1
00:00:32,866 --> 00:00:35,869
Ég ætla að segja ykkur sögu.
2
00:00:35,952 --> 00:00:38,455
En eins og allir
góðir sögumenn vita
3
00:00:38,538 --> 00:00:41,499
verður maður fyrst að vera viss um
að áheyrendur séu undirbúnir.
4
00:00:42,167 --> 00:00:46,963
Fer vel um alla í sætunum?
Þarf einhver að fara á klósettið?
5
00:00:47,797 --> 00:00:51,968
Þú þarna baka til.
Haltu í þér.
6
00:00:53,219 --> 00:00:54,304
SÖGUR FYRIR SVEFNINN
7
00:00:54,387 --> 00:00:57,015
Eruð þið tilbúin?
Þá byrjum við.
8
00:01:00,018 --> 00:01:02,020
Ég heiti Marty Bronson.
9
00:01:02,937 --> 00:01:06,941
Ég átti og rak
Sunny Vista mótelið
10
00:01:07,025 --> 00:01:10,779
sem ég kom á fót
á mótum Sunset og Cienega
11
00:01:10,862 --> 00:01:15,825
í Los Angeles,
Kaliforníu árið 1974.
12
00:01:15,909 --> 00:01:19,412
Mótelið var líf mitt og yndi
13
00:01:19,496 --> 00:01:23,041
og ég rak það með aðstoð
barnanna minna, Wendy.
14
00:01:23,124 --> 00:01:26,586
Wendy, lykilinn fyrir Dixon-hjónin.
15
00:01:27,879 --> 00:01:28,922
Þakka þér fyrir.
16
00:01:29,005 --> 00:01:30,090
Og Skeeter.
17
00:01:33,051 --> 00:01:36,096
Get ég aðstoðað ykkur með
töskurnar, hr. og frú Dixon?
18
00:01:36,179 --> 00:01:38,223
Já, takk.
-Þakka þér fyrir, piltur minn.
19
00:01:42,602 --> 00:01:44,145
Þarftu aðstoð?
20
00:01:44,229 --> 00:01:45,980
Nei, ég get þetta.
21
00:01:50,652 --> 00:01:53,905
Í huga sonar míns, Skeeter,
var mótelið undraland.
22
00:01:53,988 --> 00:01:55,698
Ofvirkur.
23
00:01:55,782 --> 00:01:58,284
Vetrarbrautin er of lítil
fyrir okkur bæði.
24
00:01:58,368 --> 00:01:59,994
Töfrum þrunginn staður.
25
00:02:03,164 --> 00:02:06,417
Fullur af nýjum ævintýrum
fyrir sex ára dreng.
26
00:02:07,919 --> 00:02:11,047
Komdu, Skeeter.
27
00:02:13,758 --> 00:02:17,470
Skeeter þótti jafnvænt
um staðinn og mér.
28
00:02:17,554 --> 00:02:20,974
Og hann reyndi alltaf
að bæta hann.
29
00:02:21,057 --> 00:02:24,352
Ég hef margar hugmyndir um það
hvernig við bætum staðinn.
30
00:02:24,435 --> 00:02:28,231
Við getum sett aukapar
af sokkum í hvert herbergi
31
00:02:28,314 --> 00:02:32,110
af því að fólk gleymir alltaf
að hafa nógu marga sokka með sér.
32
00:02:33,069 --> 00:02:34,571
Það er heillaráð.
33
00:02:34,654 --> 00:02:37,031
Farðu nú í háttinn.
Ég hitti hr. Nottingham.
34
00:02:37,115 --> 00:02:39,742
Bíddu, pabbi.
Ég er ekki einu sinni þreyttur.
35
00:02:39,826 --> 00:02:43,204
Hvað um sögu fyrir svefninn?
36
00:02:46,958 --> 00:02:52,213
Endur fyrir löngu var lítill drengur
37
00:02:52,297 --> 00:02:54,924
og drengurinn hét Skeeter.
38
00:02:55,008 --> 00:02:59,804
Ég gat sagt fallegt ævintýri
þegar andinn kom yfir mig
39
00:02:59,888 --> 00:03:02,098
og þegar litli drengurinn
minn brosti...
40
00:03:02,182 --> 00:03:04,684
Það var sannarlega töfrum þrungið.
41
00:03:05,518 --> 00:03:09,606
Já, ég var frekar
góður pabbi og gestgjafi.
42
00:03:09,689 --> 00:03:13,234
En því miður,
frekar slæmur viðskiptamaður.
43
00:03:14,152 --> 00:03:17,030
Geturðu ekki séð það
sem blasir við, Bronson?
44
00:03:17,113 --> 00:03:19,616
Mótelið er á hvínandi kúpunni
45
00:03:19,699 --> 00:03:21,993
og ég býðst til
að koma þér til bjargar.
46
00:03:24,037 --> 00:03:25,455
Ég skal ekki segja.
47
00:03:25,538 --> 00:03:27,123
Ég hef séð bókhaldið, Martin.
48
00:03:27,707 --> 00:03:31,044
Ef þú selur mér ekki
verðurðu gjaldþrota.
49
00:03:31,127 --> 00:03:32,253
Nú, ég...
50
00:03:32,921 --> 00:03:36,174
Ég vonaði alltaf að þessi staður
yrði heimili barnanna minna.
51
00:03:36,257 --> 00:03:37,842
Hvað um þetta?
52
00:03:37,926 --> 00:03:41,262
Ef drengurinn þinn verður duglegur
þegar hann verður stór
53
00:03:41,346 --> 00:03:43,264
fær hann að stjórna þessum stað.
54
00:03:44,724 --> 00:03:46,059
Lofarðu því?
55
00:03:46,142 --> 00:03:49,354
Já. Skrifaðu nú undir
árans pappírana.
56
00:03:56,027 --> 00:03:57,987
Nú líst mér á þig, Bronson.
57
00:03:58,071 --> 00:04:02,742
Ég ætla að breyta þessum stað
í besta hótelið í Los Angeles.
58
00:04:02,825 --> 00:04:05,995
Hann verður stórkostlegur.
59
00:04:06,829 --> 00:04:11,584
Og allt í einu varð
fábrotna hótelið okkar
60
00:04:11,668 --> 00:04:15,672
að hinu volduga
Sunny Vista Nottingham.
61
00:04:16,506 --> 00:04:18,925
Og undanfarin 25 ár
62
00:04:19,008 --> 00:04:22,387
hefur sonur minn sem nú er fulltíða
maður haldið því við af kostgæfni,
63
00:04:22,470 --> 00:04:24,722
hinn lagtæki Skeeter Bronson.
64
00:04:25,390 --> 00:04:28,685
Þrátt fyrir loforð Nottinghams um
að Skeeter fengi að reka staðinn
65
00:04:28,768 --> 00:04:31,271
virðist hafa gleymst...
-Sæll, pabbi.
66
00:04:31,354 --> 00:04:34,941
vinnur sonur minn ávallt
af kostgæfni með von í hjarta
67
00:04:35,024 --> 00:04:36,901
og bíður enn eftir tækifæri sínu.
68
00:04:36,985 --> 00:04:39,237
Frú Dixon? Er eitthvað
að herberginu hennar?
69
00:04:39,320 --> 00:04:42,031
Þú ættir ekki að brjóta
litla heilann í þér um það.
70
00:04:42,115 --> 00:04:45,827
Frú Dixon hefur tekið litlu
vínflöskurnar úr mini-barnum
71
00:04:45,910 --> 00:04:47,704
og vill ekki borga fyrir það.
72
00:04:47,787 --> 00:04:50,999
Ég kom ekki nálægt þessum ísskáp.
73
00:04:51,082 --> 00:04:52,750
Ég drekk ekki áfengi.
74
00:04:52,834 --> 00:04:54,752
Vitanlega.
Þetta er trúlega misskilningur.
75
00:04:54,836 --> 00:04:57,171
Ég sá hver tók það.
-Allt í lagi.
76
00:04:57,255 --> 00:05:01,968
Hann er rauðhærður og með skegg. Hann
var í grænum fötum með látúnshnöppum.
77
00:05:02,051 --> 00:05:04,470
Og hann er rúmlega
10 þumlunga hár.
78
00:05:05,305 --> 00:05:08,224
Er þetta álfur?
-Já.
79
00:05:08,308 --> 00:05:10,768
Ég vissi ekki
að bróðir þinn væri í bænum.
80
00:05:11,436 --> 00:05:13,855
Þetta skulum við gera.
81
00:05:13,938 --> 00:05:16,566
Setja allar horfnu
flöskurnar á minn reikning
82
00:05:16,649 --> 00:05:19,485
og næst þegar þú sérð álfa
segjum við Aspen það.
83
00:05:19,569 --> 00:05:23,031
Hún er hálfgert tröll.
Tröll éta álfa, er það rétt?
84
00:05:25,408 --> 00:05:26,743
Hún myndi gera það.
85
00:05:27,994 --> 00:05:31,706
Í dag er loftið töfrum
þrungið á hótelinu
86
00:05:31,789 --> 00:05:36,210
og ferskir vindar blása sögu
okkar í undarlega, nýja átt.
87
00:05:36,294 --> 00:05:38,171
En hverju búist þið við á hóteli
88
00:05:38,254 --> 00:05:41,257
sem stofnað er af manni sem
hafði jafngaman af góðri sögu og ég?
89
00:05:42,091 --> 00:05:43,718
Tíminn skiptir sköpum hérna.
90
00:05:43,801 --> 00:05:47,430
Ég veit það. Ég vil bara ekki
að aðalkarlinn fái raflost.
91
00:05:47,513 --> 00:05:48,848
Þó það nú væri.
92
00:05:49,307 --> 00:05:51,309
Lagaðirðu þetta?
-Leyfðu mér að gá.
93
00:05:53,770 --> 00:05:55,563
Prófa, prófa.
Einn, tveir, svona nú.
94
00:05:56,564 --> 00:05:57,940
Heyrirðu í mér þarna aftast?
95
00:05:59,150 --> 00:06:01,903
Ég segi: „Barry,“
þið segið: „Nottingham.“ Barry.
96
00:06:01,986 --> 00:06:02,945
Nottingham.
97
00:06:04,614 --> 00:06:09,118
Barry átti Nottingham,
Nottingham, Nottingham.
98
00:06:09,202 --> 00:06:13,664
Barry átti Nottingham
sem var með snjóhvítt skegg.
99
00:06:14,999 --> 00:06:16,584
Klappið fyrir aðalmanninum.
100
00:06:18,002 --> 00:06:20,755
Ég undirbjó þau fyrir þig.
Gaman að sjá þig aftur.
101
00:06:20,838 --> 00:06:22,507
Sýklar.
-Sýklar?
102
00:06:22,590 --> 00:06:26,761
Skeeter, hr. Nottingham er með
ótta fyrir... Ekki ótta, vitund
103
00:06:26,844 --> 00:06:29,389
fyrir sýklum
og hættuna af völdum þeirra
104
00:06:29,472 --> 00:06:32,850
þegar maður óttast þá
ekki nógu mikið.
105
00:06:32,934 --> 00:06:35,311
Þú gerir líklega það rétta.
Ég fór ekki í sturtu í dag.
106
00:06:35,395 --> 00:06:37,146
Leyfðu mér að fara.
107
00:06:37,230 --> 00:06:39,023
Barry Nottingham, gott fólk.
108
00:06:42,110 --> 00:06:45,488
Hann er stórkostlegur. Frábær.
-Velkomin.
109
00:06:45,571 --> 00:06:50,535
Eins og þið vitið þá á ég
23 hótel frá Berlín til Peking.
110
00:06:50,618 --> 00:06:55,998
En mér er engin launung á því að Sunny
Vista Nottingham er eftirlæti mitt.
111
00:06:59,168 --> 00:07:02,880
En þetta er hótel frá 20. öldinni.
112
00:07:02,964 --> 00:07:06,134
Við þurfum eitthvað fyrir 21. öldina.
113
00:07:06,217 --> 00:07:09,637
Við höfum því ákveðið
að loka þessu hóteli
114
00:07:09,720 --> 00:07:15,059
og reisa glænýtt
Sunny Vista MegaNottingham.
115
00:07:17,520 --> 00:07:20,940
Þetta verður stærsta hótelið
á vesturströndinni.
116
00:07:21,023 --> 00:07:24,277
Hvaða læti eru þetta?
Þetta er bara stór bygging.
117
00:07:24,360 --> 00:07:27,447
Nei. Þetta er eins og
framtíð hótelbransans.
118
00:07:27,530 --> 00:07:31,117
Og háleynilegt þema
sem hefur mikil áhrif á ykkur.
119
00:07:33,828 --> 00:07:34,787
Já!
120
00:07:34,871 --> 00:07:39,750
Og ég kynni stoltur
framkvæmdastjóra hótelsins.
121
00:07:39,834 --> 00:07:42,879
Hann hefur beðið eftir þessu lengi.
122
00:07:42,962 --> 00:07:47,008
Við vitum öll um eljuna í honum,
hvað hann er greindur,
123
00:07:47,091 --> 00:07:49,510
hvað þetta hótel er honum mikils virði.
124
00:07:49,594 --> 00:07:52,722
Hneigðu þig, hr. Kendall Duncan!
125
00:07:53,639 --> 00:07:55,057
Hneigðu þig, Kendall.
126
00:07:56,184 --> 00:07:58,394
Guð blessi þig.
-Bú!
127
00:07:59,937 --> 00:08:02,607
Falleg ræða, herra.
128
00:08:02,690 --> 00:08:04,650
Mikið er ég feginn
að þið gátuð komið.
129
00:08:04,734 --> 00:08:06,527
Það er gaman að sjá ykkur.
130
00:08:06,611 --> 00:08:08,070
Ekki snerta mig.
131
00:08:08,154 --> 00:08:09,447
Vel af sér vikið, pabbi.
132
00:08:11,824 --> 00:08:14,827
Sæll vertu.
Þekkirðu dóttur mína, Violet?
133
00:08:14,911 --> 00:08:16,787
Aðeins af orðspori, herra.
134
00:08:16,871 --> 00:08:18,539
Hvað þá?
135
00:08:18,623 --> 00:08:21,334
Nei, hún hefur ekki illt orð á sér.
136
00:08:21,417 --> 00:08:23,753
Ég hef alltaf heyrt
að hún sé mjög flott.
137
00:08:23,836 --> 00:08:25,505
Ekki „flott“ eins og í flott.
138
00:08:25,588 --> 00:08:28,090
Ég átti við „hlý“.
„Hjartahlý“
139
00:08:28,174 --> 00:08:31,552
og hún hefur gaman af
að fara út á lífið,
140
00:08:31,636 --> 00:08:34,889
á bari með mörgum
ólíkum körlum.
141
00:08:34,972 --> 00:08:37,892
Þannig var Violet Nottingham, vinur.
Áður en hún hitti mig.
142
00:08:37,975 --> 00:08:40,728
Núna verð ég að halda litla
krúttinu fjarri sviðsljósinu
143
00:08:40,811 --> 00:08:43,523
og næturklúbbum og æsifréttablöðum.
Er ekki svo?
144
00:08:44,023 --> 00:08:47,401
Violet sækir líka einkatennistíma
hjá Roger Federer.
145
00:08:47,485 --> 00:08:50,154
Gott hjá þér.
-Bless, strákar.
146
00:08:50,738 --> 00:08:52,865
Ég verð að segja
147
00:08:52,949 --> 00:08:56,536
að það verður mér erfitt
að sjá hótelið flytja svona.
148
00:08:57,203 --> 00:08:59,997
Vonandi geturðu komið
og unnið með okkur þarna.
149
00:09:00,081 --> 00:09:02,083
Sama hvað Kendall
vill gera það stórt,
150
00:09:02,166 --> 00:09:04,961
þá þarf að skipta um
margar ljósaperur.
151
00:09:06,254 --> 00:09:08,297
Einhver snerti mig.
Er til hreinsiefni?
152
00:09:08,381 --> 00:09:10,800
Já, herra. Komdu þessa leið.
Ég skal færa þér það.
153
00:09:10,883 --> 00:09:12,218
Aldrei of varlega farið.
154
00:09:22,311 --> 00:09:26,315
Allir sem eru búnir við leirlistarborðið
komi með listaverk sitt að ofninum.
155
00:09:26,399 --> 00:09:28,568
Maðurinn með björgunarasnana
fer eftir fimm mínútur.
156
00:09:28,651 --> 00:09:30,778
Ef þið hafið ekki farið á bak
þá drífið ykkur.
157
00:09:30,861 --> 00:09:32,029
Takk, Duva skólastjóri.
158
00:09:32,113 --> 00:09:34,574
Ég er ekki skólastjóri
í þessu boði. Ég er mamma.
159
00:09:37,285 --> 00:09:40,538
Ég sé að enginn borðar
glútenlausu hveitigraskökuna.
160
00:09:40,621 --> 00:09:44,083
Trúið mér. Þið þurfið bara
að sigrast á lyktinni.
161
00:09:48,004 --> 00:09:49,463
Hvað? Dó trúðurinn?
162
00:09:50,423 --> 00:09:53,050
Hvað er í pokanum?
-Súkkulaðibitakaka.
163
00:09:53,134 --> 00:09:55,553
Matur!
-Matur!
164
00:09:56,387 --> 00:09:59,307
Róleg, róleg.
-Sæl, systa.
165
00:09:59,390 --> 00:10:04,020
Því þarftu að koma með sykurruslfæði
alltaf þegar þú kemur í heimsókn?
166
00:10:04,103 --> 00:10:06,564
Í heimsókn? Þú hefur ekki
boðið mér hingað í fjögur ár.
167
00:10:06,647 --> 00:10:09,025
Hvað áttu við?
Það eru ekki fjögur ár liðin.
168
00:10:09,108 --> 00:10:10,943
Þú varst hérna
á þjóðhátíðardaginn.
169
00:10:11,027 --> 00:10:12,612
Manstu þegar þú
kýldir manninn minn?
170
00:10:12,695 --> 00:10:15,740
Það var fyrir fjórum árum.
Ég ætlaði að toga í nærbuxurnar hans
171
00:10:15,823 --> 00:10:17,241
en það voru göt á þeim.
172
00:10:17,325 --> 00:10:20,119
Ég vissi að hann yrði
þinn fyrrverandi. Vertu ánægð.
173
00:10:20,202 --> 00:10:21,537
Byrjum nú ekki.
174
00:10:21,621 --> 00:10:24,665
Hvernig taka krakkarnir
gamla skilnaðinum?
175
00:10:24,749 --> 00:10:27,793
Þau virðast bæði óánægð núna.
Bobbi hefur verið hæglát.
