 01:00:58,160 --> 01:00:59,833 Ég kem með ykkur, Cobb. 729 01:01:00,000 --> 01:01:01,354 Nei, ég lofaði Miles. 730 01:01:01,520 --> 01:01:05,150 Hópurinn þarfnast einhvers sem veit hvað plagar þig. 731 01:01:07,360 --> 01:01:12,309 Það þarf ekki að vera ég en þú skalt sýna Arthur það sem ég sá. 732 01:01:18,760 --> 01:01:21,036 Útvegaðu annað sæti í flugvélinni. 733 01:01:24,440 --> 01:01:27,796 Ef ég fer um borð í flugvélina og þú stendur ekki við þitt 734 01:01:27,960 --> 01:01:31,316 fer ég í ævilangt fangelsi um leið og við lendum. 735 01:01:32,040 --> 01:01:34,236 Ljúktu starfinu á leiðinni. 736 01:01:34,400 --> 01:01:36,789 Ég hringi eitt símtal frá borði 737 01:01:37,000 --> 01:01:40,072 og þú kemst auðveldlega í gegnum landamæraeftirlitið. 738 01:01:53,800 --> 01:01:56,792 Afsakaðu. -Fyrirgefðu, mín mistök. 739 01:02:31,480 --> 01:02:35,110 Afsakaðu, átt þú þetta ekki? Þú hefur misst þetta. 740 01:02:35,280 --> 01:02:36,793 Má bjóða ykkur drykk? 741 01:02:36,960 --> 01:02:40,430 Vatn, takk. -Það sama. 742 01:02:43,960 --> 01:02:44,995 Takk. 743 01:02:45,160 --> 01:02:48,551 Ég tók eftir einu, ekki vill svo til að þú sért skyldur 744 01:02:48,720 --> 01:02:50,950 hinum eina sanna Maurice Fischer? 745 01:02:51,200 --> 01:02:54,511 Jú, hann... var faðir minn. 746 01:02:55,760 --> 01:02:59,719 Hann var mikið stórmenni. Ég samhryggist þér. 747 01:03:02,760 --> 01:03:04,398 Gjörðu svo vel. -Takk. 748 01:03:04,560 --> 01:03:05,834 Heyrðu. 749 01:03:06,320 --> 01:03:07,719 Skál fyrir föður þínum. 750 01:03:08,520 --> 01:03:10,477 Megi hann hvíla í friði. 751 01:04:19,080 --> 01:04:21,390 Gastu ekki pissað áður en við sofnuðum? -Fyrirgefðu. 752 01:04:21,560 --> 01:04:24,598 Of mikið kampavín fyrir flugtak? --Rosalega fyndið. 753 01:04:24,760 --> 01:04:27,912 Hann leitar örugglega að leigubíl í þessu veðri. 754 01:04:40,000 --> 01:04:42,116 Fáviti, reyndu að... 755 01:04:42,280 --> 01:04:43,759 Gakktu í burtu. 756 01:04:59,840 --> 01:05:01,513 Segðu honum... Ég verð að hætta. 757 01:05:01,680 --> 01:05:04,274 Allt í lagi. Leigubíll. Þakka þér fyrir. 758 01:05:06,800 --> 01:05:09,679 Þriðja og Market og vertu snöggur. 759 01:05:10,320 --> 01:05:11,390 Hvað ertu að gera? 760 01:05:11,560 --> 01:05:13,278 Er þessi ekki laus? --Nei. 761 01:05:13,440 --> 01:05:14,794 Deilum honum. --Helst ekki. 762 01:05:15,000 --> 01:05:16,513 Geturðu stöðvað bílinn... 763 01:05:20,000 --> 01:05:21,229 Frábært. 764 01:05:26,600 --> 01:05:27,670 Komdu. 765 01:05:39,080 --> 01:05:41,640 Hér eru 500 dalir og veskið er meira virði. 766 01:05:41,800 --> 01:05:43,711 Þú getur í það minnsta skutlað mér. 767 01:05:43,880 --> 01:05:45,678 Þetta er því miður ekki... 768 01:05:54,320 --> 01:05:55,640 Skýlið honum. 769 01:05:55,840 --> 01:05:58,036 Niður. Hvað er í gangi? 770 01:06:02,000 --> 01:06:03,957 Þetta var ekki í hönnuninni. 771 01:06:05,040 --> 01:06:06,155 Cobb? 772 01:06:07,040 --> 01:06:08,235 Cobb? 773 01:06:58,440 --> 01:06:59,635 Skjótið hann. 774 01:07:06,520 --> 01:07:07,840 Er allt í lagi? 775 01:07:08,080 --> 01:07:10,196 Já, ég er ómeiddur. 776 01:07:10,480 --> 01:07:13,836 Fischer er í lagi, nema hann verði bílveikur. -—-Saito? 777 01:07:32,480 --> 01:07:34,790 Farið með Fischer inn í bakherbergið. 778 01:07:35,120 --> 01:07:38,078 Farið með hann í bakherbergið. -Hvað gerðist? 779 01:07:38,280 --> 01:07:41,796 Varð hann fyrir skoti? Er hann dauðvona? --Ég veit það ekki. 780 01:07:42,000 --> 01:07:44,230 Hvað varð um þig? -Flutningalest truflaði okkur. 781 01:07:44,400 --> 01:07:46,789 Því sendirðu lest á gatnamót í miðbænum? -Ég gerði það ekki. 782 01:07:47,080 --> 01:07:49,993 Hvaðan kom hún? -Því lentum við í launsátri? 783 01:07:50,200 --> 01:07:52,191 Þetta voru ekki venjulegar eftirmyndir heldur þjálfaðar. 784 01:07:54,320 --> 01:07:55,958 Er hann þjálfaður? -Hugarþjófar hafa kennt 785 01:07:56,120 --> 01:07:58,350 undirmeðvitund hans að verjast 786 01:07:58,520 --> 01:08:00,955 svo undirmeðvitundin er grá fyrir járnum. 787 01:08:01,120 --> 01:08:02,474 Ég hefði átt að vita það. 788 01:08:02,680 --> 01:08:04,432 Hvað klikkaði? --Rólegur. 789 01:08:04,640 --> 01:08:09,032 Ekki segja mér að vera rólegur. Þetta var á þína ábyrgð. 790 01:08:09,200 --> 01:08:11,316 Þú áttir að grandskoða forsögu Fischers. 791 01:08:11,520 --> 01:08:13,238 Þetta er of mikið ofbeldi. 792 01:08:13,440 --> 01:08:16,671 Við höfum áður lent í öryggis- gæslu. Förum mjög varlega. 793 01:08:16,840 --> 01:08:20,629 Þetta var ekki í áætluninni. Hann er að deyja, í guðs bænum. 794 01:08:20,800 --> 01:08:23,189 Nei, ekki gera þetta. 795 01:08:23,360 --> 01:08:25,510 Hann er sárþjáður. Ég vek hann. 796 01:08:25,720 --> 01:08:27,518 Nei, þetta vekur hann ekki. 797 01:08:27,680 --> 01:08:31,275 Hvað áttu við? Þegar við deyjum í draumi vöknum við. 798 01:08:31,440 --> 01:08:35,320 Ekki núna. Við erum á of sterkum lyfjum til að vakna svona. 799 01:08:36,080 --> 01:08:37,718 Hvað gerist ef við deyjum? 800 01:08:37,920 --> 01:08:39,672 Við förum í forgarðinn. -Í alvöru? 801 01:08:39,880 --> 01:08:42,440 Forgarðinn? -Það er óbyggt draumarými. 802 01:08:42,600 --> 01:08:46,036 Hvað er þar niðri? -Ómenguð og endalaus undirmeðvitund. 803 01:08:46,200 --> 01:08:49,079 Þar er ekkert nema það sem skilið var eftir 804 01:08:49,240 --> 01:08:52,073 af þeim sem deilir draumnum og hefur verið fastur þar áður. 805 01:08:52,240 --> 01:08:54,311 Í okkar tilfelli á það bara við um þig. 806 01:08:54,520 --> 01:08:56,079 Hve lengi festumst við þar? 807 01:08:56,240 --> 01:08:58,675 Enginn sleppur þaðan þar til lyfin hætta að virka. 808 01:08:58,840 --> 01:09:00,877 Hversu lengi, Yusuf? -Áratugum saman eða að eilífu. 809 01:09:01,040 --> 01:09:03,031 Spyrðu hann. Hann hefur komið þangað. 810 01:09:03,280 --> 01:09:06,159 Förum upp með hann. Drífum okkur. 811 01:09:06,320 --> 01:09:07,515 Frábært. 812 01:09:08,400 --> 01:09:09,629 Kærar þakkir. 813 01:09:10,560 --> 01:09:13,757 Við erum föst í huga Fischers andspænis einkaher hans 814 01:09:13,960 --> 01:09:15,553 og ef við drepumst 815 01:09:15,720 --> 01:09:19,350 festumst við í forgarðinum þar til heilinn verður að mauki. 816 01:09:25,680 --> 01:09:27,353 Er einhver með sjúkrakassa? 817 01:09:29,960 --> 01:09:32,315 Vissirðu af áhættunni en sagðir ekki orð? 818 01:09:32,520 --> 01:09:35,672 Þetta átti að vera hættulaust. Ég bjóst ekki við skothríð. 819 01:09:35,840 --> 01:09:38,992 Hvernig dirfistu? --Það var eina leiðin til að fara svona djúpt. 820 01:09:39,160 --> 01:09:42,152 Þú vissir af þessu en sagðir ekki neitt. Ég treysti honum. 821 01:09:42,360 --> 01:09:44,271 Lofaði hann þér helmingi síns hluta? 822 01:09:44,440 --> 01:09:47,831 Nei, hann lofaði öllum hlutanum og sagðist hafa gert þetta áður. 823 01:09:48,000 --> 01:09:50,799 Gerði hann þetta áður með Mal? Það virkaði rosavel. 824 01:09:51,040 --> 01:09:53,509 Það kemur málinu ekki við. Ég verð að komast til barnanna. 825 01:09:53,680 --> 01:09:55,717 Svo þú festir okkur á vígvelli án undankomuleiðar? 826 01:09:55,880 --> 01:09:56,995 Það er undankomuleið. 827 01:09:57,160 --> 01:10:00,039 Höldum okkur við verkefnið, klárum það fljótt 828 01:10:00,200 --> 01:10:02,589 og förum héðan með sparkinu eins og áður. 829 01:10:02,800 --> 01:10:05,030 Gleymdu því. Ef við förum dýpra eykst áhættan. 