176
00:10:27,877 --> 00:10:30,129
Heilsaðu upp á þau.
Ég borga manninum með asnann.
177
00:10:30,212 --> 00:10:33,049
Er það þessi fýla hérna?
-Nei, það er kakan.
178
00:10:33,132 --> 00:10:34,884
Bakaði hún asnaköku?
179
00:10:35,635 --> 00:10:37,261
Ég finn lykt af mykju.
180
00:10:38,763 --> 00:10:40,765
Sæl, krakkar.
Munið þið eftir mér?
181
00:10:41,932 --> 00:10:43,309
Skeeter frændi.
182
00:10:44,060 --> 00:10:46,812
Þið eruð orðin stór.
Ég hef ekki séð ykkur um hríð.
183
00:10:47,355 --> 00:10:49,523
Til hamingju með afmælið, Bobbi.
184
00:10:49,607 --> 00:10:52,068
Ég heiti Patrick.
Hún heitir Bobbi.
185
00:10:52,151 --> 00:10:56,197
Mín mistök. Ég er með gjöf handa þér.
Til hamingju með afmælið, Bobbi.
186
00:10:57,031 --> 00:10:59,575
Gjörðu svo vel.
Ég fékk það á hótelinu.
187
00:11:00,660 --> 00:11:01,827
Hvernig gengur í skólanum?
188
00:11:01,911 --> 00:11:03,412
Skeeter?
-Já.
189
00:11:04,580 --> 00:11:06,832
Boðaður á skrifstofu skólastjórans.
190
00:11:06,916 --> 00:11:08,918
Góða skemmtun með gjafirnar.
191
00:11:09,835 --> 00:11:11,337
Já, já.
192
00:11:12,046 --> 00:11:13,673
Sjampó?
193
00:11:14,965 --> 00:11:16,467
Og sápa?
194
00:11:17,259 --> 00:11:19,595
Herðatré og handklæði.
195
00:11:19,679 --> 00:11:21,639
Ekki ræða skólann við þau.
196
00:11:21,722 --> 00:11:23,516
Nú? Hvað er að gerast
í skólanum?
197
00:11:24,100 --> 00:11:26,185
Það á að loka honum.
-Nei.
198
00:11:26,268 --> 00:11:28,813
Mér verður sagt upp.
-Þér?
199
00:11:28,896 --> 00:11:31,357
En þú ert dæmigerður
skólastjóri.
200
00:11:31,440 --> 00:11:33,818
Þú ert ógnvekjandi
og slæm í samskiptum við fólk
201
00:11:33,901 --> 00:11:35,778
og krakkarnir eru
óstyrkir í návist þinni.
202
00:11:35,861 --> 00:11:39,240
Þetta hljómar furðulega en ég á bara
við, hvað geturðu gert annað?
203
00:11:39,323 --> 00:11:41,617
Fyrir utan það að vera
kúbverskur einræðisherra?
204
00:11:41,701 --> 00:11:43,119
Eða þú gæti verið ljóti karlinn.
205
00:11:43,202 --> 00:11:44,829
Hvað sem því líður...
-Hvað?
206
00:11:44,912 --> 00:11:46,914
Ég mæti í viðtöl í Arizona
207
00:11:46,997 --> 00:11:49,625
en ég vildi eiginlega
ræða það við þig.
208
00:11:51,043 --> 00:11:53,754
Þú þarft að passa
krakkana í viku.
209
00:11:53,838 --> 00:11:56,757
Nei! Nei, þeim geðjast
ekki einu sinni vel að mér!
210
00:11:56,841 --> 00:12:00,636
Það verður ekki erfitt. Jill vinkona
er kennari við skólann minn.
211
00:12:00,720 --> 00:12:03,973
Hún kemur með krakkana í fyrramálið
og hún passar þau fram að kvöldmat.
212
00:12:04,056 --> 00:12:05,641
Þú þarft bara að hugsa
um þau á kvöldin.
213
00:12:05,725 --> 00:12:08,352
Því getur þessi asnalega
vinkona þín ekki gert það?
214
00:12:08,436 --> 00:12:10,187
Hún er í kvöldskóla.
215
00:12:10,271 --> 00:12:12,690
Maðurinn minn fór frá mér.
Það er verið að segja mér upp.
216
00:12:12,773 --> 00:12:16,360
Ég verð að flytja.
Ég þarf aðstoð þína.
217
00:12:16,444 --> 00:12:18,571
Þarftu á mér að halda?
Þetta er gott.
218
00:12:18,654 --> 00:12:19,864
Ég skal gera það.
219
00:12:19,947 --> 00:12:23,743
En þú verður að segja:
„Skeeter er flottastur. Ég er nörd.“
220
00:12:23,826 --> 00:12:26,996
„Skeeter er flottastur. Ég er nörd?“
-Já, þú ert það!
221
00:12:28,956 --> 00:12:32,543
Ég verð með ykkur
þessa vikuna.
222
00:12:32,626 --> 00:12:34,462
Kannski getum við
farið í veiði.
223
00:12:34,545 --> 00:12:37,423
Helst ekki. Patrick kann
ekki nógu vel að synda.
224
00:12:37,506 --> 00:12:41,969
Við verðum inni.
Ég get kennt ykkur að spila póker.
225
00:12:42,052 --> 00:12:44,138
Fjárhættuspil?
Ég held ekki.
226
00:12:44,221 --> 00:12:46,682
Eigum við að ganga um
í garðinum
227
00:12:46,766 --> 00:12:49,935
og skrá plöntutegundir?
-Nú líst mér á þig.
228
00:12:50,019 --> 00:12:53,647
Ég veit ekkert um plöntur að því
frátöldu að þú reynir að baka úr þeim.
229
00:12:53,731 --> 00:12:58,694
Hann var hrifinn. Ég ætla að enda
á góðum brandara. Upp með hnefann.
230
00:12:59,445 --> 00:13:00,571
Ég ætlaði ekki að kýla þig.
231
00:13:00,654 --> 00:13:03,866
Ég ætlaði að reyna þetta með hnefann.
Kanntu það ekki?
232
00:13:03,949 --> 00:13:05,367
Ég var bara...
233
00:13:06,368 --> 00:13:08,871
Það gera börn.
234
00:13:14,210 --> 00:13:15,753
Er þetta bíllinn þinn, stjóri?
235
00:13:16,337 --> 00:13:17,505
Já, fröken.
236
00:13:17,588 --> 00:13:20,090
Veistu að þú tekur tvö stæði?
237
00:13:20,174 --> 00:13:21,842
Þetta er stór bíll, fröken.
238
00:13:21,926 --> 00:13:24,553
Ekki svona stór.
Þú kemst fyrir í einu stæði.
239
00:13:24,637 --> 00:13:26,722
Ég þurfti að leggja
langt í burtu.
240
00:13:26,806 --> 00:13:30,392
Leggðu næst í kassanum.
Það er nóg pláss þar.
241
00:13:30,476 --> 00:13:32,603
Þetta er málið.
242
00:13:32,686 --> 00:13:35,898
Þetta er ekki bíllinn minn,
hótelið sem ég vinn á á bílinn.
243
00:13:35,981 --> 00:13:39,109
Ef hann rispast verður það
dregið af launum mínum.
244
00:13:39,193 --> 00:13:41,987
Tvö bílastæði búa til
245
00:13:42,071 --> 00:13:44,448
nægilega vernd fyrir bílinn.
246
00:13:45,574 --> 00:13:48,077
Hægan, hótel?
Þú ert bróðir Wendyar.
247
00:13:48,160 --> 00:13:50,621
Já.
-Ég heiti Jill.
248
00:13:50,704 --> 00:13:53,791
Hver ert þú?
-Ég er vinkona hennar, sú sem hjálpar
249
00:13:53,874 --> 00:13:57,002
með börnin í næstu viku.
Ég tek dagvaktina.
250
00:13:57,086 --> 00:14:00,714
Ætlarðu að vera svona
fjandsamleg allan tímann, June?
251
00:14:00,798 --> 00:14:05,261
Ég heiti Jill. Og ætlarðu að vera með
þessa hárgreiðslu allan tímann?
252
00:14:05,344 --> 00:14:08,973
Hefurðu ekki heyrt það?
Nú er í tísku að vera aulalegur.
253
00:14:13,561 --> 00:14:17,314
Þetta virðist gott fyrir umhverfið.
-Við getum ekki öll átt Prius-bíl.
254
00:14:17,940 --> 00:14:19,775
Hvernig veistu að ég á Prius?
255
00:14:19,859 --> 00:14:22,611
Þú virðist sú manngerð.
256
00:14:25,447 --> 00:14:27,908
Þú ert fyrir mér núna.
257
00:14:27,992 --> 00:14:30,995
Ég vil bakka,
ef þú gætir farið þangað,
258
00:14:31,078 --> 00:14:32,079
væri það gagnlegt.
259
00:14:32,913 --> 00:14:33,998
Já.
260
00:14:34,081 --> 00:14:36,584
Þú vilt kannski kanillengjur.
Þú þarft á því að halda.
261
00:14:36,667 --> 00:14:38,002
Matur!
262
00:14:39,461 --> 00:14:43,382
Skilið þessu!
Einhver skuldar mér sex dali!
263
00:14:44,633 --> 00:14:48,554
Því krafðistu ekki að hann gerði
þig að yfirmanni á nýja hótelinu?
264
00:14:48,637 --> 00:14:49,930
Hann lofaði pabba þínum því.
265
00:14:50,014 --> 00:14:52,308
Ég vildi það. Það var
bara ekki rétti tíminn.
266
00:14:52,391 --> 00:14:56,896
Stjórinn lætur Kendall fá starfið
af því hann er með dóttur hans.
267
00:14:56,979 --> 00:14:59,607
Þannig gengur þetta
í viðskiptaheiminum.
268
00:14:59,690 --> 00:15:02,359
Hann fær stelpuna, starfið,
hann fær allt saman.
269
00:15:02,443 --> 00:15:03,611
Og ég fæ ekki neitt.
270
00:15:09,950 --> 00:15:12,036
Halló?
-Hvar ertu? Ertu þarna enn?
271
00:15:12,119 --> 00:15:13,829
Er ég enn hvar?
Hver er þetta?
272
00:15:13,913 --> 00:15:16,832
Ég verð að mæta í tíma.
Krakkarnir bíða eftir þér.
273
00:15:16,916 --> 00:15:22,171
Mér þykir það leitt.
Ég verð kominn eftir 20 mínútur.
274
00:15:23,631 --> 00:15:26,300
Ég passa frænda minn
og frænku í kvöld.
275
00:15:26,383 --> 00:15:29,470
Almáttugur.
Kanntu einhver heilræði?
276
00:15:29,553 --> 00:15:32,598
Já, reyndar. Stundum
passa ég frændur mína.
277
00:15:32,681 --> 00:15:34,892
Og ég leyfi þeim
að greiða mér.
278
00:15:34,975 --> 00:15:38,854
Að flétta hárið á mér,
það gerir mig kynþokkafullan.
279
00:15:38,938 --> 00:15:41,523
Eins og Milli Vanilli.
Þú ættir að prófa það.
280
00:15:41,607 --> 00:15:44,485
Vel til fundið. Get ég fengið
franskar kartöflur?
281
00:15:44,568 --> 00:15:46,654
Vitanlega.
Þú ert besti vinur minn.
282
00:15:48,989 --> 00:15:53,410
Tómatsósan yngir upp
andlitið á mér.
283
00:15:53,494 --> 00:15:57,748
Hvert er raunverulega
fórnarlambið? Þú ert það.
284
00:15:57,831 --> 00:15:58,874
Ljúffengt.
285
00:16:00,209 --> 00:16:01,335
BJARGIÐ SKÓLANUM OKKAR
286
00:16:01,418 --> 00:16:02,962
EKKI SKILJA BÖRNIN EFTIR
287
00:16:03,045 --> 00:16:07,257
Ætli þessi skilti komi að gagni?
-Kraftaverk gerast.
288
00:16:07,341 --> 00:16:09,551
Áttu við eins og
að pabbi minn komi aftur?
289
00:16:16,558 --> 00:16:18,018
Afsakið hvað ég kem seint.
290
00:16:18,102 --> 00:16:20,062
Náttfötin þeirra
eru á rúmunum.
291
00:16:20,145 --> 00:16:23,691
Ég kem aftur hálfníu
og sæki þau.
292
00:16:23,774 --> 00:16:26,485
Allt í lagi.
-Hér er farsímanúmerið mitt
293
00:16:26,568 --> 00:16:28,570
og hringdu í mig
ef eitthvað kemur upp á.
294
00:16:29,196 --> 00:16:31,991
Góða skemmtun
í kvöldskólanum.
295
00:16:32,074 --> 00:16:34,118
Bless.
-Bless.
296
00:16:35,369 --> 00:16:39,748
Ég er með tannburstann
og tannkremið.
297
00:16:41,834 --> 00:16:43,210
Hrein nærföt.
298
00:16:44,420 --> 00:16:46,380
Kannski ekki sérlega hrein.
299
00:16:48,298 --> 00:16:49,925
Viljið þið horfa á sjónvarp?
300
00:16:50,009 --> 00:16:51,885
Við eigum ekki sjónvarp.
301
00:16:53,178 --> 00:16:55,180
Halló?
-Neyðartilvik!
302
00:16:57,057 --> 00:16:58,517
Þau eiga ekki sjónvarp.
303
00:16:58,600 --> 00:17:01,020
Wendy leyfir þeim ekki að horfa
á sjónvarp. Vissirðu það ekki?
304
00:17:01,103 --> 00:17:03,105
Ég veit lítið um þessa krakka.
305
00:17:03,188 --> 00:17:05,858
Ég mátti ekki koma hingað.
Pabba þeirra var illa við mig.
306
00:17:05,941 --> 00:17:08,986
Þið þurfið ekki sjónvarp.
Þið getið farið í leik, púslað.
307
00:17:09,069 --> 00:17:11,363
Þér dettur örugglega
eitthvað í hug.
308
00:17:11,447 --> 00:17:15,200
Á ég að leyfa þeim að flétta hárið
á mér? Væru þau hrifin af því?
309
00:17:15,951 --> 00:17:18,412
Enginn ætti
að snerta þetta hár.
310
00:17:23,917 --> 00:17:28,922
Eigum við að fara til nágrannans
og setja klósettpappír í trén?
311
00:17:30,007 --> 00:17:32,885
Ekki? Háttatími.
312
00:17:43,771 --> 00:17:45,731
Vantar ykkur nokkuð?
313
00:17:45,814 --> 00:17:48,275
Þú verður að lesa sögu
fyrir svefninn.
314
00:17:48,859 --> 00:17:50,694
Eigið þið bækur?
315
00:17:53,447 --> 00:17:55,365
Hvað eigið þið hérna?
316
00:17:56,575 --> 00:17:59,661
„Regnbogakrókódíll
bjargar votlendinu?“
317
00:18:00,370 --> 00:18:01,914
Nei.
318
00:18:01,997 --> 00:18:05,334
„Lífræni íkorninn
eignast mótorhjólahjálm?“
319
00:18:05,417 --> 00:18:09,546
Ég les ekki þessar kommúnistabækur.
Eigið þið ekki alvöru sögur?
320
00:18:09,630 --> 00:18:11,840
Eins og hverjar?
-Eins og hverjar?
321
00:18:11,924 --> 00:18:14,426
Um kúreka? Eða dreka?
322
00:18:14,510 --> 00:18:17,721
Eða geimverur?
Hvað er á höfðinu á mér?
323
00:18:18,388 --> 00:18:20,933
Þetta er Bugsy,
naggrísinn okkar.
324
00:18:21,016 --> 00:18:23,936
Því kallið þið hann Bugsy?
-Út af augunum í honum.
325
00:18:24,603 --> 00:18:25,687
Leyfðu mér að sjá þau.
326
00:18:28,232 --> 00:18:32,611
Þessi augu væru stór á belju.
327
00:18:35,280 --> 00:18:38,951
Eru þetta augu eða keilukúlur?
Ég get ekki haft augun af þeim.
328
00:18:39,034 --> 00:18:42,621
Farðu þangað svo að ég þurfi
ekki að sjá þau lengur. Bless.
329
00:18:42,704 --> 00:18:47,084
Á ég að skálda sögu
fyrir ykkur?
330
00:18:47,167 --> 00:18:50,712
Eins og pabbi gerði fyrir mig?
Kannski er ég góður í því.
331
00:18:52,798 --> 00:18:54,133
Allt í lagi.
332
00:18:55,300 --> 00:18:56,510
Þá byrja ég.
333
00:18:56,593 --> 00:19:01,765
Endur fyrir löngu
í konungsríki, óralangt í burtu,
334
00:19:03,225 --> 00:19:06,562
var hugprúður
og göfugur riddari.
335
00:19:06,645 --> 00:19:08,355
Óvenjulega myndarlegur
336
00:19:09,148 --> 00:19:11,275
og bjó í miklum kastala
337
00:19:11,358 --> 00:19:16,238
sem þreyttir ferðalangar,
nær og fjær, komu í.
338
00:19:17,072 --> 00:19:21,118
Þessi riddari hafði unnið
hörðum höndum árum saman.
339
00:19:21,201 --> 00:19:23,954
Haldið þið að það hefði verið rökrétt
að hann stjórnaði kastalanum?
340
00:19:24,037 --> 00:19:25,122
Já.
341
00:19:25,205 --> 00:19:29,293
Rangt. Hann var í raun
alls ekki riddari.
342
00:19:33,213 --> 00:19:34,464
Ó, nei.
343
00:19:36,216 --> 00:19:39,845
Hann var í raun bara bóndi.
344
00:19:39,928 --> 00:19:43,056
Og jafnvel þótt hann væri sonur
Marty lávarðar, heitins...
345
00:19:43,140 --> 00:19:44,850
Þakka þér fyrir, telpa mín.
346
00:19:44,933 --> 00:19:48,353
og kynni mætavel
að stjórna kastala
347
00:19:49,062 --> 00:19:51,231
var hann vanmetinn.
348
00:19:52,107 --> 00:19:56,195
Hann hét hr. Vanmetni.
349
00:19:56,278 --> 00:19:58,197
Hvað er „vanetinn“?
350
00:19:58,280 --> 00:20:01,033
Vanetinn hvað?
-Vanetinn.
351
00:20:01,116 --> 00:20:03,285
Einmitt. Ég gleymdi
að þú værir sex ára.
352
00:20:03,368 --> 00:20:06,705
Hann hét Sir Lagtækur.
353
00:20:06,788 --> 00:20:09,708
En konungsríkið þar sem
Sir Lagtækur bjó í
354
00:20:09,791 --> 00:20:13,462
lagði víst lítið
upp úr eljusemi.