830 01:10:05,200 --> 01:10:07,191 Ég verð kyrr á þessu sviði. 831 01:10:07,360 --> 01:10:09,795 Öryggissveit Fischers umkringir húsið. 832 01:10:09,960 --> 01:10:12,395 Tíu tíma flug gefur okkur viku á þessu sviði. 833 01:10:12,600 --> 01:10:16,480 Það þýðir að við verðum öll drepin. Ég ábyrgist það. 834 01:10:16,640 --> 01:10:20,395 Við verðum að halda áfram eins hratt og hægt er. 835 01:10:22,000 --> 01:10:25,038 Dýpra niður er eina leiðin áfram. 836 01:10:26,000 --> 01:10:27,115 Vertu tilbúin. 837 01:10:27,320 --> 01:10:29,470 Komdu með mér. Hristum upp í honum. 838 01:10:34,480 --> 01:10:37,552 Ég er tryggður upp að tíu milljónum dala gegn mannráni. 839 01:10:37,720 --> 01:10:40,519 Þetta ætti að vera auðvelt. -Þegiðu. Svo er ekki. 840 01:10:40,680 --> 01:10:44,230 Á skrifstofu föður þíns, undir bókahillu er peningaskápur hans. 841 01:10:44,400 --> 01:10:46,118 Segðu okkur talnaröðina. 842 01:10:46,320 --> 01:10:47,993 Ég veit ekkert um skápinn. 843 01:10:48,160 --> 01:10:51,073 Það þýðir ekki að þú vitir ekki talnaröðina. 844 01:10:52,720 --> 01:10:54,279 Segðu okkur hana. 845 01:10:54,880 --> 01:10:56,314 Ég veit ekkert um hana. 846 01:11:01,600 --> 01:11:04,114 Við höfum áreiðanlega heimildir fyrir því að þú vitir hana. 847 01:11:04,320 --> 01:11:06,675 Hvaða heimildir eru það? 848 01:11:07,640 --> 01:11:09,597 Kostaði þetta 500 dali? 849 01:11:09,760 --> 01:11:11,159 Hvað er í veskinu? 850 01:11:11,480 --> 01:11:15,075 Reiðufé, kort, skilríki og þetta. 851 01:11:20,320 --> 01:11:21,674 Kemur það að gagni? 852 01:11:22,600 --> 01:11:23,635 Kannski. 853 01:11:24,000 --> 01:11:26,071 Það er komið að þér. Þú hefur klukkutíma. 854 01:11:26,240 --> 01:11:30,473 Klukkutíma? Ég átti að fá alla nóttina í þetta. 855 01:11:30,680 --> 01:11:33,638 Saito átti ekki að fá skot í brjóstið. 856 01:11:33,800 --> 01:11:36,792 Þú hefur klukkutíma. Finndu eitthvað gagnlegt. 857 01:11:39,480 --> 01:11:40,959 Hvað er þetta? 858 01:11:41,120 --> 01:11:42,758 Heimildarmaðurinn. 859 01:11:46,080 --> 01:11:47,514 Peter frændi? 860 01:11:48,520 --> 01:11:50,477 Láttu þá hætta þessu. 861 01:11:51,000 --> 01:11:53,389 Segðu okkur talnaröðina. -Ég veit hana ekki. 862 01:11:53,560 --> 01:11:55,119 Því segir Browning það? 863 01:11:55,280 --> 01:11:59,239 Ég veit það ekki. Leyfið mér að tala við hann. 864 01:12:01,120 --> 01:12:03,794 Þú hefur klukkutíma. Byrjaðu að tala. 865 01:12:05,840 --> 01:12:07,069 Er allt í lagi? 866 01:12:08,880 --> 01:12:09,950 Ertu ómeiddur? 867 01:12:13,920 --> 01:12:17,151 Þessi kvikindi hafa þjarmað að mér í tvo daga. 868 01:12:18,400 --> 01:12:22,792 Þeir eru á skrifstofu föður þíns og reyna að opna peningaskápinn. 869 01:12:22,960 --> 01:12:25,679 Þeir héldu að ég kynni talnaröðina en svo er ekki. 870 01:12:25,840 --> 01:12:28,992 Ég kann hana ekki heldur þannig að... -Hvað? 871 01:12:29,480 --> 01:12:32,996 Þegar Maurice lést sagði hann að þú einn gætir opnað skápinn. 872 01:12:33,200 --> 01:12:35,794 Nei, hann sagði mér aldrei talnaröðina. 873 01:12:36,000 --> 01:12:40,233 Jú, kannski, en þú vissir ekki að það væri talnaröðin. 874 01:12:40,480 --> 01:12:41,515 Hvað þá? 875 01:12:41,680 --> 01:12:45,514 Kannski er þetta einhver þýðingarmikil talnaruna 876 01:12:45,680 --> 01:12:48,399 sem byggir á reynslu þinni með Maurice. 877 01:12:50,040 --> 01:12:54,034 Við áttum ekki margar þýðingarmiklar stundir saman. 878 01:12:54,840 --> 01:12:57,116 Kannski eftir fráfall móður þinnar. 879 01:12:58,960 --> 01:13:02,078 Veistu hvað hann sagði við mig þegar móðir mín lést? 880 01:13:03,200 --> 01:13:07,717 Robert, það er í raun ekkert að segja. 881 01:13:08,160 --> 01:13:10,595 Hann átti ekki auðvelt með að sýna tilfinningar. 882 01:13:10,760 --> 01:13:13,274 Ég var 11 ára, Peter frændi. 883 01:13:14,400 --> 01:13:15,834 Hvernig líður honum? 884 01:13:16,320 --> 01:13:17,549 Hann er sárþjáður. 885 01:13:17,720 --> 01:13:21,600 Sársaukinn verður bærilegri þegar við förum dýpra niður. 886 01:13:21,760 --> 01:13:23,319 Hvað ef hann deyr? 887 01:13:23,880 --> 01:13:28,113 Í versta falli verður hann vitstola þegar hann vaknar. 888 01:13:28,280 --> 01:13:32,353 Cobb, ég stend engu að síður við það sem ég lofaði. 889 01:13:32,800 --> 01:13:34,916 Takk fyrir það, Saito. 890 01:13:35,080 --> 01:13:38,630 En þegar þú vaknar manstu ekki hverju þú lofaðir mér. 891 01:13:38,800 --> 01:13:40,791 Forgarðurinn verður veruleiki þinn. 892 01:13:40,960 --> 01:13:45,033 Þú týnist svo lengi þarna niðri að þú verður gamall maður. 893 01:13:45,200 --> 01:13:47,271 Fullur eftirsjár? 894 01:13:48,040 --> 01:13:50,839 Sem bíður þess að deyja einn. --Nei. 895 01:13:51,400 --> 01:13:55,917 Ég sný aftur og við verðum ungir menn saman á ný. 896 01:14:02,600 --> 01:14:03,635 Andaðu djúpt. 897 01:14:03,920 --> 01:14:06,480 Þeir drepa okkur ef við gefum ekki upp talnaröðina. 898 01:14:06,640 --> 01:14:08,790 Þeir vilja lausnargjald. -Ég heyrði til þeirra. 899 01:14:09,000 --> 01:14:13,039 Þeir ætla að læsa okkur í bílnum og aka honum út í ána. 900 01:14:13,200 --> 01:14:15,157 Hvað er í peningaskápnum? 901 01:14:15,640 --> 01:14:17,278 Dálítið handa þér. 902 01:14:17,440 --> 01:14:21,832 Maurice sagði að þetta væri það dýrmætasta sem hann gæfi þér. 903 01:14:22,320 --> 01:14:25,517 Það er erfðaskrá. --Erfðaskráin er hjá Port og Dunn. 904 01:14:25,680 --> 01:14:29,150 Það er önnur útgáfa. Þessi gildir ef þú vilt það. 905 01:14:29,400 --> 01:14:32,119 Hún skiptir fyrirtækjum Fischer Morrow upp í einingar. 906 01:14:32,320 --> 01:14:35,995 Það yrðu endalok veldisins eins og við þekkjum það. 907 01:14:36,160 --> 01:14:38,595 Á ég að gefa arfinn minn upp á bátinn? 908 01:14:40,320 --> 01:14:44,154 Því ætti hann að stinga upp á slíku? --Ég veit það ekki. 909 01:14:46,360 --> 01:14:47,998 Hann unni þér, Robert. 910 01:14:49,000 --> 01:14:50,479 Á sinn hátt. 911 01:14:50,640 --> 01:14:52,358 Á sinn hátt? 912 01:14:53,800 --> 01:14:58,670 Þegar hann lá banaleguna kallaði hann mig til sín. 913 01:14:59,240 --> 01:15:01,117 Hann kom varla upp orði. 914 01:15:02,160 --> 01:15:05,994 Hann reyndi mikið á sig til að segja mér eitt að lokum. 915 01:15:08,880 --> 01:15:10,632 Hann togaði mig nærri sér. 916 01:15:13,240 --> 01:15:16,949 Ég náði aðeins að greina eitt orð. 917 01:15:21,320 --> 01:15:22,958 Vonbrigði. 918 01:15:29,080 --> 01:15:30,718 Hvenær varstu í forgarðinum? 919 01:15:31,880 --> 01:15:35,077 Þú hefur sannfært alla hina um að halda verkefninu áfram 920 01:15:35,240 --> 01:15:37,754 en þeir vita ekki sannleikann. -Hvaða sannleika? 921 01:15:37,920 --> 01:15:42,153 Að á hverri stundu gætirðu kallað lest í gegnum vegginn. 922 01:15:42,360 --> 01:15:46,240 Mal brýtur sér leið Í gegnum undirmeðvitund þína. 923 01:15:46,400 --> 01:15:51,236 Ef við förum dýpra í Fischer förum við einnig dýpra í þig. 924 01:15:51,680 --> 01:15:55,036 Ég er ekki viss um að okkur líki það sem við finnum. 925 01:15:59,040 --> 01:16:00,474 Við unnum saman. 926 01:16:00,640 --> 01:16:04,315 Við könnuðum hugmyndina um draum innan draums. 927 01:16:04,480 --> 01:16:09,395 Ég vildi meira. Ég vildi kafa dýpra og fara lengra. 