355
00:20:13,545 --> 00:20:18,634
Af því að aðalstjarnan í landinu
var Sir Rassasleikir.
356
00:20:19,593 --> 00:20:23,513
Og hann sleikti rassinn
á öllum alla daga.
357
00:20:25,349 --> 00:20:26,391
Bú!
358
00:20:27,267 --> 00:20:29,770
Auðvitað get ég útvegað
359
00:20:29,853 --> 00:20:32,272
sæti á fremsta bekk
á Konung ljónanna.
360
00:20:33,106 --> 00:20:35,943
Og besti vinur Sir Lagtæks
var Fred förumunkur,
361
00:20:36,026 --> 00:20:37,903
sem var klikkaður.
362
00:20:37,986 --> 00:20:41,657
Hún myndi aldrei gera það.
Ekki drottningin okkar.
363
00:20:42,449 --> 00:20:46,161
Voru einhver börn í konungsríkinu?
-Já, vitanlega.
364
00:20:47,329 --> 00:20:49,206
Það voru tveir
ungir riddarasveinar.
365
00:20:49,289 --> 00:20:52,876
Ungfrú Fýla og herra Fúll.
366
00:20:52,960 --> 00:20:55,754
Og ekki gleyma...
367
00:20:55,837 --> 00:20:58,257
Jillian!
Álfadrottningunni!
368
00:20:58,340 --> 00:21:00,050
Álfadrottningunni?
369
00:21:00,133 --> 00:21:03,428
Ef hún þarf að vera þarna búum
þá til reiðan hrafn handa henni.
370
00:21:07,724 --> 00:21:09,142
Bílastæði!
371
00:21:09,226 --> 00:21:11,478
Hún ætti að vera
hafmeyjukennari.
372
00:21:11,561 --> 00:21:14,022
Já. Besti hafmeyjukennari
í heiminum.
373
00:21:14,106 --> 00:21:16,858
Börnin góð, opnið
bækurnar á blaðsíðu 16.
374
00:21:16,942 --> 00:21:18,360
Já, ungfrú Hafmeyja.
375
00:21:18,443 --> 00:21:19,778
Byrjum þá.
376
00:21:19,861 --> 00:21:21,738
Hún er hafmeyja,
hvað sem þið viljið.
377
00:21:21,822 --> 00:21:23,532
Aftur að sögunni.
378
00:21:23,615 --> 00:21:27,786
Dag einn bauð kóngurinn
öllum þegnum sínum í kastalann.
379
00:21:27,869 --> 00:21:29,705
Ég flyt gleðifréttir.
380
00:21:29,788 --> 00:21:32,833
Því þennan dag
hef ég valið meistara
381
00:21:32,916 --> 00:21:34,418
sem mun stjórna kastalanum
382
00:21:34,501 --> 00:21:38,964
og verða nánasti ráðgjafi minn
og besti vinur.
383
00:21:39,047 --> 00:21:41,675
Nýi meistarinn minn er...
384
00:21:41,758 --> 00:21:43,844
Herra Rassasleikir!
385
00:21:53,478 --> 00:21:54,730
Þakka ykkur fyrir.
386
00:21:54,813 --> 00:21:59,151
Það hafði verið horft fram hjá
veslings Sir Lagtæka.
387
00:22:00,360 --> 00:22:03,447
Sir Lagtækur
flutti inn í risaskó,
388
00:22:03,530 --> 00:22:05,907
fékk slæman andlitssvepp,
389
00:22:06,867 --> 00:22:08,368
kastaði sér í díki...
390
00:22:08,452 --> 00:22:10,412
Því ekki það?
391
00:22:10,495 --> 00:22:12,831
og varð krókódílum að bráð.
392
00:22:14,082 --> 00:22:15,542
Endir.
393
00:22:15,625 --> 00:22:18,879
Endir? Þetta getur
ekki verið endirinn.
394
00:22:18,962 --> 00:22:21,214
Af hverju ekki?
-Hann er ekki góður.
395
00:22:21,298 --> 00:22:23,216
Það er ekki alltaf góður endir
í veruleikanum.
396
00:22:23,300 --> 00:22:24,843
Því fyrr sem þið vitið það
því betra.
397
00:22:24,926 --> 00:22:27,637
Það er ósanngjarnt.
-Hvað er ósanngjarnt?
398
00:22:27,721 --> 00:22:31,767
Á ekki Sir Lagtækur í það minnsta
að fá færi að vera meistari?
399
00:22:31,850 --> 00:22:35,187
Færi?
-Ef Sir Lagtækur er betri
400
00:22:35,270 --> 00:22:38,273
en Sir Rassasleikir ætti hann
að fá tækifæri til að sanna það.
401
00:22:38,357 --> 00:22:40,776
Gott, Bobbi.
402
00:22:40,859 --> 00:22:42,694
Það sem kóngurinn
sagði í raun var...
403
00:22:43,737 --> 00:22:48,283
Það er annar maður verðugur
í konungsríkinu
404
00:22:48,367 --> 00:22:51,870
og það er sanngjarnt
að hann fái líka tækifæri.
405
00:22:51,953 --> 00:22:54,122
Sir Lagtækir!
406
00:22:54,873 --> 00:22:56,541
Og mannfjöldinn
ærðist af fögnuði.
407
00:22:59,336 --> 00:23:02,672
En, yðar hátign,
Sir Lagtækur er almúgalegur.
408
00:23:04,716 --> 00:23:08,136
Og Fred förumunkur
sparkaði í álfa eins og bolta.
409
00:23:08,220 --> 00:23:09,262
Bú!
410
00:23:10,555 --> 00:23:14,142
Og hafmeyjukennarinn sýndi eina af
þessum skrítnu höfrungasporðabrellum.
411
00:23:17,938 --> 00:23:21,274
Og Fýla og Fúll stigu
hraðasta írska dans sem um getur.
412
00:23:26,446 --> 00:23:29,783
Bugsy prins sýndi
snilldardanstakta
413
00:23:31,284 --> 00:23:32,744
Og síðan og síðan...
414
00:23:32,828 --> 00:23:34,788
Það byrjaði
að rigna tyggjókúlum.
415
00:23:38,291 --> 00:23:40,043
Rigna tyggjókúlum?
416
00:23:40,127 --> 00:23:43,255
Því ekki það? Þetta er saga
fyrir svefninn. Allt getur gerst.
417
00:23:43,338 --> 00:23:46,341
Já. Í sögu.
418
00:23:46,425 --> 00:23:49,845
Ég vildi að það væri
svona í veruleikanum.
419
00:23:51,054 --> 00:23:53,390
Hvað var þetta?
-Bugsy.
420
00:23:56,184 --> 00:23:58,728
Hringir hann bjöllunni
þegar hann er svangur?
421
00:23:58,812 --> 00:24:01,231
Nei, þegar hann þarf
að fara að sofa.
422
00:24:07,446 --> 00:24:10,449
Eins og þú vilt, yðar hátign.
423
00:24:14,202 --> 00:24:18,290
Sofið nú vel.
Þú líka, Furðuaugu.
424
00:24:26,131 --> 00:24:28,758
Ég hef lítinn efnivið
425
00:24:28,842 --> 00:24:33,430
en ég útbý
ljúffengan morgunmat
426
00:24:34,264 --> 00:24:36,016
sem ég veit
að ykkur þykir góður.
427
00:24:36,933 --> 00:24:41,146
Já, banana á rískökuna
og hvað köllum við þetta svo?
428
00:24:41,229 --> 00:24:45,400
Hveitikím. Mér skilst að sýklar
séu slæmir en látum vaða.
429
00:24:47,819 --> 00:24:51,281
Þetta er gott. Rísköku-
bananahveitikímssamloka.
430
00:24:51,364 --> 00:24:52,908
Og hvernig bragðast hún?
431
00:24:58,538 --> 00:25:02,417
Þetta er hræðilegt. Er mamma
ykkar ekki með bragðlauka?
432
00:25:02,501 --> 00:25:05,378
Hvað gerum við hérna?
Það er ekkert til í húsinu.
433
00:25:05,462 --> 00:25:07,088
Bíðið við.
434
00:25:08,757 --> 00:25:10,550
Svolítið bragð.
435
00:25:12,928 --> 00:25:16,306
Núna þurfum við ekki
að bursta tennurnar.
436
00:25:17,724 --> 00:25:21,269
Núna er þó myntubragð.
Viljið þið eina?
437
00:25:22,354 --> 00:25:24,356
Bíðið aðeins.
438
00:25:28,109 --> 00:25:30,487
Halló!
-Bronson?
439
00:25:30,570 --> 00:25:34,658
Sjónvarpið hjá hr. Nottingham er bilað
og það þarf að laga það strax.
440
00:25:34,741 --> 00:25:37,827
Ég er að passa
frænda minn og frænku.
441
00:25:37,911 --> 00:25:40,288
Áttu erfitt með
að heyra í mér?
442
00:25:40,372 --> 00:25:42,916
Hr. Nottingham vill
horfa á sjónvarpið núna!
443
00:25:42,999 --> 00:25:45,418
Ég heyri í þér.
Ég tala tröllamál.
444
00:25:45,502 --> 00:25:47,629
Það er álfur
fyrir aftan þig.
445
00:25:48,463 --> 00:25:50,215
Gabbaði þig.
446
00:25:53,343 --> 00:25:55,595
Kærar þakkir, herrar mínir.
447
00:25:56,137 --> 00:25:57,514
Þetta er fallegt.
448
00:25:57,597 --> 00:25:59,975
Ég verð að laga
sjónvarpstæki yfirmannsins
449
00:26:00,058 --> 00:26:02,185
en einhver þarf að passa ykkur.
450
00:26:02,269 --> 00:26:05,021
Violet! Hérna!
Brostu fyrir mig.
451
00:26:05,105 --> 00:26:06,398
Bíðið við.
452
00:26:06,481 --> 00:26:10,151
Violet! Skeeter Bronson,
sá lagtæki frá því um daginn.
453
00:26:10,235 --> 00:26:11,945
Einmitt. Já
454
00:26:12,028 --> 00:26:15,323
Ég er með krakka núna.
Þau eru frændi minn og frænka
455
00:26:15,407 --> 00:26:19,494
en ég þarf að laga sjónvarp pabba þíns.
Viltu passa þau í smástund?
456
00:26:20,996 --> 00:26:22,831
Ég er þá farinn.
457
00:26:25,333 --> 00:26:26,710
Komdu inn.
458
00:26:28,628 --> 00:26:32,215
Hr. Nottingham?
-Það kviknar ekki á sjónvarpinu.
459
00:26:32,299 --> 00:26:35,802
Er það ekki?
Leyfðu mér að líta á það.
460
00:26:35,885 --> 00:26:37,637
Ég kveiki bara ljósið.
461
00:26:37,721 --> 00:26:41,308
Nei, nei, alls ekki!
462
00:26:41,391 --> 00:26:45,228
Ég berst við kvef. Ég verð að vera
í myrkrinu hvenær sem það er hægt.
463
00:26:45,312 --> 00:26:50,775
Veistu að sýklar geta fjölgað sér
80% hraðar í skærri birtu?
464
00:26:50,859 --> 00:26:54,863
Svona já. Aftur fínt og dimmt.
Sýklarnir ruglast í ríminu.
465
00:26:54,946 --> 00:26:56,489
Komdu til mín.
466
00:26:56,573 --> 00:26:59,034
Það hlýtur að vera
einhvers staðar hérna.
467
00:27:01,536 --> 00:27:02,871
Í öllum bænum.
468
00:27:02,954 --> 00:27:05,415
Mér þykir það leitt, herra.
Ég sé ekki neitt.
469
00:27:05,498 --> 00:27:07,667
Til vinstri.
470
00:27:07,751 --> 00:27:11,212
Þarna er sjónvarpið.
HVernig gengur nýja hótelið?
471
00:27:11,296 --> 00:27:15,925
Ég er enn að fást við
byggingarleyfi og hvaðeina.
472
00:27:16,926 --> 00:27:18,637
Ég get ekki sagt þér
hvert leyniþemað er.
473
00:27:18,720 --> 00:27:21,139
Það er svo gott. Við viljum
ekki að neinn steli því.
474
00:27:21,222 --> 00:27:24,100
Ég skil.
-Ég skal segja þér það.
475
00:27:24,184 --> 00:27:26,227
Komdu nú, sestu.
476
00:27:26,311 --> 00:27:27,646
Fínt.
477
00:27:29,022 --> 00:27:30,273
Tilbúinn?
478
00:27:31,650 --> 00:27:33,234
Rokk og ról.
479
00:27:34,235 --> 00:27:37,322
Sígildar plötur.
Tónlistarminjagripir í anddyrinu.
480
00:27:37,405 --> 00:27:40,575
Eins og á Hard Rock?
481
00:27:40,659 --> 00:27:43,370
Hvað þá?
-Hard Rock-hótelið.
482
00:27:43,453 --> 00:27:46,456
Það hefur notað
þetta þema árum saman.
483
00:27:47,624 --> 00:27:52,420
Sæktu Kendall Duncan
hingað í hvelli.
484
00:27:52,504 --> 00:27:54,589
Fullkominn púðurbursti.
485
00:27:58,718 --> 00:27:59,803
Þakka þér fyrir.
486
00:28:00,679 --> 00:28:03,348
Vogun vinnur,
vogun tapar, Patrick?
487
00:28:04,557 --> 00:28:05,642
Vinnur?
488
00:28:05,725 --> 00:28:08,812
Hvað varstu gamall
þegar þú kysstir fyrst stelpu?
489
00:28:08,895 --> 00:28:10,980
Patrick hefur aldrei
kysst stelpu.
490
00:28:11,064 --> 00:28:13,066
Stelpur eru ógisslegar.
491
00:28:13,942 --> 00:28:16,736
Nema Trisha Sparks.
492
00:28:16,820 --> 00:28:19,614
Er það stelpa í bekknum þínum,
Rómeó litli?
493
00:28:19,698 --> 00:28:20,824
Sæl, krakkar.
494
00:28:20,907 --> 00:28:23,284
Sæl, Jill frænka.
Sástu skilaboðin frá okkur?
495
00:28:23,368 --> 00:28:28,164
Já. Og núna verðum við að gera
ykkur klár í skólann. Komið.
496
00:28:32,168 --> 00:28:33,336
Þú ert...
497
00:28:34,421 --> 00:28:37,882
Hér er feita músin þín.
-Þetta er naggrís en...
498
00:28:38,550 --> 00:28:41,052
Og þú, piltur minn.
499
00:28:41,136 --> 00:28:45,932
Ég vil heyra allt um þessa Trishu
Sparks næst þegar ég hitti þig.
500
00:28:49,394 --> 00:28:52,313
Trisha Sparks
er tveimur árum eldri en þú.
501
00:28:52,397 --> 00:28:54,274
Hún er flott.
502
00:28:56,151 --> 00:28:58,319
Þú veldur mér miklum
vonbrigðum, Kendall.
503
00:28:58,403 --> 00:29:00,905
Við gerðum næstum
hrikaleg mistök.
504
00:29:00,989 --> 00:29:06,244
Þessi rokk og ról-hugmynd
er gömul tugga.
505
00:29:07,120 --> 00:29:11,249
Ég ætlaði að túlka það
á okkar hátt.
506
00:29:11,332 --> 00:29:12,792
Veistu hvað, Skeeter?
507
00:29:12,876 --> 00:29:17,088
Ég man óljóst svolítið
sem ég sagði við pabba þinn.
508
00:29:17,630 --> 00:29:21,092
Ég ætla að gefa þér tækifæri.
509
00:29:22,844 --> 00:29:26,264
Ef þú kemur með
betra þema en Kendall
510
00:29:26,347 --> 00:29:28,641
leyfi ég þér
að stjórna nýja staðnum.
511
00:29:29,225 --> 00:29:33,563
Herra. Er þetta kannski ekki
of grimmilegur brandari
512
00:29:33,646 --> 00:29:37,108
að gabba einhvern
eins og viðgerðarmanninn?
513
00:29:37,192 --> 00:29:39,444
Nei.
-Nei.
514
00:29:39,527 --> 00:29:44,407
Hr. Bronson hefur unnið
fyrir þetta fyrirtæki í 25 ár.
515
00:29:44,491 --> 00:29:48,369
Ég er farinn að halda að ég
hafi vanetið hann illilega.
516
00:29:48,953 --> 00:29:51,289
Fyrirgefðu. „Vanetið“?
517
00:29:51,748 --> 00:29:56,795
Einmitt. Þið getið kynnt hugmyndir ykkar
í afmælisboðinu um helgina.
518
00:29:56,878 --> 00:29:59,214
Þakka þér fyrir, Kendall.
Þetta er allt og sumt.
519
00:29:59,297 --> 00:30:01,841
Hr. Bronson, sjónvarpið,
ef þú vildir vera svo vænn.
520
00:30:01,925 --> 00:30:04,719
Og varaðu þig á sýklaeyðinum.
521
00:30:07,639 --> 00:30:09,432
Besti dagur ævi minnar!
522
00:30:25,907 --> 00:30:27,617
Fínn bíll, vinur.
523
00:30:27,700 --> 00:30:29,410
Takk, kappi.
Þú veist hvað sagt er.
524
00:30:29,494 --> 00:30:32,205
Ef maður vill það besta
verður maður að keyra á þeim bestu.
525
00:30:32,288 --> 00:30:36,584
Ég vil ekki vera nærgöngull
en hvað kostar svona eðalbíll?
526
00:30:36,668 --> 00:30:40,421
Hann er raunar
á furðu viðráðanlegu verði.
527
00:30:40,505 --> 00:30:43,800
Ef þú leggur fyrir öll laun þín
það sem eftir er ævinnar
528
00:30:43,883 --> 00:30:47,011
og margfaldar það með tíu
gætirðu keypt hljóðkútinn minn.
529
00:30:52,016 --> 00:30:53,726
Viltu koma í kappakstur?
530
00:30:57,397 --> 00:31:00,191
Þú vinnur! Glæsilegt.
531
00:31:51,701 --> 00:31:53,286
Þetta er skuggalegt.
532
00:32:00,209 --> 00:32:03,755
Þú ert að spauga.
Ég missi allt sælgætið.
533
00:32:03,838 --> 00:32:07,800
Hvernig getur bíllinn
farið fram hjá þér?
534
00:32:11,638 --> 00:32:15,600
Þú verður að keppa við Skeeter Bronson
um starfið. Þú malar hann.
535
00:32:15,683 --> 00:32:18,978
Ég veit það.
Það er bara svolítil lítillækkun.
536
00:32:21,481 --> 00:32:22,941
Þakka þér fyrir stuðninginn.
537
00:32:23,942 --> 00:32:26,945
Ég verð það eins lengi
og þörf er á.
538
00:32:32,241 --> 00:32:33,326
Sæl, börnin góð.
539
00:32:33,409 --> 00:32:35,411
Við viljum finna
Skeeter Bronson.
540
00:32:36,204 --> 00:32:39,874
Hr. Bronson.
Já, hann er í herbergi 109.
541
00:32:40,917 --> 00:32:42,085
Þessa leið.
542
00:32:52,762 --> 00:32:54,889
Guð minn góður. Sástu þetta?
-Þessi augu.
543
00:32:54,973 --> 00:32:57,892
Þau störðu inn í sál mína.
544
00:32:59,477 --> 00:33:00,770
Skeeter frændi!
545
00:33:01,396 --> 00:33:04,357
Einmitt sem ég vildi hitta.
-Hér er Bugsy.
546
00:33:04,440 --> 00:33:06,609
Ég hef hann.
-Því þurfa þau að vera hérna aftur?
547
00:33:06,693 --> 00:33:08,653
Af því ég er á vakt
í kvöld, Jennifer mín.
548
00:33:08,736 --> 00:33:10,989
Ég heiti reyndar Jill, Scooter.
549
00:33:11,072 --> 00:33:12,407
Er það? Allt í lagi.
550
00:33:14,784 --> 00:33:18,121
Þú gerðir þetta ekki.
-Jú. Sjáðu. Ég geri það aftur.
551
00:33:19,747 --> 00:33:23,418
Kom eitthvað skrítið
fyrir ykkur í dag?
552
00:33:23,501 --> 00:33:26,212
Ég var með forfallakennara
sem er með lepp fyrir öðru auganu.
553
00:33:26,295 --> 00:33:29,382
Það er dálítið skrítið.
En ég á við rosaskrítið.
554
00:33:29,465 --> 00:33:31,843
Kannski eins og tilviljun,
555
00:33:31,926 --> 00:33:34,929
eins og með tyggjókúlur?
556
00:33:35,013 --> 00:33:36,681
Við megum ekki fá tyggjó.
557
00:33:36,764 --> 00:33:40,143
Auðvitað ekki.
Viljið þið fara að sofa?
558
00:33:40,226 --> 00:33:41,769
Klukkan er bara hálfsex.
559
00:33:41,853 --> 00:33:43,688
Og við höfum ekki
borðað kvöldmat.
560
00:33:46,566 --> 00:33:47,734
Herbergisþjónusta!
561
00:33:48,943 --> 00:33:53,740
Hafið þið aldrei verið á hlaupabretti?
Og aldrei iðkað sjónvarpsleiki?
562
00:33:53,823 --> 00:33:55,408
Mamma segir að þeir
skemmi heilann.
563
00:33:55,491 --> 00:33:59,537
Það er ósatt. Ég hef iðkað
sjónvarpsleiki alla ævi og sjáðu mig.
564
00:34:03,041 --> 00:34:04,625
Kannski er nokkuð til í því.
565
00:34:04,709 --> 00:34:06,002
BESTU HÓTEL Í HEIMI
566
00:34:06,085 --> 00:34:09,255
Hefurðu aldrei borðað flesk?
-Hvað er flesk?
567
00:34:09,338 --> 00:34:12,300
Flesk er safaríki,
fitugi hlutinn af svíninu,
568
00:34:12,383 --> 00:34:14,635
við hliðina á afturhlutanum.
569
00:34:14,719 --> 00:34:19,223
En ljúffengur og bragðgóður,
ekki eins og það hljómaði hjá mér.
570
00:34:20,099 --> 00:34:23,269
Og er þetta fyrsti hamborgarinn
sem þið hafið borðað?
571
00:34:23,352 --> 00:34:26,522
HVað finnst ykkur?
-Æðislegt.
572
00:34:26,606 --> 00:34:29,067
Mamma kálar okkur.
-Nei.
573
00:34:29,150 --> 00:34:31,402
Í fyrsta lagi þá kemst
hún aldrei að þessu.
574
00:34:31,486 --> 00:34:34,614
Og í öðru þá borðaði hún oft
marga hamborgara
575
00:34:34,697 --> 00:34:37,325
þegar við ólumst upp
í þessu herbergi.
576
00:34:37,408 --> 00:34:38,868
Er það?
577
00:34:38,951 --> 00:34:42,538
Bugsy virðist hafa borðað marga
borgara síðustu tíu mínúturnar.
578
00:34:45,666 --> 00:34:49,545
Ef hann heldur svona áfram
getum við búið til flesk úr Bugsy.
579
00:34:50,505 --> 00:34:52,423
Hann er að grínast, Bugsy.
Vertu rólegur.
580
00:34:53,800 --> 00:34:57,428
Komum ykkur kjötætunum í bólið.
Mig langar að segja ykkur nýja sögu.
581
00:34:57,512 --> 00:34:59,680
Hvernig líst ykkur
á kúreka og indíána?
582
00:34:59,764 --> 00:35:03,726
Já, einmitt í kvöld!
Ég hef gaman af kúrekum og indíánum
583
00:35:03,810 --> 00:35:05,228
út af átökunum.
584
00:35:05,311 --> 00:35:08,606
Endur fyrir löngu
í gamla vestrinu,
585
00:35:08,689 --> 00:35:11,776
áður en herbergisþjónusta
var jafnvel fundin upp,
586
00:35:11,859 --> 00:35:14,821
var vinnumaður
sem hét Jeremiah Skeets.
587
00:35:14,904 --> 00:35:17,031
Hann ætlaði að komast
áfram í heiminum
588
00:35:17,115 --> 00:35:20,618
en átti í basli með
núverandi samgöngumáta.
589
00:35:24,038 --> 00:35:27,333
Þetta var hesturinn minn.
Þetta var ekki ég.
590
00:35:28,793 --> 00:35:30,962
Einhver sagði Jeremiah
einu sinni
591
00:35:31,045 --> 00:35:35,716
að ef hann vildi vera bestur
þyrfti hann að vera á þeim bestu.
592
00:35:35,800 --> 00:35:37,927
Viltu sýna mér
besta hestinn þinn?
593
00:35:42,181 --> 00:35:46,310
Forfeður mínir trúa því
að andi hestsins
594
00:35:46,394 --> 00:35:50,815
komi niður af fjallinu
á tíma elds og vinds.
595
00:35:52,066 --> 00:35:56,320
Margir hugrakkir
stríðsmenn ganga...
596
00:35:56,404 --> 00:36:00,241
Ég vil bara sjá bestu hestana þína,
ekki neina ræðu.
597
00:36:00,324 --> 00:36:02,660
Ég get gert það.
598
00:36:03,786 --> 00:36:06,622
Æpandi Steggur,
komdu með Ferrari.
599
00:36:07,123 --> 00:36:08,166
Ferrari.
600
00:36:12,879 --> 00:36:15,131
Ja hérna.
601
00:36:15,715 --> 00:36:17,008
Sjáið þetta.
602
00:36:19,177 --> 00:36:22,722
Ég öðlast sjálfkrafa virðingu
á svona fallegri skepnu
603
00:36:22,805 --> 00:36:25,725
en þetta er því miður
aðeins of dýrt fyrir mig.
604
00:36:26,726 --> 00:36:28,769
Heyrðu mig, hvíti karl.
605
00:36:29,562 --> 00:36:32,023
Ég læt þig fá Ferrari...
606
00:36:32,773 --> 00:36:35,693
ókeypis!
607
00:36:36,527 --> 00:36:38,321
Endirinn. Frábært.
608
00:36:38,404 --> 00:36:41,574
Dásamleg saga.
Hann fékk Ferrarinn ókeypis.
609
00:36:42,241 --> 00:36:43,784
Ég er hrifinn af þessu.
610
00:36:43,868 --> 00:36:48,206
Maður sem fær ókeypis hest?
Það er ekki góð saga.
611
00:36:49,540 --> 00:36:53,085
Hvar er framvindan?
Ég er einskis vísari.
612
00:36:53,169 --> 00:36:55,838
Þú hefur siðferðislega
skuldbindingu gagnvart þeim.
613
00:36:55,922 --> 00:36:57,840
Hvað læra þau af þessu?
614
00:36:57,924 --> 00:37:00,509
Ég vissi ekki að þetta væri
umræðuþáttur unglinga.
615
00:37:00,593 --> 00:37:03,679
Því getur hann ekki gert eitthvað
sem ósvikinn herramaður gerði
616
00:37:03,763 --> 00:37:05,640
eins og að bjarga konu í nauðum?
617
00:37:06,974 --> 00:37:09,352
Ekki illa til fundið,
krílið mitt.
618
00:37:09,435 --> 00:37:13,022
Höldum áfram.
619
00:37:13,606 --> 00:37:15,691
Jeremiah var úti að ríða þegar...
620
00:37:17,360 --> 00:37:18,945
Ekki!
621
00:37:19,028 --> 00:37:23,241
Láttu mig fá skartgripina.
-Viljið þið fá perlurnar? Hjálp!
622
00:37:28,871 --> 00:37:31,290
Hálsmenið mitt.
Takið það.
623
00:37:33,751 --> 00:37:35,169
Hér. Og takið þetta.
624
00:37:35,253 --> 00:37:36,837
Hvað ertu með fleira?
625
00:37:37,630 --> 00:37:39,632
Hjálp! Hjálp!
626
00:37:42,927 --> 00:37:44,929
Látið konuna vera!
627
00:37:52,061 --> 00:37:53,604
Viltu fá far?
628
00:37:56,357 --> 00:37:59,235
Fínn hestur.
-Þessi jálkur?
629
00:37:59,902 --> 00:38:02,947
Vill einhver ykkar herramannanna
skila indælu konunni dótinu?
630
00:38:03,030 --> 00:38:04,699
Ekki til að tala um.
-Ekki það?
631
00:38:04,782 --> 00:38:06,242
Af því ég er á öðru máli.
632
00:38:07,576 --> 00:38:09,578
Hetjan mín.
-Ég er hrifinn af því.
633
00:38:11,372 --> 00:38:15,751
Jeremiah fór með ungfrú Davenport
á tryggan stað þegar hún segir...
634
00:38:15,835 --> 00:38:18,546
Eigum við að drekka kampavín
í heitum potti í grenndinni?
635
00:38:20,673 --> 00:38:22,466
Heitum potti?
636
00:38:22,550 --> 00:38:24,468
Já. Nei.
637
00:38:24,552 --> 00:38:28,097
Ég sagði þetta því ég vildi gá
hvort þið væruð að hlusta.
638
00:38:30,474 --> 00:38:33,477
Jeremiah fór með
ungfrú Davenport
639
00:38:33,561 --> 00:38:35,813
í næsta bæ,
heilu og höldnu.
640
00:38:35,896 --> 00:38:37,773
Hvernig fæ ég þakkað þér?
641
00:38:37,857 --> 00:38:39,984
Nei, takk. Óþarfi.
642
00:38:40,067 --> 00:38:43,070
En ég krefst þess að láta
þakklæti mitt í ljós.
643
00:38:44,155 --> 00:38:46,324
Gott og vel.
Ég skal þiggja
644
00:38:46,407 --> 00:38:49,243
eitt hundrað milljónir dala.
645
00:38:49,869 --> 00:38:52,413
Endir. Vonandi gengur þetta.
646
00:38:52,496 --> 00:38:54,749
Mjög vel skrifað,
snilldarleg uppbygging.
647
00:38:54,832 --> 00:38:58,002
Jeremiah vildi ekki þiggja peningana
fyrir að gera góðverk.
648
00:38:58,085 --> 00:39:01,005
Ég þekki Jeremiah
mun betur en þið.
649
00:39:01,088 --> 00:39:04,842
Hann væri fljótur að ákveða sig.
Hann er hrifinn af peningum.
650
00:39:04,925 --> 00:39:07,345
Ég vil þetta ekki.
Endurskrifaðu.
651
00:39:07,845 --> 00:39:09,263
Herramenn fá ekki borgað.
652
00:39:09,347 --> 00:39:11,766
Viltu...?
Hver segir söguna hérna?
653
00:39:11,849 --> 00:39:14,310
Hún ætti frekar að enda svona.
654
00:39:14,393 --> 00:39:16,937
Ég verð að láta þig
fá þakklætisvott.
655
00:39:17,021 --> 00:39:18,189
Nei.
656
00:39:18,272 --> 00:39:20,399
Kannski koss?
657
00:39:21,317 --> 00:39:22,818
Snertimark.
658
00:39:23,611 --> 00:39:26,280
Þá sparkar reiður dvergur í hann.
659
00:39:29,575 --> 00:39:32,787
Því í ósköpunum gerðirðu þetta?
-Af því ég er reiður.
660
00:39:32,870 --> 00:39:34,663
Af stað!
661
00:39:38,250 --> 00:39:39,794
Ég gerði þér ekki neitt!
662
00:39:39,877 --> 00:39:41,295
Endir.
663
00:39:41,379 --> 00:39:43,297
Hlæið eins og þið viljið.
664
00:39:43,381 --> 00:39:46,592
Ég þigg Ferrari og koss
alla daga vikunnar.
665
00:39:46,675 --> 00:39:48,386
Mig langar að kyssa Ferrari.
666
00:39:49,970 --> 00:39:53,015
Góða nótt.
-Góða nótt, Skeeter frændi.
667
00:39:53,099 --> 00:39:54,558
Góða nótt, vinur.
668
00:39:54,642 --> 00:39:56,519
Þakka þér fyrir sögurnar.
669
00:39:56,602 --> 00:39:59,146
Þú kemur með allt
það góða, Bobbi.
670
00:39:59,814 --> 00:40:01,023
Góða nótt.
671
00:40:01,524 --> 00:40:02,817
Þú líka, Bugsy.
672
00:40:05,569 --> 00:40:09,240
Stórkostlegar fléttur.
Þær yngja þig um mörg ár.
673
00:40:09,323 --> 00:40:12,451
Viltu gista í nótt?
Ég ætla að laumast burt í nokkra tíma.
674
00:40:12,535 --> 00:40:14,495
Meðan ég man.
675
00:40:14,578 --> 00:40:16,747
Mér ber að segja þér
676
00:40:16,831 --> 00:40:20,918
að ég er haldinn
svefnóttaröskun.
677
00:40:21,001 --> 00:40:23,421
Hvað er svefnóttaröskun?
678
00:40:23,963 --> 00:40:25,965
Þú vilt ekki vita það.
679
00:40:35,975 --> 00:40:39,937
Hvað er ég að hugsa?
Því skyldi nokkur gefa mér Ferrari?
680
00:40:40,646 --> 00:40:42,231
Ég hlýt að vera að ærast.
681
00:40:44,108 --> 00:40:46,652
Mörg hestöfl undir húddinu.
682
00:40:52,616 --> 00:40:53,784
Halló.
683
00:40:56,036 --> 00:40:58,622
Ert þú maðurinn sem ég á að hitta?
684
00:41:01,459 --> 00:41:02,751
Er ég ekki hérna?
685
00:41:04,753 --> 00:41:09,758
Fæ ég bráðum
kirsuberjarauðan Ferrari?
686
00:41:12,595 --> 00:41:13,929
Því ekki það?
687
00:41:20,811 --> 00:41:25,691
Ókeypis?
688
00:41:26,817 --> 00:41:31,739
Mér líst vel á það.
689
00:41:33,199 --> 00:41:35,701
Hvað geri ég núna?
Borða ég tyggjókúlu?
690
00:41:37,077 --> 00:41:38,120
Já.
691
00:41:42,333 --> 00:41:44,668
Féll niður af himnum ofan?
-Já.
692
00:41:47,963 --> 00:41:49,340
Ég segi engum það.
693
00:41:52,009 --> 00:41:53,969
Lokaðu augunum
694
00:41:54,053 --> 00:41:55,971
og teldu upp að þremur.
695
00:41:56,055 --> 00:41:57,681
Þá gerist það.
-Nei.
696
00:41:57,765 --> 00:41:58,807
Jú.
697
00:41:59,642 --> 00:42:01,185
Einn, tveir,
698
00:42:02,353 --> 00:42:03,521
þrír.
699
00:42:04,188 --> 00:42:05,856
Ferrari!
700
00:42:06,398 --> 00:42:08,984
Veskið mitt!
701
00:42:09,068 --> 00:42:10,778
Ekki lengur!
702
00:42:14,740 --> 00:42:15,783
Afsakið.
703
00:42:16,450 --> 00:42:17,993
Sælir, strákar.
704
00:42:21,163 --> 00:42:22,790
Þakka ykkur fyrir.
705
00:42:27,503 --> 00:42:30,381
Takk. Fyrirgefið. Ég reyni
bara að finna bílinn minn.
706
00:42:31,757 --> 00:42:35,177
Gott að það skyldu bara
vera þrír dalir í veskinu
707
00:42:35,261 --> 00:42:37,638
og hafnaboltaspjaldið
með Drek Jeter.
708
00:42:39,265 --> 00:42:41,100
Hættið.
709
00:42:42,268 --> 00:42:44,520
Þið hafið fengið nóg.
710
00:42:56,031 --> 00:42:58,117
Viltu fá far?
-Skeeter?
711
00:42:58,200 --> 00:43:00,202
Skeeter Bronson?
-Já.
712
00:43:02,538 --> 00:43:04,164
Hvað segið þið, strákar?
713
00:43:04,248 --> 00:43:06,750
Ætlið þið að skila konunni
sætu myndunum af henni?
714
00:43:06,834 --> 00:43:08,252
Af og frá.
715
00:43:08,752 --> 00:43:11,463
Eruð þið vissir um það?
Af því ég er á öðru máli.
716
00:43:13,299 --> 00:43:14,425
Hann er með byssu!
717
00:43:17,094 --> 00:43:19,847
Ég er bara feginn að ég
þurfti ekki að beita þessu.
718
00:43:23,892 --> 00:43:26,270
Hetjan mín.
-Í alvöru?
719
00:43:26,353 --> 00:43:28,022
Þetta var stórsnjallt, Skeeter.
720
00:43:28,105 --> 00:43:31,275
Ég veit ekki hvað gerðist.
Eitthvað gagntók mig.
721
00:43:31,358 --> 00:43:33,068
Þetta var samt góð tilfinning.
722
00:43:33,152 --> 00:43:34,903
Hvernig fæ ég
nokkru sinni þakkað þér?
723
00:43:36,697 --> 00:43:38,949
Óþarfi að þakka mér.
724
00:43:40,117 --> 00:43:43,203
Er ég í návist herramanns?
725
00:43:43,746 --> 00:43:45,581
Til þjónustu reiðubúinn.
726
00:43:45,664 --> 00:43:49,043
Ég verð að láta þakklæti mitt
í ljós á einhvern hátt.