928 01:16:10,080 --> 01:16:14,950 Ég skildi ekki að klukkustundir yrðu að árum þarna niðri 929 01:16:15,120 --> 01:16:17,873 og að við gætum orðið föst svo djúpt niðri 930 01:16:18,760 --> 01:16:21,991 að þegar okkur rak á fjörur eigin undirmeðvitundar 931 01:16:22,560 --> 01:16:25,154 misstum við sjónar á raunveruleikanum. 932 01:16:31,160 --> 01:16:34,391 Við sköpuðum og byggðum heim handa okkur einum. 933 01:16:35,400 --> 01:16:37,391 Við gerðum það árum saman. 934 01:16:38,520 --> 01:16:40,431 Við byggðum okkar eigin heim. 935 01:16:41,800 --> 01:16:44,030 Hversu lengi voruð þið föst þarna? 936 01:16:44,720 --> 01:16:46,677 Í 50 ár eða svo. 937 01:16:50,320 --> 01:16:51,355 Jesús minn. 938 01:16:53,720 --> 01:16:55,199 Hvernig þolduð þið þetta? 939 01:16:55,400 --> 01:16:57,960 Það var ekki slæmt í fyrstu að vera eins og guðir. 940 01:16:58,120 --> 01:17:01,158 Eini gallinn var sá að vita að þetta væri óraunverulegt. 941 01:17:01,320 --> 01:17:05,439 Á endanum gat ég ómögulega lífað svona lengur. 942 01:17:06,080 --> 01:17:07,912 En hvað með hana? 943 01:17:10,760 --> 01:17:14,674 Hún hafði læst eitthvað inni djúpt innra með sér. 944 01:17:16,120 --> 01:17:20,796 Sannleika sem hún hafði vitað en kaus nú að gleyma. 945 01:17:24,200 --> 01:17:26,999 Forgarðurinn varð veruleiki hennar. 946 01:17:28,160 --> 01:17:30,231 Hvað gerðist þegar þið vöknuðuð? 947 01:17:30,400 --> 01:17:34,792 Að vakna upp frá slíku eftir ár og áratugi 948 01:17:35,400 --> 01:17:39,473 og verða gamlar sálir í ungum líkama á ný? 949 01:17:40,560 --> 01:17:44,440 Ég vissi að eitthvað væri að en hún neitaði fyrir það. 950 01:17:45,720 --> 01:17:47,950 Að lokum sagði hún mér sannleikann. 951 01:17:48,440 --> 01:17:51,831 Hún var orðin gagntekin af ákveðinni hugmynd. 952 01:17:52,000 --> 01:17:56,870 Einni, einfaldri hugmynd sem breytti öllu saman. 953 01:17:58,760 --> 01:18:01,229 Að heimur okkar væri ekki raunverulegur. 954 01:18:02,160 --> 01:18:06,393 Að hún þyrfti að vakna aftur til veruleikans. 955 01:18:07,040 --> 01:18:09,190 Að til þess að komast heim... 956 01:18:10,600 --> 01:18:12,557 ...yrðum við að drepa okkur. 957 01:18:19,080 --> 01:18:20,878 Hvað með börnin ykkar? 958 01:18:21,200 --> 01:18:23,111 Hún hélt að þau væru eftirmyndir 959 01:18:23,280 --> 01:18:25,874 og að raunverulegu börnin biðu okkar einhvers staðar. 960 01:18:26,080 --> 01:18:27,514 Ég er móðir þeirra. -Róleg. 961 01:18:27,720 --> 01:18:29,040 Auðvitað sé ég muninn. 962 01:18:29,240 --> 01:18:31,436 Því stjórna ég þessu ekki ef þetta er draumur? 963 01:18:31,640 --> 01:18:33,358 Þú veist ekki að þig dreymir. 964 01:18:33,560 --> 01:18:36,200 Hún var viss um að ég gæti ekkert gert 965 01:18:36,360 --> 01:18:39,751 sama hvað ég reyndi að grátbiðja hana. 966 01:18:42,680 --> 01:18:46,833 Hún vildi drepa sig en hún gat ekki gert það ein. 967 01:18:47,040 --> 01:18:48,599 Hún elskaði mig of mikið 968 01:18:48,760 --> 01:18:51,832 svo hún bruggaði ráð á brúðkaupsafmælinu okkar. 969 01:19:18,480 --> 01:19:21,233 Hvað ertu að gera, elskan? -Komdu til mín. 970 01:19:21,480 --> 01:19:25,633 Farðu aftur inn. Gerðu það, farðu aftur inn. 971 01:19:25,800 --> 01:19:30,317 Nei, ég ætla að stökkva og þú kemur með mér. 972 01:19:30,480 --> 01:19:31,879 Nei, það geri ég ekki. 973 01:19:32,480 --> 01:19:34,437 Hlustaðu á mig. 974 01:19:35,040 --> 01:19:39,238 Ef þú stekkur vaknarðu ekki. Þú deyrð. 975 01:19:39,400 --> 01:19:41,391 Farðu nú aftur inn. 976 01:19:41,560 --> 01:19:44,279 Farðu aftur inn svo við getum rætt þetta. 977 01:19:44,440 --> 01:19:46,238 Við höfum talað nóg. 978 01:19:48,560 --> 01:19:51,757 Mal. --Farðu út á sylluna eða ég stekk. 979 01:19:51,920 --> 01:19:53,115 Allt í lagi. 980 01:19:57,240 --> 01:19:59,038 Við skulum ræða þetta. 981 01:19:59,960 --> 01:20:01,075 Allt í lagi? 982 01:20:01,520 --> 01:20:04,558 Ég bið þig að treysta mér. 983 01:20:04,760 --> 01:20:05,955 Nei, elskan. 984 01:20:07,360 --> 01:20:10,352 Nei, þú veist að ég get þetta ekki. 985 01:20:10,600 --> 01:20:13,160 Dokaðu við og hugsaðu um börnin okkar. 986 01:20:13,360 --> 01:20:17,194 Hugsaðu um James. Hugsaðu um Phillipu. 987 01:20:17,720 --> 01:20:20,872 Ef ég stekk án þín taka þeir börnin af þér hvort sem er. 988 01:20:21,120 --> 01:20:24,351 Hvað áttu við? Ég sendi bréf til lögmannsins okkar 989 01:20:24,520 --> 01:20:27,717 þar sem ég segist óttast um öryggi mitt. 990 01:20:30,320 --> 01:20:32,709 Ég segi að þú hafir hótað mér lífláti. 991 01:20:35,120 --> 01:20:37,953 Hvers vegna gerirðu þetta? -Ég elska þig, Dom. 992 01:20:38,120 --> 01:20:39,679 Því gerirðu mér þetta? 993 01:20:39,840 --> 01:20:42,832 Ég frelsaði þig undan skömminni að kjósa að yfirgefa þau. 994 01:20:43,000 --> 01:20:45,833 Nú förum við heim til raunverulegu barnanna. 995 01:20:46,000 --> 01:20:49,709 Nei, hlustaðu á mig, Mal. Líttu á mig, gerðu það. 996 01:20:49,880 --> 01:20:51,518 Þú bíður eftir lest. 997 01:20:51,680 --> 01:20:53,512 Ekki gera þetta, Mal. 998 01:20:53,680 --> 01:20:55,432 Lestin fer með þig langt í burtu. 999 01:20:55,600 --> 01:20:57,591 James og Phillipa bíða eftir okkur. 1000 01:20:57,760 --> 01:21:01,310 Þú veist hvar þú vilt að lestin endi en getur ekki verið viss. 1001 01:21:01,520 --> 01:21:03,909 Líttu á mig. -En það skiptir ekki máli. 1002 01:21:04,080 --> 01:21:07,198 Fjandinn hafi það. -Vegna þess að við verðum saman. 1003 01:21:07,360 --> 01:21:11,274 Hlustaðu á mig, elskan. Líttu á mig. Nei, Mal. 1004 01:21:11,440 --> 01:21:13,431 Jesús minn. 1005 01:21:16,200 --> 01:21:20,080 Hún fékk þrjá geðlækna til að sannreyna geðheilbrigði hennar. 1006 01:21:20,280 --> 01:21:24,478 Það var ómögulegt fyrir mig að útskýra eðli geðveilunnar. 1007 01:21:24,640 --> 01:21:26,517 Þannig að ég stakk af. 1008 01:21:27,560 --> 01:21:30,393 Það er núna eða aldrei, Cobb. 1009 01:21:36,000 --> 01:21:40,597 James og Phillipa. Komið nú inn. 1010 01:21:41,120 --> 01:21:42,554 Förum héðan. 1011 01:21:42,720 --> 01:21:46,998 Ég yfirgaf börnin og hef reynt að komast til þeirra síðan. 1012 01:21:47,160 --> 01:21:51,074 Sektarkenndin auðkennir hana og drífur hana áfram. 1013 01:21:51,240 --> 01:21:55,120 Þú berð ekki ábyrgð á hugmyndinni sem drap hana. 1014 01:21:55,560 --> 01:21:58,313 Ef okkur á að takast þetta verkefni 1015 01:21:58,480 --> 01:22:03,077 þarftu að fyrirgefa sjálfum þér og horfast í augu við hana. 1016 01:22:03,520 --> 01:22:05,477 En þú þarft ekki að gera það einn. 1017 01:22:05,640 --> 01:22:08,234 Nei, ekki... -Ég geri þetta fyrir hina. 1018 01:22:08,440 --> 01:22:13,276 Þeir vita ekki hvaða áhættu þeir tóku með því að fylgja þér. 1019 01:22:18,520 --> 01:22:20,113 Við verðum að fara héðan. 1020 01:22:20,320 --> 01:22:21,515 Tíminn er á þrotum. 1021 01:22:21,720 --> 01:22:24,678 Allt í lagi. Ég veit ekki talnaröðina. 1022 01:22:24,880 --> 01:22:27,759 Ekki meðvitað í það minnsta. -Hvað með innsæið? 1023 01:22:28,000 --> 01:22:31,880 Ég er með mann á skrifstofunni, tilbúinn að opna skápinn. 1024 01:22:32,040 --> 01:22:35,112 Segðu mér fyrstu sex tölurnar sem þér dettur í hug. 1025 01:22:35,320 --> 01:22:37,596 Ég hef ekki hugmynd. -Eins og skot. 1026 01:22:37,880 --> 01:22:39,917 Eins og skot, sagði ég. 1027 01:22:40,080 --> 01:22:43,789 Fimm, tveir, átta, fjórir, níu, einn. 1028 01:22:47,720 --> 01:22:49,631 Þú verður að gera betur. 