727
00:43:55,007 --> 00:43:57,343
Þú varst gabbaður, auli.
728
00:43:57,426 --> 00:43:59,011
Ég vissi að þú kæmir.
729
00:43:59,094 --> 00:44:02,181
Farðu inn í Gremlinn, Jimmy,
áður en drjólinn hringir í lögguna.
730
00:44:02,264 --> 00:44:04,892
Já, af því þannig gerum
við það sem við gerum.
731
00:44:04,975 --> 00:44:07,895
Það færð þú, vinur.
732
00:44:07,978 --> 00:44:10,022
Förum!
733
00:44:10,105 --> 00:44:12,524
Togið mig inn! Förum!
734
00:44:14,068 --> 00:44:15,194
Stórt fólk er fúlt!
735
00:44:16,737 --> 00:44:19,114
Þetta sér maður ekki daglega.
736
00:44:20,032 --> 00:44:23,035
Reyndar. Og á þessum
undarlegu nótum
737
00:44:23,118 --> 00:44:24,953
býð ég þér góða nótt.
738
00:44:25,037 --> 00:44:26,205
Já, já.
739
00:44:31,585 --> 00:44:34,463
Þannig eignast ég hann.
740
00:44:34,963 --> 00:44:36,131
Hvað?
741
00:44:36,215 --> 00:44:40,719
Þetta er bara... Ég gæti það ekki.
Veistu hvað? Ég ætla að taka hann.
742
00:44:41,345 --> 00:44:44,765
Um hvað ertu að tala?
-Ég er að tala um rausnarlega stúlku
743
00:44:44,848 --> 00:44:48,644
sem vill gefa björgunarmanni
sínum kirsuberjarauðan Ferrari.
744
00:44:48,727 --> 00:44:50,729
Ókeypis!
745
00:44:51,730 --> 00:44:53,273
Þetta er magnað!
746
00:44:53,857 --> 00:44:57,194
Gangi þér vel með þetta.
Ég ætla að fara.
747
00:44:57,277 --> 00:44:59,905
Hvað áttu við?
Áttu annan svona heima?
748
00:44:59,988 --> 00:45:02,783
Á ég að elta þig?
749
00:45:02,866 --> 00:45:04,993
Í alvöru, enginn Ferrari?
750
00:45:08,664 --> 00:45:10,999
Hvar eru eitt hundrað
milljón dalirnir?
751
00:45:11,875 --> 00:45:13,043
Bú!
752
00:45:18,966 --> 00:45:20,008
Já.
753
00:45:20,884 --> 00:45:22,761
Sæl.
-Sæl, Jill frænka.
754
00:45:22,845 --> 00:45:24,847
Hvernig gekk í gærkvöldi?
755
00:45:24,930 --> 00:45:28,350
Reiður dvergur sparkaði í fótinn á mér
og ég fékk ekki ókeypis Ferrari.
756
00:45:28,434 --> 00:45:29,518
Þarna sérðu.
757
00:45:29,977 --> 00:45:31,687
En sorglegt.
758
00:45:31,770 --> 00:45:34,148
Hann er að tala um
söguna okkar fyrir svefninn.
759
00:45:34,773 --> 00:45:38,068
Skeeter sagði að Jeremiah
fengi nýjan hest og koss
760
00:45:38,152 --> 00:45:40,320
en ég sagði að dvergurinn
myndi sparka í hann.
761
00:45:42,364 --> 00:45:43,699
Þú sagðir það.
762
00:45:44,241 --> 00:45:46,201
Kannski er það þannig.
763
00:45:46,285 --> 00:45:47,995
Krakkarnir stjórna sögunum.
764
00:45:49,371 --> 00:45:52,416
Og þar hljóma málmgjöllin.
Þú veist hvað það þýðir.
765
00:45:52,499 --> 00:45:53,667
Hvað?
766
00:45:56,003 --> 00:45:58,088
Ekkert. Fástu ekki um það.
767
00:45:58,172 --> 00:45:59,256
Ég geri það ekki.
768
00:46:00,799 --> 00:46:04,511
Hvað er Bugsy að gera?
769
00:46:07,890 --> 00:46:11,310
Að brenna hamborgurunum
frá því í gær.
770
00:46:11,393 --> 00:46:14,188
Ég gaf Bugsy
nokkra hamborgara
771
00:46:14,271 --> 00:46:17,816
en ég gaf börnunum
þetta lífræna gums
772
00:46:17,900 --> 00:46:19,568
af því að þeim þykir það gott.
773
00:46:19,651 --> 00:46:22,529
Horfir þá Bugsy
líka á sjónvarpið?
774
00:46:22,613 --> 00:46:25,657
Já, ég kveikti á því
og hann var límdur við það.
775
00:46:29,453 --> 00:46:31,038
Ég er saklaus!
776
00:46:32,539 --> 00:46:33,874
Hvað var þetta?
777
00:46:33,957 --> 00:46:37,294
Þetta var víst
svefnhræðsluröskun.
778
00:46:37,377 --> 00:46:40,422
Forðum okkur fyrir næsta kast.
779
00:46:40,506 --> 00:46:44,051
Kyssið frænda ykkar. Ég er
ættingi og á það skilið. Þarna.
780
00:46:44,635 --> 00:46:46,428
Þetta var gott.
781
00:46:46,512 --> 00:46:48,430
Hvað um einn í viðbót
áður en þú ferð?
782
00:46:49,389 --> 00:46:52,017
Nei.
-Svona nú, elskan!
783
00:46:52,851 --> 00:46:54,937
Kvíddu engu,
við komum aftur í kvöld.
784
00:46:55,020 --> 00:46:56,438
Ég hef engar áhyggjur.
785
00:46:56,522 --> 00:46:59,233
Þið komið aftur því við verðum
með merkilega sögu í kvöld!
786
00:46:59,316 --> 00:47:02,653
Um hugmyndir um hótelþema.
787
00:47:02,736 --> 00:47:05,447
Kannski komum við ekki aftur.
-Hvað þá?
788
00:47:05,531 --> 00:47:08,075
Skeeter?
-Sir Rassasleikir. Herra Kendall.
789
00:47:08,158 --> 00:47:12,871
Mér skilst að þú þurfir
að undirbúa kynninguna.
790
00:47:12,955 --> 00:47:14,790
Já.
-En það er ekki afsökun fyrir því
791
00:47:14,873 --> 00:47:18,335
að sinna ekki viðhaldinu.
Ljósin eru biluð í heilsulindinni.
792
00:47:18,418 --> 00:47:21,046
Suður-vörulyftan
gengur hægt.
793
00:47:21,129 --> 00:47:22,756
Leyfðu mér að bragða
á ostakökunni.
794
00:47:24,508 --> 00:47:25,843
Eitt í viðbót.
795
00:47:26,552 --> 00:47:30,764
Ég frétti af hetjudáðum þínum
með kærustu minni í gærkvöldi.
796
00:47:30,848 --> 00:47:33,851
Þessi ljósmyndarsnápur...
-Ég veit hvað vakir fyrir þér
797
00:47:33,934 --> 00:47:37,020
og það gengur ekki.
Þú verður að finna aðra leið
798
00:47:37,104 --> 00:47:40,148
til að koma þér í mjúkinn hjá
gamla manninum, því ég get sagt þér
799
00:47:40,232 --> 00:47:44,444
að Violet Nottingham verður ekki með
viðgerðarmanni sem fjarlægir tyggjó.
800
00:47:49,950 --> 00:47:53,745
Tvennt. Í fyrsta lagi
þá er eitthvað þarna.
801
00:47:53,829 --> 00:47:57,958
Notaðu hendurnar.
Þetta er uggvænlegt.
802
00:47:58,041 --> 00:48:01,420
Gott. Í öðru lagi, þegar ég
fæ starfið á nýja hótelinu
803
00:48:01,503 --> 00:48:05,674
ætlaði ég að hafa þig áfram.
Gættu að því hvernig þú talar.
804
00:48:07,009 --> 00:48:10,679
Stuttri ferð þinni
yfir í ævintýralandið
805
00:48:10,762 --> 00:48:12,890
er að ljúka, vinur.
806
00:48:12,973 --> 00:48:16,268
Við vitum öll að hinn misheppnaði
pabbi þinn fór alveg með þetta hótel
807
00:48:16,351 --> 00:48:19,146
og sem betur fer, vinur,
færðu ekki færi á
808
00:48:19,229 --> 00:48:20,981
að gera sömu mistök aftur.
809
00:48:23,150 --> 00:48:24,484
Þú vilt kannski taka þetta upp.
810
00:48:31,783 --> 00:48:33,535
Já, þetta er Duncan.
-Sæll, ástmaður.
811
00:48:33,619 --> 00:48:37,414
Ég er að leita að nýja hótelstaðnum.
-Ég lét þig fá heimilisfangið.
812
00:48:37,497 --> 00:48:40,208
Heimilisfangið sem þú lést mig fá
var rangt. Það er skóli þar.
813
00:48:40,292 --> 00:48:43,545
Hvaða skóli?
-Webster-barnaskólinn.
814
00:48:43,629 --> 00:48:45,923
Þá ertu á réttum stað.
-Er það satt?
815
00:48:46,006 --> 00:48:47,799
Þessum skóla verður lokað.
816
00:48:48,842 --> 00:48:51,762
Sá gamli kippti í spotta
hjá fræðsluráðinu.
817
00:48:51,845 --> 00:48:54,389
Er það??
-Við byrjum strax að brjóta hann niður.
818
00:48:54,973 --> 00:48:56,558
Þetta eru afar
spennandi fréttir.
819
00:48:56,642 --> 00:48:58,185
Ó, Pinky.
820
00:49:04,900 --> 00:49:08,403
Halló!
-Skeeter? Þetta er Wendy.
821
00:49:08,487 --> 00:49:11,615
Sæl, systa.
-Hvernig gengur?
822
00:49:11,698 --> 00:49:14,368
Eru krakkarnir til friðs?
-Já, við skemmtum okkur vel.
823
00:49:14,451 --> 00:49:19,081
Þetta var glæsilegt, en Skeeter frændi
ykkar getur stokkið yfir sófann langsum.
824
00:49:19,164 --> 00:49:22,501
Skeeter, má ég tala við þau?
-Nei, ég fer með þau í útilegu.
825
00:49:22,584 --> 00:49:24,252
Nei.
-Góða skemmtun í Arizona. Bless!
826
00:49:24,336 --> 00:49:27,255
Í útilegu? Nei. Þau geta fengið
útbrot af völdum brennimjólkur.
827
00:49:27,339 --> 00:49:29,424
Förum. Hljóðlega.
-Hvert förum við?
828
00:49:29,508 --> 00:49:32,010
Á einhvern sérstakan stað,
flónin ykkar.
829
00:49:32,094 --> 00:49:36,014
Áfram, áfram, áfram.
830
00:49:46,191 --> 00:49:49,778
Flott!
-Við förum í útilegu.
831
00:49:49,861 --> 00:49:52,906
Sjáið hvað hann hefur gert.
Er þetta ekki gaman?
832
00:49:52,990 --> 00:49:55,367
Sérðu hvað ég er indæll?
-Já.
833
00:49:55,450 --> 00:49:57,536
Farið gætilega kringum eldinn.
834
00:49:57,619 --> 00:50:01,289
Enginn má vita af okkur hérna.
835
00:50:03,458 --> 00:50:07,546
Ég frétti af sykurpúðunum.
Sá þá í tímaritum.
836
00:50:07,629 --> 00:50:10,549
Ég bjóst ekki við
að þetta væri svona gott.
837
00:50:10,632 --> 00:50:13,760
Vonandi kemst mamma ykkar
ekki að þessu.
838
00:50:13,844 --> 00:50:15,178
Ég segi henni ekkert.
839
00:50:15,262 --> 00:50:17,806
Ég á ekki við þig.
Hún er veiki hlekkurinn.
840
00:50:17,889 --> 00:50:20,308
Ég segi ekki orð.
841
00:50:20,392 --> 00:50:23,478
Hafmeyjan er vingjarnleg.
Sjáið þetta.
842
00:50:23,562 --> 00:50:25,439
Hvað þá?
-Ekkert.
843
00:50:28,066 --> 00:50:31,361
Þegar við vorum yngri og við
mamma ykkar vorum á þakinu
844
00:50:31,445 --> 00:50:33,739
sagði pabbi okkur alltaf
að horfa á stjörnurnar
845
00:50:33,822 --> 00:50:36,533
og gá hvort við læsum
eitthvað út úr þeim.
846
00:50:36,616 --> 00:50:37,951
Eins og...
847
00:50:38,035 --> 00:50:40,620
Þarna. Sjáið, sjáið.
848
00:50:40,704 --> 00:50:44,499
Þetta lítur út eins og úlfaldi.
Sjáið þið hnúðana? Lafandi tunguna?
849
00:50:44,583 --> 00:50:48,003
Já. Ég sé þetta.
-Sjáðu þetta. Eins og píramídi.
850
00:50:48,086 --> 00:50:50,464
Góður, Patrick.
851
00:50:50,547 --> 00:50:53,425
Við hliðina á tunglinu.
852
00:50:53,508 --> 00:50:55,510
Þetta lítur alveg eins út
og Bugsy.
853
00:50:55,594 --> 00:50:56,928
Guð minn góður!
854
00:50:58,430 --> 00:51:01,058
Kvíddu engu, Bugsy.
Augun í þér eru enn stærri.
855
00:51:05,353 --> 00:51:07,064
Skeeter frændi?
856
00:51:07,147 --> 00:51:08,523
Já, sæta.
857
00:51:09,691 --> 00:51:12,069
Heldurðu að pabbi minn
komi einhvern tíma aftur?
858
00:51:16,364 --> 00:51:19,034
Þetta er erfið spurning.
859
00:51:21,912 --> 00:51:26,208
Hann hlýtur að vera að ganga
í gegnum andlega bilun
860
00:51:26,291 --> 00:51:31,046
úr því hann vill ekki vera
hjá ykkur tveimur öllum stundum.
861
00:51:31,797 --> 00:51:37,594
En ég veit að þið munið alltaf
eiga mömmu ykkar.
862
00:51:38,512 --> 00:51:41,765
Þið hafið þessa stelpu alltaf.
863
00:51:41,848 --> 00:51:45,268
Og ég er ekki á förum.
864
00:51:48,146 --> 00:51:52,109
Ég er eins og fýlan á fótunum.
Ég verð alltaf hérna.
865
00:51:57,739 --> 00:52:00,492
Þið látið mig mæta of seint.
Vonandi eruð þið ánægð.
866
00:52:00,575 --> 00:52:03,411
Þakka þér fyrir.
Góða skemmtun í skólanum.
867
00:52:04,746 --> 00:52:06,540
Sjáumst á morgun.
868
00:52:06,623 --> 00:52:08,834
Við losnuðum við hana,
þá skulum við byrja.
869
00:52:08,917 --> 00:52:11,253
Setjið sykurpúðana niður.
Nú er komið að sögustund.
870
00:52:11,336 --> 00:52:15,799
Í kvöld verður það sérstök saga.
871
00:52:15,882 --> 00:52:17,676
Hún heitir
872
00:52:17,759 --> 00:52:22,681
„Sagan um góðu hótelhugmyndina.“
873
00:52:22,764 --> 00:52:23,849
Já!
874
00:52:23,932 --> 00:52:26,101
Hvað?
-Leiðinlegt.
875
00:52:26,184 --> 00:52:27,853
Ég þarf á ykkur
að halda við þetta.
876
00:52:27,936 --> 00:52:29,938
Þetta hjálpar lífi mínu mikið.
877
00:52:31,189 --> 00:52:34,818
Það er eitt kvöld eftir.
Höfum það skemmtilega sögu í kvöld.
878
00:52:34,901 --> 00:52:37,320
Hvað um Evel Knievel?
879
00:52:37,404 --> 00:52:40,782
Kappakstur, stökk, flug.
880
00:52:40,866 --> 00:52:43,285
Eða kannski
eitthvað rómantískt?
881
00:52:45,245 --> 00:52:46,788
Nú veit ég.
882
00:52:46,872 --> 00:52:50,000
Sameinum fjörið og rómantíkina
883
00:52:50,083 --> 00:52:52,752
og búum til sögu
um rómantíkhasar.
884
00:52:52,836 --> 00:52:54,880
Já.
-Byrjum þá.
885
00:52:54,963 --> 00:52:58,425
Mesta hetjan
í Grikklandi til forna
886
00:52:58,508 --> 00:53:00,969
var auðvitað Skeetacus.
887
00:53:02,470 --> 00:53:04,431
Hann var sannarlega
stórkostlegur,
888
00:53:04,514 --> 00:53:08,768
en þó vanmetinn og hafði
verið hundsaður árum saman.
889
00:53:09,561 --> 00:53:14,858
Loks gafst Skeetacus færi á að sýna
hæfileika sína á leikvanginum.
890
00:53:16,610 --> 00:53:19,321
Ef hann gat hrifið
dóttur keisarans
891
00:53:19,404 --> 00:53:22,574
vissi hann að hann ætti eftir
að stjórna landinu.
892
00:53:25,493 --> 00:53:28,079
Skeetacus, Skeetacus!
-Áfram, Skeetacus!
893
00:53:28,163 --> 00:53:31,124
Hann er ansi lipur.
894
00:53:31,208 --> 00:53:32,626
Af bónda að vera.
895
00:53:32,709 --> 00:53:35,420
Ég sé London,
ég sé Frakkland.
896
00:53:35,503 --> 00:53:38,006
Ég sé gylltu nærbuxurnar.
897
00:53:48,934 --> 00:53:51,144
Hvað er hann að gera?
898
00:53:58,193 --> 00:53:59,653
Komið með fílana!
899
00:54:07,994 --> 00:54:11,289
Vitið þið að Herkúles á
að hafa stofnað Ólympíuleikana?
900
00:54:16,044 --> 00:54:20,048
Skeetacus fann upp
X-leikana.
901
00:54:20,131 --> 00:54:21,675
Hann hefur þetta aldrei.
902
00:54:35,063 --> 00:54:36,439
Þetta er stórglæsilegt.
903
00:54:39,150 --> 00:54:41,027
Bravó!
904
00:54:42,904 --> 00:54:45,782
Eruð þið hrifin?
905
00:54:45,865 --> 00:54:48,034
Skeetacus!
906
00:54:48,118 --> 00:54:49,953
Hvernig gengur okkur sem af er?
907
00:54:50,036 --> 00:54:53,456
Þetta er besta sagan.
-Getum við snúið okkur að rómantíkinni?
908
00:54:54,124 --> 00:54:58,503
Fær Skeetacus stelpuna
sem hann eltist við?
909
00:54:58,586 --> 00:55:02,590
Í þessum sögum fær hetjan alltaf
fallegustu stúlkuna í landinu.
910
00:55:02,674 --> 00:55:05,176
Já, já! Þú sagðir það!
Það mun þá gerast!
911
00:55:05,260 --> 00:55:08,430
Eru þau þyrst?
Fá þau sér drykk?
912
00:55:08,513 --> 00:55:10,890
Svolítið vín og osta? Já.
913
00:55:11,433 --> 00:55:15,937
Þau geta farið á gamla krá.
Og hver er þar?
914
00:55:16,021 --> 00:55:17,939
Led Zeppelin?
Segðu Led Zeppelin.
915
00:55:18,023 --> 00:55:21,901
Nei. Allar stelpurnar sem voru grimmar
við Skeetacus þegar hann ólst upp.
916
00:55:21,985 --> 00:55:24,279
Enginn var grimmur
við Skeetacus þá.
917
00:55:24,362 --> 00:55:26,197
Hann var sá svalasti
í skólanum.
918
00:55:26,281 --> 00:55:28,199
Ekki sagði mamma það.
919
00:55:28,283 --> 00:55:30,285
Allir voru grimmir
við Skeetacus.
920
00:55:30,368 --> 00:55:33,079
Hann átti í vanda.
Segðu söguna þína.
921
00:55:34,581 --> 00:55:37,751
Þær sjá að hann er núna með
fallegustu stúlkunni í landinu
922
00:55:37,834 --> 00:55:40,462
og þær eru virkilega
afbrýðisamar.
923
00:55:40,545 --> 00:55:43,381
Svo afbrýðisamar að þeim
er ekki einu sinni sjálfrátt.
924
00:55:43,465 --> 00:55:46,259
Þær fara að syngja Hókí Pókí
taugaóstyrkar.
925
00:55:57,937 --> 00:56:01,608
Þá fer Skeetacus með
vinkonu sína niður á strönd.
926
00:56:01,691 --> 00:56:06,363
Allt í einu skolar stórum
loðnum manni í land,
927
00:56:06,446 --> 00:56:08,198
rænulausum.
928
00:56:08,281 --> 00:56:10,658
Af hverju loðnum? Ég skil það ekki.
-Af því bara.
929
00:56:11,242 --> 00:56:14,662
Það stóð eitthvað í honum
og hann gat ekki andað.
930
00:56:18,917 --> 00:56:20,877
Takk.
-Það er í lagi með hann.
931
00:56:21,878 --> 00:56:25,090
Og þá hellirigndi og þau
forða sér inn í töfrahelli.
932
00:56:26,049 --> 00:56:28,134
Hellar eru fínir.
-Og þar er Abe Lincoln.
933
00:56:28,218 --> 00:56:30,512
Abe Lincoln?
Finnst þér þetta vera brandari?
934
00:56:30,595 --> 00:56:33,473
Hvað er að eiginlega að þér?
Mér þykir það leitt.
935
00:56:33,556 --> 00:56:37,268
Ég ætlaði ekki að æpa.
Góð hugmynd með Abe Lincoln.
936
00:56:37,352 --> 00:56:41,356
Það er bara...
Fær Skeetacus koss?
937
00:56:41,439 --> 00:56:44,692
Á hann ekki að fá koss?
Það er langt um liðið hjá honum.
938
00:56:44,776 --> 00:56:49,989
Varirnar á honum eru
skrafþurrar af notkunarleysi.
939
00:56:50,073 --> 00:56:51,699
Ertu sammála mér, Bugsy?
940
00:56:54,744 --> 00:56:56,329
Við sjáum til.
941
00:56:56,413 --> 00:56:57,622
Halló?
942
00:56:59,374 --> 00:57:01,668
Er þetta fallegasta
stúlkan í landinu?
943
00:57:01,751 --> 00:57:03,670
Ert þetta þú,
hr. Skeeter Bronson?
944
00:57:03,753 --> 00:57:07,090
Ég harma þennan rugling
með Ferrari um kvöldið.
945
00:57:07,173 --> 00:57:10,635
Ég er hérna á ströndinni og datt
í hug að þú værir hérna líka.
946
00:57:10,718 --> 00:57:12,429
Eigum við ekki
að fá okkur smábita?
947
00:57:12,512 --> 00:57:14,055
Mér líst afar vel á það.
948
00:57:14,139 --> 00:57:17,142
En ég get það ekki.
Ég er á leið til Vegas.
949
00:57:18,351 --> 00:57:21,646
Vegas? Enginn minntist á Vegas.
950
00:57:21,729 --> 00:57:24,691
Ekki segja Kendall það.
Hann heldur að ég sé á bókasafninu.
951
00:57:24,774 --> 00:57:29,028
Já, en prinsessa. Ég hélt
að við yrðum saman í dag.
952
00:57:29,112 --> 00:57:31,865
Sjáumst í afmælisveislu pabba.
953
00:57:31,948 --> 00:57:33,074
Bless, Skeeter.
954
00:57:35,910 --> 00:57:38,955
Hittumst við á morgun?
Ég get sætt mig við það.
955
00:57:39,038 --> 00:57:40,707
Varaðu þig! Varaðu þig!
956
00:57:42,709 --> 00:57:44,210
Er allt í lagi?
957
00:57:44,961 --> 00:57:46,463
Mér þykir þetta afar leitt.
958
00:57:46,546 --> 00:57:49,799
Hvað mislíkar þér við vernd?
959
00:57:50,508 --> 00:57:54,471
Áttu ekki að vera í skólanum?
-Ég á að vera í atvinnuleit núna
960
00:57:54,554 --> 00:57:57,599
en mig langaði að fara
á ströndina í dag.
961
00:57:58,933 --> 00:58:00,393
Ertu svangur?
962
00:58:00,477 --> 00:58:02,854
Já, ég er alltaf svangur
þegar ég er kvalinn.
963
00:58:04,189 --> 00:58:05,607
Gott. Af því ég borga.
964
00:58:05,690 --> 00:58:08,485
Ég leyfi þér að borga af því
að veskinu mínu var stolið.
965
00:58:08,568 --> 00:58:11,738
Hvernig átti ég líka að borga?
-Auðvitað var veskinu þínu stolið.
966
00:58:11,821 --> 00:58:15,158
Ég skil þig ekki.
-Það kemur alltaf eitthvað fyrir þig.
967
00:58:15,241 --> 00:58:17,702
Þú ert með höfuðfatið mitt.
Verðurðu með það í allan dag?
968
00:58:17,785 --> 00:58:19,454
Ég er ekki með höfuðfat neins.
969
00:58:19,537 --> 00:58:22,457
Ég er með höfuðfat þitt!
-Ég tek það til baka. Takk.
970
00:58:28,296 --> 00:58:30,590
Þetta er tilvalið
fyrir ókeypis hádegisverðinn.
971
00:58:30,673 --> 00:58:33,760
Je minn. Þið...
972
00:58:33,843 --> 00:58:35,762
Er þetta Skeeter Bronson?
973
00:58:35,845 --> 00:58:37,305
Hættu þessu.
-Guð minn góður.
974
00:58:37,388 --> 00:58:39,724
Guð minn góður.
-Skeeter.
975
00:58:39,807 --> 00:58:41,976
Manstu eftir mér?
976
00:58:42,060 --> 00:58:44,979
Þetta er Donna Hynde úr miðskóla.
977
00:58:45,063 --> 00:58:46,814
Já, ég geri það.
978
00:58:46,898 --> 00:58:50,485
Ég hélt að ég rækist fljótlega
á þig. Og hérna ertu.
979
00:58:50,568 --> 00:58:53,780
Já, þetta er svo skrítið.
980
00:58:53,863 --> 00:58:56,324
Af því við vorum
að skipuleggja bekkjarmót.
981
00:58:56,407 --> 00:58:59,619
Við vorum að tala um þig.
Þetta er svo skrítið.
982
00:58:59,702 --> 00:59:01,704
Ég var líka að tala um ykkur.
983
00:59:01,788 --> 00:59:03,206
Vissulega var hann að því.
984
00:59:03,289 --> 00:59:06,000
Viltu þykjast vera
kærasta mín í smástund?
985
00:59:06,084 --> 00:59:10,421
Nei, ég er ósátt við það.
-Ég læt bílinn ganga fyrir lífdísil.
986
00:59:12,382 --> 00:59:13,716
Ég skal gera þetta.
987
00:59:14,384 --> 00:59:17,053
Þetta er kærastan mín.
Þetta er Jill.
988
00:59:17,136 --> 00:59:18,846
Halló.
989
00:59:18,930 --> 00:59:20,473
Er hún kærasta þín?
990
00:59:20,557 --> 00:59:21,975
Já, já.
991
00:59:22,058 --> 00:59:23,601
Já.
992
00:59:23,685 --> 00:59:25,103
Er það?
-Já.
993
00:59:25,186 --> 00:59:27,272
Henni finnst ég...
994
00:59:27,355 --> 00:59:28,690
Viltu að ég...?
995
00:59:29,983 --> 00:59:32,735
Rómantískur.
-Hún er hrifin af því.
996
00:59:33,486 --> 00:59:35,822
Henni finnst gaman
að segja að ég kyssi vel.
997
00:59:35,905 --> 00:59:39,033
Þetta er aðeins yfirdrifið.
998
00:59:39,867 --> 00:59:42,370
Fyrirgefðu.
-Þú ert virkilega sæt.
999
00:59:42,453 --> 00:59:44,747
Hún er ágæt.
-Takk.
1000
00:59:44,831 --> 00:59:47,667
Ég hef séð þær flottari
en hún er ansi fín.
1001
00:59:47,750 --> 00:59:49,085
Svo grindhoruð.
1002
00:59:49,168 --> 00:59:52,755
Horaðri en þú. En... já.
1003
00:59:54,132 --> 00:59:55,174
Gildir einu.
1004
00:59:55,258 --> 00:59:57,844
Mér þykir ferlegt
að segja þetta upphátt.
1005
00:59:57,927 --> 01:00:02,724
Við vorum svo hræðilegar
við Skeeter í miðskóla.
1006
01:00:02,807 --> 01:00:04,225
Hann Skeeter minn?
1007
01:00:04,309 --> 01:00:06,686
Já, þær voru það.
-Áttirðu erfitt í miðskóla?
1008
01:00:06,769 --> 01:00:10,481
Sjá þig núna.
Þú ert bara orðinn ansi sætur.
1009
01:00:11,190 --> 01:00:15,278
Bólurnar hurfu
og þessir komu í staðinn.
1010
01:00:17,905 --> 01:00:21,492
Viltu snerta þá?
-Seinna, seinna.
1011
01:00:21,576 --> 01:00:23,828
Þeir eru hér fyrir þig.
1012
01:00:31,961 --> 01:00:33,963
Við ættum að fara.
-Já.
1013
01:00:36,049 --> 01:00:37,383
Allt í lagi. Bless.
1014
01:00:38,384 --> 01:00:39,844
Hvað er á seyði?
1015
01:00:40,762 --> 01:00:44,140
Ég talaði við Wendy. Hún hlakkar
mjög til að sjá börnin á morgun.
1016
01:00:44,223 --> 01:00:46,476
Hún hefur aldrei verið
jafnlengi í burtu frá þeim.
1017
01:00:46,559 --> 01:00:50,980
Það er rétt. Þetta er síðasta
kvöldið mitt með krökkunum.
1018
01:00:51,064 --> 01:00:53,983
Þau verða miður sín.
Þau dá þig
1019
01:00:54,067 --> 01:00:57,403
og þessar stórkostlegu sögur
fyrir svefninn.
1020
01:00:57,487 --> 01:01:00,239
Þau segja allt það góða.
Ég lofa því.
1021
01:01:00,323 --> 01:01:02,408
Je minn. Er hann rænulaus?
1022
01:01:02,492 --> 01:01:03,618
Já.
1023
01:01:10,708 --> 01:01:12,251
Takk!
1024
01:01:13,670 --> 01:01:15,421
Já?
-Sjáðu hr. Smooth?
1025
01:01:15,505 --> 01:01:17,799
Ég tek á því
þegar þar að kemur.
1026
01:01:19,258 --> 01:01:21,969
Eigum við að fara inn úr rigningunni?
-Hvaða rigningu?
1027
01:01:24,263 --> 01:01:25,682
Fjárinn!
Hvaðan kom þetta?
1028
01:01:25,765 --> 01:01:28,059
Ég veit það ekki!
Er það ekki stórkostlegt?
1029
01:01:28,142 --> 01:01:32,188
Förum héðan!
-Förum! Förum! Áfram!
1030
01:01:33,773 --> 01:01:35,525
Ég get lesið í framtíðina.
1031
01:01:37,735 --> 01:01:40,863
Almáttugur. Og...
1032
01:01:40,947 --> 01:01:45,201
Og...
Kynningin stóra er á morgun.
1033
01:01:45,284 --> 01:01:49,330
Ég veit að þú ert ekki
taugaóstyrkur en gangi þér vel.
1034
01:01:49,414 --> 01:01:50,790
Þakka þér fyrir.
1035
01:01:50,873 --> 01:01:55,169
Þú mátt koma ef þú vilt.
Þetta er boð.
1036
01:01:55,253 --> 01:01:59,298
Wendy passar börnin
og við getum skemmt okkur.
1037
01:01:59,382 --> 01:02:01,008
Þú getur hitt mig þar.
1038
01:02:02,051 --> 01:02:03,386
Já, það væri...
1039
01:02:04,178 --> 01:02:05,930
Ég get gert það.
Ég get hitt þig
1040
01:02:07,974 --> 01:02:10,601
eftir skóla eða eitthvað.
1041
01:02:13,354 --> 01:02:14,647
Ert það þú?
1042
01:02:15,440 --> 01:02:16,816
Hvað?
1043
01:02:18,985 --> 01:02:21,362
Ert þú fallegasta
stúlkan í landinu?
1044
01:02:23,406 --> 01:02:26,617
„Fair“ eins og í
„að svindla ekki í dammtafli“?
1045
01:02:28,661 --> 01:02:31,122
Nei, „fairest“ eins og í
1046
01:02:32,749 --> 01:02:34,751
„fallegust“.
1047
01:02:44,969 --> 01:02:47,555
Hægan. Eitthvað skrítið
á eftir að gerast.
1048
01:02:50,725 --> 01:02:53,644
Nei, já, við...
Þetta eru mistök.
1049
01:02:53,728 --> 01:02:56,939
Nei, ekki á milli okkar.
Ég meina...
1050
01:02:57,774 --> 01:03:00,651
Nei! Nei, nei! Hér kemur Abe!
1051
01:03:01,486 --> 01:03:03,237
Nei!
1052
01:03:12,705 --> 01:03:13,748
Sjáðu.
1053
01:03:14,707 --> 01:03:16,626
Sent.
1054
01:03:16,709 --> 01:03:20,379
Nei, þetta er það skrítna sem
ég var að ræða. Abe Lincoln.
1055
01:03:20,463 --> 01:03:22,006
Nei, nei.
1056
01:03:22,757 --> 01:03:25,426
Abe truflar ekki í þetta sinn.
Það var þetta.
1057
01:03:26,427 --> 01:03:30,765
Nei, það á að enda betur í þetta sinn.
Vertu hérna. Þú missir af miklu.
1058
01:03:32,934 --> 01:03:35,102
Gott hugarflug, Patrick.
1059
01:03:42,902 --> 01:03:44,028
Skeeter?
1060
01:03:44,487 --> 01:03:47,448
Það er svolítið vandamál
með raksturinn.
1061
01:03:47,532 --> 01:03:50,701
Nei, nei. Ég fjarlægði
rakvélablöðin. Rólegur.
1062
01:03:50,785 --> 01:03:55,414
Pabbi þeirra er ekki til staðar.
Einhver þarf að kenna þeim að raka sig.
1063
01:03:56,624 --> 01:03:58,084
Ég er Lilja prinsessa.
1064
01:04:01,671 --> 01:04:04,257
Ertu tilbúinn fyrir
keppnina miklu annað kvöld?
1065
01:04:04,340 --> 01:04:08,594
Já, ég ætla að segja þeim
sögu fyrir svefninn í kvöld.
1066
01:04:08,678 --> 01:04:11,472
Ég læt mig vinna í sögunni.
1067
01:04:11,556 --> 01:04:15,017
Þá vinn ég í alvöru. Skilurðu?
1068
01:04:15,101 --> 01:04:16,811
Já, ég skil.
1069
01:04:16,894 --> 01:04:20,940
Þetta er eins og jákvæð sjónsköpun.
Ég las eitt sinn bók um það.
1070
01:04:22,567 --> 01:04:24,235
Ég las aftan á bókarkápuna.
1071
01:04:27,321 --> 01:04:28,656
Ég kann ekki að lesa.
1072
01:04:30,157 --> 01:04:31,659
Þegiðu, Bugsy!
1073
01:04:32,493 --> 01:04:35,830
Ég er með þumla.
Hvað segirðu um það?
1074
01:04:37,707 --> 01:04:41,586
Eruð þið tilbúin?
Hér kemur síðasta sagan okkar.
1075
01:04:42,753 --> 01:04:47,300
Örlög alls heimsins
voru í húfi
1076
01:04:47,383 --> 01:04:52,179
þegar Stjörnuráðið kom saman
til að ákveða hver myndi stjórna
1077
01:04:52,263 --> 01:04:57,518
nýju plánetunni í hinu risastóra
Notthinghamia-stjörnukerfi.
1078
01:04:59,270 --> 01:05:03,149
Flestir bjuggust við
að leiðtoginn Barracto
1079
01:05:03,232 --> 01:05:06,402
myndi úrskurða
Kendallo hershöfðingja í hag,
1080
01:05:06,485 --> 01:05:09,739
hinum illa stjórnanda Hotelium.
1081
01:05:10,740 --> 01:05:13,618
En það var óútreiknanlegur
maður í hópnum,
1082
01:05:14,744 --> 01:05:17,371
Skeeto Bronsonnian
1083
01:05:17,455 --> 01:05:20,499
og aðstoðarmaður hans,
Mickey Doo Quicky Doo.
1084
01:05:22,126 --> 01:05:24,003
Þau fylgdust öll spennt með.
1085
01:05:24,086 --> 01:05:26,589
Jilli liðsforingi
og tveir ungir kadettar hennar,
1086
01:05:26,672 --> 01:05:30,718
Aspenoff, og jafnvel hinn
mikli Bugzoid kapteinn.
1087
01:05:30,801 --> 01:05:35,306
Skeeto ætti að tala
eins og kjánaleg geimvera.