1029 01:22:49,800 --> 01:22:53,316 Jæja, setjið pokana á þá. Nú farið þið í bíltúr. 1030 01:22:57,640 --> 01:23:01,156 Við erum meira virði lifandi. Heyrirðu það? 1031 01:23:06,960 --> 01:23:08,394 Hverju náðirðu? 1032 01:23:09,200 --> 01:23:11,635 Samband hans við föðurinn er verra en okkur grunaði. 1033 01:23:11,840 --> 01:23:13,114 Hvaða gagn er að því? 1034 01:23:13,280 --> 01:23:16,398 Því stærra sem vandamálið er þeim mun meiri geðhreinsun. 1035 01:23:17,200 --> 01:23:19,350 Hvernig sættum við þá ef þetta er svona slæmt? 1036 01:23:19,520 --> 01:23:20,715 Ég er að vinna í því. 1037 01:23:20,880 --> 01:23:24,111 Þá skaltu vinna hraðar. Eftirmyndirnar nálgast hratt. 1038 01:23:24,360 --> 01:23:27,557 Skjótum okkur leið út til að verða ekki innikróuð. 1039 01:24:02,800 --> 01:24:03,835 Fjandinn. 1040 01:24:04,000 --> 01:24:06,833 Við megum ekki vera hræddir við að dreyma stærra, vinur. 1041 01:24:23,480 --> 01:24:26,552 Við verðum að færa andúðina frá föðurnum yfir á guðföðurinn. 1042 01:24:26,720 --> 01:24:28,916 Spillum við eina jákvæða sambandinu hans? 1043 01:24:29,120 --> 01:24:33,557 Við lögum sambandið við föðurinn og komum upp um guðföðurinn. 1044 01:24:33,720 --> 01:24:36,633 Við ættum að rukka Fischer frekar en Saito fyrir þetta. 1045 01:24:36,840 --> 01:24:39,434 Hvað með öryggisgæsluna? Hún versnar á meira dýpi. 1046 01:24:39,600 --> 01:24:42,194 Við ættum að nota herra Charles. -Nei. 1047 01:24:42,360 --> 01:24:43,919 Hver er það? -Slæm hugmynd. 1048 01:24:44,080 --> 01:24:47,755 Um leið og við nálgumst Fischer ráðast öryggisverðirnir á okkur. 1049 01:24:47,920 --> 01:24:49,991 Notum Charles eins og í Stein-verkefninu. 1050 01:24:50,160 --> 01:24:52,356 Hafið þið gert þetta áður? -Það virkaði ekki. 1051 01:24:52,560 --> 01:24:55,712 Viðfangið áttaði sig á draumnum. Undirmeðvitundin rústaði okkur. 1052 01:24:55,880 --> 01:24:57,632 Fínt, en þið lærðuð á því. 1053 01:24:57,800 --> 01:24:59,313 Mig vantar truflun. 1054 01:24:59,480 --> 01:25:02,677 Ekkert mál. Hvað með yndislegu dömuna sem ég hef notað áður? 1055 01:25:02,840 --> 01:25:04,672 Hlustaðu á mig. Aktu varlega. 1056 01:25:04,840 --> 01:25:07,309 Þetta verður hrikalega óstöðugt þarna niðri. 1057 01:25:12,000 --> 01:25:15,391 Ekki stökkva of fljótt. Við verðum að ná sparkinu. 1058 01:25:15,560 --> 01:25:18,518 Tónlistin varar ykkur við og þið sjáið um hitt. 1059 01:25:19,000 --> 01:25:20,638 Tilbúin? --Já. 1060 01:25:22,120 --> 01:25:23,440 Dreymi ykkur vel. 1061 01:25:23,600 --> 01:25:25,273 Leiðist þér? 1062 01:25:26,560 --> 01:25:30,554 Ég sagði þér sögu mína. Þér hefur ekki líkað hún. 1063 01:25:32,600 --> 01:25:34,352 Ég er í þungum þönkum. 1064 01:25:35,840 --> 01:25:37,751 Þarna er herra Charles. 1065 01:25:41,960 --> 01:25:44,600 Herra Fischer? 1066 01:25:45,320 --> 01:25:48,438 Gaman að sjá þig aftur, Rod Green úr markaðsdeildinni. 1067 01:25:49,880 --> 01:25:52,599 Þú hlýtur að vera... -Á förum. 1068 01:25:55,920 --> 01:25:57,638 Ef þér skyldi leiðast. 1069 01:26:02,240 --> 01:26:03,719 Hún hafði ekki áhuga á þér. 1070 01:26:03,920 --> 01:26:07,311 Nema símanúmerið hennar sé aðeins sex stafir. 1071 01:26:08,440 --> 01:26:12,991 Skrýtið að eignast vini með því að stela veskinu af þeim. 1072 01:26:17,080 --> 01:26:20,516 Fjandinn, veskið kostaði... -500 dali, ekki satt? 1073 01:26:20,680 --> 01:26:23,798 Engar áhyggjur. Mínir menn eru komnir í málið. 1074 01:26:23,960 --> 01:26:25,837 Hver eða hvað er Charles? 1075 01:26:26,000 --> 01:26:29,789 Brella sem fær Fischer til að snúast gegn undirmeðvitundinni. 1076 01:26:30,000 --> 01:26:31,229 Því ertu ósáttur við það? 1077 01:26:31,400 --> 01:26:33,391 Við segjum honum að hann dreymi 1078 01:26:33,560 --> 01:26:35,870 og það dregur mikla athygli að okkur. 1079 01:26:36,080 --> 01:26:38,310 Cobb sagði okkur að forðast það. 1080 01:26:39,000 --> 01:26:43,471 Nú sérðu hvað Cobb er gjarn á að gera það sem hann bannar. 1081 01:26:45,360 --> 01:26:47,271 Áttu smástund aflögu, Saito? 1082 01:26:47,440 --> 01:26:49,716 Fyrirgefðu... -Bíddu. 1083 01:26:51,000 --> 01:26:52,320 Nú ertu með lit í kinnum. 1084 01:26:52,480 --> 01:26:54,710 Mjög fyndið, herra Eames. 1085 01:27:01,000 --> 01:27:02,798 Ókyrrð í flugvélinni? 1086 01:27:02,960 --> 01:27:06,430 Nei, þetta er miklu nær. Þetta er akstur Yusufs. 1087 01:27:14,840 --> 01:27:17,354 Fyrirgefðu. Hver sagðistu vera? 1088 01:27:17,520 --> 01:27:19,397 Rod Green úr markaðsdeildinni. 1089 01:27:20,000 --> 01:27:22,389 En það er ekki satt, er það nokkuð? 1090 01:27:23,480 --> 01:27:26,950 Ég heiti herra Charles. Manstu ekki eftir mér? 1091 01:27:27,280 --> 01:27:29,840 Ég er yfirmaður öryggisgæslunnar hérna niðri. 1092 01:27:30,280 --> 01:27:32,590 Farðu út á annarri hæð og vertu á ferðinni. 1093 01:27:32,760 --> 01:27:35,752 Fleygðu veskinu. Öryggisverðirnir leita að því. 1094 01:27:36,200 --> 01:27:38,555 Við verðum að gefa Cobb meiri tíma. 1095 01:27:42,160 --> 01:27:43,719 Öryggisvörður? 1096 01:27:46,160 --> 01:27:48,356 Vinnurðu á vegum hótelsins? -Nei. 1097 01:27:48,520 --> 01:27:52,639 Ég sérhæfi mig í annars konar öryggisgæslu. 1098 01:27:53,520 --> 01:27:55,158 Undirmeðvitundaröryggi. 1099 01:27:55,320 --> 01:27:57,152 Áttu við drauma? 1100 01:27:57,680 --> 01:28:00,638 Áttu við brottnám hugmynda? 1101 01:28:01,480 --> 01:28:03,994 Ég kom til að vernda þig. 1102 01:28:16,200 --> 01:28:18,555 Ég vernda þig ef það kemur til þess 1103 01:28:18,720 --> 01:28:22,429 að einhver reyni að brjótast inn Í huga þinn í gegnum drauma. 1104 01:28:22,640 --> 01:28:24,950 Þér er ekki óhætt hérna. 1105 01:28:26,120 --> 01:28:27,952 Þeir eru á eftir þér. 1106 01:28:46,040 --> 01:28:47,917 Undarlegt veður, ekki satt? 1107 01:28:53,000 --> 01:28:54,274 Finnurðu þetta? 1108 01:28:56,000 --> 01:28:57,195 Hvað er að gerast? 1109 01:28:57,360 --> 01:29:00,398 Cobb vekur athygli Fischers á ókunnugleika draumsins. 1110 01:29:00,600 --> 01:29:03,638 Það fær undirmeðvitundina til að leita að dreymandanum. 1111 01:29:03,800 --> 01:29:06,599 Hún leitar að mér. Fljót, kysstu mig. 1112 01:29:11,880 --> 01:29:13,757 Þau glápa ennþá á okkur. 1113 01:29:13,920 --> 01:29:15,558 Það mátti reyna þetta. 1114 01:29:16,520 --> 01:29:18,238 Við skulum fara héðan. 1115 01:29:33,760 --> 01:29:37,310 Finnurðu þetta? Þú hefur verið þjálfaður fyrir þetta, Fischer. 1116 01:29:37,480 --> 01:29:41,633 Taktu eftir undarlega veðrinu og brenglaða þyngdaraflinu. 1117 01:29:41,840 --> 01:29:45,435 Ekkert af þessu er raunverulegt. Þú ert staddur í draumi. 1118 01:29:49,600 --> 01:29:51,830 Auðveldasta leiðin til að sannreyna þetta 1119 01:29:52,000 --> 01:29:56,073 er að rifja upp hvernig þú endaðir á hótelinu. Manstu það? 1120 01:29:56,680 --> 01:29:57,954 Já, ég... 1121 01:29:58,160 --> 01:30:00,629 Dragðu andann djúpt og mundu eftir þjálfuninni. 1122 01:30:02,680 --> 01:30:06,036 Sættu þig við að vera í draumi þar sem ég vernda þig. 1123 01:30:12,440 --> 01:30:14,272 Ertu ekki raunverulegur? 1124 01:30:14,440 --> 01:30:18,070 Nei, ég er eftirmynd, unnin úr meðvitund þinni. 