1088
01:05:35,389 --> 01:05:36,515
Hvað?
1089
01:05:40,811 --> 01:05:43,731
En þetta er ógeðslegt.
Ég ætla ekki að þýða það.
1090
01:05:43,814 --> 01:05:45,066
Hljóð!
1091
01:05:45,691 --> 01:05:49,779
Leiðtogi nýju plánetunnar
verður valinn upp á gamla mátann:
1092
01:05:49,862 --> 01:05:53,115
í bardaga í þyngdarleysi.
1093
01:06:04,835 --> 01:06:08,089
Nú komum við að því
sem fólk kom til að sjá.
1094
01:06:08,172 --> 01:06:11,175
Þegar Skeeto sigrar Kendallo?
1095
01:06:11,258 --> 01:06:12,301
SLÖKKT Á ÞYNGDARAFLI
1096
01:06:13,260 --> 01:06:15,846
Við þurfum fyrst að sjá þá berjast.
1097
01:06:28,234 --> 01:06:30,486
Kendallo leggur fyrst til atlögu.
1098
01:06:41,539 --> 01:06:42,581
Skeeto!
1099
01:06:42,665 --> 01:06:45,668
En krakkarnir vilja sjá
Skeeto lúskra á honum.
1100
01:06:54,844 --> 01:06:56,595
Blautur fingur í eyrað.
1101
01:06:56,679 --> 01:06:58,556
Leiðinlegt!
1102
01:06:59,265 --> 01:07:01,934
Komið með horskrímslið!
1103
01:07:06,272 --> 01:07:08,441
Ég held að ég kasti upp.
1104
01:07:18,200 --> 01:07:21,787
Látið horskrímslið
tuska Kendallo til.
1105
01:07:21,871 --> 01:07:24,290
Nei, það ætti að kyssa hann.
1106
01:07:27,293 --> 01:07:29,503
Farið þangað
sem Skeeto vinnur.
1107
01:07:30,004 --> 01:07:31,422
Allt í lagi.
1108
01:07:41,474 --> 01:07:46,270
Stattu á fætur, Skeeto,
verndari Nottinghamiu.
1109
01:07:59,617 --> 01:08:04,163
Og þetta er tilvalinn endir
á síðustu sögunni.
1110
01:08:04,246 --> 01:08:05,706
Þakka ykkur fyrir, börnin góð.
1111
01:08:05,790 --> 01:08:07,374
Þetta er ekki endirinn.
1112
01:08:07,458 --> 01:08:09,293
Það væri of augljóst.
1113
01:08:09,376 --> 01:08:10,419
Hvað áttu við?
1114
01:08:10,503 --> 01:08:14,298
Einhver kastaði eldkúlu í Skeeto
og Skeeto rann til ösku.
1115
01:08:16,258 --> 01:08:19,178
Endirinn.
-Rann til ösku?
1116
01:08:19,261 --> 01:08:22,181
Hamingjan sanna.
-Áttu við „brann til ösku“?
1117
01:08:22,264 --> 01:08:25,392
Nei! Nei!
Hann má ekki loga.
1118
01:08:25,476 --> 01:08:28,062
Ég er Skeeto kafteinn.
Ég loga!
1119
01:08:28,145 --> 01:08:32,483
Sagan má ekki enda svona.
Hvað varð um góðan endi?
1120
01:08:32,566 --> 01:08:37,279
Þú sagðir að góður endir gerðist ekki
í alvöru. Sagan á að vera raunveruleg.
1121
01:08:37,363 --> 01:08:40,074
Ég sagði það bara.
Það var kjánalegt af mér.
1122
01:08:40,157 --> 01:08:43,285
Á ég í alvöru að loga?
1123
01:08:43,369 --> 01:08:46,997
Ekki sofna, annars verður
sagan varanleg. Vaknið!
1124
01:08:47,081 --> 01:08:49,375
Vaknið. Vaknið.
1125
01:08:50,126 --> 01:08:52,461
Ég trúi ekki að Skeeter
hafi ekki sagt þér það.
1126
01:08:53,087 --> 01:08:56,048
Og það er eflaust bara
tilviljun að nýja hótelið
1127
01:08:56,132 --> 01:08:59,260
verði þar sem skólinn er.
1128
01:09:00,219 --> 01:09:02,555
Ég er nokkuð viss.
Hafðu mig afsakaðan.
1129
01:09:02,638 --> 01:09:05,015
Allt er til reiðu
fyrir kynninguna í kvöld.
1130
01:09:05,099 --> 01:09:06,934
Gott.
-Staðfest, gúmmíönd.
1131
01:09:07,017 --> 01:09:08,477
Skilið. Fínt.
1132
01:09:32,001 --> 01:09:35,880
Gleðifréttirnar eru þær
að þú vinnur keppnina.
1133
01:09:35,963 --> 01:09:38,883
Slæmu fréttirnar eru þær
að það kviknar trúlega í þér
1134
01:09:38,966 --> 01:09:42,052
en ekki ef þú grípur
til fáeinna varúðarráðstafana.
1135
01:09:42,970 --> 01:09:45,181
Ofnhanskar, reykskynjari.
1136
01:09:48,684 --> 01:09:49,727
Já.
1137
01:09:50,895 --> 01:09:54,565
„Eldþolinn jólatrésúði“.
1138
01:09:56,108 --> 01:09:58,444
Já, já, þetta dugar.
1139
01:09:59,236 --> 01:10:02,198
Þetta er í raun fyrir jólatrén.
1140
01:10:02,281 --> 01:10:03,908
Ég veit það.
Það er sú árstíðin.
1141
01:10:03,991 --> 01:10:05,618
Almáttugur!
-Mér þykir þetta leitt.
1142
01:10:06,160 --> 01:10:08,454
Mig svíður!
-Ég skal bæta þér þetta upp.
1143
01:10:08,537 --> 01:10:11,832
Þetta er fyrir trén.
Þetta er fyrir trén!
1144
01:10:11,916 --> 01:10:13,584
Rétt hjá þér! Þetta er sárt!
1145
01:10:14,919 --> 01:10:16,754
Mér þykir þetta leiðinlegt!
1146
01:10:25,721 --> 01:10:27,932
Sýklaeyðandi þurrkur, nokkur?
1147
01:10:28,432 --> 01:10:30,601
Aloha. Aloha.
1148
01:10:30,684 --> 01:10:32,102
Kærar þakkir.
1149
01:10:37,024 --> 01:10:40,027
Gætilega. Gætilega.
1150
01:10:45,366 --> 01:10:46,784
Kona kaffiís.
1151
01:10:46,867 --> 01:10:50,537
Ætlarðu að kveikja í því?
Af því ég sé í gegnum þig, vina.
1152
01:10:50,621 --> 01:10:55,376
Enginn eldur. Hann myndi bráðna.
Taktu bara ísinn og slakaðu á.
1153
01:11:07,638 --> 01:11:10,057
Skeeter.
-Já.
1154
01:11:10,140 --> 01:11:12,184
Þetta var ekki sérlega fallegt.
-Hvað þá?
1155
01:11:12,268 --> 01:11:15,938
Þú hrintir manninum út í laugina.
-Nei, hann stökk út í. Sérðu Jill hérna?
1156
01:11:16,021 --> 01:11:18,899
Nei, ég hef ekki séð Jill
í kvöld, vinur.
1157
01:11:24,321 --> 01:11:25,572
Mér er kalt.
1158
01:11:25,656 --> 01:11:27,074
Ég færi þér handklæði.
1159
01:11:28,325 --> 01:11:30,035
Ég er með handklæðið þitt.
-Fjárinn.
1160
01:11:30,119 --> 01:11:31,787
Mér þykir þetta leitt.
1161
01:11:34,623 --> 01:11:35,874
Ég elska þig.
1162
01:11:40,170 --> 01:11:42,214
Þú færðir mér eitt sinni
grillaða ostasamloku.
1163
01:11:42,298 --> 01:11:45,259
Já. Það var Monterey Jack.
Það er góður ostur.
1164
01:11:50,681 --> 01:11:51,932
Er allt í lagi?
1165
01:11:52,016 --> 01:11:54,852
Býfluga stakk mig í tunguna!
1166
01:11:56,770 --> 01:12:00,774
Fundurinn vegna hins spennandi
nýja hótels verður í setustofunni.
1167
01:12:00,858 --> 01:12:03,652
Ég held að þið viljið
ekki missa af þessu.
1168
01:12:03,736 --> 01:12:05,904
Nei, hún bólgnar.
1169
01:12:10,576 --> 01:12:13,537
Má ég sitja þarna, vinur?
-Þó það nú væri.
1170
01:12:14,288 --> 01:12:15,998
Ekki snerta mig.
-Fyrirgefðu.
1171
01:12:16,790 --> 01:12:21,587
Áður en við byrjum vil ég bara segja,
til hamingju með afmælið.
1172
01:12:21,670 --> 01:12:23,047
Til hamingju með afmælið.
1173
01:12:23,130 --> 01:12:24,465
Til hamingju með afmælið, pabbi.
1174
01:12:24,548 --> 01:12:25,883
Þakka þér fyrir, Kendall.
1175
01:12:26,550 --> 01:12:30,929
Eins og þú sérð hef ég boðið
sumum starfsmönnunum á fundinn
1176
01:12:31,013 --> 01:12:35,976
og sjá hvernig hugmyndir þínar ríma við
„venjulegt fólk“. Ekki illa meint.
1177
01:12:36,060 --> 01:12:37,895
Engin hætta, Barry.
1178
01:12:39,063 --> 01:12:41,857
Hvor ykkar vill byrja?
1179
01:12:44,777 --> 01:12:45,903
Gott og vel.
1180
01:12:47,363 --> 01:12:50,199
Hr. Nottingham,
það var alveg rétt hjá þér
1181
01:12:50,282 --> 01:12:53,786
þegar þú sagðir að rokk og ról þema
væri gömul tugga.
1182
01:12:56,246 --> 01:12:58,957
Farið. Innsæi þitt
1183
01:12:59,041 --> 01:13:01,377
hefur verið mér hvatning
að skyggnast betur inn á við
1184
01:13:02,211 --> 01:13:06,507
til að finna það sameiginlega í hjarta
þess sem felst í að vera bandarískur.
1185
01:13:06,590 --> 01:13:08,509
Ég er auðvitað að tala
1186
01:13:08,592 --> 01:13:10,552
um söngleikinn,
1187
01:13:11,095 --> 01:13:13,180
og nánar tiltekið,
1188
01:13:14,098 --> 01:13:15,432
Broadway!
1189
01:13:18,852 --> 01:13:20,354
Byrjið.
1190
01:13:58,267 --> 01:14:02,771
Frumlegt, hrífandi, vel gert.
Þakka þér fyrir, Kendall.
1191
01:14:02,855 --> 01:14:04,231
Þakka þér fyrir.
1192
01:14:12,739 --> 01:14:16,785
Mér þykir þetta leitt.
Ég hvíldi bara augun.
1193
01:14:20,414 --> 01:14:23,041
Þú ert næstur, Skeeter.
1194
01:14:39,850 --> 01:14:41,351
Er allt í lagi, Skeeter?
1195
01:14:43,270 --> 01:14:45,856
Býfluga beit í tunguna í mér.
1196
01:14:46,523 --> 01:14:47,566
Hvað þá?
1197
01:14:47,649 --> 01:14:51,403
Býfluga stakk mig í tunguna.
1198
01:14:55,199 --> 01:14:57,034
„Býfluga stakk mig í tunguna.“
1199
01:14:57,117 --> 01:14:58,452
Skilurðu hann?
1200
01:15:00,120 --> 01:15:03,499
Hvernig stakk býfluga þig
í tunguna?
1201
01:15:05,000 --> 01:15:07,503
Ég var að borða ís
og allt í einu var býfluga...
1202
01:15:08,378 --> 01:15:11,006
Hún var á ís og hann sleikti hann.
1203
01:15:11,882 --> 01:15:15,135
Geturðu túlkað kynningu Skeeters?
1204
01:15:16,845 --> 01:15:19,056
Já. Já, ég get það.
1205
01:15:21,266 --> 01:15:22,851
Þakka þér fyrir. Tilbúinn?
1206
01:15:22,935 --> 01:15:25,062
Já. Ég er tilbúinn.
-Tilbúinn?
1207
01:15:32,778 --> 01:15:36,698
„Ég eyddi liðinni viku á hótelinu,
hótelinu þar sem ég bý...“
1208
01:15:36,782 --> 01:15:38,951
Með frænku minni og frænda.
1209
01:15:39,034 --> 01:15:41,370
„með frænku minni og frænda.“
1210
01:15:45,874 --> 01:15:50,837
„Í huga barns er allt við hótel
undarlegt og dásamlegt.“
1211
01:15:52,756 --> 01:15:54,925
„Sofa í öðru rúmi...“
1212
01:15:56,635 --> 01:15:58,220
„vera mikið í anddyrinu...“
1213
01:16:00,430 --> 01:16:02,641
„hoppa upp og niður
á krókódílnum...“
1214
01:16:07,813 --> 01:16:10,524
„ferðast upp og niður með lyftunni.“
1215
01:16:11,692 --> 01:16:15,445
Fyrirgefðu. Ég sé núna að krókódíll
væri ekki í þessu samhengi.
1216
01:16:21,285 --> 01:16:25,706
„Sum hótel reyna að gera þetta
eins notalegt og hægt er.“
1217
01:16:27,541 --> 01:16:29,501
„En þeim sést yfir aðalatriðið.“
1218
01:16:33,797 --> 01:16:36,592
„Ef þið vilduð dvelja á stað
sem líkist heimili ykkar,
1219
01:16:36,675 --> 01:16:38,051
því þá ekki að vera heima?“
1220
01:16:42,139 --> 01:16:45,684
„Gestir okkar ættu að upplifa
flótta frá hversdagsleikanum.“
1221
01:16:50,606 --> 01:16:54,943
„Og því vil ég ná
í nýja hótelinu okkar.“
1222
01:16:59,948 --> 01:17:04,077
„Það sem allir krakkar vita
og allir fullorðnir hafa gleymt.“
1223
01:17:11,418 --> 01:17:13,712
„Eins og pabbi minn
sagði við mig:
1224
01:17:13,795 --> 01:17:18,175
gamanið takmarkast bara
við hugarflug manns.“
1225
01:17:21,219 --> 01:17:24,097
Þetta var fallegt.
-Slakaðu á.
1226
01:17:24,181 --> 01:17:25,599
Það var byggt upp svona.
1227
01:17:25,682 --> 01:17:29,603
Og er þetta allt og sumt?
Ég skil ekki.
1228
01:17:31,897 --> 01:17:35,150
Þetta var stórkostlegt!
1229
01:17:35,233 --> 01:17:39,363
Til hamingju, drengur minn.
Þú vannst lyklana að konungsríkinu.
1230
01:17:51,333 --> 01:17:55,045
Ekki gera þetta, Hori. Sýklar.
1231
01:17:57,673 --> 01:18:00,425
Til hamingju. Vel af sér vikið.
Settu áfram klaka á tunguna.
1232
01:18:01,551 --> 01:18:02,928
Til hamingju, Skeeter.
1233
01:18:03,011 --> 01:18:05,639
Til hamingju. Þetta var frábært.
-Jæja?
1234
01:18:07,224 --> 01:18:08,558
Þetta er frábært.
1235
01:18:09,726 --> 01:18:11,603
Til hamingju, Skeeter.
1236
01:18:11,687 --> 01:18:14,356
Allt í góðu, vinur.
1237
01:18:14,439 --> 01:18:17,401
Vitaskuld. Þú átt það skilið, vinur.
Þú ert betri maður en ég.
1238
01:18:17,484 --> 01:18:19,945
Þú hefur járnvilja.
-Þau segja það.
1239
01:18:20,028 --> 01:18:24,449
Ég þyrði ekki að rífa niður skólann þar
sem frænka mín og frændi stunda nám.
1240
01:18:24,533 --> 01:18:25,575
Hvað þá?
1241
01:18:26,993 --> 01:18:29,705
Þú veist að þar á
nýja hótelið að rísa.
1242
01:18:29,788 --> 01:18:31,665
Um hvað ertu að tala?
1243
01:18:31,748 --> 01:18:33,959
Góð kynning, væni.
1244
01:18:34,042 --> 01:18:38,213
Þetta býflugnastungumál
vakti samúð fólks.
1245
01:18:38,296 --> 01:18:41,049
Gott. Mig langaði
að ræða við þig um staðinn
1246
01:18:41,133 --> 01:18:43,719
þar sem við erum
að byggja hótelið.
1247
01:19:12,914 --> 01:19:16,084
Bronson, þú ert rekinn!
1248
01:19:17,461 --> 01:19:18,795
Rekinn?
1249
01:19:21,089 --> 01:19:23,133
Þannig tengist þetta.
1250
01:19:34,352 --> 01:19:35,395
Já?
1251
01:19:35,479 --> 01:19:37,397
Veistu hvar stofa
Jill Hastings er?
1252
01:19:37,481 --> 01:19:38,815
Hún er þarna.
1253
01:19:40,817 --> 01:19:43,195
Því svararðu ekki
þegar ég hringi?
1254
01:19:43,779 --> 01:19:45,697
Af því að ég veit
að það ert þú sem hringir.
1255
01:19:45,781 --> 01:19:48,533
Þú verður að trúa mér.
Ég vissi ekki...
1256
01:19:48,617 --> 01:19:52,621
Ekki spilla með lélegum afsökunum því
broti af virðingu sem ég ber fyrir þér.
1257
01:19:53,955 --> 01:19:58,126
Farðu bara burt
og vertu í burtu.
1258
01:20:00,170 --> 01:20:03,548
Skeeter frændi?
Viltu brenna skólann okkar
1259
01:20:03,632 --> 01:20:06,426
af því við brenndum
þig í sögunni?
1260
01:20:06,510 --> 01:20:08,762
Nei, ég myndi ekki gera það.
1261
01:20:08,845 --> 01:20:11,681
Við héldum að þú ættir
að vera hetjan.
1262
01:20:25,612 --> 01:20:26,947
Ég hélt það líka.
1263
01:20:44,589 --> 01:20:46,132
SKEETO VINNUR KENDALLO
1264
01:20:46,216 --> 01:20:49,052
„Skeeto vinnur Kendallo.“
1265
01:20:50,428 --> 01:20:53,598
Reyndar ekki.
1266
01:20:58,019 --> 01:20:59,479
Velkomin.
1267
01:21:01,064 --> 01:21:02,774
Ertu líka reið út í mig?
1268
01:21:02,858 --> 01:21:06,695
Ekki jafnreið og Jill
en reið, já.
1269
01:21:06,778 --> 01:21:09,406
Ég vissi ekki að nýja
hótelið risi þarna.