1125 01:30:18,280 --> 01:30:20,271 Mér er ætlað að vernda þig 1126 01:30:20,480 --> 01:30:23,120 ef hugarþjófar reyna að draga þig inn í draum. 1127 01:30:23,280 --> 01:30:26,955 Ég held að það sé einmitt að gerast núna, Fischer. 1128 01:30:28,880 --> 01:30:30,075 Allt í lagi. 1129 01:30:30,880 --> 01:30:32,109 Allt í lagi. 1130 01:30:35,000 --> 01:30:36,832 Geturðu hjálpað mér í burtu? 1131 01:30:37,840 --> 01:30:40,514 Eins og skot. Fylgdu mér. 1132 01:30:54,600 --> 01:30:56,318 Hinkraðu. 1133 01:31:00,800 --> 01:31:02,473 Jesús, hvað ertu að gera? 1134 01:31:02,680 --> 01:31:04,956 Þeir voru sendir hingað til að ræna þér. 1135 01:31:05,120 --> 01:31:08,317 Ef þú vilt að ég hjálpi þér verður þú að vera rólegur. 1136 01:31:09,760 --> 01:31:12,195 Þú verður að vinna með mér, Fischer. 1137 01:31:23,680 --> 01:31:27,514 Ef þetta er draumur ætti ég að drepa mig til að vakna. 1138 01:31:27,680 --> 01:31:29,557 Ég myndi ekki gera það. 1139 01:31:29,720 --> 01:31:33,350 Ég held að þú sért á róandi og ef þú tekur í gikkinn 1140 01:31:33,520 --> 01:31:35,272 gætirðu ekki vaknað. 1141 01:31:35,760 --> 01:31:40,709 Þú gætir farið dýpra í drauminn. Þú veist hvað ég á við. 1142 01:31:42,320 --> 01:31:44,118 Þú manst eftir þjálfuninni. 1143 01:31:45,160 --> 01:31:47,151 Mundu hvað ég kenndi þér. 1144 01:31:47,520 --> 01:31:48,840 Komdu með byssuna. 1145 01:32:00,120 --> 01:32:03,476 Ætti þetta herbergi að vera beint undir 528? -Já. 1146 01:32:12,240 --> 01:32:17,189 Hugsaðu, Fischer. Hvað manstu áður en þú lentir í draumnum? 1147 01:32:18,200 --> 01:32:22,876 Það var mikil skothríð og það var hellidemba. 1148 01:32:24,160 --> 01:32:25,594 Peter frændi. 1149 01:32:26,160 --> 01:32:27,753 Guð, okkur var rænt. 1150 01:32:27,920 --> 01:32:29,513 Hvar héldu þeir ykkur? 1151 01:32:32,840 --> 01:32:36,071 Við vorum aftan í sendiferðabíl. -Það útskýrir þyngdaraflið. 1152 01:32:36,240 --> 01:32:38,356 Þú ert aftan í bíl. Haltu áfram. 1153 01:32:38,520 --> 01:32:40,670 Þetta tengdist eitthvað... 1154 01:32:41,400 --> 01:32:44,040 Ég held að þetta hafi tengst peningaskáp. 1155 01:32:44,920 --> 01:32:46,593 Því man ég þetta ekki? 1156 01:32:46,760 --> 01:32:49,752 Þetta er eins og að rifja upp draum þegar þú ert vaknaður. 1157 01:32:49,920 --> 01:32:51,718 Þetta krefst áralangrar þjálfunar. 1158 01:32:51,880 --> 01:32:53,678 Þið Browning eruð í draumi 1159 01:32:53,840 --> 01:32:56,480 því þeir vilja stela einhverju úr huga þínum. 1160 01:32:56,640 --> 01:33:00,474 Einbeittu þér og reyndu að muna hvað það er. 1161 01:33:00,640 --> 01:33:02,278 Hvað er það? Hugsaðu. 1162 01:33:02,440 --> 01:33:06,513 Talnaröð. Þeir vildu fyrstu sex tölurnar sem mér dyttu í hug. 1163 01:33:06,720 --> 01:33:09,314 Þeir reyna að ná númeri úr undirmeðvitundinni. 1164 01:33:09,520 --> 01:33:12,876 Það getur táknað hvað sem er. Við erum staddir á hóteli. 1165 01:33:13,880 --> 01:33:16,952 Prófum hótelherbergið. Hvert var númerið, Fischer? 1166 01:33:17,120 --> 01:33:19,999 Reyndu að muna það fyrir mig. Það skiptir afar miklu máli. 1167 01:33:20,160 --> 01:33:21,309 Fimm. 1168 01:33:22,440 --> 01:33:24,750 Fimm, tveir... Þetta var langt númer. 1169 01:33:24,960 --> 01:33:27,156 Við byrjum á þessu. Það er fimmta hæðin. 1170 01:33:27,320 --> 01:33:28,355 Já. 1171 01:33:28,520 --> 01:33:30,158 Notarðu tímastilli? 1172 01:33:30,320 --> 01:33:32,596 Nei, ég verð að meta þetta sjálfur. 1173 01:33:32,760 --> 01:33:36,116 Þið sofið í herbergi 528 og ég bíð eftir sparkinu frá Yusuf. 1174 01:33:36,280 --> 01:33:38,510 Hvernig veistu af því? - Tónlistin varar mig við. 1175 01:33:38,680 --> 01:33:42,150 Þegar bíllinn fer fram af brúnni finnum við fyrir því. 1176 01:33:42,320 --> 01:33:45,870 Þá fáum við fínt og samstillt spark. 1177 01:33:46,040 --> 01:33:48,350 Ef þetta verður of snemma komumst við ekki út. 1178 01:33:48,520 --> 01:33:51,638 Ef þetta verður of seint kem ég okkur ekki neðar. 1179 01:33:51,800 --> 01:33:55,555 Því ekki? -Vegna þess að bíllinn verður í frjálsi falli. 1180 01:33:56,400 --> 01:33:59,518 Ég sendi ykkur ekki neðar án þyngdaraflsins. Einmitt. 1181 01:34:04,600 --> 01:34:06,989 Þau eru á mínum vegum. Farðu inn. 1182 01:34:31,080 --> 01:34:32,229 Herra Charles. 1183 01:34:32,440 --> 01:34:35,239 Veistu hvað þetta er? -Já, ég held það. 1184 01:34:35,400 --> 01:34:37,516 Þeir reyndu að svæfa þig. 1185 01:34:38,000 --> 01:34:39,911 En ég er sofandi. -Aftur. 1186 01:34:40,080 --> 01:34:42,879 Áttu við að senda mig Í draum innan draums? 1187 01:34:43,360 --> 01:34:45,795 Ég sé að þú hefur skipt um föt. 1188 01:34:46,000 --> 01:34:47,399 Hvað segirðu? 1189 01:34:48,240 --> 01:34:51,471 Fyrirgefðu, ég hélt að þú værir vinur minn. 1190 01:34:53,640 --> 01:34:55,517 Eflaust myndarlegur náungi. 1191 01:34:56,440 --> 01:34:59,398 Nei, þetta er eftirmynd Fischers af Browning. 1192 01:34:59,600 --> 01:35:02,194 Eltum hann og athugum hvernig hann hagar sér. Af hverju? 1193 01:35:02,360 --> 01:35:04,158 Hegðun hans sýnir okkur 1194 01:35:04,320 --> 01:35:07,438 hvort Fischer efist um hann eins og við vildum. 1195 01:35:12,640 --> 01:35:13,914 Peter frændi. 1196 01:35:14,080 --> 01:35:15,400 Var ykkur rænt saman? 1197 01:35:15,600 --> 01:35:18,831 Ekki beint. Hann var í haldi og þeir pyntuðu hann. 1198 01:35:19,000 --> 01:35:21,037 Sástu þá pynta hann? 1199 01:35:28,240 --> 01:35:30,516 Vinna mannræningjarnir fyrir þig? 1200 01:35:30,880 --> 01:35:32,109 Robert. 1201 01:35:32,560 --> 01:35:36,519 Vilt þú opna peningaskápinn til að ná erfðaskránni? 1202 01:35:36,680 --> 01:35:40,799 Fischer Morrow er líf mitt. Þú mátt ekki leysa það í sundur. 1203 01:35:41,000 --> 01:35:43,389 Því ætti ég að kasta arfinum mínum á glæ? 1204 01:35:43,560 --> 01:35:48,111 Ég gat ekki leyft þér að sigrast á síðustu ögrun föður þíns. 1205 01:35:48,760 --> 01:35:51,559 Hvaða ögrun? -Þessi erfðaskrá, Robert... 1206 01:35:51,800 --> 01:35:53,711 Hún er síðasta móðgun hans. 1207 01:35:53,920 --> 01:35:57,629 Þar skorar hann á þig að skapa eitthvað sjálfur 1208 01:35:57,800 --> 01:36:01,555 og segir að þú sért ekki samboðinn afrekum hans. 1209 01:36:07,200 --> 01:36:10,750 Áttu við að ég hafi valdið honum vonbrigðum? 1210 01:36:11,080 --> 01:36:12,229 Mér þykir það leitt. 1211 01:36:14,120 --> 01:36:16,236 Hann hafði rangt fyrir sér. 1212 01:36:17,840 --> 01:36:20,400 Þú getur byggt upp miklu betra fyrirtæki en hann. 1213 01:36:20,560 --> 01:36:23,234 Herra Fischer. Hann lýgur. 1214 01:36:23,400 --> 01:36:25,357 Hvernig veistu? - Treystu mér. 1215 01:36:25,520 --> 01:36:28,672 Hann felur eitthvað. Við verðum að komast að því hvað það er. 1216 01:36:29,720 --> 01:36:33,554 Þú verður að gera honum það sama og hann vildi gera þér. 1217 01:36:35,600 --> 01:36:39,070 Förum í undirmeðvitund hans. Athugum hverju hann leynir þér. 1218 01:36:41,040 --> 01:36:42,189 Allt í lagi. 1219 01:36:48,200 --> 01:36:49,395 Hann er sofnaður. 1220 01:36:49,560 --> 01:36:52,074 Bíddu, hvaða undirmeðvitund köfum við í núna? 1221 01:36:52,280 --> 01:36:53,429 Undirmeðvitund Fischers. 1222 01:36:53,600 --> 01:36:56,274 Ég sagði að hún væri Brownings svo hann yrði hluti af hópnum. 1223 01:36:56,440 --> 01:36:59,876 Hann hjálpar okkur að brjótast inn í eigin undirmeðvitund. --Já. 1224 01:37:00,440 --> 01:37:02,750 Öryggisverðirnir verða óvægnir. 1225 01:37:02,960 --> 01:37:05,520 Ég villi um fyrir þeim. 1226 01:37:05,720 --> 01:37:09,076 Komdu aftur fyrir sparkið. -Farðu að sofa, Eames. 1227 01:37:13,480 --> 01:37:14,675 Ertu í lagi? 1228 01:37:17,840 --> 01:37:19,114 Ertu tilbúinn? 1229 01:37:19,320 --> 01:37:22,119 Já, ég er tilbúinn. 1230 01:37:35,480 --> 01:37:36,515 Cobb? 1231 01:37:37,520 --> 01:37:40,194 Cobb? Hvað er þarna niðri? 1232 01:37:43,400 --> 01:37:45,960 Vonandi sannleikurinn sem við viljum að Fischer uppgötvi. 1233 01:37:46,120 --> 01:37:48,270 Hvað bíður þín þarna niðri? 1234 01:40:24,480 --> 01:40:26,118 Sáuð þið þetta? 1235 01:40:44,840 --> 01:40:46,478 Þetta er þinn draumur, Eames. 1236 01:40:46,680 --> 01:40:49,752 Plataðu öryggisverðina Í burtu frá húsinu. 1237 01:40:49,960 --> 01:40:51,997 Hver leiðir Fischer inn? -Ekki ég. 1238 01:40:52,160 --> 01:40:54,674 Ef ég veit leiðina stefni ég öllu í voða. 1239 01:40:54,840 --> 01:40:57,309 Ég hannaði þetta. -Nei, þú verður hjá mér. 1240 01:40:57,480 --> 01:40:58,754 Ég gæti gert það. 1241 01:40:59,520 --> 01:41:01,830 Allt í lagi. Þú lýsir stöðunni á leiðinni. 1242 01:41:02,000 --> 01:41:03,798 Þú ferð með honum, Fischer. 1243 01:41:03,960 --> 01:41:06,236 Allt í lagi. Hvað með þig? 1244 01:41:06,440 --> 01:41:09,398 Hafðu kveikt á þessu. Ég hlusta á allt sem fer fram. 1245 01:41:09,560 --> 01:41:12,359 Gluggarnir á efri hæðinni eru nóg stórir til að ég geti 1246 01:41:12,520 --> 01:41:15,034 skýlt ykkur frá suðurturninum. -Kemurðu ekki með okkur? 1247 01:41:15,200 --> 01:41:17,237 Til að vita sannleikann um föður þinn 1248 01:41:17,400 --> 01:41:20,392 þarftu að brjótast inn í huga Brownings upp á eigin spýtur. 1249 01:41:21,280 --> 01:41:22,600 Komdu, Fischer. 1250 01:42:18,080 --> 01:42:21,869 Ræsið viðvörunarkerfið. Drífum okkur. 1251 01:42:22,040 --> 01:42:23,075 Áfram. 1252 01:42:25,040 --> 01:42:26,474 Áfram, áfram. 1253 01:42:41,360 --> 01:42:42,589 Fjandinn hafi það. 1254 01:42:53,520 --> 01:42:55,033 Vonandi eruð þið tilbúin. 1255 01:43:04,280 --> 01:43:06,157 Nei, þetta er of snemmt. 1256 01:43:12,280 --> 01:43:13,634 Heyrirðu þetta, Cobb? 1257 01:43:13,840 --> 01:43:17,435 Ég heyrði þetta fyrir 20 mínútum og hélt að þetta væri vindurinn. 1258 01:43:17,600 --> 01:43:20,114 Já, ég heyri þetta. Þetta er tónlistin. 1259 01:43:20,280 --> 01:43:23,671 Hvað gerum við? -Höfum hraðar hendur. 1260 01:43:28,680 --> 01:43:30,910 Yusuf stekkur eftir tíu sekúndur. 1261 01:43:32,760 --> 01:43:35,115 Þá hefur Arthur þrjár mínútur. 1262 01:43:36,240 --> 01:43:37,674 Heyrðu. --Þarna er hann. 1263 01:43:38,560 --> 01:43:40,551 Hvað höfum við langan tíma? -Klukkustund. 1264 01:43:40,720 --> 01:43:44,031 Ná þeir alla leið? --Þeir þurfa að komast niður á miðhæðina. 1265 01:43:44,200 --> 01:43:46,760 Þeir verða að fá nýja og beinni leið. 1266 01:43:58,320 --> 01:43:59,833 Þetta er völundarhús. 1267 01:44:00,040 --> 01:44:02,873 Þeir hljóta að geta stytt sér leið í gegnum völundarhúsið. 1268 01:44:03,040 --> 01:44:04,155 Eames? 1269 01:44:27,400 --> 01:44:28,549 Bætti Eames einhverju við? 1270 01:44:28,920 --> 01:44:30,399 Ég segi það ekki. Ef Mal kemst að því... 1271 01:44:30,560 --> 01:44:32,836 Við höfum ekki tíma fyrir þetta. Bætti hann einhverju við? 1272 01:44:33,320 --> 01:44:34,549 Loftræstingarkerfi 1273 01:44:34,720 --> 01:44:36,472 sem fer í gegnum völundarhúsið. -Lýstu því fyrir þeim. 1274 01:44:38,520 --> 01:44:40,511 Saito? --Gjörðu svo vel. 1275 01:45:12,080 --> 01:45:13,514 Þversögn. 1276 01:46:23,640 --> 01:46:26,075 Hvað var þetta? -Sparkið. 1277 01:46:26,240 --> 01:46:28,117 Cobb, misstum við af því? 1278 01:46:28,280 --> 01:46:29,873 Já, við misstum af því. 1279 01:46:30,160 --> 01:46:34,836 Fjandinn, gat hann ekki dreymt sólarströnd? 1280 01:46:37,960 --> 01:46:39,792 Hvað gerum við núna? 1281 01:46:40,400 --> 01:46:42,232 Ljúkum verkinu fyrir næsta spark. 1282 01:46:42,400 --> 01:46:45,153 Hvaða spark? -Þegar bíllinn skellur á vatnið. 1283 01:47:07,280 --> 01:47:10,636 Ef þú vilt hringja skaltu leggja á og reyna aftur. 1284 01:47:10,800 --> 01:47:12,632 Ef þig vantar aðstoð... 1285 01:47:12,840 --> 01:47:15,832 Hvernig læt ég ykkur falla án þyngdaraflsins? 1286 01:47:18,680 --> 01:47:21,752 Arthur hefur nokkrar mínútur og við höfum um 20 mínútur. 1287 01:47:44,800 --> 01:47:46,074 Er allt í lagi? 1288 01:47:50,920 --> 01:47:54,470 Fljótir, snúið við, farið aftur Í bækistöðina. 1289 01:47:55,000 --> 01:47:56,479 Áfram, áfram. 1290 01:47:58,920 --> 01:48:01,912 Eitthvað er að. Þeir stefna til ykkar og vita eitthvað. 1291 01:48:03,600 --> 01:48:07,116 Þú verður að redda okkur meiri tíma. Komdu hingað. 1292 01:48:07,280 --> 01:48:08,554 Ég er á leiðinni. 1293 01:49:47,320 --> 01:49:50,517 Þetta er forsalurinn fyrir utan öryggisbyrgið. 1294 01:49:50,720 --> 01:49:53,917 Eru gluggar á byrginu? -Nei, þá væri það ekki öruggt. 1295 01:49:54,080 --> 01:49:57,038 Vonandi verður Fischer ánægður með það sem hann finnur þarna. 1296 01:49:58,280 --> 01:50:01,511 Tilheyra eftirmyndirnar undirmeðvitund hans? --Já. 1297 01:50:01,800 --> 01:50:05,589 Eyðirðu þeim hlutum huga hans? -Nei, þetta eru eftirmyndir. 1298 01:50:31,480 --> 01:50:35,713 Við erum komnir. Leiðin er greið en herliðið nálgast. 1299 01:51:01,920 --> 01:51:02,990 Ég er kominn inn. 1300 01:51:52,040 --> 01:51:53,394 Þarna er einhver annar. 1301 01:51:53,600 --> 01:51:55,671 Fischer, þetta er gildra. Út með þig. 1302 01:51:55,880 --> 01:51:59,157 Komdu nú örlítið neðar. 1303 01:52:04,400 --> 01:52:08,598 Cobb. Nei, hún er ekki raunveruleg. 1304 01:52:09,400 --> 01:52:10,629 Hvernig veistu? 1305 01:52:10,800 --> 01:52:14,714 Hún er bara eftirmynd. Fischer er raunverulegur. 1306 01:52:18,440 --> 01:52:19,510 Sæll. 1307 01:52:24,520 --> 01:52:28,195 Guð minn góður, Eames. Farðu í forsalinn. 1308 01:53:11,800 --> 01:53:14,713 Hvað gerðist? -Mal drap Fischer. 1309 01:53:16,800 --> 01:53:18,598 Ég gat ekki skotið hana. 1310 01:53:19,600 --> 01:53:23,070 Við getum ekki lífgað hann við. Hugur hans er fastur niðri. 1311 01:53:23,240 --> 01:53:24,674 Þetta er búið spil. 1312 01:53:25,840 --> 01:53:28,070 Er þetta búið? Mistókst okkur? 1313 01:53:28,240 --> 01:53:30,277 Þetta er búið, því miður. 1314 01:53:34,240 --> 01:53:37,278 Ég er ekki sá sem kemst ekki heim til fjölskyldunnar. 1315 01:53:37,760 --> 01:53:41,515 Ég vildi sjá hvað leyndist þarna og hélt að þetta væri í höfn. 1316 01:53:41,680 --> 01:53:43,591 Stillum sprengjurnar. 1317 01:53:45,600 --> 01:53:47,477 Nei, það er önnur leið. 1318 01:53:48,040 --> 01:53:50,270 Við getum elt Fischer alla leið niður. 1319 01:53:50,440 --> 01:53:51,635 Tíminn er of naumur. 1320 01:53:51,840 --> 01:53:54,753 Nei, við höfum nægan tíma þarna niðri. 1321 01:53:55,560 --> 01:53:56,834 Við finnum hann. 1322 01:53:57,000 --> 01:54:01,119 Þegar tónlistin heyrist skaltu lífga hann við með stuðtækinu. 1323 01:54:01,280 --> 01:54:04,716 Við gefum honum spark þarna niðri. 1324 01:54:05,200 --> 01:54:06,793 Komdu honum þangað inn. 1325 01:54:06,960 --> 01:54:09,713 Þegar tónlistin þagnar sprengirðu sjúkrahúsið 1326 01:54:09,880 --> 01:54:12,759 og við förum öll með sparkinu upp um öll sviðin. 