1270
01:21:10,156 --> 01:21:11,283
Ég reiknaði með því.
1271
01:21:11,366 --> 01:21:14,077
Því ertu þá svona reið?
Af því ég gaf krökkunum ruslfæði?
1272
01:21:14,160 --> 01:21:16,329
Nei, ég reiknaði líka með því.
1273
01:21:16,413 --> 01:21:19,416
Ég er reið af því að þú
sagðir krökkunum mínum
1274
01:21:19,499 --> 01:21:21,960
að engin ánægjuleg sögulok
væru í lífinu.
1275
01:21:22,711 --> 01:21:26,131
Líttu í kringum þig, Wendy.
Sérðu nokkur ánægjuleg sögulok?
1276
01:21:28,425 --> 01:21:32,596
Þið pabbi skemmtuð ykkur
alltaf svo vel í þessu herbergi.
1277
01:21:33,930 --> 01:21:36,016
Hver sem ástæðan var
þá gerði ég það ekki.
1278
01:21:36,099 --> 01:21:38,685
Ég var alltaf sú bölsýna,
með svartsýnisrausið.
1279
01:21:38,768 --> 01:21:41,563
Svarta skýið. Orkusugan.
1280
01:21:41,646 --> 01:21:43,732
Dauði fiskurinn.
1281
01:21:43,815 --> 01:21:48,612
Já, allt þetta. En þegar ég skildi
Bobbi og Patrick eftir hjá þér
1282
01:21:48,695 --> 01:21:51,781
vonaðist ég til að þú
hefðir áhrif á þau.
1283
01:21:51,865 --> 01:21:56,953
Gerðir þau léttari í lund.
Létir þau skemmta sér vel.
1284
01:21:57,037 --> 01:21:58,705
Ég hélt að pabbi
yrði hrifinn af því.
1285
01:22:00,206 --> 01:22:03,376
Ég fékk vinnu í Arizona.
1286
01:22:03,460 --> 01:22:05,712
Við kennslu, ekki sem skólastjóri.
1287
01:22:05,795 --> 01:22:07,172
Það er fínt.
1288
01:22:07,255 --> 01:22:10,342
Kannski geturðu komið í heimsókn
þegar við höfum komið okkur fyrir.
1289
01:22:10,425 --> 01:22:13,136
Ég veit að þá vilja
krakkarnir hitta þig.
1290
01:22:19,768 --> 01:22:21,227
Mér þykir vænt um þig.
1291
01:22:21,311 --> 01:22:22,646
Sömuleiðis.
1292
01:22:27,400 --> 01:22:31,863
Og Skeeter sat á rúminu,
fullur iðrunar,
1293
01:22:31,947 --> 01:22:36,826
og velti fyrir sér hvernig hann ætti
að raða brotunum saman eftir vikuna.
1294
01:22:36,910 --> 01:22:38,536
Góð sögulok?
1295
01:22:38,620 --> 01:22:41,873
Voru þetta sögulokin þín? Ég hélt
að þetta væri bara það sorglega
1296
01:22:41,957 --> 01:22:43,917
og þú ætlaðir að laga það.
1297
01:22:44,000 --> 01:22:45,835
Hvað áttu við?
Hvernig get ég lagað það?
1298
01:22:45,919 --> 01:22:50,215
Í sögunum sem ég sagði þér
þegar útlitið var sem svartast
1299
01:22:50,298 --> 01:22:53,551
gerði hetjan eitthvað
óvænt og dirfskulegt
1300
01:22:53,635 --> 01:22:56,763
til að sigrast á skúrkinum,
bjarga deginum og ná stelpunni!
1301
01:22:57,847 --> 01:22:59,849
Já. Hvernig get ég gert það?
1302
01:22:59,933 --> 01:23:03,728
Þetta er þín saga, ekki mín.
En þú skalt drífa þig. Stattu þig.
1303
01:23:14,739 --> 01:23:16,616
Hr. Nottingham!
Hr. Nottingham?
1304
01:23:16,700 --> 01:23:19,369
Má ég tala aðeins við þig?
1305
01:23:19,452 --> 01:23:22,747
Ég heiti Jill Hastings. Ég er
kennari við Webster-barnaskólann.
1306
01:23:22,831 --> 01:23:24,708
HÉR MUN SUNNY VISTA
MEGANOTTINGHAM-HÓTEL RÍSA
1307
01:23:24,791 --> 01:23:26,876
Bjargið skólanum okkar!
1308
01:23:29,963 --> 01:23:31,631
Bjargið skólanum okkar!
1309
01:23:31,715 --> 01:23:33,383
Bjargið skólanum okkar!
1310
01:23:33,466 --> 01:23:36,469
Menn mínir eru tilbúnir.
Við erum tilbúnir fyrir niðurbrotið.
1311
01:23:36,553 --> 01:23:38,722
Ljómandi. Hr. Nottingham
ætlaði að hringja
1312
01:23:38,805 --> 01:23:40,974
ef hann ætti í basli
með að fá undanþáguna.
1313
01:23:41,057 --> 01:23:43,727
Ef við heyrum ekki frá honum
næstu 20 mínúturnar
1314
01:23:43,810 --> 01:23:45,645
skulum við sprengja
þetta allt í loft upp.
1315
01:23:51,776 --> 01:23:55,363
Stríðið er búið.
Þú tapaðir því miður.
1316
01:23:58,950 --> 01:24:00,910
Þetta er ekki stríð,
hr. Nottingham.
1317
01:24:02,370 --> 01:24:05,457
Það hljóta að koma aðrir staðir
til greina fyrir hótelið
1318
01:24:05,540 --> 01:24:07,959
sem valda ekki röskun á...
1319
01:24:08,043 --> 01:24:11,004
Barry, Jill. Sæl verið þið.
Við erum að ganga frá málinu.
1320
01:24:11,087 --> 01:24:13,006
Þú manst eftir Jill, Donna.
1321
01:24:13,089 --> 01:24:17,218
Vitanlega! Guð minn góður.
Mikið er þessi jakki sætur.
1322
01:24:18,887 --> 01:24:21,598
Þakka þér fyrir.
-Því ert þú hérna, Bronson?
1323
01:24:21,681 --> 01:24:24,142
Hvað er ég að gera hérna?
Já, hvað er ég að gera hérna?
1324
01:24:24,225 --> 01:24:26,603
Hr. Bronson,
umhyggjusamur borgari,
1325
01:24:26,686 --> 01:24:28,646
vildi vekja athygli mína
á fáeinum atriðum
1326
01:24:28,730 --> 01:24:32,567
áður en ég tek
skyndiákvarðanir um téða lóð.
1327
01:24:32,650 --> 01:24:36,029
Og það á eftir að taka mig
mörg ár að greina þetta.
1328
01:24:36,613 --> 01:24:38,239
Ár?
-Ár.
1329
01:24:38,323 --> 01:24:41,785
Bronson, býðurðu mér byrginn?
1330
01:24:41,868 --> 01:24:46,581
Já. Af því að umsókn þinni
um undanþágu var...
1331
01:24:47,957 --> 01:24:49,709
Hafnað.
1332
01:24:51,252 --> 01:24:52,504
Hafnað?
1333
01:24:52,587 --> 01:24:54,339
Já. En gleðifréttirnar eru
1334
01:24:54,422 --> 01:24:56,966
að við Donna fundum aðra lóð fyrir þig
1335
01:24:57,050 --> 01:25:00,887
á ströndinni í Santa Monica
sem er vinsæl og úr augsýn.
1336
01:25:00,970 --> 01:25:03,556
Ströndin var fyrsti kosturinn
en það var ekki til sölu.
1337
01:25:03,640 --> 01:25:05,058
Það er það núna.
1338
01:25:05,141 --> 01:25:07,393
Er það?
Er það ekki stórkostlegt?
1339
01:25:07,894 --> 01:25:08,978
Í alvöru?
1340
01:25:09,062 --> 01:25:10,480
Vinir?
1341
01:25:10,563 --> 01:25:12,565
Já, nú... sýklar.
1342
01:25:12,649 --> 01:25:16,152
Yfirstígum það. Komdu.
1343
01:25:16,236 --> 01:25:19,656
Nei, nei.
1344
01:25:19,739 --> 01:25:22,575
Ég snerti þig og það er
allt í lagi. Sjáðu þetta.
1345
01:25:24,786 --> 01:25:28,581
Þú hefur ánægju af því.
Gott. Komdu nær.
1346
01:25:28,665 --> 01:25:32,794
Mikið er þetta sætt.
Og óhugnanlegt.
1347
01:25:34,420 --> 01:25:37,423
Takið eftir, gott fólk. Takið eftir.
1348
01:25:37,507 --> 01:25:41,970
Við erum að vinna með mjög viðkvæm,
stórhættuleg fjarstýrð sprengiefni.
1349
01:25:43,847 --> 01:25:47,767
Og til að forðast
misheppnaðar sprengingar
1350
01:25:47,851 --> 01:25:50,395
bið ég ykkur öll
að slökkva á farsíma ykkar.
1351
01:25:51,312 --> 01:25:53,648
Öllsömul.
Slökkvið á farsímanum.
1352
01:25:55,233 --> 01:25:57,360
Bjargaðirðu í raun öllu?
1353
01:25:57,902 --> 01:25:59,320
Ekki öllu.
1354
01:26:02,866 --> 01:26:04,909
Já?
-Okkur virðist vandi á höndum.
1355
01:26:04,993 --> 01:26:07,078
Ég næ ekki í Kendall í farsímann
1356
01:26:07,162 --> 01:26:10,957
til að stöðva niðurbrotið
sem hefst eftir 13 mínútur.
1357
01:26:11,040 --> 01:26:12,709
Skiltið okkar er stórkostlegt!
1358
01:26:12,792 --> 01:26:16,629
Við þurfum að finna glugga
þar sem byggingamennirnir sjá það.
1359
01:26:16,713 --> 01:26:18,756
Þá skipta þeir um skoðun.
1360
01:26:19,549 --> 01:26:21,217
Bobbi, hér er opið.
1361
01:26:25,471 --> 01:26:27,348
Þetta er Prius-inn minn!
1362
01:26:27,432 --> 01:26:29,184
Hvar er bíllinn þinn?
-Bíllinn minn?
1363
01:26:29,267 --> 01:26:31,352
Ég þurfti að skila honum
aftur á hótelið.
1364
01:26:31,436 --> 01:26:34,314
Hvað áttu við með því að þú
hafir skilað honum á hótelið?
1365
01:26:34,397 --> 01:26:35,440
Komdu!
1366
01:26:37,108 --> 01:26:38,234
Mér þykir þetta leitt!
1367
01:26:39,277 --> 01:26:41,154
Málstaðurinn er góður!
1368
01:26:43,990 --> 01:26:46,284
Hefurðu einhvern tíma keyrt mótorhjól?
1369
01:26:46,367 --> 01:26:47,702
Nei!
1370
01:27:43,633 --> 01:27:46,886
Hafið þið séð Bobbi? Patrick?
1371
01:27:46,970 --> 01:27:49,305
Bobbi! Patrick!
1372
01:27:51,349 --> 01:27:53,101
Hvað ætlarðu að gera?
1373
01:28:12,120 --> 01:28:13,788
Ég tek þetta.
1374
01:28:15,623 --> 01:28:16,958
Það er ósanngjarnt!
1375
01:28:17,709 --> 01:28:19,752
Það eru 60 sekúndur þangað til!
1376
01:28:21,212 --> 01:28:25,383
Bíddu! Ég finn ekki börnin mín!
Þau gætu verið þarna inni!
1377
01:28:25,466 --> 01:28:29,178
Það mátti reyna. Við rýmdum húsið
fyrir löngu. Það er allt í lagi.
1378
01:28:31,514 --> 01:28:33,266
Nei! Hleypið mér í gegn!
1379
01:28:33,349 --> 01:28:36,352
Við verðum að athuga herbergin
áður en við byrjum að brjóta niður.
1380
01:28:36,436 --> 01:28:38,229
Við höfum þegar athugað þau!
1381
01:28:38,313 --> 01:28:39,897
Ég geri það sjálfur.
1382
01:28:41,858 --> 01:28:44,902
Skeeter frændi!
-Forðið ykkur!
1383
01:28:46,237 --> 01:28:47,613
Fimm.
-Nei!
1384
01:28:47,697 --> 01:28:49,240
Gríptu í stöngina!
-Fjórir.
1385
01:28:50,450 --> 01:28:52,452
Þrír.
1386
01:28:53,077 --> 01:28:54,620
Tveir.
1387
01:28:54,704 --> 01:28:55,747
Einn!
1388
01:29:02,503 --> 01:29:05,381
Kóngurinn hefur gefið
út yfirlýsingu.
1389
01:29:06,382 --> 01:29:08,468
Hótelið fer burt.
1390
01:29:08,551 --> 01:29:10,970
Skólinn verður hérna áfram.
1391
01:29:11,054 --> 01:29:13,264
Lengi lifi Webster-barnaskólinn!
1392
01:29:18,603 --> 01:29:19,771
Mamma!
-Mamma!
1393
01:29:19,854 --> 01:29:21,439
Bobbi!Patrick!
1394
01:29:27,779 --> 01:29:30,198
Þið vanmátuð mig.
1395
01:29:30,281 --> 01:29:32,742
Komið. Ég var að kynnast
ykkur klaufunum.
1396
01:29:32,825 --> 01:29:35,453
Heldurðu að ég ætli
að missa ykkur núna?
1397
01:29:35,536 --> 01:29:37,622
Ég vissi að þú værir hetjan.
1398
01:29:37,705 --> 01:29:39,165
Já.
1399
01:29:41,542 --> 01:29:43,669
Sæll, Patrick.
Ég heiti Trisha Sparks.
1400
01:29:43,753 --> 01:29:47,048
Ég vildi bara þakka þér
fyrir að bjarga skólanum.
1401
01:29:49,133 --> 01:29:50,843
Gerðu eins og í Vestranum.
1402
01:29:51,928 --> 01:29:54,138
Óþarfi að þakka mér.
1403
01:29:54,222 --> 01:29:55,515
Nú líst mér á þig.
1404
01:29:55,598 --> 01:29:58,935
Ég hlýt að geta látið
þakkalæti mitt í ljós.
1405
01:30:00,770 --> 01:30:01,813
Fáðu koss hjá henni.
1406
01:30:10,238 --> 01:30:12,407
Er hún ekki aðeins
of gömul fyrir þig?
1407
01:30:12,490 --> 01:30:15,326
Hún er flott.
-Já. Hvað finnst þér?
1408
01:30:15,410 --> 01:30:19,580
Ef herra Fúll fær koss á ég þá ekki
að fá svolítið hjá litlu hafmeyjunni?
1409
01:30:20,581 --> 01:30:22,583
Svona nú.
1410
01:30:35,805 --> 01:30:36,889
MÓTEL MARTYS
1411
01:30:36,973 --> 01:30:39,267
Sjáið hverju drengurinn
minn hefur áorkað.
1412
01:30:39,350 --> 01:30:42,437
Sneri baki við því
að stjórna lúxushóteli
1413
01:30:42,520 --> 01:30:45,523
og kom litlu fjölskyldufyrirtæki
á laggirnar.
1414
01:30:45,606 --> 01:30:49,777
Og elsku drengurinn
nefndi það eftir mér.
1415
01:30:49,861 --> 01:30:53,072
Bugsy virðist hafa étið
alla sykurpúðana.
1416
01:30:55,199 --> 01:30:57,076
Sykurpúðarnir eru alveg búnir.
1417
01:30:57,743 --> 01:31:00,496
Ég skal sjá um þetta.
Herbergisþjónusta!
1418
01:31:02,623 --> 01:31:04,584
Já, herra?
-Sæll, Kendall.
1419
01:31:04,667 --> 01:31:06,210
Bugsy er búinn
með sykurpúðana.
1420
01:31:06,294 --> 01:31:08,880
Það væri fínt
ef þú færðir honum meira.
1421
01:31:08,963 --> 01:31:12,800
Þegar í stað. Nokkuð fleira?
-Ekki frá þér, Kendall, en...
1422
01:31:12,884 --> 01:31:14,427
Þerna?
1423
01:31:15,761 --> 01:31:18,181
Aspen. Viltu sjá til þess
1424
01:31:18,264 --> 01:31:21,684
að búr Bugsy sé hreint
áður en hann fer í fyrramálið?
1425
01:31:21,767 --> 01:31:25,563
Sykurpúðarnir leggjast illa í hann
og það verður því sóðalegt.
1426
01:31:30,776 --> 01:31:32,153
Bless.
1427
01:31:32,695 --> 01:31:36,532
Ég held að Bugsy sé að segja okkur
að núna sé komið að sögulokum.
1428
01:31:36,616 --> 01:31:40,828
En áður en ég fer skal ég segja ykkur
hvað hetjurnar og skúrkarnir gera núna.
1429
01:31:40,912 --> 01:31:42,788
Fornvinur minn, Barry Nottingham,
1430
01:31:42,872 --> 01:31:45,416
sigraðist á sýklafælninni
1431
01:31:45,500 --> 01:31:47,835
og ákvað að hætta
í hótelbransanum
1432
01:31:47,919 --> 01:31:50,505
og sneri sér að læknisfræði.
1433
01:31:50,588 --> 01:31:54,258
Hann er skólahjúkrunarfræðingur
í Webster-barnaskólanum.
1434
01:31:54,926 --> 01:31:57,178
Violet rekur núna hótelveldið
1435
01:31:57,261 --> 01:32:01,807
með manninum sínum, Mickey,
sem áður starfaði við herbergisþjónustu
1436
01:32:01,891 --> 01:32:04,727
og er núna níundi
ríkasti maður í heimi.
1437
01:32:05,853 --> 01:32:07,772
Og Skeeter og Jill?
1438
01:32:07,855 --> 01:32:10,483
Eftir tvöfalda brúðkaup
aldarinnar
1439
01:32:11,359 --> 01:32:15,988
lifðu þau sæl til æviloka
1440
01:32:16,072 --> 01:32:21,118
og reka Mótel Martys og eru
mikið með barnabörnunum mínum
1441
01:32:21,202 --> 01:32:23,955
en ævintýri þeirra eru rétt að byrja.
1442
01:32:24,038 --> 01:32:27,124
Það eru samt ekki
allir svona spenntir.
1443
01:32:27,208 --> 01:32:28,292
HJÁLP!
1444
01:32:28,376 --> 01:32:30,920
En það er allt önnur saga.
1445
01:32:31,003 --> 01:32:33,256
Endir.
1446
01:33:31,856 --> 01:33:35,359
SÖGUR FYRIR SVEFNINN