1327 01:54:14,000 --> 01:54:18,790 Það má reyna það ef Saito sér um verðina og ég um sprengjurnar. 1328 01:54:18,960 --> 01:54:21,110 Saito lifir þetta ekki af. 1329 01:54:22,280 --> 01:54:24,635 Cobb, við verðum að reyna þetta. 1330 01:54:24,800 --> 01:54:25,915 Kýlið á það. 1331 01:54:26,120 --> 01:54:28,680 Ef þið náið ekki sparkinu fer ég með eða án ykkar. 1332 01:54:28,880 --> 01:54:31,520 Hún hefur rétt fyrir sér. Drífum okkur. 1333 01:54:36,400 --> 01:54:39,836 Er þér treystandi til að gera það sem þarf? Mal verður þarna. 1334 01:54:40,000 --> 01:54:43,277 Ég veit hvar hún er og Fischer er hjá henni. -Hvernig veistu? 1335 01:54:43,440 --> 01:54:48,389 Hún vill að ég elti hann. Hún vill fá mig aftur til sín. 1336 01:55:15,840 --> 01:55:17,194 Er allt í lagi? 1337 01:55:24,000 --> 01:55:26,719 Er þetta heimurinn ykkar? -Þetta var hann. 1338 01:55:27,360 --> 01:55:29,112 Hérna leynist hún. 1339 01:55:30,200 --> 01:55:31,235 Komdu. 1340 01:56:18,040 --> 01:56:19,713 Saito. Saito. 1341 01:56:21,000 --> 01:56:24,880 Gættu Fischers á meðan ég kem sprengjunum fyrir. 1342 01:56:25,080 --> 01:56:28,311 Ekkert pláss fyrir túrista í þessu verkefni. 1343 01:56:31,120 --> 01:56:32,440 Enga vitleysu. 1344 01:57:05,000 --> 01:57:07,389 Byggðuð þið allt þetta? Það er ótrúlegt. 1345 01:57:07,600 --> 01:57:09,511 Við byggðum árum saman. 1346 01:57:10,520 --> 01:57:12,909 Síðan fórum við að nota minningarnar. 1347 01:57:19,640 --> 01:57:20,789 Þessa leið. 1348 01:58:02,600 --> 01:58:06,434 Þetta var hverfið okkar. Staðir úr fortíðinni. 1349 01:58:07,200 --> 01:58:11,592 Þetta var fyrsta íbúðin okkar. Síðan fluttum við þangað. 1350 01:58:11,760 --> 01:58:14,229 Þegar Mal varð ólétt fluttum við þangað. 1351 01:58:14,440 --> 01:58:17,193 Endursköpuðuð þið allt þetta eftir minni? 1352 01:58:17,400 --> 01:58:19,789 Eins og ég sagði höfðum við nægan tíma. 1353 01:58:19,960 --> 01:58:21,189 Hvað er þetta? 1354 01:58:22,920 --> 01:58:24,752 Æskuheimili Mal. 1355 01:58:24,920 --> 01:58:27,480 Er hún þarna? --Nei. 1356 01:58:28,000 --> 01:58:29,070 Komdu. 1357 01:58:29,240 --> 01:58:32,278 Við vildum búa í einbýlishúsi en dýrkuðum háhýsin. 1358 01:58:32,440 --> 01:58:35,353 Í raunveruleikanum urðum við að velja á milli en ekki hérna. 1359 01:59:16,080 --> 01:59:18,435 Hvernig togum við Fischer til baka? 1360 01:59:18,600 --> 01:59:20,876 Við verðum að finna einhvers konar spark. 1361 01:59:21,080 --> 01:59:22,275 Hvernig? 1362 01:59:23,360 --> 01:59:24,680 Ég leik af fingrum fram. 1363 01:59:24,880 --> 01:59:29,113 Þú verður að vita dálítið um mig og hugljómunina. 1364 01:59:42,360 --> 01:59:45,512 Hugmynd er eins og veira. Hún er lífseig. 1365 01:59:46,960 --> 01:59:51,431 Afar smitandi og minnsta fræ hugmyndarinnar getur dafnað. 1366 01:59:53,160 --> 01:59:55,595 Hún getur að lokum einkennt þig... 1367 01:59:56,200 --> 01:59:57,838 ...eða tortímt þér. 1368 02:00:01,040 --> 02:00:05,955 Minnsta hugmynd eins og: Veröld þín er ekki raunveruleg. 1369 02:00:07,000 --> 02:00:10,516 Það er einföld hugmynd sem breytir öllu. 1370 02:00:12,080 --> 02:00:15,789 Þú ert viss um veröld þína og hvað sé raunverulegt. 1371 02:00:16,560 --> 02:00:18,233 Heldurðu að hann sé það? 1372 02:00:20,160 --> 02:00:22,993 Eða heldurðu að hann sé jafnvilltur og ég var? 1373 02:00:24,160 --> 02:00:26,470 Ég veit hvað er raunverulegt, Mal. 1374 02:00:27,840 --> 02:00:30,070 Engar minnstu efasemdir? 1375 02:00:30,800 --> 02:00:33,440 Er ekki eins og þú sért ofsóttur, Dom? 1376 02:00:33,800 --> 02:00:37,839 Eru stórfyrirtæki og lögregla um heim allan á eftir þér? 1377 02:00:38,040 --> 02:00:41,078 Alveg eins og eftirmyndir eltast við dreymendur? 1378 02:00:42,280 --> 02:00:43,475 Játaðu það. 1379 02:00:45,120 --> 02:00:47,919 Þú trúir ekki lengur á aðeins einn veruleika. 1380 02:00:48,080 --> 02:00:53,314 Þú verður að velja á milli. Veldu að vera hérna. Veldu mig. 1381 02:01:20,240 --> 02:01:24,791 Þú veist að ég verð að komast til barnanna sem þú yfirgafst. 1382 02:01:25,400 --> 02:01:26,754 Þú yfirgafst okkur. 1383 02:01:26,960 --> 02:01:28,871 Það er rangt. --Nei. 1384 02:01:29,040 --> 02:01:30,519 Þú er ringlaður. 1385 02:01:32,160 --> 02:01:34,151 Börnin okkar eru hérna. 1386 02:01:34,720 --> 02:01:38,156 Viltu ekki horfa framan í þau aftur? 1387 02:01:38,400 --> 02:01:41,518 Jú, en ég ætla að sjá þau uppi á yfirborðinu, Mal. 1388 02:01:55,400 --> 02:01:56,834 Uppi á yfirborðinu? 1389 02:01:58,080 --> 02:02:02,870 Hlustaðu á sjálfan þín. Þetta eru börnin okkar, sjáðu. 1390 02:02:04,120 --> 02:02:05,793 James? Phillipa? 1391 02:02:06,000 --> 02:02:08,640 Ekki gera þetta, Mal. Þetta eru ekki börnin mín. 1392 02:02:08,840 --> 02:02:11,150 Þú segir það en trúir því ekki. 1393 02:02:11,320 --> 02:02:13,277 Ég veit það. -Hvað ef það er rangt? 1394 02:02:13,440 --> 02:02:15,590 Hvað ef ég er raunveruleg? 1395 02:02:17,000 --> 02:02:19,753 Þú sannfærir þig um það sem þú veist. 1396 02:02:20,840 --> 02:02:25,232 En hverju trúirðu í raun og fyrir hverju finnurðu? 1397 02:02:27,400 --> 02:02:28,629 Sektarkennd. 1398 02:02:30,000 --> 02:02:32,071 Ég finn fyrir sektarkennd. 1399 02:02:32,760 --> 02:02:36,719 Sama hvað ég geri og sama hversu úrkula vonar ég verð. 1400 02:02:36,880 --> 02:02:41,078 Sama hversu ringlaður ég verð er sektarkenndin til staðar 1401 02:02:41,280 --> 02:02:43,840 og hún minnir mig á sannleikann. 1402 02:02:44,400 --> 02:02:45,959 Hvaða sannleika? 1403 02:02:48,200 --> 02:02:49,952 Að hugmyndin sem fékk þig 1404 02:02:50,120 --> 02:02:53,351 til að efast um veruleikann hafi komið frá mér. 1405 02:02:56,680 --> 02:02:59,798 Komstu hugmyndinni fyrir í huga mínum? 1406 02:03:01,360 --> 02:03:03,351 Um hvað er hún að tala? 1407 02:03:03,760 --> 02:03:08,709 Ég vissi að hugljómunin virkaði af því ég gerði þetta við hana. 1408 02:03:10,040 --> 02:03:13,078 Ég gerði þetta við konuna mína. -Hvers vegna? 1409 02:03:13,800 --> 02:03:15,791 Við vorum týnd hérna niðri. 1410 02:03:16,200 --> 02:03:20,637 Ég vissi að við yrðum að flýja en hún sætti sig ekki við það. 1411 02:03:24,080 --> 02:03:28,950 Hún hafði læst eitthvað inni djúpt innra með sér. 1412 02:03:30,520 --> 02:03:34,639 Sannleika sem hún hafði vitað en kaus nú að gleyma. 1413 02:03:35,560 --> 02:03:37,597 Hún gat ekki losað sig. 1414 02:03:40,360 --> 02:03:43,113 Þannig að ég ákvað að leita að þessu. 1415 02:03:43,920 --> 02:03:48,790 Ég fór djúpt inn í huga hennar og fann þennan leynilega stað. 1416 02:03:49,040 --> 02:03:52,954 Ég braust þangað inn og kom hugmyndinni fyrir. 1417 02:03:54,080 --> 02:03:58,278 Einfaldri, lítilli hugmynd sem breytti öllu saman. 1418 02:04:03,120 --> 02:04:05,509 Að veröld hennar væri ekki raunveruleg. 1419 02:04:18,360 --> 02:04:21,000 Að dauðinn væri eina undankomuleiðin. 1420 02:04:28,920 --> 02:04:30,877 Þú bíður eftir lest. 1421 02:04:33,040 --> 02:04:35,634 Lest sem fer með þig langt í burtu. 1422 02:04:37,040 --> 02:04:39,793 Þú vonar að lestin endi á ákveðnum stað 1423 02:04:41,000 --> 02:04:43,037 en þú veist það ekki fyrir víst. 1424 02:04:44,240 --> 02:04:46,072 En það skiptir ekki máli. 1425 02:04:47,240 --> 02:04:48,389 Hvers vegna ekki? 1426 02:04:48,600 --> 02:04:50,955 Af því við verðum saman. 1427 02:04:54,720 --> 02:04:58,918 Ég vissi ekki að hugmyndin myndi dreifast eins og krabbamein 1428 02:04:59,080 --> 02:05:01,390 þannig að jafnvel eftir að hún vaknaði... 1429 02:05:04,240 --> 02:05:07,312 Þannig að jafnvel eftir að þú vaknaðir í veruleikanum 1430 02:05:09,640 --> 02:05:12,871 héldirðu ennþá að heimurinn væri ekki raunverulegur. 1431 02:05:15,440 --> 02:05:17,954 Að dauðinn væri eina undankomuleiðin. 1432 02:05:18,120 --> 02:05:20,873 Nei, Mal. Jesús minn. 1433 02:05:21,080 --> 02:05:23,071 Þú sýktir huga minn. 1434 02:05:23,440 --> 02:05:26,478 Ég reyndi að bjarga þér. -Þú sveikst mig. 1435 02:05:27,080 --> 02:05:30,516 Þú getur bætt fyrir þetta og staðið við loforðið þitt. 1436 02:05:30,840 --> 02:05:35,710 Við getum verið saman hérna Í heiminum sem við sköpuðum. 1437 02:06:57,480 --> 02:06:59,835 Cobb, við verðum að finna Fischer. 1438 02:07:00,680 --> 02:07:02,557 Þið fáið hann ekki. 1439 02:07:02,960 --> 02:07:05,395 Viltu sleppa honum ef ég verð kyrr hérna? 1440 02:07:05,560 --> 02:07:07,153 Hvað ertu að segja? 1441 02:07:11,000 --> 02:07:13,037 Fischer er á veröndinni. 1442 02:07:13,320 --> 02:07:15,789 Athugaðu hvort hann sé á lífi. -Ekki gera þetta, Cobb. 1443 02:07:15,960 --> 02:07:18,759 Athugaðu hvort hann sé á lífi undir eins. 1444 02:07:34,560 --> 02:07:37,518 Hann er hérna og stundin er runnin upp. Komdu strax. 1445 02:07:37,720 --> 02:07:39,472 Taktu Fischer með þér. 1446 02:07:39,640 --> 02:07:42,109 Þú mátt ekki verða eftir hérna með henni. 1447 02:07:43,920 --> 02:07:45,194 Ég geri það ekki. 1448 02:07:45,360 --> 02:07:48,432 Saito er dáinn. Það þýðir að hann sé hérna niðri. 1449 02:07:48,600 --> 02:07:50,750 Ég verð að finna hann. 1450 02:07:52,320 --> 02:07:55,551 Ég get ekki verið hjá henni af því hún er ekki til lengur. 1451 02:07:55,720 --> 02:07:59,111 Ég er það eina sem þú trúir ennþá á. 1452 02:08:01,680 --> 02:08:03,079 Ég vildi óska þess... 1453 02:08:04,680 --> 02:08:07,240 Ég óska þess heitar en nokkurs annars en... 1454 02:08:08,360 --> 02:08:11,000 ...ég get ekki ímyndað mér margbreytileika þinn, 1455 02:08:11,200 --> 02:08:14,477 alla kosti þína og galla. 1456 02:08:14,960 --> 02:08:16,280 Ertu ómeiddur? 1457 02:08:16,440 --> 02:08:17,475 Líttu á þig. 1458 02:08:19,280 --> 02:08:23,956 Þú ert aðeins skugginn af raunverulegu konunni minni. 1459 02:08:24,440 --> 02:08:26,875 Ég gat ekki munað þig betur en þetta 1460 02:08:27,960 --> 02:08:30,395 en því miður ertu ekki nógu góð. 1461 02:08:30,560 --> 02:08:32,836 Finnst þér þetta vera raunverulegt? 1462 02:08:34,520 --> 02:08:36,079 Hvað ertu að gera? 1463 02:08:36,400 --> 02:08:37,834 Leika af fingrum fram. 1464 02:08:45,680 --> 02:08:46,829 Nei, nei. 1465 02:08:48,560 --> 02:08:50,836 Inn með þig. Flýttu þér. 1466 02:09:35,640 --> 02:09:37,517 Þú ollir von... 1467 02:09:39,320 --> 02:09:41,231 Þú ollir vonbrigð... 1468 02:09:42,520 --> 02:09:43,919 Ég veit það, pabbi. 1469 02:09:51,160 --> 02:09:54,994 Það olli þér vonbrigðum að ég yrði ekki eins og þú. 1470 02:09:55,760 --> 02:09:56,795 Nei. 1471 02:09:57,760 --> 02:09:58,875 Nei, nei. 1472 02:10:00,000 --> 02:10:02,071 Það olli mér vonbrigðum... 1473 02:10:03,760 --> 02:10:05,637 ...að þú skyldir reyna það. 1474 02:10:40,040 --> 02:10:41,872 Áfram, áfram. 1475 02:10:50,520 --> 02:10:51,840 ERFÐASKRÁ 1476 02:11:11,360 --> 02:11:12,475 Pabbi? 1477 02:11:13,280 --> 02:11:14,395 Pabbi? 1478 02:11:50,960 --> 02:11:54,590 Þetta er sparkið, Ariadne. Þú verður að drífa þig. 1479 02:12:07,120 --> 02:12:10,715 Ekki tapa sjálfum þér. Finndu Saito og sæktu hann. 1480 02:12:10,880 --> 02:12:12,359 Ég geri það. 1481 02:12:52,520 --> 02:12:55,239 Manstu þegar þú baðst mig að giftast þér? 1482 02:12:55,800 --> 02:12:56,870 Já. 1483 02:12:57,040 --> 02:13:00,396 Þú sagðist eiga draum um að við yrðum gömul saman. 1484 02:13:02,520 --> 02:13:04,158 En við gerðum það. 1485 02:13:05,960 --> 02:13:08,156 Við gerðum það. Manstu ekki? 1486 02:13:13,000 --> 02:13:15,833 Ég sakna þín meira en ég get afborið en... 1487 02:13:18,200 --> 02:13:20,350 ...Við áttum okkar tíma saman. 1488 02:13:21,560 --> 02:13:23,631 Nú verð ég að sleppa af þér takinu. 1489 02:13:25,760 --> 02:13:27,478 Ég verð að sleppa þér. 1490 02:14:18,760 --> 02:14:20,512 Fyrirgefðu, Robert. 1491 02:14:47,720 --> 02:14:51,315 Erfðaskráin þýðir að pabbi vildi að ég yrði eigin herra 1492 02:14:52,440 --> 02:14:54,317 í stað þess að lifa fyrir hann. 1493 02:14:56,080 --> 02:14:58,390 Það ætla ég að gera, Peter frændi. 1494 02:15:08,400 --> 02:15:09,629 Hvað gerðist? 1495 02:15:10,160 --> 02:15:11,912 Cobb varð eftir. -Með Mal? 1496 02:15:12,160 --> 02:15:13,673 Nei, til að finna Saito. 1497 02:15:15,800 --> 02:15:17,598 Hann týnist þarna. 1498 02:15:19,960 --> 02:15:21,598 Nei, hann spjarar sig. 1499 02:15:37,680 --> 02:15:39,956 Komstu til að drepa mig? 1500 02:15:43,880 --> 02:15:46,269 Ég bíð eftir einhverjum. 1501 02:15:50,840 --> 02:15:53,673 Einhverjum úr hálfgleymdum draumi. 1502 02:15:56,360 --> 02:15:57,395 Cobb? 1503 02:15:59,680 --> 02:16:01,432 Óhugsandi. 1504 02:16:02,000 --> 02:16:04,310 Við vorum ungir menn saman. 1505 02:16:06,320 --> 02:16:08,357 Ég er orðinn gamall maður. 1506 02:16:09,760 --> 02:16:11,671 Fullur eftirsjár. 1507 02:16:15,000 --> 02:16:17,310 Sem bíður þess að deyja einn. 1508 02:16:20,880 --> 02:16:22,951 Ég kom til að sækja þig. 1509 02:16:26,320 --> 02:16:29,392 Til að minna þig á eitthvað. 1510 02:16:33,320 --> 02:16:35,675 Dálítið sem þú vissir eitt sinn. 1511 02:16:38,640 --> 02:16:41,029 Að þessi heimur væri ekki raunverulegur. 1512 02:16:45,800 --> 02:16:49,714 Viltu sannfæra mig um að standa við minn hluta samkomulagsins? 1513 02:16:51,320 --> 02:16:53,709 Já, ég bið þig að treysta mér. 1514 02:17:00,000 --> 02:17:01,320 Komdu aftur... 1515 02:17:03,880 --> 02:17:07,032 ...SVO VIð getum verið ungir menn saman á ný. 1516 02:17:11,040 --> 02:17:12,678 Komdu með mér. 1517 02:17:16,160 --> 02:17:17,639 Komdu til baka. 1518 02:17:27,280 --> 02:17:28,793 Heitt handklæði, herra? 1519 02:17:29,760 --> 02:17:32,559 Við lendum í Los Angeles eftir 20 mínútur. 1520 02:17:32,760 --> 02:17:35,070 Vantar þig eyðublað fyrir landamæraeftirlitið? 1521 02:17:37,080 --> 02:17:38,195 Takk fyrir. 1522 02:17:38,840 --> 02:17:40,319 Heitt handklæði, herra? 1523 02:17:41,400 --> 02:17:44,472 Nei. --Vantar þig eyðublað fyrir landamæraeftirlitið? 1524 02:18:55,960 --> 02:18:57,792 Velkominn heim, herra Cobb. 1525 02:18:58,240 --> 02:18:59,639 Takk, herra. 1526 02:19:43,760 --> 02:19:44,989 Velkominn. 1527 02:19:45,640 --> 02:19:46,914 Þessa leið. 1528 02:20:08,360 --> 02:20:10,670 James? Phillipa? 1529 02:20:15,360 --> 02:20:16,839 Sjáið hver er kominn. 1530 02:20:24,400 --> 02:20:27,518 Halló, krakkar. Hvernig hafið þið það? 1531 02:20:27,680 --> 02:20:29,637 Pabbi. -Hvað segirðu gott? 1532 02:20:30,680 --> 02:20:32,512 Sjáðu hvað ég bjó til. 1533 02:20:32,680 --> 02:20:36,389 Hvað ertu að búa til? -Við smíðum hús á klettabrún. 1534 02:20:36,560 --> 02:20:40,394 Á klettabrún? Getið þið sýnt mér það? 1535 02:20:40,600 --> 02:20:41,920 Komdu, pabbi. 1536 02:27:55,520 --> 02:27:57,511 {ICELANDICI